Þjóðviljinn - 05.05.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.05.1973, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mal 1972. Laugardagur 5. mal 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Leigubílstjóri, rithöfundur, andófsmaður í verklýðshreyfingunni — Þeir sem fara út fyrir hefðir verklýðshreyf- ingarinnar mæta næsta litlum stuðningi félaga sinna. — Verkamenn verða að njóta stuðnings verka- manna, en enginn getur leyst mál þeirra nema þeir sjálfir. — Þjóðfélag jafnréttis verður ekki skapað með þvi að láta verkamenn „ganga upp” i borgaralega lifnaðarhætti. — Það er kostur að hafa fótfestu i verklýðsstétt. Ef ég gæti lifað af penna minum einum mundi ég ef til vill ekki hugsa eins og verkamaður. — Sósíalismi er ekki eitthvað fastmótað ástand heldur hin stöðuga uppreisn. Magnús Jóhannsson er leigubilstjóri og rit- höfundur. Hann var um alllangt skeið varafor- maður i sinu verklýðs- félagi, ritstjóri félags- blaðsins. Hann hefur skrifað bækurnar „Samtal við velferðar- öreiga” (1970) og „Allt þetta tal um sósialisma” (1971). Nýlega var frumsýnt leikrit eftir hann i Kaupmannahöfn sem heitir „Það erum við sem ráðum”. í eftir- farandi viðtali fjallar hann um gagnrýni sina á verklýðshrey f inguna, um samskipti verka- manna og mennta- manna. Margt af þvi sem Magnús segir lýtur að hlutum, sem eiga sér ERLINGUR E. HALLDORSSON: FRAMTÍÐ FRELSISINS Magnus Johannsson: ég er stundum afgreiddur sem skoðanirnar”. með Aðhugsa lengra en um ,fulla atvinnu’ í.A*n*#P greinilegar hliðstæður á Islandi, enda þótt aðstæður séu um margt ólíkar. — Verklýðshreyfingin og flokkar hennar eru ekki málsvarar nýrra strauma i menningar- eða félagsmálum. Sá verkamaður, sem liggur eitthvgð á hjarta, sem er fyrir utan hefðina i hreyfingunni, hann stendur einn. Menntamenn skilja stundum betur andstöðufólk úr hópi verkamanna en félagar þess. Þegar ég setti mig inn I ýmis hag- fræði- og félagsfræðileg atriði til að vera sem virkastur i minu félagi, þá geröu félagar minir i stjórn ekki slikt hið sama. Þeir liföu sinu lifi eins og þeir höfðu alltaf gert og ég fékk fljótt að heyra — ,,þú skalt ekki halda að þú sért neitt meira en við”. Persónulega hef ég allgóða reynslu af samstarfi viö róttæka menntamenn. Þeir veittu mér mikinn stuðning þegar ég var að byrja aö skrifa og var smeykur viö að fara inn á sviö sem hag- fræðingarnir höföu helgað sér. Sjálfur gat ég miölaö stúdentum og öðrum af þekkingu á t.d. mjög hæpnu kosningakerfi i verklýðs- félögum og af þvi, hvernig það er að lifa af verkamannalaunum. Hvað er verkamaður? Þaö er hefð aö lita á þá sem verkamenn sem lifa af þvi að selja likamlegt vinnuafl sitt. Þetta er þröngur skilningur — til þeirra vil ég og telja þá sem selja þekkingu sina og menntun. En samfélaginu er þannig háttað, að margir, einkum þeir sem eru langskólamenntaðir, hugsa ekki eins og launamenn, en gerast þess I staö hluti af hinu kapital- iska þjóðfélagi, aröræningjastétt, sem þeir afhenda sina þekkingu. Þetta þýðir oft, að launa- maðurinn verður andstæðingur verklýösins. Frá minum sjónarhóli litur máliö þannig