Þjóðviljinn - 05.05.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.05.1973, Blaðsíða 16
DlOÐVIUINN Almennai' upplýsingar unj læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar f simsvara Lækna- félags Reykjavikur, sfmi 18888. Kvöld- nætur- og helgarvarzla apótekanna i Reykjavik 4.—10. maí verður i Borgarapóteki og Reykjavikurapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital ans er opin allan sólarhring inn. Kvöld-, nætur og helgidaga vakt á heilsuvertKjarstööinni Simi 21230. Laugardagur 5. mai 1972. Ársfundur Seðla- bankans Ársfundur Seðlabanka Islands var haldinn í gær. Ragnar ólafsson, formaður bankaráðs, setti fundinn og flutti inngangsorð. Dr. Jó- hannes Nordal, formað- ur bankastjórnar, flutti ítarlega ræðu um af- komu bankans á liðnu ári, svo og um ef nahags- málin almennt. Kom fram hjá honum að vöxtur þjóðartekna árið 1972 var 5%, en það er nokkuð yfir árlegrimeðalaukningu þeirra sl. 20 ár. Hins vegar var hag- vöxturinn verulega meiri 1971. Peningatekjur launþega juk- ust um 28% á árinu miöað við meðaltal 1971, en raunvirði einkaneyzlu um 11%. I)r. Jó- hannes fjallaði nokkuð um sveigjanlega skráningu sem hann taldi æskilegt að taka upp, en þá væri leiðrétt gengi til beggja handa, eftir aðstæð- um á hverjum tima. I lok fundarins þakkað viðskipta- málaráðherra, Lúövik Jóscps- son, bandastjórn Seðlabank- ans fyrir gott samstarf og ósk- aði eftir þviaðþaðsamst.héldi áfram, svo og samstarf við aðra banka og bankamenn i landinu. Vegna rúmleysis i blaðinu i dag verða nánari fréttir af fundinum og úr skýrslu Seðla- bankans að biða. Skoðanakönnun um Nixon og Watergate 50% segja hann Þó Bandarikjamenn séu orðnir vanir hneykslismálum sem snerta Ilvita húsið virðist Watergate-málið hafa hrist aðeins upp I þeim. Hér sést fólk mótmæla Nixon fyrir þátt hans I þessu mikla hneyksli. WASHINGTON 4/5 — Að öllum líkindum verður William Coleman, 52 ára gamall svartur lögfræðing- ur, útnefndur sem óháður dómari í Watergatemálinu að þvi er heimildir i banda- ríska dómsmálaráðuneyt- j inu herma. Talið er að Nixon hafi látið und- an kröfum um að fenginn verði óháður aðili til að rannsaka þetta heimsfræga hneykslismál og aö hann útnefndi Coleman innan tveggja daga. Coleman er þekkt- ur fyrir baráttu sina fyrir mann- réttindum svertingjum til handa. Úrslit úr skoðanakönnun sem birt voru i dag sýna að 50% þeirra sem spurðir voru telja að Nixon hafi logið þegar hann lýsti þvi yfir i sjónvarpsræðu á mánudaginn að hann hafi ekkert vitað um að starfsmenn Hvita hússins hafi reynt með öllum ráðum að þagga Watergatemálið niður. Þá eru 74% þeirrar skoðunar að Nixoni beri að skipa mann sem ekki er tengdur stjórninni til að rannsaka málið. Nixon dvelur nú i sumarhöll sinni i Key Biscayne i Florida og vinnur að endurskipulagningu starfsliðs sins, en úr þvi hafa margir fengið reisupassann vegna þessa mikla hneykslis- máls. Nixon hefur útnefnt Alex- ander Haig hershöfðingja til að gegna starfi yfirmanns starfsliðs sins til bráðabirgða. Honum er