Þjóðviljinn - 27.04.1973, Síða 12

Þjóðviljinn - 27.04.1973, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. apríl 1973. NÁMSKEIÐ fyrir kennara, sem settir eru um óákveðinn tíma Menntamálaráðuneytið hefur falið Kennaraháskóla íslands að efna til nám- skeiðs fyrir starfandi kennara, sem settir hafa verið um óákveðinn tima, en eigi ver- ið skipaðir i stöðu vegna þess að nokkuð skorti á fullnægjandi menntun til starfs- ins. Hér er um að ræða eins árs nám, sem skiptist á uppeldisgreinar og einstakar námsgreinar, sem kenndar eru á gagn- fræðastigi, og skal hver þátttakandi stunda uppeldisgreinar og eina eða tvær námsgreinar eftir vali. Námstiminn skiptist á tvö sumur 6—8 vikur hvort sum- ar og heimanám i bréfaskóla einn vetur. Þátttakendum verður gefinn kostur á að hefja nám sumarið 1973 eða 1974 eftir þvi hvaða greinar þeir velja, en endanlega ákvörðun um það verður eigi unnt að taka fyrr en umsóknir liggja fyrir og sýnt er, hver þátttaka verður i einstökum grein- um. Rétt til þátttöku i námskeiðunum hafa all- ir kennarar á gagnfræðastigi, sem settir voru um óákveðinn tima 1971 eða fyrr og hafa lokið kennaraprófi eða stúdentsprófi eða kennt samfellt eigi skemur en fimm ár. Kennarar, sem hafa að baki eins árs nám i kennslugrein, eða nám sem svarar til 2ja stiga af BA-námi að loknu kennara- eða stúdentsprófi, þurfa aðeins að stunda nám i uppeldisgreinum. Þeim, sem lokið hafa kennaraprófi, er þó ekki skylt að leggja stund á aðrar uppeldisgreinar en kennslu- fræði. Náminu lýkur með prófi, og munu þeir, sem prófið standast, eiga kost á skipun i starf, ef fyrir liggja óskir frá skólanefnd- um eða fræðsluráðum. Þeir, sem hafa hug á að sækja um nám- skeið þetta, skulu senda skriflegar um- sóknir á sérstökum umsóknareyðublöðum til Stefáns Ól. Jónssonar, Menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. mai 1973. Menntamálaráðuneytið 26.4. 1973 Stuðningur við norrænt samstarf á vettvangi æskuiýðsmála Siðari úthlutun fjárframlags á þessu ári til norrænt æskulýðsstarfs verður i júni n.k. Markmið með fjárveitingum úr sjóðum er að auka þekkingu og skilning á menning- ar-, stjórnmála-, og þjóðfélagslegum mál- efnum á Norðurlöndum, og verða eftirfar- andi verkefni styrkt fyrst og fremst: ráðstefnur, fundahöld, námskeið og búðastarfsemi, útgáfustarfsemi, kannanir, sem þýðingu hafa fyrir nor- rænt æskulýðssamstarf. Styrkur verður aðeins veittur einu sinni til sáma verkefnis,og þurfa minnst 3 lönd að vera þátttakendur að hverju verkefni. Umsóknarfrestur um styrki þessa er til 1. júní. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást i menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6. Menntamálaráðuneytið, 18. april 1973. Af erlendum bókamarkaði Culture and SocieVy in France 1848—1898 Dissidents and Philistines. F.W.J. Hemmings.B.T. Batsford, London. Fjörrun franskra listamanna og rithöfunda frá frönsku samfé- lagi á siðari hluta 19. aldar er rakin i þessu riti. Höfundur ræöir ástæöurnar og skýrir forsendur þeirra. Sagan hefst á götuvigjum Parisar 1848 og til Kommúnunnar og ósigursins ’71. Siöan telur höfundur aö ýmsar ástæöur hafi valdið þvi, aö heldur fór aö draga saman meö listskapendum og listkaupendum, þ.e. listamönnum og samfélagi, og hafi hrakfarir Frakka ’71 átt mikinn þátt i þeim samdrætti, ásamt erlendum áhrifum, einkum frá rússnesku höfundunum og frá Wagner. Bókin er skemmtilega skrifuö eins og hæfir þessu timabili. Anglo-Saxon England I. Edited by Peter Clemoes. Cambridge University Press 1972. Þetta er fyrsta bindi nýs