Þjóðviljinn - 05.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.05.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 1 Útvarpsannáll Framhald af bls. 4. Sumir kaffigestir hafa verið að reka hnýflana i Passiusálmana og vilja leggja lestur þeirra niður. Ég get ekki tekið undir þetta. Passiusálmarnir eiga enn svo mikil itök i hugum fólks, hvort sem það er litiltrúað, eða brenn- andi i andanum, að það er ekki timabært að taka þá út af dag- skrá, hvað sem siðar kann aö verða. Hinsvegar ættu prestar ekki að fikta við Passiusálmalest- ur. Þeir eru með allskonar leik- aratilburði, að útvatna þá og gera úr þeim nútimaguðfræði. Viljum við njóta Passiusálm- anna, eigum við að koma til Hall- grims, en lofa honum að vera kyrrum á sinni 17. öld. Engum hefir tekizt þetta betur en þeim Magnúsi i Skörðum og Jóni Helgasyni prófessor. I listaþættinum „Glugginn”, sem fluttur var á skirdag, var frá þvi sagt, að einhver náungi, sem ég kann ekki að nefna, væri búinn að semja ný lög við Passiusálm- ana, og svo söng tónskáldið eitt af þessum lögum. Það var við sálm- inn um útleiðslu Krists úr þing- húsinu, og það spilaði auk þess undir á eitthvert hljóðfæri. Það setti að mér hroll, þegar ég heyrði þennan söng. Hann minnti mig á eitthvað, sem ég hafði ein- hvern tima heyrt talað um eða lesið um i bókum og þótti ekki fallegt athæfi. Ég braut iengi hugann um, hvað þetta var, sem söngurinn minnti mig á. Og loks- ins kom það. Það var kallað að snúa Faðirvorinu upp á Andskot- ann og var talinn frekar óhugnan- legur verknaður. Tímasprengjur i fréttunum Fréttir þær, sem útvarpið flytur okkur dag hvern, geta verið bæði illar eða góðar, sorglegar eða gleðilegar. En stundum gerast atburðir, sem i sjálfu sér eru hvorki góðir né vondir, aðeins skemmtilegir, nokkurs konar krydd út á bragð- lausan hversdagsleikann. Þá reynir á hæfni fréttamanna, að koma slikum atburðum til skila, þannig að þeir njóti sin i eyrum hlustendanna eins og efni standa til. En við slik tækifæri setja fréttamennirnir venjulega upp heilagra manna ásjónur og með- höndla fréttina likt og þeir væru að gera óvirka hættulega tima- sprengju. Svo var það til dæmis i haust er leið, þegar Helgi Hóseasson sletti skyrinu á handhafa hins timan- lega og eilffa valds. Svo var það einnig hér á dögun- um, þegar konurnar að austan stálu senunni frá kynsystrum sinum i höfuðstaðnum, sem ætluðu að fylla þingpallana til þess að mótmæla búvöruverðs- hækkuninni. Úr þessu hefði mátt gera bráð- skemmtilega sögu, án þess að halla nokkurs staðar réttu máli eða hvika frá staðrevndum. Svo var það nokkru seinna, að nokkrar af þessum útistöðu- konum sóttu að Gunnari Guð- bjartssyni i þættinum Bein linaog lögðu fyrir hann hinar fávis- legustu spurningar. Gunnar varðist þessum bardagaglöðu konum vel, en hefði þó gjarna mátt vera dálitið harð- skeyttari. Það kom fram hjá Dagrúnu Kristjánsdóttur, sem heyrzt hefur einnig i blöðum, að þessu upphlaupi reykviskra húsmæðra hafi ekki verið beint gegn bændum. Um slika fullyrðingu má segja það sem Hallgrimur kvað: Afsökun ei mun stoða, andsvör né spurningar, Þaö hefði verið hægt að mót- Vnæla dýrtiðinni á margan annan hátt. En það ofurkapp, sem lagt hefur verið i að sanna búvöru- framleiðendum, að upphlaupinu hafi ekki verið stefnt gegn þeim, sannar aðeins eitt: Konur þær, sem fyrir þessu stóðu, hafa fundið, að þær hafa hlaupið á sig. Og það er útaf fyrir sig virðingar- vert. Svo er annað, sem þessir mót- mælendur