út, að verka- maðurinn — það er ég. Það er hann sem lifir viö sömu aðstæður og ég. Það eru til aðrir hópar sem eru I andstöðu við kapitaliskt þjóðfélag og við verðum að ná saman I baráttunni við þetta samfélag. Mér lizt vel á þær rannsóknir sem nú, eru gerðar á vinnu- stöðum, þar sem félagsfræð- ingurinn starfar með þeim, sem hann er að rannsaka. Verkamenn geta ekki sigrað einir, og það er gott að einhverjir fara út á vinnu- staðina til að hjálpa þeim þar. En við höfum einnig þörf fyrir marxistakennara til að uppfræða verkamannabörn. Okkar eigið verkefni En menntamenn geta aldrei komiði staðinn fyrir verkamenn I róttækri hreyfingu. Ég vil sjálfur að miðstjórnarvald sé sem minnst i verklýðsfélögum og póli- tiskum flokkum. Það hefur verið tilhneiging til þess að verkamenn láti menntamenn um að flytja mál sitt — með þvi að ráða þá til Alþýöusambandsins eða senda þá á þing. Útkoman verður sú, að verklýössinnaöur menntamaður deilir við ihaldsmenntamann. Það er I þessu þverstæöa. Auðvitað verða verkamenn að njóta stuðning annarra, en þeir veröa einnig að tala sinu máli sjálfir. Ég get ekki losnað undan þeim skilningi sindikaiista, að það séu aðeins verkamenn sjálfir sem geti tryggt sér frelsi. 1 verk- smiðjum og öðrum fyrirtækjum verða verkamenn sjálfir að taka afstöðu til sinna vandamála og leysa þau. Þeir geta ekki ráðið til þess snjalla menn og velviljaða á fjarlægum kontórum. Aðstaða þeirra er of ólik. Samt er það ekki mitt fyrsta markmið aö virkja danska verk- lýðsstétt. Fyrst af öllu þarf að virkja þá sem eru á móti kapital- isma. Verklýðsstéttin er ekki sjálfkrafa á móti kapital- ismanum, þvi miður. En ég get ekki imyndað mér neina þá rót- tæka breytingu á þjóðfélaginu þar sem verklýðsstéttin stæði ekki mjög sterkt að vigi. Ég verð vist að viðurkenna að frá almennu afkomusjónarmiöi geta verkamenn átt vissra hags- muna aö gæta i hinu kapitaliska kerfi. T.d. eiga vissir hópar iön- verkamanna sér hagsmuni, sem fara saman við hagsmuni stór- auðvaldsins. Ég veit aö hér er ég á hættulegum brautum, en út frá þessu verð ég að byggja upp rök- semdafærslu þegar ég reyni að skýra verkamönnum frá þvi, aö það sé llfsnauðsyn að koma á réttlátu efnahagskerfi til aö koma i veg fyrir hin miklu Ragnarök. Sambúð við menntamenn Verklýðsstéttin er ekki sjálf- krafa afl, eins og ég sagði áöan. Hún á sér sfnar þarfir, og þaö er nú og hér aö verkamaðurinn lifir en ekki eftir 100 ár. Verka- maðurinn hefur þvi aðeins fengið bætt kjör aö það hafi veriö i takt við aukningu framleiðslunnar. Þegar verkamaðurinn getur ekki lýst samstöðu sinni með þjóðum Þriðja heimsins, er það vegna þess, aö hann hefur aldrei heyrt að verklýðshreyfing hans eða flokkar hans hafi ráðizt gegn skiptareglum þeim, sem við,- urkenndar eru i þjóðfélaginu. — Byggir tortryggni verka- manna á menntamönnum etv. á þeirri stefnu sem gildir um skipt- ingu lífsgæða? — Margir verkamenn setja menntamann sem hefur 2.3 miljónir kr. (Isl) I árstekjur á sama bás og kapitalistann. Sjálfur trúi ég ekki á frasann um kökuna, sem hægt sé að reikna niður i bita. En ef mennta- maðurinn telur að