árs- rits, helgað engilsaxneskum rann sóknum. I ritinu eru birtar greinar, svo sem um kristni i Austur-Angliu fyrir vikingatlm- ann, landfræöiþekking viö hirö Alfreös konungs og heimildirnar aö Isl. geröinni aö Sögu Játvaröar hins helga ofl. ofl. Tengsli ensku kirkjunnar og isl. höfunda eru ótviræð, en nánari rannsóknir I þeim efnum eru fremur nýlegar af nálinni. Siöasta ritgeröin er um húsagerö meöal Engilsaxa og þá nýju mynd, sem menn hafa gert sér meö nákvæmari fornleifa- rannsóknum siöustu árin á forn- enskum hibýlum. Constantine and the Conversion of Europe. A.H.M. Jones. Penguin Books 1972. Ýmsar getgátur eru uppi um ástæöurnar fyrir turnun Konstantinusar til kristni. Sagan um birtingu krossmarksins á himni er fyrst skráö af Eusebiusi i ævisögu Konstantiusar, margir hafa álitið hana hreina þjóðsögu, en þess ber aö gæta, aö slik fyrir- brigöi eru staöfest og vottuö. tskristallar orsaka slikar myndir, þegar þeir falla þvert fyrir geisla sólarinnar, þetta eru loftsjónir hliöstæðar viö regnbogann. Höfundur lýsir hugsanlegum viö- brögöum Konstantinusar viö þessari sýn og telur, aö sé miöaö viö aldarandann þá geti staö- hæfing Eusebiusar verið rétt. Höfundur ræöir aödragandann aö valdabaráttu Konstantinusar og þær aöstæöur, sem hann varö aö glima viö, og telur aö turnun hans til kristni hafi vart getað orsakazt af pólitiskum ástæöum, vegna þess að áhrif kristinna manna voru þýöingarlitil i Rómaveldi um það leyti. Hann telur aö Sýnin hafi vottaö Konstantinusi, að guö kristinna manna styddi hann I Vvaldabaráttunni og frekari fram- vinda mála sýndi, aö sá guö var öörum guöum máttugri. Þvi hlaut hann aö styrkja dýrkendur þessa guðs, sem hann taldi aö hann mætti þakka sigurinn á andstæö- ingum sinum. Loftsjón varö til [vss að Rómaveldi varö meö i'manum kristiö riki og saga Evrópu markaöist kristinni menningu. Höfundurinn var meöal fremstu miöaldafræöinga og setti saman meöal annarra rita The Later Roman Empire i íjórum bindum 1964. Renaissance Europe 1480—1520. J.R. Hale. Coliins — The Fontana History of Europe 1971. Höfundurinn gerir sér far um að lýsa og skýra vissa atburði þessa timabils, jafnframt sem hann reynir aö gera sér Hugmynd um hugsunarhátt og meövitund þess fólks, sem þá var uppi, og mat þess og viöbrögö viö vissum viðburðum og stofnunum. Höfundur skrifar hér samfélags- lega lýsingu og tekur til at- hugunar ýmsa þætti hversdags- ins, sem oftast er gengiö framhjá i sagnfræöiritum. Útgáfa Collins á sögu Evrópu hefur tekizt vel hingaö tilj alls eru komin út átta bindi meö þessu. Machiavelli and Renaissance Italy J.R.Hale. Penguin Books 1972. J.R. Hale hefur skrifaö margt um Machiavelli og er þessi bók sú, sem fyllst er, ævisaga og þróunarferill Machiavellis rakinn og útlistaður meö hliösjón af rit- um hans. Þetta er endurprentun frá 1961. The Penguin Dictionary of Archaeology Warwick Bray — David Trump. Penguin Books 1972. Fornleifafræöi er mjög vinsæl um þessar mundir, fjölmiölar eiga talsverðan þátt i þessum vin- sældum og þvi úir og grúir af rit- um, sem fjalla um þessi fræöi og árangur fræðimennskunnar; mikiö af þessum samantektum er skrifaö á þann hátt, aö einfeldningum viröist ætlað. Þessi bók er til þess samsett aö veröa fólki leiösögn i þessum fræöum, án fjölmiölalegrar mat- reiöslu, útþynninga og til- heyrandi kjaftæöis. Georg Trakl: Das dichterische Werk. Herausgegeben von Walther Killy und Hans Szklenar. Deutscher Taschenbuch Verlag 1972. Mikiö af kvæöum Trakls kom fyrst út I tímariti von Fickers „Der Brenner” og fyrstu söfnin