Þjóðviljinn - 27.04.1973, Side 11
f
Föstudagur 27. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
a □ f /o' A CJ □ '—T' 7. u □ ðfllr (?)
r Yalur varð Islandsmeistari í mfl. kvenna
í 10.
i 10. sinn á síðustu 12
árum urðu Vals-stúlkurnar
íslandsmeistarar i mfl.
kvenna i handknattleik er
þær sigruðu Fram-stúlk-
urnar i úrslitaleik um titil-
inn sl. miðvikudagskvöld
og hefur þvi Valur orðið
íslandsmeistari bæði í
karla og kvennaflokki í ár,
og félagið varð einnig
íslandsmeistari i karla og
kvennaflokki i síðasta úti-
handknattleiksmóti,
þannig að Valsmenn mega
sannarlega vera ánægðir,
sannkallað Vals-ár, i hand-
knattleiknum að þessu
sinni. Sigur Vals yfir Fram
12:10 var aldrei i hættu á
miðvikudaginn. Vals-liðið
náði snemma yfirhöndinni
i leiknum og hélt forskotinu
allt til enda leiksins.
Greinilegt var að bæði liðin
voru mjög taugaóstyrk til að
byrja með, og til að mynda
mistókst Fram-stúlkunum að
skora úr vitakasti snemma i
leiknum, Oddný hitti ekki markið.
Vals-stúlkurnar sem léku þarna
án Bjargar Guðmundsdóttur
fyrirliða liðsins voru mun fyrri til
að jafna sig og skoruðu fyrsta
markið. Fram jafnaði 1:1, en
siðan komst Valur i 3:1 en þegar
18 minútur voru liðnar náði Fram
að jafna 3:3. 1 leikhléi hafði Valur
2ja marka forskot 5:3.
1 byrjun siðari hálfleiks náði
r
Evrópukeppnin
Ajax í
úrslit í
4. sinn á
5 árum
t fyrrakvöld fóru fram
leikirnir i undanúrslitum
Evrópukeppni meistaraliða,
bikarmeistara og i UEFA--
bikarkcppninni. Orslit uröu
sem hcr segir:
EB meistaraliða
Derby — Juventus
ítl. 0:0 (1:3)
Rcal Madrid — Ajax
0:1(1:3)
EB bikarmeistara
Sparta Prag — AC Milan
0:1(0:2)
Hadjuk Split — Leeds
0:0(0:1)
UEFA-bikarinn
Tottenham — Liverpool 2:1
(2:2) Liverpool i úrslit með
marki skoruðu á útivelii.
Borussia Mönchengladbach —
Twente Enschede 2:1 (5:1),
Það verða þvi Ajax og
Juvcntus frá ttaliu sem leika
til úrslita i EB mcistaraliða,
og er þetta i 4. sinn á 5 árum
aö Ajax leikur til úrslita i EB,
og hefur liðið oröiö þrisvar
meistari, þar af tvisvar i röð, i
fyrra og áriö þar áður.
Þá leika AC Milan og Leeds
til úrslita i EB bikarhafa, og
Liverpool, og B.L.
Mönchengladbach leika til
úrslita i UEFA-bikarnum.
sinn á 12 árum
tslandsmeistarar Vals I mfl. kvenna ásamt þjálfara sinum Stefáni Sandholt.
Valur sigraði einnig í 1. fl. kvenna
Sigurvegarar Vals I 1. fl. kvenna ásamt Þóröi Sigurössyni formanni handknattleiksdeildar Vais tv. og
Stefáni Sandholt þjálfara.
Valur sinum bezta kafla i
leiknum og gerði þá útum leikinn.
Eftir 13 minútur var staðan orðin
10:5 Val i vil, og siðan varð staðan
11:6. En i kjölfar þessa fylgdi
bezti kafli Fram i leiknum.
Fram-stúlkurnar tóku Svölu
Sigtryggsdóttur beztu Leikkonu
Vals-liðsins i þessum leik úr
umferð, og við það datt allt bit úr
Vals-sókninni um tima. Fram
náði þá að minnka muninn niður i
9:11, og voru þá 5 minútur eftir.
Þá loks fór Vals-liðið aftur i gang
og lokatölurnar urðu 12:10 sigur
Vals, minni sigur en efni stóðu til.
Eins og áður hefur verið sagt
frá skildu þessi lið jöfn i siðasta
leik mótsins 10:10. Nú i úrslita-
leiknum var aldrei neinn vafi á
hvort liðið var sterkara, og sigur
Vals var verðskuldaður. Beztu
leikkonur Vals voru þær Svala
Sigtryggsdóttir, Hildur Sigurðar-
dóttir, Björg Jónsdóttir, Sigur-
jóna Sigurðardóttir og Sigurbjörg
Pétursdóttir markvörður.
Hjá Fram bar Arnþrúður
Karlsdóttir af og var sú eina i
liðinu sem ekki virtist þrúguö af
taugaspennu. Helga og Oddný
áttu einnig ágætan leik, einkum
þegar liöa tók á leikinn.
bað var sannkallað sigur-
kvöld hjá Vals-stúlkunum i
handknattleik á miðvikudags-
kvöldið, þvi að strax eftir að
mfl. hafði unnið Islands-
meistaratltilinn fór fram
úrslitaleikurinn i 1. fl. kvenna i
islandsmótinú og þar mættust
einnig Valur og Fram... og aftur
hafði Valur sigur 8:4, eftir að
hafa haft yfir i leikhléi 3:1.
Valur sigraði einnig i 1. fl.
keppni tslandsmótsins i fyrra,
þannig að yfirburöir Vals-
stúlknanna i handknattleik
viröast ekkert vera aö dvina.
Vals-liðið hafði nokkuð mikla
yfirburði i þessum úrslitaleik
við Fram eins og markatalan
gefur til kynna og var sigur
liðsins aldrei i hættu.
Loks unnu íslandsmeistararnir leik
Eftir að tslandsmeistarar
Fram i knattspyrnu höfðu leikif
alla meistarakeppnina og einn
leik i Reykjavikurmótinu án
þess að vinna leik og skorað
aðeins eitt mark, voru menn
sannariega orðnir langeygir
eftir þvi,að þeir færu að skora
mörk og vinna leik.
Loks kom að þessu sl. mið-
vikudagskvöld i Reykjavikur-
mótinu og þá svo að um munaði.
Fram sigraði þá Armann 8:1
eftir að hafa haft yfir i leikhléi
4:1. Að visu voru andstæðing-
arnir ekki af sterkari endanum,
en eigi að siður náði Fram loks
þvi langþráða takmarki að
skora mörk, en það virðist liðið
Frh. á bls. 15