hans 900 krónur á timann megi fyililega verja I samanburði við þær 220, sem verkamaðurinn fær, þá túlkar sá skilningur ekki launa- baráttu við auðvaldið heldur barasta útbreiddar neyzluvenjur. — Hvað geta verkamenn og menntamenn átt sameiginlegt? — Ég tengi ekki sósialisma við fallegar hugmyndir, heldur heil- brigða skynsemi fyrst og fremst. Verklýðsstéttin getur ekki breytt stöðu sinni nema á breiðum grundvelli. Verkamaðurinn getur ekki, eins og ánauðugur bóndi, fengið jarðarskika og talizt frjáls þess vegna. Hann getur ekki eignazt sina verksmiðju, heldur aðeins öðlazt sjálfsákvörðunarrétt I samfélagi viö aðra vinnandi menn. Ef menntamaðurinn finnur til þess á samsvarandi hátt, að hann er læstur fastur i kerfi, þar sem hann getur ekki unnið að þvi að þekking hans hrindi af stað félagslegri og manneskjulegri þróun, þá hlýtur hann að gerast sósíalisti og eiga samstöðu meö verklýðsstéttinni. legu félagslegu vandamálum. Hann getur unnið i happdrætti eða getraunum, ellegar þá að hann verður verkstjóri einhvers- staöar og „gengur upp úr” verk- lýðsstéttinni inn i annan þjóö- félagshóp. Verklýðsfélögin bjóða upp á drjúga möguleika fyrir siðari leiðina. Þau greiða starfs- fólki sinu einatt drjúg laun, sá sem þau fær hefur I raun og veru möguleika á aö lifa eins og borgari. Þetta gerir sitt til að stöðnun læsir sig um alla stéttina. Menn vilja ekki brjóta niður kerfið. Menn eru fegnir þvi að „komast upp” og sitja þar. Og svo gerist það lika aö Alþýöusam- bandið velur sér aðeins menn sem ekki eru of róttækir og ekki of stéttvisir. I grófum dráttum setur hreyfingin sér heldur ekki það iparkmið að leggja niður Óorgarastéttina heldur að lyfta verklýðsstéttinni upp á lifskjara- stig borgaranna — aö fylla upp að neðan. Og þetta halda menn að sé leiðin til jafnréttis. En stéttlaust þjóðfélag er þvi aðeins unnt að skapa, að enginn hafi forréttindi. Bilstjórinn sem skrifar Menn hafa spurt mig að þvi, hvernig þaö sé að vera bilstjóri og gerast siöan rithöfundur — en þetta gæti alveg eins verið öfugt. Mikill fjöldi fólks býr yfir hæfi- leikum en hljóta að gegna verka- mannastörfum og vegnar ekki illa þess vegna. Þegar ég var ungur dreymdi mig um aö skrifa, en ég varð aö vinna fyrir daglegu brauði sem verkamaður. Vegna þess að ég gat ekki losnaö undan þvi að vera verkamaður — og skilji þaö enginn sem svo að ég vilji ekki sitja við stýrið — hlaut ég aö skrifa pólitiskt til að skoð- anir minar heföu hljómgrunn. Ég er hluti af verklýðsstéttinni og er sami maður hvort sem ég sit við skrifborðið eða stýrið á bilnum. Það er ekki fyrr en þú gerir reglur og viðhorf hinna aö þinum eigin, að þú ert farinn að starfa eftir þeirra skilmálum. Þaö er þetta sem ég gagnrýni Alþýöusambandið fyrir i bókum minum. Þaö er hlægilegt að tala um 230 króna jafnaðarlaun á timann, þegar menn sjá þau laun sem stjórnendur Alþýðusam- bandsins telja sig eiga skilið. Eöa lita til menntamannsins sem telur að hann sé 1,5 miljón króna meira virði á ári en verkamaður. —- Átt þú þaö ekki á hættu að skrifa fyrir fyrirfram útvalinn hóp, sem þegar veit hvað er á seyði? — Mjög fáir verkamenn lesa bækur minar. Ég verð að skrifa á grundvelli míns skilnings og svo vona að gárurnar breiði úr sér eins og þegar steini er hent I vatn. Það er eins með rannsóknir á vinnustöðum — það eru stéttvisir verkamenn sem miðla niður- stööunum. Leikritið — Hvað um leikrit þitt á Fiol- teatern? —Það er byggt á reynslu minni af danskri verklýðshreyfingu. 