Þjóðviljinn - 27.04.1973, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.04.1973, Qupperneq 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN! Föstudagur 27. apríl 1973. Leiðsögumaðurinn er bezti ferðafélaginn öll leiðsaga ferðamanna á islandi skal vera í höndum þjálfaðra leiðsögumanna, er hafa öðlazt réttindi og viðurkenningu til slikra starfa. — Þetta er m eginsjónarm ið Félags leiösögumanna i sam- bandi viö þaö nýja frumvarp um skipulag feröamála sem nú liggur fyrir alþingi. Telur fclagiö að hlutvcrk leiösögumannsins hafi ekki hlutiö næga athygli þeirra, cr frumvarpiö sömdu, ug þurfi því aö gcra þar á bragarhnt. Félag leiösögumanna telur aö island geri meiri kröfur til leið- sögumanna en flest önnur lönd, en einnig þurfi aö taka þaö til greina, aö flestir leiösöguinenn sinna þvi starfi aðeins takmark- aöan tima á hverju ári. Þess vegna þurfi aö festa i lög um fcrðamál ákvæöi um fræöslu ng þjálfun leiðsngumanna ng búa þannig um hnútana aö sem hæf- astir menn veljist til leiðsögu- starfa. Félag leiösögumanna sendir þvi alþingismönnum i vetur eftir- farandi uinsögn uin ferðainála- frumvarpiö — nbeðið: „Þegar frumvarp til laga um skipulag ferðamála á Islandi kom fram, tók stjórn Félags leiösögu- manna þaö til athugunar og hefur siðan rætt þaö itarlega á nokkrum fundum. t þessum umræöum voru allir sammála um, aö i frumvarp- ið vanti öll ákvæöi um leiðsögu störf. Þó mun þaö hafið yfir allan vafa, að þau eru afar mikilvægur þáttur ferðamála á Islandi, raun- ar einn sá sem aldrei má bregð- ast, hvað sem á dynur. Ferðamál eiga skamman þró- unartima að baki hér á landi, en á siðasta áratug hefur þróunin verið mjög ör. Um leiðsögustörf gegnir sama máli, en þó er þvi viö aðbæta, að skipulag þeirra hefur verið vanrækt frá byrjun og fram á þennan dag. Þvi er hópurinn, sem stundar þau, allsundurleitur og misfær til starfa. I gildandi lögum um ferðamál er Ferðaskrifstofu rikisins l'alið aðhalda námskeið fyrir leiðsögu- mcnn, sem hún hefur gerl nokkur undanfarin ár. Að þeim helur verið mikil aðsókn, og þau hafa gert sitt gagn, þó að gagnið hafi A aliitcnniim fundi Vélstjóra- félags Suöurnesja, höldnum 21. april 1973. var samþykkt aö vara alvarlega við aö leyfö veröi drag- nóta- og botnvörpuveiöi i Faxa- flóa, þar sem Faxaflóimi er méö naumast staðið i réttu hlutfalli við fjölda þátttakenda, ef til vill vegna þess að þau hafa ekki beinzt nægilega að þeim hagnýtu viðfangsefnum, er telja verður grundvöll góðrar leiðsögu, veittu auk þess engan raunverulegan rétt til starfa. 1 júni 1972 stofnuðu leiðsögu- menn með sér hagsmunasamtök leiðsögumanna, og munu nú vera i þvi flestir þeir, er stundað hafa leiðsögu á Islandi undanfarin ár, um 140 manns. Ein erfiöasta ákvörðunin við stofnun félagsins var um það, hverjir ættu að telj- ast tækir i samlökin, og olli þvi undangengið skipulagsleysi. Sú leið var valin að hafa inngöngu- skilyrði frekar rúm. svo að sam- tökin gætu náð til sem flestra, er eitthvað hal'a stundað þessi störf, og leggja siðan rika áherzlu á skipulagða lræðslustarfsemi inn- an félagsins. En i 2. grein laga fé- lagsins segir. að félaginu beri ,,að vinna að aukinni menntun og starfshæfni félagsmanna”. Sú starfsemi er þegar hafin. þýöiiigurmestu uppeldisstöðviiin helztu nytjafiska okkar. Þá lýsir fimdnrinn yfir fullum stuöiiiiigi viö útfærslu fiskveiði- landheiginnar. Fundurinn telur einnig eölilegt aö ekki fari fram Sökum þess að félagiö átti þess ekki kost að hafa áhrif á frum- varp til laga um skipulag ferða- mála, meðan það var i samningu, leyfir það sér hér með aö senda