ætlað að veita forstöðu endurnýj- un ráðgjafaliðs forsetans. Að þvi verki loknu mun hann snúa aftur til fyrri starfa hjá hernum. Haig var eitt sinn aðstoðarmaður Kiss- ingers og hefur leikið nokkuð stór hlutverk i samningunum um Indókinastriðið. Þeir Haldeman og Ehrlichman mætti i dag fyrir rétti, og endur- tóku þeir báðir yfirlýsingu Nixons um að hann hefði ekkert vitað hvað starfslið hans var að gera i kosningabaráttunni s.l. sumar. Nýr bœjar- stjóri ráðinn í Neskaupstað Á fundi bæjarstjórnar Neskaupstaðar í gær var Logi Kristjánsson, verk- fræðingur i Kópavogi ráð- inn í starf bæjarstjóra frá 1. júli næstkomandi. Gildir ráðning hans til loka kjör- tímabilsins, sem er eitt ár. Logi var ráðinn með 5 atkvæð- um bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, aörir bæjarfulltrúar sátu hjá. Logi er 31 árs gamall og er kvæntur ólöfu Þorvaldsdóttur. Jafnframt var núverandi bæjarstjóra, sem hafði fengið lausn frá 1. júli falið að gegna starfinu mánuð til viðbótar. Eiga þau þrjú börn. Logi er sonur Kristjáns Andréssonar fyrrver- andi bæjarstjórnarfulltrúa i Hafnarfirði og Salbjargar Magnúsdóttur. Hann útskrifaðist sem verkfræðingur árið 1972. Hefur hann unnið siðan á verk- fræðisskrifstofu Guðmundar Magnússonar i Kópavogi, og hjá OK i Hafnarfirði. Bjarni Þórðarson, lætur nú af bæjarstjórastarfi eftir 23 ár. Logi Kristjánsson, verkfræð- ingur, nýr bæjarstjóri á Neskaup- staö. Bjarni Þórðarson — bæjarstjóri á Neskaupstað I 23 ár. Átökin í Libanon: Barizt og samið GEIMFAR HRAPAR? WASHINGTON 4/5 - I ann- aö skiptið á innan við mánuði herma bandariskar heimildir að sovézkt geimfar hafi orðið fyrir alvarlegu óhappi úti i geimnum. Er sagt að ómann- að geimfar hafi hrapað i Kyrrahafið. Talið er að geimfarið hafi innihaldið átta hjóla tungl- vagn sem átti aö rannsaka yf- irborð mánans. Sagt er að óhappið hafi gerzt örfáum dögum eftir að sovézk geim- stöö eyðilagðist i geimnum. BEIRÚT 4/5 — t dag geisuðu bardagar I Lfbanon þriðja daginn I röð. Herþotum, bilum og stór- skotaliði úr Libanonher var beitt gegn sveitum Paiestinuaraba en ineðal þeirra siöarnefndu voru nokkrar hersveitir scm komiö höfðu yfir landamærin frá Sýr- landi. Urðu bardagar harðastir um tiu km frá landamærum Sýr- lands og Llbanon. 1 dag náöist svo samkomulag milli aðila um nýtt vopnahlé en á miðvikudagskvöld hafði einnig náðst samkomulag, en það var brotið strax morguninn eftir. Hafa báðir aðilar dregið sveitir sinar til upprunalegra stöðva og Jassir Arafat hefur lofað Liban- onstjórn þvi að sveitir þær sem komu frá Sýrlandi verði farnar til baka fyrir kvöldið. Arabaleiðtogar hafa kvatt til að samið verði um varanlegt vopna- hlé hið fyrsta. Anwar Sadat Egyptalandsforseti og Hassan konungur i Marokkó hafa boðizt til að miðla málum og Alsirstjórn hefur varað Libanonstjórn viö þvi aö skapa annan Svartan septem- ber, en með þvi er átt við hina blóðugu bardaga sem urðu milli Palestinuaraba og Jórdaniuhers i september 1970. Sadat mun i dag eiga viðræður við Khaled Al- Hassan sem er