Þjóðviljinn - 13.04.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. aprll. 1973. ÞJóÐVILJlNN — StDA 9 — H 1 lll LO Ð LAUNHELGARNAR LIFI! Ég hef meö nokkrum pistl- um hér i blaðinu reynt að rjúfa þagnarmúrinn um þann ótta- lega leyndardóm, hvað stjórn- in okkar hyggist fyrir i kana- sjónvarpsmálinu. 1 lýðræðisþjóðfélagi ætti ekki einu sinni að þurfa að bera slika spurningu fram. Reyndist það engu að siöur nauðsyn af einhverjum sök- um, ætti að mega treysta þvi, að við henni fengist undan- bragðalaust og ótvirætt svar. Hér er um aö ræða efni, sem alla þjóðina varðar. Trúnaðarmenn hennar i valdastöðum teygja umboð sitt lengra en þeir hafa nokkra heimild til samkvæmt anda og grundvallarreglum lýð- ræðisins, ef þeir taka að hylja slik mál leyndarhjúpi, nema þeir hafi áður opinberlega lýst þvi viðhorfi, að almannaheill krefjist þess og þjóöin á það fallizt. Fyrir mér vakir þvi meira en að fá vitneskju um, hvort (og þá hvenær) islenzk stjórn- völd hyggist stöðva þau lög- brot, sem ameriska hernáms- liðið fremur daglega framan við nefið á þeim eins og i ögrunarskyni við sjálfstæði Islands. Þótt heimóttarlegt rolukast rikisstjórnarinnar i stórmáli sem þessu sé sannar- lega nógu særandi og hvim- leitt, er hitt enn hörmulegra, ef stjórn vinstrimanna ætlar til langframa að sitja sem (sjálfviljugur?) fangi þess lokaða stjórnkerfis, sem afturhaldsöflin i landinu hafa á löngum tima ramlega byggt til þess að geta átölulitið troðið lýðræðið undir fótum. Hins höfðum við með fullum rétti vænzt, að okkar menn opnuðu stjórnkerfið, gerðu lýðræöið að lifandi veruleik daglegrar stjórnsýslu sinnar: stýrðu málum þjóðarinnar fyrir opn- um tjöldum i samræmi við vilja þeirra, sem fólu þeim umboð sitt. Kanasjónvarpsmálið er mælikv. á hvort rétt stefni i þessum sökum eða ekki. Mér lizt ekki á blikuna, ef satt skal segja, en andstæðingar stjórnarinnar geta verið kátir. Rikisútvarpið er höfuðaðili þessa máls (auk sýkilberans, kanasjónvarpsins, ef menn vilja viðurkenna slikt aðskota- dýr sem aðila að islenzkum menningarmálum). Eftir þvi sem ég hef komizt næst (og ég held það sé hvorki við- kvæmnismál né trúnaðarmál), þá telst útvarpsráð að lögum ekki réttur aðili til að gæta hagsmuna Rikisútvarpsins i þessu efni, heldur útvarps- stjóri.- Samt sem áður sam- þykkti útvarpsráð 21. febrúar 1972 áskorun til útvarpsstjóra um, að hann færi þess á leit við húsbónda sinn, menntamála- ráðherrann, að hann léti fram fara óvilhalla könnun á, hvort kaninn hefði lagaheimild til útvarpsrekstrar fyrir Islend- inga þrátt fyrir skýlaus ákvæöi útvarpslaga (nr. 19/1971): „Rikisútvarpið hefur einkarétt til útvarps...” Útvarpsstjóra hlýtur að hafa logsviðið i puttana, þegar hann fékk þetta plagg i hendur, þvi að hann blandar sér ekki i deildur um grund- vallarrétt Rikisútvarpsins — fyrir þvi höfum við hans eigin orð. Allt um það sendi hann menntamálaráðherra sam- þykkt útvarpsráðs, skömmu eftir að hún var gerö. I orðsendingu til mennta- málaráðherra 11. marz fór ég fram á, að hann segði okkur utankerfismönnum „allt af létta um gang þessa máls á stjórnarferli hans sem menntamálaráðherra, hvað hann og undirmenn hans heföu gert, gætu gert og hygðust gera til að fá sjónvarpssend- ingar kanans inn á islenzk heimili stöðvaðar.” Mér fannst