Þjóðviljinn - 27.04.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.04.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Magnús Kramhald af bls. 9. hverfi sem iðnaðurinn býr við, en á þvi sviði er hlutur stjórnvalda hvað fyrirferðamestur. Þeir málaflokkar sem vega þyngst eru tollamál og verðlagsmál, svo og hvers konar ráðgjöf og þjálfun. Tollamál iðnaðarins skipta mjög verulegu máli, og er trauðla hægt að imynda sér að veruleg iðnþró- un geti átt sér stað án þess að nú- verandi aðstæðum verði ger- breytt. Tilraunir i þá átt hafa enn litinn árangur borið til þessa, þvi að tollar eru enn mikilvægt fjár- öflunartæki hérlendis. Ég tel þó óhjákvæmilegt að á næsta þingi verði gerðar verulegar breyting- ar á tollalöggjöfinni eða þeim hluta hennar sem snertir iðnaðinn i landinu. Svipuðu máli gegnir um verð- lagsmálin. Ég tel að sú skipan sem nú er á þeim málum sé f jarri þvi að koma að tilætluðum notum. Verðlagskerfið tryggir á engan hátt að framleiðslugeta okkar sé nýtt sem bezt, heldur ýtir und- ir þjónustustarfsemi og innflutn- ingsverzlun sem torvelt er að hafa eftirlit með. A þessum svið- um myndast þvi einatt meiri hagnaður en i framleiðslugrein- um, og þangað streyma þvi fjár- magn og vinnuafl. Ég er sann- færður um að þessu ástandi mætti breyta með betri skipan verð- lagsmála, og að þvi verkefni er nú unnið á vegum viðskiptaráðu- neytisins. Að þvi er varðar þjálfun og ráð- gjöf skortir mikið á að ástandið sé eins gott og þörf væri á. Eink- um er starfsþjálfun i iðnaði mjög ábótavant. Unnið hefur verið að þvi á vegum ráðuneytisins að láta semja tillögur um bætta skipan þessara mála með stofnun iðn- þróunarmiðstöðvar, og hygg ég að meginatriðin i þeim hugmynd- um þyrftu að koma til fram- kvæmda sem fyrst. Frá þvi um siðustu áramót hefur sérfræðing- ur á vegum iðnaðarráðuneytisins unnið sérstaklega að starfsþjálf- unarmálum. Þessi þrjú svið eru þau helztu sem opinberir aðilar verða að sinna, ef áformin um iðnþróun og tvöföldun á framleiðni fram til ársins 1980, eiga að verða annað og meira en hugarórar og draum- sýnir. Fyrirtækin sjálf En þá er komið að fyrirtækjun- um sjálfum, innviðum þeirra og skipulagi. Þar skortir mjög á um virka og nútimalega starfshætti. Þetta á bæði við um hagræna stjórnun fyrirtækja, fjárhagslegt eftirlit, framleiðsluskipulag og aðferðir, vöruþróun og markaðs- rannsóknir. Allt eru þetta mála- flokkar sem iðnrekendur sjálfir verða að sinna og leysa þau vandamál sem þeim eru tengd. Og nú er senn komið að framtið islenzkra fyrirtækja verður undir þvi komin að þeim takist að ná nútimalegum afköstum, ella biða þau lægri hlut fyrir betur reknum erlendum fyrirtækjum. A þessu sviði geta opinberir aðilar aðeins veitt óbeina aðstoð, skipulagslega og fjárhagslega, og það er raunar gert i vaxandi mæli. Má i þvi sambandi minna á Iðnþróunar- sjóð og hinn nýja iðnrekstrarsjóð, auk starfsnefnda á vegum iðn- aðarráðuneytisins, sem haft hafa það verkefni að skipuleggja og ýta undir hagræðingarstörf innan fyrirtækja i iðngreinum. Þessar nefndir hafa unnið mjög gagnleg störf, sem þegar eru farin að skila sér i aukinni og betri framleiðslu. Þá þarf að lokum að leysa ýmis skipulagsatriði heilla iðngreina, og á þvi sviði þarf að koma til ná- ið samstarf opinberra aðila og fyrirtækja. Iðnaður og umhverfi Ég get naumast lokið þessu spjalli án þess að minnast á vandamál, sem nú eru mikið rædd i iðnþróuðum