hafa sér til afsökunar: Það er búið að telja fólki trú um það, og þá einkum og sérilagi af Alþýðuflokknum, að búvöru- framleiðslan eigi að vera nokkurs konar öryggisventill gegn verð- bólgu. Kaupgjald má og á að hækka, erlendur varningur má hækka, en búvörur mega ekki hækka, þá fara vixlhækkanirnar i gang og launaskirðiö eykst. Þvert á móti eiga búvörur að lækka, vegna aukins tæknibúnað- ar við búrekstur. ógeöfelldar mjaltir Það er gömul saga, að i hvert sinn sem búvörur hækka i verði, upptendrast brennandi umhyggja hjá barnfáum eða barnlausum húsfreyjum i höfuðstaðnum fyrir hinum fátæku og barnmörgu kon- um i þeirri borg, en við aðrar verðhækkanir láta þær litið á þessari umhyggju bera. Er harð- ýðgi þeirra, sem standa að þvi að svipta fátæku börnin mjólkinni, stundum lýst á hinn átakanleg- asta hátt. I einum Morgunblaðsleiðara, fyrirskömmu, var vitnað i grein, sem nafngreind hjúkrunarkona hafði skrifað i blaðið. Konan komst meðal annars þannig að orði, samkvæmt þvi er leiðarinn hermdi, að konur væru blóð- mjólkaðar, þessvegna væru þær hættar að trúa tölum. Ekki varð það beinlinis ráðið af orðum leiðarans, hverjir stæðu fyrir þessum ógeðfelldu mjöltum. En maður gæti látið sér detta i hug, að það væru bændurnir, sem hækkuðu mjólkina úr kúnum sin- um i verði. Útvarpið sagði frá þvi einhvern daginn, að á fimmta hundrað manns hefði brugðið sér til suð- rænna sólarlanda nú um páskana. Það væri gaman aö vita, hvort nokkur af hinum blóðmjólkuðu konum heföi haft ráð á að veita sér slikan munað. Að endingu sendi ég svo konun- um að austan, þeim er stálu sen- unni frá Húsmæðrafélagi Reykja- vikur, kveðju guðs og mina, með ósk um gleðilegt sumar. I Dymbilviku 1973 Skúli Guðjónsson Að hugsa lengra Framhald af bls. 9. að leggja formann verklýðsins á dívan hjá sálfræðingi, get ég fengið hann til að skýra frá þvi, undir hvað verklýðshreyfingin er höll i dag. Stundum sósfalisma, stundum kapftalisma. Leikhúsið leitar uppi áhorfendur, það fer út á vinnustaðina og þvi ber mér skylda til að vera skemmtilegur og að byggja á stöðu verka- fólksins. En um leið hef ég mögu- leika á að láta skoðun mina i ljós. — Þú ert leigubilstjóri sem getur skrifað i blöö, skrifað bækur og leikrit og tekið til máls i út- varpi og sjónvarpi. Finnst þér þú vera forréttindamaður sem slikur? — Það fyndist mér ef ég gæti lifað eins og Klaus Rifbjerg. En þaðgetég ekki. Til að lifa verð ég að gripa i stýrið öðru hverju. Það er kostur að hafa fótfestu i verk- lýðsstéttinni, og ef ég gæti lifað af penna minum mundi ég ef til vill ekki hugsa og finna til sem verka- maður. I þrjú ár var ég yfirmaður i minu verklýösfélagi og hvað eftir annað lenti ég á öndverðum meiði við félaga mina. Viðbrögð — Ert þú orðinn að skemmti- krafti i kaffihléum, sem hvorki verklýðshreyfingin né fjölmiðlar þurfa að taka alvarlega? — Það vildi ég ógjarna. Ég hef fengið mörg viðbrögð við þvi sem ég skrifaði i Information svo dæmisé nefnt. En nú, þegar ég er orðinn fastur dálkahöfundur, er ég stundum afgreiddur sem „maðurinn með skoðanirnar”. En á hitt er og að lita, að allir sem vinna á vinstra armi stjórn- málanna hafa þörf fyrir stöðugar upplýsingar og rökleiðslur. Þaö sem mestu skiptir fyrir mig er að hafa eitthvað að segja, og það er skemmtilegra en að keyra fólk um bæinn. — Er nauðsynlegt að gera rannsóknir á verklýðsstéttinni? — Það er nauðsynlegt, svo marga strauma og stefnur sem hún rúmar. Sósfalisminn er ekki eitthvert