Þjóðviljinn - 27.04.1973, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 27.04.1973, Qupperneq 13
Föstudagur 27. aprfl 1973.Í ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Þann 3/2 voru gefin saman i hjónaband i Bústaöakirkju af séra Garöari Svavarssyni ungfrú Hafdis Edda Eggertsdóttir og Sigurberg Ólafsson. Heimili þeirra er á Húsavik. STUDIO GUÐMUNDAR, Garða- stræti 2, simi 20900. Brúðkaup Þann 10/2 voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af séra Ólafi Skúlasyni, ungfrú Berglind Berndsen og Hörður Héöinsson. STUDIO GUÐMUNDAR, Garða- stræti 2, simi 20900. — Mamma, helduröu að þér liði ekki betur i ibúðinni þinni i borginni? Hér er allt á öðrum endanum.... — Kemur ekki til mála, elsku bezta. Ég er staðráðin i að standa við hlið þér i þessu andstreymi. Það er það minnsta sem ég get gert. Hún sneri sér aftur að Zitlau. — Jæja, lögregluþjónn, þér voruð að segja...? Það vottaði fyrir kimni i svip Zitlaus. — Ég var að segja, að rannsóknum okkar miðar eðli- lega áfram miðað við aðstæður. Ég er hræddur um að ég geti ekki farið út i smáatriði. Ivora hvæsti. — Þetta er þokuhjúpurinn sem þið bregðið yfir ykkur, þegar ekkert gengur hjá ykkur. — Mamma þó! — Er þetta ekki satt? Þeir eru ekki búnir að finna Andrew litla og það er staðreynd. Ég hefði átt að koma fyrr. Og ég hefði lika gert það ef þetta bannsett flugfélag... Ivora hristi höfuðið i ákafa. — En nú er ég komin, og þá kemur skriður á hlutina. — Við þökkum alla þá aðstoð sem þér getið veitt, sagði Zitlau kurteislega. — Af hverju hefur ekki verið kallaö á FBt? Ég lit svo á, að það allra fyrsta sem gera þarf... — Herra Staplinger og herra Yard, sagði Zitlau og benti á mennina tvo, — eru fulltrúar FBt i þessu máli. Flestir hefðu þagnað við þessar upplýsingar, en Ivora brá ekki einu sinni svip. — Agætt, mér hef- ur dottið ýmislegt i hug. Það er leikkona — hún heitir Tamara Vale, þú manst eftir henni, Lissa — og hún vildi endilega fá hlut- verkið i Tilkomi þitt riki sem þú fékkst — og hún sór að hefna sin.... — Mamma, það eru tiu ár sið- an, andmælti Lissa. — Henni var alls ekki alvara — hún er áreiðan- lega búin að gleyma þvi. — Ég er ekki búin að gleyma þvi, sagði Ivora. — Þá var ég viss um að stúlkan væri geðbiluð. Ég get vel imyndað mér að hún hafi lúrt á þessu árum saman þangað til hentugt tækifæri gafst. Hún smellti saman fingrum til áherzlu. Zitlau bar höndina upp að munninum og FBÍ mennirnir áttu erfitt með að leyna brosum sin- um. — Af hverju ferðu ekki upp og hvilir þig, Ivora, sagði Andy. — Þú hlýtur að vera þreytt. — Alls ekki. Ég svaf i flugvél- inni. — Jæja, en við erum þreytt, og okkur langar til að Ijúka þessu af. — Haldið þið áfram. Ég læt mér nægja að hlusta. Andy vissi hve fjarstæðukennt það var. — Ég var að reyna að koma þér i skilning um, að þetta kemur þér ekki við. Ég er að reyna að fá þig til að fara út. — Ungi maður! Ég er móðir Lissu. Ég hef vissan rétt i þessu máli. — Þú stendur i borðstofunni minni. Og ég hef rétt til að reka þig út úr henni. Ivora krosslagði handleggina og setti sig i stellingar sem um- boðsmenn, framleiðendur og leikstj. könnuðust mætavel við.— Við erum tvö um að ákveða það, sagði hún kuldalega. Andy setti frá sér tóma glasið. — Jæja, við sjáum nú til, sagði hann. Lissa gekk i milli. Hún lagði arminn kumpánlega um mitti móðurinnar. — Mamma,þú veizt að mér væri ánægja að hafa þig hjá okkur, en eins og á stendur væri áreiðanlega betra að... og þú getur satt að segja gert dálitið fyrir mig núna. — Hvað er það? spurði Ivora án þess að slaka ögn á varnar- stöðu sinni. — Það er hópur blaðamanna i bókstofunni. Þeir vilja fá viðal við mig en ég hef ekki mátt vera að þvi. Ef þú vildir tala við þá fyrir mig — þú kannt lagið á þeim, þú er svo þjálfuð i þvi... — Jæja, Ivora hætti barátt- unni með tregðu og lét leiða sig út úr borðsofunni. — Ég geri ráð fyrir að það sé mikilvægara... — Ég er feginn að ég skuli ekki vera sá eini sem á i erfiðleikum með