satt að segja ekki til mikils mælzt og vænti fast- lega, að hann upplýsti til dæmis, hvort fyrrnefnd könn- un hefði farið fram, til hvaða niöurstööu hún hefði þá leitt, hvort hann hefði ef til vill borið málið undir utanrikis- ráðherra, tsem er svo ógæfu- samur að hafa svonefnda varnarmáladeild á sinum snærum, hvort hann hefði jafnvel visað þvi að einhverju eöa öllu leyti til hans, svo sem óinnvigðum gat dottið i hug eftir atvikum. I Þjóöviljanum i fyrradag birtist svar menntamálaráð- herra. Það eykur mér ekki bjartsýni á, að opnara stjórn- Eftir Einar Braga kerfi sé i vændum á Islandi., Hann reynir að „lyftá málinu á svið launhelganna,” eins og Sigurður Lindal, prófessor, hefur komizt að orði: „Samstarf krefst trúnaðar, sem ég mun ekki gerast fyrstur til að rjúfa”. Þegar hér er komið, fer maður að verða heldur en ekki niður- lútur og biðja almættið forláts á sinni fákænskusynd að hafa ætlað að freista ráðherra til voðalegustu uppljóstrana, ef ekki hreinna drottinsvika. En meðal annarra orða: það er auðvitað óhugsanlegt, að þeir sem hafa bundizt trúnaöi um þetta mál sýndu kjósendum sinum þann trúnað að skýra þeim sameiginlega frá gangi þess, svo að enginn þyrfti að verða fyrstur til að bregðast neinum? Ráðherrann segist bera á þv „ábyrgð til jafns við aðra sem um málið eiga að fjalla”, að ekki hafa orðið breytingar á útsendingum Keflavikursjón- varpsins i tið núverandi rikis- stjórnar. Ég hafði raunar haldið, að ábyrgð hans væri töluvert miklu meiri en ann- arra, en er þvi feginn, ef svo er ekki. Þegar á liður gerast orö ráð- herrans þeim stilbrögðum slungin, sem við eiga i hofi launhelganna: þau má skilja á ýmsa lund og þó opin leið aö vefengja allar túlkanir þeirra eftir á*’ • Ég vænti samt ég verði ekki sakaður um að leggja þau út á verri veg, þótt ég lesi úr þeim eins og ég hef vitsmuni til: aðhann telji sem fyrr sjónvarpsrekstur erlends herveldis fyrir Islendinga ósamrýmanlegan menningar- legum metnaði þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar, að rikis- stjórnin hafi heitið stuðnings- mönnum sinum að senda hernámsliðið úr landi i áföng- um á kjörtimabilinu, að hann muni fyrir sitt leyti stuðla aö þvi, að við þaö veröi staðið, og leysist þá sjónvarps- máliðum leiö, þar sem það sé angi af þvi mikla krabba- meini, sem hernámið er. Að visu er ég honum ósammála um meðferð „angans”. Eftir minum skiln- ingi er lokun kanasjónvarps- ins sóttvarnaraðgerö, sem hefði átt að koma til fram- kvæmda fyrir löngu og alltaf er þörf meöan sjálf pestin hef ur ekki veriö ■ útræk ger úr landinu. En ég er alvanur, að menn hafi aðrar skoðanir á málum en ég og uni þvi ágæt- lega. Aftur á móti kann ég betur við, að menn segi hug sinn skýrt og afdráttarlaust. Að öðrum kosti verða allar til- raunir til heiðarlegra skoðanaskipta eins og skylmingar i myrkri. Þvi fyndist mér æskilegur endir þessara orðræðna i bili, að utanrikisráðherra eða menntamálaráðherra eöa báðir tveir gerðu nú Alþingi grein fyrir þeim efnum, sem ég hef verið að fiska eftir með ærinni fyrirhöfn — og geröu það i svo einarðlegu og skýru máli, að hvert mannsbarn mætti skilja, þegar svör þeirra heyrast i þingfrétta- timanum. Einar Bragi. ^Ég vil af marggefnu tilefni benda stjórnmála- mönnum vinstra megin á það i allri vinsemd, að