Þjóðviljinn - 13.04.1973, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 13. aprtl. 1973. um vettvangí KAMBODJA: DREGUR TIL ÚRSLITA Tíminn vinnur hratt gegn bandamönnum Nixons í Phnom Penh, sem elda grátt silfur innbyrðis Þann 3. júní 1970 lýsti Nixon Bandarikjafor- seti þvi yfir, að frá og með 1. júli það ár mundu bandariskar flugvélar aðeins gera árásir á Kambodju i þvi skyni að koma i veg fyrir vopnaflutn- inga um landið, sem teflt gætu öryggi bandarisks hers i Vietnam i voða. Nú er bandariskur her á brott frá Suður-Vietnam, en bandariskur flugher dembir niður fleiri sprengjum á Kam- bodju en nokkru sinni fyrr. Þetta er gert I örvænting- arfullri tilraun til að bjarga stjórn Lon Nols hershöfðingja, sem bandariska leyniþjónust- an hjálpaði til valda árið 1970. Það er reyndar ástæða til aö minnast þess, að áður en Lon Nol og samstarfsmenn hans létu til skarar skriða gegn stjórn Narodoms Sihanouks leituðu þeir ráða stjörnuspá- manna og mútuðuþeim til að spá falli Sihanouks. En á aög- unum lét Lon Nol kasta 55 þekktum stjörnuspámönnum i fangelsi — sagt er að þaö sé vegna þess að þeir hafi spáð falli hershöfðingjastjórnar- innar. Og andstæðingar Lon Nols hafa ekki þurft að múta þess- um köllum. 011 teikn benda til þess, að dagar stjórnarinnar séu taldir. En það þýðir ekki, að útlagastjórn Sihanouks og þjóðfrelsisherinn standi frammi fyrir endanlegum sigri. Hvað gerir Nixon? t þeim efnum skiptir miklu, hvernig Bandarikjamenn ætla að bregðast við, hvort Nixon er reiðubúinn að senda her á vettvang og byrja Vietnam- strið á nýjan leik. Flugher þeirra er þegar i fullum gangi, eins og menn vita af fréttum. En hér má einnig bæta þvi við, að þeir myndu eiga jafnvel enn erfiðara um vik i Kambodju en i Vietnam. Her- foringjastjórnin i Phnom Penh er miklu spilltari, ráð- viiltari og blátt áfram van- megnugri en sú sem situr i Saigon. Og i Kambodju er svotil allt land nú þegar á valdi andstæðinga Lon Nols og Bandarikjanna. Stjórnin i Phnom Penh hefur eins og lagt sig i lima um að eyðileggja pólitiska lifsmögu- leika sina. Hún hafði nokkurn stuðning ýmissa stjórnmála- manna sem andvigir voru Sihanouk er hún komst til valda, svo og hluta mennta- manna og stúdenta. Nú hefur hún notfært sér neyðarástand það sem hún lýsti yfir i höfuð- borginni i marz til að setja mikið af þessu fólki á bak viö lás og slá. Skrýtnar aðferðir Forsaga neyðarástandsins þykir og hin tortryggilegasta. Stjórnin kom sjálf af stað ó- spektum i Phnom Penh þann 17. marz með aðstoð manna i borgaralegum klæðum, sem sendir voru til aö hleypa upp kröfugöngu kennara. Var þá hent handsprengjum og skotið i mannfjöldann. Sama dag stal flugmaður i her landsins, So Potra, sprengjuflugvél og réðist á höll þá sem Lon Nol situr i. Hann hæfði ekki höll- ina, en um 50 manns i grennd við hana létu lifið. Sem fyrr segir telja frétta- skýrendur á staðnum (m.a. Henry Kamm frá New York Times) að stjórnin hafi sjálf staöið að óspektum þeim, sem urðu henni að yfirvarpi til að lýsa yfir neyðarástandi. Kamm telur einnig að loft- árásin á forsetahöllina hafi verið aðeins persónulegt frumkvæði flugmannsins sjálfs. Kamm visar m.a. til samtals sem hann átti við einn af ráðherrum stjórnarinnar, sem hafði ljóstrað þvi upp, að stjórnin hafi rætt um neyðar- ástand þegar daginn áöur en nefndir atburður gerðust; hún þurfti beinlinis á þeim að halda sér til réttlætingar. Þessar upplýsingar minna á, að nú er sömu aðferðum beitt og þegar Sihanouk var steypt af stóli. Einnig þá beittu menn fyrir sig her- mönnum i borgaralegum klæðum, sem hófu óspektir og kváðust vera að mótmæla þvi að Þjóðfrelsisher Suður-Viet- nams væri leyft að hafa bæki- stöövar i landinu. Tilgangur hershöfðingjanna var fyrst og fremstsá að steypa Sihanouk, en þeir notuðu sér bækistöðva- málið og hófu siðan villimann- legar ofsóknir á hendur Viet- nömum sem búsettir eru i landinu. Matak i stofufangelsi Sá sem einkum stendur fyrir hinni „hörðu stefnu” herfor- ingjastjórnarinnar er Lon Non, yngsti bróðir Lon Nols. Hann hefur sem innanrikis- ráðherra