tengdamóður sina, tautaði Staplinger. Lissa kom ein til baka. — Þakka þér fyrir hjálpina, sagði Andy. Hún leit á hann með fyrirlitn- ingu. — Ég þurfti að minnsta kosti ekki að fá mér drykk fyrst. Það þarf að sýna mömmu ein- beitni, ekki ruddaskap. Zitlau ræskti sig. — Ég held við séum búin i bili. Af svip ykkar að dæma, var ykkur ekki ljóst hvernig ástatt var fyrir frú Ruick. — Ef ég hefði vitað það, hefði hún ekki verið i vinnu hjá mér, sagði Lissa hörkulega. — Ég held að Bake hafi ekki vitað það heldur, sagði Andy. — Þér vitið ekki, hvort hann var faðirinn. — Við vitum að einhver karl- maður hefur átt þar hlut að máli. Það liggur i augum uppi. Og þið hafið skýrt okkur frá þvi, að Bake og frú Ruick hafi verið hálftrúlof- uð. Hann var eini karlmaðurinn sem hún umgekkst. Það hefur allt sina þýðingu. — Þetta er dálitið laust i reip- unum, fulltrúi. Jafnvel þótt Bake hafi gert hana ófriska — sem er ósannað mál— þá er ekki þar með sagt aö hann hafi drepið hana. — Nei, að visu ekki. Og ekki heldur sú staðreynd, að hann hefði hæglega getað laumazt út af gistihúsinu i fyrrinótt og afhent skeytið hjá Western Union. Vitið þér að hann er mjög skuldugur? — Bake hefur alltaf verið skuldugur. Þegar hann var strák- polli fékk hann lánaða peninga hjá krökkunum i götunni. Hann gerir sjálfur grin að þvi við hvert tækifæri! Ef þér spyrjið hann hvaðhann myndi gera við milljón Föstudagur 27. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Guðriður Guð- björnsdóttir les miðhluta sögunnar ,,A grasafjalli” eftir Hannes J. Magnússon. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Southern Comfort, Steve Wonder og Foghat syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Tónlistarsaga: Endurt. þáttur A.H.S. kl. 11.35: Mar- cel Gazelle og Borgarhljóm- sveitin i Liége leika Pianókonsert eftir van Toussaint de Sutter. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Lifsorr- ustan” eftir óskar Aðal- stein.Gunnar Stefánsson les (18). 15.00 Miðdcgistónleikar: Irmgard Seefried syngur lög eftir Brahms. Kodály- kórinn i Debrecen syngur lög eftir Kodály. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um. 18.00 Eyjapistill. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskóla- biói kvöldið áður. Illjóm- sveitarstjóri: Uri Segal frá israel. Einleikari á pianó: André Tsjaikovský frá Bretlandi. a. ,,Ruy Blas”, forleikur eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy. b. Pianókonsert nr. 21 i C-dúr (K467) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. c. Symphonie fantastique eftir Hector Berlioz. 21.40 Fjallræðan. Dr. Jakob Jónsson flytur fyrra erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir. Otvarpssagan: „Ofvitinn” cftir Þórberg Þórðarson. Þorsteinn Hannesson les (32). 22.45 Létt músík á siðkvöldi.a. Evert Taube syngur eigin lög. b. Filharmóniusveitin i London leikur „Þrjá dansa frá Bæheimi" eftir Elgar, Sir Adrian Boult stj. c. Joan Baez og The Greenbriar Boys syngja og leika. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. jO. O Föstudagur 27. april 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu. Hnefa- fylli af demöntum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Sjónaukinn. Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlencl og erlend málefni. 22.10 Rolf Ericsons kvintett. Sænsk jazzhljómsveit leikur nokkur lög. (Nordivision — Sænska sjónvarpið) 22.40 Ilagskrárlok FÉLAG mim HLJÉLISTARMii ifijjk útvegar yður hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifæri Vinsamlegast hringið í Z0Z5S milli kl. 14-17 AiflíMfnflKifflBðn í<£.sw\z> ht TNJnVRHSK IINIfRAVRRðl.n INDVEKSK UNDRAVERÖLD Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór, útskorin borö, vegghillur, vegg- stjakar, könnur, vasar, borðbjöllur, öskubakkar, skálar og mangt fleira. Einnig reykelsi og reykelsiskerin I miklu úrvali. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáiö þér í JASMIN Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.