þótt half- kveðnar hendingar fari einatt vel i skáldskap, eru þær ekki eins snjallar i pólitiskri um- ræðu og þeir halda. Við hin langþjálfuðu kippum okkur reyndar ekki upp við þær, þykjumst enda orðin svo nösk á að finna, hvar fiskur liggur undir steini, að við þurfum ekki að heyra Jóhann Hafstein segja nema A til þess að skilja óðara, að hann meinar: „Ansvitans vinstristjórnin svipti mig völdum”. En ungt fólk nú á dögum kærir sig ekki um neinar miðaldalegar orða- flettur eða loömullu. Ég hafði t.d. spurnir af þvi nýlega, að einn ráðherranna hefði setið fyrir svörum hjá ungum Islendingum erlendis, sem flestir standa með stjórninni eða vinstra megin við hana. En honum tókst með hálf- velgju i svörum, sér i lagi um hernámsmálin, að espa þá alla gegn sér. Þvi gæti svo farið, að blessuð náðin sæti ein og stúrin eftir á sinum þrifæti einn góðan veðurdag, án þess að nokkur kæmi til hennar að leita véfrétta, ef hún skilur ekki hvaö klukka nýja timans — og nýja Timans — slær. LEYNDARDÓMUR ARAL- VATNS Það sem er einna sérkenni- legast við Aralvatn er hinn mikli munur á yfirboröi þess, þegar það er hæst og lægst, sem nemur allt að 4 metrum. Þegar vatnsyfir- borðið stendur hátt i Aralvatni, þá ber svo viö, að það er með lægsta móti i Kaspiahafi, Frá siðustu aldamótum hefur hækkað jafnmikiö i Aralvatni og lækkað hefur i Kaspiahafinu. Menn geta sér þess til, aö milli Kaspiahafs og Aralvatns séu einhvers konar neðanjarðargöng. Minning Arnfinnur Jónsson F. 7. maí 1896 — d. 26. marz 1973 Arnfinnur Jónsson var fæddur 7. mai 1896 og hann lézt 26. marz 1973. Hann kom til min tveimur dögum áður en hann dó og sat hjá mér og hlustaöi á segulbandstæk- ið mitt. Hann var eins og hann átti að sér að vera. Mér datt ekki i hug að hann væri að kveöja og skipta um verustað. Þvi segi ég, að sælir eru þeir sem hafa lifað lifinu I ást og kærleika til meðbræðra sinna eins og minn góði vinur Arnfinnur Jónsson gerði alla sina daga. Ég var drengur þegar ég kynnt- ist honum fyrst. Þá hafði hann lokið námi i Þýzkalandi. Hann settist að á Eskifiröi sem skóla- stjóri, og er það nú stór hópur sem hann hefur hjálpað. Ég man hvað þessi ungi maður lagði mik- ið að sér til að skapa list i æðra ljósi og framtak til dáða bæöi til sjós og lands. Oft lagði hann sinn siðasta eyri fram fyri gott mál- efni og veitti góð ráð þeim ráð- villtu. Ég efa það ekki nú, að hann hafði lög að mæla Islandi til heilla og hamingju. Hann barðist með oddi og egg fyrir bættum kjörum hinnar vinnandi stéttar. Hann gerði út báta, hann vildi blómlegt byggðarlag, en þetta var á kreppuárunum, og allir vissu hvernig ástandið þá var. Arnfinnur var listrænn á öllum sviöum. Hann stofnaði horna- flokk, karlakór og leikfélag með góöum félögum sem hann veitti aðstoð eftir megni. Arnfinnur tók virkan þátt i öllu þessu starfi. All- ir sáu að sá maður sat ekki auð- um höndum. Ég var svo heppinn að kynnast Arnfinni á fyrstu skólastjóraár- um hans. Hann kenndi mér að þekkja nóturnar og gildi þeirra. Það var mikill ávinningur fyrir mig að kynnast manni eins og Arnfinni. Hann var einnig mikill vinur foreldra minna. Með þessum fáu orðum birtist mynd af Arnfinni og konu hans. Með viröinu og þökk fyrir allt. Einar Þ. Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.