1 leikriti er auðveldara að draga fram útlinur og skopfæra hlutina eins og teiknarar gera. Með þvi Framhald á bls. 15 Eins og i öðrum þróuðum rikjum eru margir fátæklingar i Bandarikjunum En þá er ekki að finna i þeim hluta hagkerfisins sem við erum að virða fyrir okkur Fátækt kemur ekki við sögu i þessu kveri. En ástæðan er ekki sú að ég viti ekki að hún er til Framtið frelsisins er miklu skemmtilegra ihugunarefni Tekiö orðrétt úr bók John Kenneth Galbraith, Iðnriki okkar daea. bls. 102-103. Ctgefandi: Hið islenzka bókmenntafélag. Handritþýöingar Guömundar Magnússonar prófessors lásu: dr. Jóhannes Nordal bankastjóri, Ólafur Jónsson ritstjóri, Þorsteinn Gylfason heimspekingur, Þráinn Eggertsson hagfræðingur. Jóhannes Halldórsson cand. mag. las prófarkir af bókinni. Tekjur og gjöld ber að nota — Hvernig rannsóknir? — Þær eiga að þjóna mann- eskjunni eins og öll visindi og eins og framleiðslan og allt þetta ber að laga að þörfum mannsins. Er litsjónvarp mannleg þörf? Kannski, já, — en á kostnað hvers? A okkar timum er allt það, sem einkafyrirtæki framleiða, talið til tekna, en allt sem talið er til hins opinbera er talið til út- gjalda. En af hverju ber að lita á rekstur sjúkrahúss sem útgjöld en ekki rekstur einkabflaverk- stæöis?... Starfsbræður minir hafa aöeins hugann viö þaö eitt að það sé nóg atvinna. Þetta er það mál, sem þeim stendur næst, og þaðer allra góðra gjalda vert. En mér finnst þetta eins og að grafa holur i jörðina bara til að skapa atvinnu. Það er alltof sjaldgæft að menn spyrji til hvers er unniö. Aö fylla upp að neðan Verkamaöurínn þekkir aðeins tvær lausnir á sinum persónu- ÖÐRUVISI MENNING? EINHVERJU SINNI rakst ég i Stokkhólmi á plötu, Úrval Italskra sósíalistasöngva. Atvinnumennska hafði litið komið við sögu við gerð hennar. Litlar smábæjar- lúðrasveitir blésu Interna- sjónalinn og Rauða fánann. Kórar og einsöngvarar, sumir áreiðanlega nokkuð við aldur, sungu gamla verkamanna- söngva, þar sem lofaðir voru þeir Giordano Bruno og Gari- baldi en sagt norður og niður Jesúitum og ráðherrum þeim sem handtekið hafa sósíalista. Eða þá lýst eymd og harðstjórn og þvi sem Carlo Marx hafði til þeirra mála að leggja. Eins og fyrr segir voru þetta ekki þjálfaðar raddir en söngurinn þeim mun eðlilegri og sjálfsagðari — ekki sizt þar sem gömul kona söng hressi- lega um „Það sem við viljum” frið, þekkingu og starf viljum við, hin mikla fjöl- skylda mannkynsins”. Þessi plata var aðeins hluti af all- miklu sáfni — þar mátti finna söngva kommúnista, stjórn- leysingja, andfasista, póli- tiskra fanga, uppreisnar- bænda. Yfirskriftin á plötunni vakti sérstaka athygli: var hlutiafdag- skra „dell altra Italia”, „hinnar” Italiu, öðruvisi Itallu — þeirrar, sem