einn af helztu leið- togum A1 Fatah frelsishreyfingar Palestinuaraba og eru viðræð- urnar liður i tilraunum Sadats til að koma á varanlegum friði i Libanon. Þá mun Mahmoud Riad, aðalritari Arababandalagsins, liklega fara til Beirút i dag til viö- ræðna við Libanonstjórn og Jassir Arafat. ísraelsmenn hafa aftur á moti tekið atburðum siðustu daga i Libanon með fögnuði. Sagði Aharon Jariv sem er ráðgjafi Goldu Meir um málefni Palestinuaraba að ekki væri við þvi að búast að Libanonstjórn myndi afgreiða Palestinuar- abana á jafnmarkvissan hátt og Hússein Jórdaniukóngur gerði haustið 1970 ,,en atburðirnir i Libanon eru i alla staði hin heilla- vænlegasta byrjun” bætti hann við. Ráðherra rekinn IIELSINKI 4/5 — Jussi Linnamo, ráöherra erlendra viðskipta I Finnlandi, var I dag veitt lausn frá störfum og embættið veitt Jermo Laine sem áður gegndi embætti einkaritara forsætisráöherra. Að sögn Linnamos stendur liklega i sambandi við svo- nefnt Savidovo-mál en það fjallar um leka frá trúnaðar- viðræðum Kekkonens forseta við sovézka stjórnmálamenn um viðskiptasamninga Finna við EBE. Vegna tengsla Linnamos við þetta mál lýsti dómsmálaráðherrann, Risto Leskingen, þvi yfir nýlega að stefna bæri Linnamafyrir rik- isrétt. Það er i verkahring Kekkonens að ákveða hvort Linnamo verður stefnt eður ei. Enn barizt PHNOM PENH 4/5 — Harð- ir bardagar geisuðu I dag við héraðshöfuðborgina Takeo sem er 67 km sunnan við Phnom Penh. Þjóðfrelsisöfl gerðu hvert áhlaupið á fætur öðru á stöðvar stjórnarher- manna umhverfis bæinn s.l. nótt og héldu bardagar áfram I morgun. Bandariskar sprengjuflug- vélar létu sprengjunum rigna yfirstöðvar þjóðfrelsisaflanna og féllu sprengjur i aðeins nokkur hundruð metra fjar- lægð frá útjaðri bæjarins. Einnig sprengja þær i ná- grenni Phnom Penh. Þá var einnig barizt við borgina Tram Khnur 50 km sunnan við Phnom Penh. Fjöldi manns féll þegar bandarisk herþota rann út af flugbrautinni á Pechentong- flugvellinum sem er i ná- grenni Phnom Penh. Hún lenti á herstöð sem er rétt utan við flugvöllinn. Þingað um olíuverð VIN 4/5 — Helztu oliufram- leiðslulönd heims hafa aflýst fyrirhuguðum fundi sinum i Lýbiu þar sem ræða átti samninga landanna við vest- ræn oliufélög um hærra verð fyrir oliu vegna gengisfelling- ar dollarans á dögunum. Höföu löndin fallizt á að mæta fulltrúum oliufélaganna á fundi i Tripóli en fundir þeirra sem haldnir voru i Vin sigldu i strand þann 24. april s.l. Oiiuframleiðslulöndin hafa farið fram á 11,1% hækkun á oliuverðinu en oliufélögin vilja ekki hækka verðiö um meira en 7,2%. Er talið aö ekki sé grundvöllur fyrir viðræðunum fyrr en oliufélögin hækki tilboð sitt upp i a.m.k. 9%. Wallace hressist NEW YORK 4/5 — Kin- verskur nálalæknir sem haft hefur George Wallace, for- setaframbjóðandann banda- riska sem skotið var á i fyrra og hann lamaður, til með- höndlunar i tvo mánuði, lýsti þvi yfir i gær að hann væri nægilega hraustur til að bjóða sig fram til forseta áriö 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.