rikjum um- hverfis okkur. Menn benda á ýms miður æskileg áhrif sem iðnvæð- ing hefur haft á vitund, hegðan og samskipti einstaklinga i þjóð- félögunum. Athyglin hefur beinzt að þvi að iðnrekstur getur eytt og spillt náttúrunni og umhverfi manna. t sumum löndum virðist svo komið að áframhaldandi iðn- þróun geti haft i för með sér fleiri vandkvæði en gagn fyrir þjóðirn- ar. Astæðan er sú að kostnaður við iðnrekstur er miklu meiri en sá sem fram kemur i ársreikning- um fyrirtækja, hinn svokallaði samfélagslegi kostnaður er oft engu minni. Þegar við stefnum að iðnvæð- ingu er okkur nauðsynlegt að hugleiða þessi atriði, þvi að þróun þeirra, þ.e.a.s. samskipti manna innbyrðis og siðan við umhverfi sitt, skera úr um framtið þeirra iðnvæddu þjóðfélaga sem við þekkjum. Að öllu þessu verðum við að huga vandlega. Við verðum að læra af reynslu annarra, einnig að forðastþau viti sem til varnað- ar eru. Færeysk Framhald af bls. 6. stjóri, Þórshöfn. Erlendur Patursson, alþingismaður, Kirkjubæ. Emil Thomsen, bóka- útgefandi, Bókagarður, Þórshöfn. Jónan Hendrik Winther Poulsen, kennari, Fróðskaparsetur I Föroya, Þórshöfn, og kona hans Sérleyfisleið laus til umsóknar Sérleyfisleiðin Eeykjavik-Álafoss-Reyk- ir-Mosfellsdalur er laus til umsóknar. Umsóknir skulu sendar til Umferðar- máladeildar pósts og sima, Umferðarmið- stöðinni i Reykjavik,fyrir 10. mai 1973. Upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda skulu fylgja umsóknunum. Reykjavík, 27. apríl 1973 Umferðarmáladeild pósts og síma Skákmót stéttarfélaganna hefst föstudaginn 4. maf n.k. I félagsheimili TR við Grensásveg kl. 8 sd. Hverja skáksveit skipa 4 aðalmenn og 2 til vara. Hver keppandi fær 1 klukkustund til að ljúka skákinni. Tefldar verða 7 umferðir, 1. umferð föstudaginn 4. maf, 2. og 3. umferð laugardaginn 5. maí (kl. 14), 4. og 5. umferð sunnudaginn 6. mai og 6. og 7. umferð laugardag- inn 12. maí. Keppt veröur um verðlaunagrip til eignar. hefst sunnudaginn 13. mai kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi. Þátttaka tilkynnist Hermanni Ragn- arssyni i sima 83540 — 20662 eöa Fulltrúaráði verkalýös- félaganna. Taflfélag Reykjavikur Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna Birna Winther Poulsen. Sverrir Egholm, landsbókavörður, Landsbókasafnið, Þórshöfn. Marjun Hosdal, félagsráðgjafi, Þórshöfn,og sonur hennar Sjurður Horsdal. Jens Horsdal. Jens Pauli Heinesen, rithöfundur, Þórshöfn. Arni Thor- steinsson, fornleifafræðingur, Fornminnissavnið, Þórshöfn, og kona hans Elisabet Thorsteins- son. Jákup i Jákupsstovu, skrif- stofustjóri, Býarbókasavnið, Þórshöfn.og kona hans Edit i Jákupsstovu. Guðrið Helmsdal Nielsen, skáld, Þórshöfn. Karsten Hoydal, skáld, Þórshöfn, og kona hans Mauie-Louise Hoydal. Jeffrei Henriksen, skólastjóri, Þórshöfn, og kona hans Kristin Henriksen. Högni Mohr, hafnar- fógeti, Þórshöfn, og kona hans Anniberta Mohr. Joghvan Heine- sen, verzlunarstjóri, Þórshöfn. Hanus Jensen, stýrimaður, Þórs- höfn. Trondur Patursson, listmál- ari. Jóhannes av Skarði, lýöhá- skólakennari, Þórshöfn. Sigmund i Hoyvik og kona hans Nanna Hermansson. Loks Framhald af bls. 11. ekki hafa getað fram að þessu. Eins og markatalan gefur til kynna hafði Fram mikla yfir- burði i leiknum frá byrjun til enda. Mörk Fram skoruðu Simon Kristjánsson, 3, Eggert 2, Erlendur, Marteinn og Sigur- bergur 1 mark hver. Mark Armanns skoraði Ingi Stefáns- son. 