og yfirmaöur leyni þjónustunnar haft góða mögu- leika á að útrýma að vild and- stæðingum sinum og hefur skapað það andrúmsloft, að góðborgarar i Phnom Penh biða þess með skelfingu að barið sé að dyrum hjá þeim um nætur, Lon Non, sem einn- ig er yfirmaður þriðja her- fylkis, hefur gert allt til að safna valdi á egin hendur. Einn helzti andstæöingur hans er Sirik Matak hershöfðingi, einn af aðalmönnum samsærisins gegn Sihanouk prins 1970 og hægri hönd Lon Nols þar til fyrir fáum mánuðum. Sirik Matak hefur lengi ver- ið talinn einn helzti liðsmaður Bandarikjanna i Phnom Penh — en nú situr hann i stofufang- elsi. Þaðan spáirhann Lon Nol illu einu. í viðtali sem hann átti við New York Times þann 25. marz segir hann m.a.:,,Ég tel að þessi stjórn hvorki megi né geti lifað af. Hún nýtur einskis stuðnings meðal fólks- ins”. Hann sagði ennfremur að Bandarikin ættu að gera sér grein fyrir þvi, að Lon Nol gæti ekki framar vænzt neins stuðnings almennings. Hann lýsti þvi yfir „áhyggjufullur” mjög, að ef að haldnar væru frjálsar og heiðarlegar kosn- ingar á milli þeirra Lon Nols og Sihanouks, þá mundi hinn siðarnefndi sigra með yfir- burðum. Þetta virðist furðulega yfir- lýsing af hálfu eins af for- sprökkum valdaránsins 1970. En ætlun hans má vel vera sú að gefa Bandarikjamönnum tii kynna að hann, Sirik Matak, sé fús til að koma á fót stjórn undir sinni forystu, ef að sú sem nú situr leggur upp laupana. Lon Non notfærði sér það i valdabaráttunni, að Sirik Matak er konunglegrar ættar — sátu tveir kóngar af þeirri ætt i hásæti á valdatið Frakka. Sjálfur hefur Sirik Matak afsalað sér prinsnafnbót sinni. En það kom fyrir ekki. Eftir áðurnefnda loftárás á forseta- höllina voru allir prinsar handteknir og skyldulið þeirra, og Sirik Matak var lát- inn fylgja með. Draugaher StjórniniPhnom Penh virðist ekki hafa upp á neitt að bjóða i samningum við þann þjóð- frelsisher sem hefur haldið borginni i umsátri. Hún virðist afar vesæl undirstaða fyrir frekari Ihlutun Bandarikja- manna. Auðvitað geta þeir hertenn loftárásir á landið, en árangurinn er hæpinn. Þær mundu, þegar allt kemur til alls, aðeins styrkja stöðu Þjóðfreisishersins sem sýnist mjög vel þjálfaður. Her hinna rauðu Khmera hafði frá upp- hafi góöa vigstöðu. Hann gat bæði sótt reynslu til skæru- herja nágrannalandanna og aðstoð, og beitt nútimavopn- um — sem reyndar eru komin frá draugaher Lon Nols. Þaö erekkiaf tilviljun aðþettaorð er valið, þvi að mönnum hefur smám saman skilizt, að sá her sem menn hafa státað af i Phnom Penh er miklu minni en 200þúsundmanns —eins og af var látið. Hitt er rétt, að greiddur hefur verið máli til 200 þúsund manna úr sjóðum þeim sem fengnir eru frá Bandaríkjunum. Stór hópur liðsforingja hefur stungið miklum fjárhæðum i eigin vasa með fölskum listum yfir hermenn. Meira en svo.Liðs- foringjar hafa grætt mikið fé með þvi að selja vopn og skot- færi til andstæðinganna um ýmsa milliliði. Allt þetta er m.a. ástæðan fyrir þvi, að 12—13 ára drengir eru reknir fram i viglinu þegar stjórnar- herinn á að berjast. Allur vindur er úr þeim Kambodjumönnum sem á sin- um tima studdu herforingja- stjórnina. Vonbrigðin hafa i mismunandi rikum mæli gert þá að andstæðingum stjórnar- innar. Sú spilling sem lofað var að gerjast gegn árið 1970 er nú margföld á við það, sem þrifiztgat meðan Sihanouk fór með völd; lifskjör hafa versn- að. Og hér við bætist, að átökin, sem i fyrstu sýndust beinast gegn Vietnömum i landinu, urðu fljótlega borgarastrið — Khmerar hafa barizt við Khmera. Það hefur komið á daginn að Þjóðfrelsishreyf- ingin gat staðið á eigin fótum eftir að hafa notið um hriö stuðnings Vietnama. Timinn vinnur hratt i þágu þjóð- frelsishersins og Sihanouks prins, sem hefur setiö i Peking siðan 1970, en þar hefur út- lagastjórn hans aðsetur. (ÁB tók saman eftir Information) Kort af Kambodju — landið er svo til aUt I höndum stuðn- ingsmanna Sihanouks. Lon Nol: algjör ringulreið I stjórnarherbúðum Stjórnarherinn á undanhaldi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.