háttvirtri samgöngumálanefnd nokkrar breytinga- og viðaukatil- lögur við frumvarpið. Tillaga nr. 1:2. töluliður II. lið- ar 6. greinar um þjónustustarf- semi hljóði svo: ..Aö sjá til þess, aö jafnan sé nægilegt þjálfaö starfsfólk til hvers kyns starfa aö fcröamál- um, svo sem þjónustu, leiösögu o.s.frv., i samvinnu við þá aðila islenzka, sem aö þessum þáttum vinna". Félagið telur brýna nauðsyn, að allir þeir, sem starfa að ferða- málum, fái nauðsynlega þjálfun, hvort sem um er að ræða aðal- starf þeirra eða aukastarf. Við teljum, að slik störf eigi ætið að vera i höndum hæfra manna, sem finna til ábyrgðar i starfi. Tillaga nr. 2: Við lp. gr. bætist ný málsgrein, svohljoðandi: viöræöur við Breta og Vestur- Þjóöverja nieöan þeir halda upp- teknuin hætti innan 50 milnanna. Þá lítur fundurinn svo á, aö ekki eigi aö viðurkenna lögsögu alþjóöadómstólsins i Haag i þessu máli, og varar þvi viö munnleg- um málfiutningi fyrir dómstóln- um þar sem þaö mætti skoöa sem viðurkenningu á lögsögu hans i þessu lifshagsmunaniáli okkar. Fundurinn litur svo á, að út- færslan hljóti aö vera algjörlega jnnanrikismál okkar og varar þvi við allri undanlátssemi i þessu máli. „Þeim leiösögumönnum, sem starfaö hafa með fuilum réttind- um að leiðsögu i fimm ár eöa lengur, er heimilt aö taka að sér umboðsstörf fyrir viðurkenndar erlendar feröaskrifstofur og/eöa stofnanir, svo sem aö skipuleggja hópferöir um island og sjá um framkvæmd þeirra, en þótt ætiö i fjárhagsábyrgð umbjóðenda sinna. Skylt er þeim, sem taka aö sér slík störf, aö tilkynna þaö Ferðamálastofnun islands.” Sú hefð hefur komizt á undanfarin ár, að erlendar ferða- skrifstofur hafa leitað til is- lenzkra leiðsögumanna um ýmis konar umboðsstörf og fyrir- greiðslu til þess að notfæra sér sérþekkingu þeirra á islenzkum aðstæðum. Nokkrir reyndir leið- sögumenn hafa þannig tekið að sér að skipuleggja ferðir um landið og sjá um framkvæmd þeirra, og er ekki annað vitað en sú starfsemi hafi gengið að ósk- um og gefiö góða raun. 1 þvi sam- bandi er sérstaklega vert að geta þess, að slik viöskipti eru undan- tekningarlitið rekin á staðgreiðslugrundvelli, og þykir greiðasölum það mun hagkvæm- ari viðskipti en ávisanakerfi (voucher system) ferðaskrifstof- anna, sem þvi miður hefur stund- um bakað þeim áföll. Tillaga nr. 3: Inn komi nýr 5. kafli, ein grein (21. gr.), svohljóð- andi — og breytist þá tölusetning siðari greina og kafla i samræmi við bað: ,,V. kafli. Leiðsaga. 21. grein. 1) Öll leiösaga ferðamanna á íslandi skal vera i höndum þjálf- aöra leiösögumanna, er hafa ööl- azt réttindi og viðurkenningu til slikra starfa. Þeir skulu hafa við- tæka þekkingu á landi og þjóö, svo aö þeim sé unnt að fræöa ferðamcnn á skipulegan og hlut- lægan liátt. 2) Þjálfun leiösögumanna skal vera i höndum Ferðamálastofn- unar islands i nánu samstarfi viö hagsmunasamtök leiösögumanna og i samræmi viö reglugerð, er ráðherra setur um þjálfun þeirra og störf. Um reglugerðina og framkvæmd hennar skal liafa saniráö viö samtök leiðsögu- mauna, og skulu þau vera við- ræöu- og samningsaðili um alla þætti leiösögu, bæöi gagnvart liinu opinbera og einkaaðilum.” Þessi tillaga fjallar um þá þætti ferðamála, sem horfa við leið- sögumálum. Félag leiðsögu- manna hefur sett sér það mark, að til leiðsögu á íslandi veljist helzt aldrei aðrir en þeir, sem fullnægja ströngustu kröfum á Auglýsingasíminn er 17500 Þjóðviljinn GARÐAHREPPUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu á Þjóðvilj- anum frá 1. mai. Nánari upplýsingar á afgreiðslu blaðsins i sima 17500. Vélstjórafélag