1. maí Framhald af bls. 1 Þá hafa verið ákveðnir ráðu- menn á Lækjartorgi, en þeir verða fjórir: Erlendur Patursson, lögþings- maður i Færeyjum, Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, Pétur Sigurðsson, frá Sjómannafélagi Reykjavikur og loks Rúnar Bachmann, for- maður Iðnnemasambands tslands. Símamenn Framhald af 5. siðu. áunnin lifeyrissjóðsréttindi opin berra starfsmanna og bregðast hart gegn öllum tilraunum til skerðingar á þeim”. Orlofsheimiiagjald: „Aðal- fundur FtS gerir þá eindregnu kröfu til BSRB eða þess aðila sem fer með samningsrétt félags manna i næstu kjarasamningum að samið verði um orlofsheimila- gjald hliðstætt þvi, sem verka lýðsfélögin hafa samið um, og renni gjaldið beint til félaganna Einnig gerir fundurinn kröfu til að félagið fái eðlilegan hlut af framlagi rikisins til orlofsheimila opinberra starfsmanna, enda hefur stuðningur Pósts & sima við orlofsheimili félagsins verið felldur niður, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda”. Félag islenzkra simamanna er landsfélag og telur um 1000 félagsmenn. Þvi er skipt i allmargar deildir og mynda full trúar þeirra svokallað Félagsráð A fyrsta fundi nýkjörins Félags ráðs fór fram kosning i fram kvæmdastjórn félagsins, og var aðalstjórn öll endurkjörin. Fram kvæmdastjórn FtS skipa: líl ^ Sýningar: FÖStudagÍnn 27. april kl. ÍS.OO: málverka- sýning og heimilisiðnaðarsýning opnaðar almenningi I kjallara Norræna hússins. Opið alla daga kl. 14-22. Laugardaginn 28. april ki. 15=00 opnuð sýning á færeysRum bókum. Inngangur um bókasafnið. Bókasýningin er opin á venjulegum bókasafnstima og I sambandi við dagskrár á kvöldin. Fyrirlestrar laugardaginn 28. april i fundarsal Norræna hússins: Kl. 15:00 fyrirlestur um færeyskar bók- menntir: Johannes av Skarði fjallar um eldri færeyskar bókmenntir, Steinbjörn Jacobsen um yngri færeyskar bókmenntir. Kl. 20:30 Erlendur Patursson flytur fyrir- lestur, sem hann kallar „Samvinna i Norðuratlantshavi” — um samvinnu Grænlendinga, islendinga, Færeyinga og Norðmanna I fiskveiði- og fisksölumálum. Kaffistofan veröur opin til kl. 22:00 á kvöldin, meöan FÆREYSKA VIKAN stendur. Allir velkomnir. NORRÆNA HUSIÐ 1 x 2 — 1 x 2 16. leikvika — leikir 21. april 1973. tlrslitarööin: UX — Xll — XU — X22 1. Vinningur: 11 réttir —kr. 241.000.00 nr. 12102. 2. Vinningur: 10 réttir — kr. 5.400.00. nr. 2701+ nr. 15654+ nr. 36107+ nr. 42379 nr. 72733 nr. 10372+ nr. 16111+ nr. 36120+ nr. 44677+ nr. 72764 nr. 10548 nr. 16362+ nr. 37505+ nr. 44783+ nr. 75464 nr. 14763 nr 36101+ nr. 37589+ nr. 68057 + + nafnlaus Kærufrestur er til kl 12 á hádegi 14. mat. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 16. leikviku veröa póstlagðir eftir 15. maf. Handhafar nafnlausra seöla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRA UNIR — iþróttamiðstöðin — R E YKJAViK F angavarðarstöður Við fangelsin i Reykjavik eru lausar til umsóknar nokkrar stöður fangavarða. Laun skv. 14. launaflokki kjarasamninga starfsmanna rikisins með 2 starfsþjálfun- arþrepum. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 5. mai n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 26. mai 1973. ÁRS- HÁTÍÐ Félags járniðnaðarnema og Félags nema i rafmagnsiðn verður haldin i Miðbæ við Háaleitisbraut i kvöld, hefst kl. 20.00. TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI. OFSAFJÖR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.