komu út 1913 og 1914. Trakl er meðal fyrstu expressionistanna, kvæöi hans eru tjáning nýrrar meövitundar á sinum tima, áhrifa gætir frá Hölderlin, Baudelaire og Rimbaud. Þetta er vandaöasta útgáfa Trakls fram til þessa og hér eru öll hans kvæði og allar helztu geröir þeirra. Ný vasabrotsútgáfa Insel Verlag á sér glæsta sögu og nú er hafin vasabrotsútgáfa á vegum fyrirtækisins. Meöal fyrstu ritanna er Das Stunden- buch, Rainer Maria Rilkes, verk Majakowskis fyrsta bindi, gefin út af Leonhard Kossuth, þýdd af Hugo Huppert og Dekameron, Boccaccios, þýtt af Albert Wesselski, með iréskuröarmynd- unum úr útgaiunni 1492. Alls eru komin út um áttatiu bindi. Ritin eru mjög smekklega gefin út, prentun samkvæmt kröfum þessa ágæta forlags og mjög vandað til texta. Coleridge's Verse A Selection edited by William Empson & David Pirie. Faber & Faber 1972. Coleridge orti mikiö^en fátt af þeim verkum eru talin skara fram úr meöallagi. 1 þessari út- gáfu eru aöeins prentuö þau kvæöi, sem útgefendur telja góö, Coleridge var meöal fremstu rómantikera á sinum tlma og eöli hans var þessháttar aö hann átti það til aö enduryrkja þau kvæöi frá æskuárum, sem honum féllu ekki siðar; þvi er útgáfa kvæöa hans mikiö vandaverk sem kemur greinilega fram i inngangi Empsons, sem.er jafnframt ágæt ritgerö um verk og llfshlaup skáldsins. Ritvél9 ritvél, hvert leiðir þú mig? öllum má ofbjóða Mér þykir hreint orðið nóg um vantraust kvenna á með- ferð tslendinga á vfni. Lesendabréf i Visi Hundrað og ellefta með- ferð Ég veit ekki betur en Fær- eyingar hafi ávallt komið drengilega fram við okkur og sýnt okkur fulla vinsemd, eins og t.d. i landhelgismálinu nýverið. — En svo ætlum við að launa þeim með þvi að senda á þá ballettflokk. Lesendabréf i Visi Hvervill standa á þambi Til sölu ca 2600 stk af mynd- skreyttu glösunum sem Skák- samband Islands flutti inn i tilefni skákeinvigisins. Auglýsing Valt er veraldar gengi Englishman stöðvaður með púðri Fyrirsögn I Visi Hin æðri vísindi Það er miklu algengara og raunar einhlitt, að börn verða til fyrir samverknað tveggja aðila af gagnstæðu kyni. Hólmfríður Gunnarsdóttir i Morgunblaöinu. Hvert leiðiross fýsnin til fróðleiks og skrifta? Rituð saga Kvenfélags Alþýðuflokksins. Fyrirsögn I Alþýðublaöinu Félagsleg vandamál samtimans Stangveiðimaðurinn þræðir maðkinn vandlega upp á öngulinn unz blágrár stál- leggurinn er með öllu horfinn sjónum. Það litur vel út i augum manna.... En hvert er viðhorf fiskanna sjálfra til stangveiðanna ? Alþýðublaðiö Hin kalda rökhyggja 1 laginu My Mammy syngur hún (Liza Minelli) meðal annars: Pabbi má fá það, mamma má fá það, en Guð blessi barnið sem á sitt eigið, og þá er aðeins.eftir að bæta við: Guð blessi Lizu Minelli. Morgunblaðið Það getur ekki verið Allar konur eru FALLEGAR. EN sumar eru pinulitið of stórar, sumstaðar. Auglýsing Náttúruvernd 1 frumskóginum, þar sem allt er svo eðlilegt, læra ljónin fljótt, að það á aðeins að borða það, sem er i fötum. Morgunblaðið Kristilega kærleiks- blómin spretta Maður, sem var gestur i Þórscafé s.l. sunnudagskvöld hefur kært þrjá af dyra- vörðum hússins fyrir slæma meðferð á sér. Er maðurinn kjálkabrotinn, skorinn á höku, gervitanngarður mölb.rotinn og tannmissir úr neðri góm... Timinn. Hirðirinn okkar góði Það er hvarvetna eftir honum tekið og litt hægt á manninum að merkja, að hann hafi að mestu haft sálu- félag við sauðkindur sinar þau 18 ár sem hann hefur verið þjónandi prestur i Rangár- þingi. Afmælisgrein i Mbl.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.