flestum utanaðkomandi er falin á bak við fornar minjar: Markúsar- torgið, Soffiu Loren, Páfa- garð, Kristilega demókrata, Santa Lucia, Oliv.etti, Fiat .... ÞESSA HAUSTDAGA I Stokk- hólmi virtust allir einmitt aö reyna að gera sér grein fyrir þvi hvort ekki væri til „önnur” Sviþjóð i menningarlegum efnum en t.d. Óperan, Ingmar Bergman og Bonniers og það virtist af þó nokkru að taka. Það var veriö aö sýna nýja verkfallskvikmy nd frá Norður-Sviþjóð, stéttabar- áttusöngvar úr NJA-leiknum svonefnda hljómuöu i rauðum og bleikum bóka- og plötu- verzlunum, umræöuleikhúsin fjölluðu af miklum dugnaði og einurð um verkakonur I létta- iðnai og skriffinnskudauöa miöborgar Stokkhólms. Göran Palm og Jan Myrdal útlistuðu fyrir mönnum „hvað ber að gera”, marxisminn hafði lagt undir sig menningarsiður borgara- pressunnar fyrr en varði. Ungkratar héldu söngvakvöld i Alþýðuhúsinu, rifjuðu upp Joe Hill, báru fram nýjar vísur um Wallenberg og stóðu upp sem einn maður i lokin og sungu Frelsum suðrið — söng Þjóðfrelsisfylkingar Suður-Vietnams. ALLTAF ÖÐRU HVERJU eru rakin slik og hliöstæö dæmi úr Sviþjóð eöa þá Englandi (tilraun leikskáldsins Weskers og fl„ til menningarbyltingar meöal verkafólks), frá Frakk- landi eða ítaliu. Og þá er þvi hnýtt aftan við, að mikiö hafi islenzkir vinstrisinnar og ferklýðsforysta verið ónýt við að fitja upp á einhverju sliku. Það er rétt. Aö visu hafa komið upp tilraunir til leik- starfsemi, músikstarfsemi, að ógleymdu þvi, sem alltaf blifur — útgáfustarfsemi — sem væri „öðruvisi”, færi að nokkru eftir öðrum brautum, en sú starfsemi, sem rikjandi er á hverju sviöi. En þær til- raunir hafa verið hikandi, laugardags [pflSÖOOO óvissar I stefnumótun, einatt ekki langlifar. Auövitaö liggja til þessa hlutlægar ástæöur. Menningarlif (eða menn- ingarneyzla) er ekki eins klofin, stéttskipt, hér og viöa annarsstaðar, þar um ræður fámenni miklu. Það sama fámenni fær menn einnig til að álykta sem svo, að liðsmenn til menningarstarfs séu ekki til skiptanna: annaðhvort sameinist allir tiltækir menn á hverjum stað, eða ekkert verður gert. En þessar aðstæður geta samt ekki tekið af dagskrá hjá vinstrisinnum og iverklýðs- hreyfingu spurninguna um „öðruvisi” menningar- og félagsstarf. Nema menn vilji fyrirfram sætta sig við þaö, að listalif sigli framhjá mörgum stórum hluta fólks, og félagslif læsist niður i einskonar rótar- íform. Og það ætti nú um stundir að gera svör við spurningunni nokkuö auðveld- ari, að menning er i vitund manna ekki lengur það spari- fatafyrirbæri tengt frægðar- fólki fyrst og fremst, sem hún áöur var. Menning er ekki einstök listaverk og höfundar þeirra heldur og ferill þessara listaverka i mannlegu félagi og svo sambýlishættir manna i viðleitni þeirra til að auðga lif sitt. 1 þessum efnum er spurt um vilja skipulag og peninga. Og er þó ótalin frumforsenda þess að nokkuð gerist sem um munar. „öðruvisi” menning verður ekki annað en óstaðfest simskeyti ef menn gera sér ekki rækilega grein fyrir þvi, að hún táknar um leiö „ööru- vlsi” þjóðfélagsbyggingu. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.