Suðurnesja: Enga Faxaflóaveiði Engan mann til Haag Vegna vanþróunar (ferðamálum og sérstöðu landsins er hlutverk leiðsögumannsins fjölþætt og vandasamt alþjóðavettvangi, enda mun land okkar gera meiri kröfur en önnur lönd til hæfni og þekkingar leið- sögumanna, og ber margt til. Að sýna það ósýnilega I fyrsta lagi má telja landið ennþá vanþróað i ferðamálum, enda eru þau enn á byrjunar- skeiði. Gisti- og veitingastaðir eru hér ennþá strjálir og á stundum vanbúnir hlutverki sinu; einkum er viða áberandi skortur á þjálf- uðu starfsfólki. Einnig má benda á, að viða er ónóg og frumstæð hreinlætisaðstaða við alfaraleið- ir, til dæmis engin á 180 km kafla frá Reykjahlið við Mývatn að Hlöðum við Lagarfljótsbrú. í öðru lagi eru islenzkir vegir mjög frumstæðir, og það er við- bótarálag á leiðsögumann að þurfa stundum dögum saman að hossast áfram á vondum vegum, oft án þess að sjá út úr augunum vegna veðurs, en þurfa jafnframt að gera ferðamönnunum ferðina sem skemmtilegasta og bezta. I þriðja lagi búa islenzkir leið- sögumenn við þær sérstöku að- stæður, að nær ekkert af þvi er sýnilegt, sem þeir eru að segja gestunum til fróðleiks og skemmtunar, oft jafnvel ekki einu sinni landslagið sjálft. A Is- landi gnæfa ekki kastalarústir á tindum, ekki glæsilegar hallir i fögrum skrautgörðum né háreist- ir turnar á kirkjum og musterum, allt sýnileg vitni um langa og við- burðarrika sögu. A sjálfum Þing- völlum vitna vallgrónar búða- tætturnar naumast um annað en umkomuleysi liðinna tima. Leið- sögumaðurinn verður þvi að axla þá auknu byrði að gæða frásögn sina sliku lifi, að hún geti kallað fram i huga ferðamannsins þá mynd, er hverjum stað hæfir. Framangreind atriði ættu þvi að nægja til að sýna fram á mikil- vægi leiðsögustarfsins og hvilik ábyrgð fylgir þvi að kynna land og þjóð fyrir ferðamönnum. Þvi finnst samtökum okkar full ástæða til að lögfesta ákvæði um störf og skyldur leiðsögumanna, svo og um fræðslu þeirra og þjálf- un. Félag okkar vill og benda á vaxandi óhagræði og óþægindi ýmissa aðila af leiðsögumanns- lausum hópferðum útlendra manna um landið, auk þess sem slikar ferðir stuðla litt að kynnum af landi og þjóð. Er upphafsorð- um 21. greinar i 3. tillögu okkar ekki sizt beint gegn þeim ferða- háttum. Stjórn Félags leiðsögumanna telur, að þau samtök séu sjálfsagöur aðili að öllu þvi, er varðar leiðsögustörf, hvort sem um er að ræða kjaramál, réttindi og skyldur eða menntun og fræðslu. Þó að samtök okkar séu ennþá ung, hafa þau þegar sýnt i verki, að þeim er full alvara i þvi að starfa einhuga og ákveðið að hagsmuna- og framfaramálum starfshópsins. Þvi er það eindreg- in ósk félagsins, að framanskráð- ar tillögur fái jákvæðar undir- tektir hjá háttvirtri samgöngu- málanefnd og að hún sjái ástæðu til að fella þær inn i væntanleg lög”. Hin vélin biluð líka B/v Bjarni Benediktsson kom til Reykjavikur laugardaginn 21. april s.l. Togarinn varð að hætta veiðum vegna vélarbilunar. Aður hafði önnur aðalvél skipsins bilað á leið þess frá Spáni til Reykja- vikur um miðjan janúar. Fer nú fram rækileg athugun á aðalvél- um skipsins til þess að finna or- sakir bilananna og bæta úr þeim. Óvist er, hve, viðgerðin kann að taka langan tima. Skipið seldi afla úr fyrstu veiði- ferð sinni i Þýzkalandi 14. og 15 april s.l., 167,4 tonn fyrir DM 235.495,-, og hélt siðan beint á veiðar á Selvogsbanka. Hafði skipið verið á veiðum tæpa tvo sólarhringa, þegar það hætti veiðum af fyrrgreindum ástæðum og landaði afla sinum um 50 tonn- um i Reykjavik. (Frá BÚR.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.