fastmótað ástt heldur hin stöðuga uppreisn. Eftir að sósíalisma hefur verið komiö á verða alltaf einhverjir eftir sem hafa forréttindi og þvi verður baráttan að halda áfram. Já, það þarf að rannsaka, en það má ekki gera verkamenn að tilrauna- dýrum. — Hvernig geta menntamenn sýnt samstöðu með verka- mönnum i hinni daglegu baráttu? — Sumpart i beinni baráttu við atvinnurekendur, sumpart með pólitiskri samstöðu — með þvi að stuðla að þvi að verkamenn séu meira metnir. Það geta þeir vegna þess, að þeir hafa yfirlit yfir vandamál samfélagsins. Og það gæti einnig gerzt með þvi að opna verklýöshreyfinguna fyrir alla framsækna og framleiðandi samfélagshópa. Ég er ekki hræddur við þá tilhugsun að menntamenn verði aðilar að nýju Alþýðusambandi. (AB tók saman) ÍBV - Valur Framhald af bls. 11. vikaðist þannig að örn óskarsson átti fast skot af stuttu færi sem Sigurður Dagsson varði snilldar- lega.en missti boltann frá sér til Tómasar sem renndi honum i netið. Eftir þetta var sótt og varizt á vixl, en hvorki gékk né rak, og siðustu 15 minúturnar sóttu Vals- menn stift. Var allt liðið komið i sóknina um tima en IBV-vörnin stóð allar sóknarloturnar af sér og sigurinn varð Eyjamanna. Fram-linan er sem fyrr betri hluti IBV-liðsins með þá örn Óskarsson, Asgeir Sigurvinsson, Harald Júliusson og Tómas Pálsson sem aðalmenn. Hjá Val bar mest á þeim Jóhannesi Eðvaldssyni og bak- verðinum Vilhjálmi Ketilssyni sem er að verða okkar bezti bak- vörður. Þegar liðið verður full- skipað, enn þá vantar þá Róbert Eyjólfsson og Hörð Hilmarsson, verður það eflaust i hópi okkar beztu liða. Víkingur Framhald af bls. 11. skáli Vikings brann til kaldra kola, en gestir björguöust naum- lega. Vikingar létu þó ekki hug- fallast. Með 300 þúsund krónur i bankabókinni hóf skiðadéildin byggingu nýs skála á grunni hins gamla. Nýi skálinn i Sleggju- beinsskarði er nú nær fullgerður og i hann hafa verið lagðar um þrjár miljónir króna. A aðalfundi knattspyrnufé- lagsins Vikings, sem haldinn var fyrir nokkru, baðst Gunnar Már Pétursson undan endurkjöri, en hann hefur verið i fararbroddi Vikings i mörg ár mikilla umsvifa og framfara. Gunnari Má voru þökkuð fórnfús störf i þágu Vikings, en eftirmaður hans var kosinn Jón Aðalsteinn Jónasson. Aðrir i stjórn Vikings eru þeir Hjörleifur Þórðarson, Freyr Bjartmars, Siguröur óli Sigurðsson, og örn Guðmunds- son. Formenn deildanna eru þeir Sigurður Jónsson, handknatt- leiksdeild, Kristján Pálsson, knattspyrnudeild, og Björn Ólafsson, skiðadeild. Vikingar taka á móti gestum i dag á Hótel Esju, og eru eldri félagar hvattir til að koma, sem og aðrir Vikingar. Samkoman aö Hótel Esju hefst klukkan 15. Samningarnir Framhald af bls. 1 tslenzka nefndin hefur einnig haldið fast við, að aöeins yröi samið til tveggja ára um undan- þágur, en Bretar vilja fá samn- inga til lengri tima og ákvæði um hvað við taki að samningstiman- um loknum. öllum slikum ákvæð- um hafa islenzku samninga- mennirnir harðlega neitað. Á það er rétt að leggja áherzlu, að tilboð islenzku nefndarinnar um 117.000 tonn á ári, sem eitt sér felur i sér nær 40% lækkun á afla Breta sé miðað við árið 1972 og nær 50% sé miðað við árið 1971, — þýðir ekki að Bretum sé tryggöur réttur til að veiöa hér áfram rúm- an helming af fyrri afla næstu tvö árin. Byggist þetta á þvi,að til- boðið hámark aflamagns er sett fram með þeim skilyrðum aö jafnframt veröi skipunum fækkaö verulega og ákveðnum veiði- svæðum lokað. Fari svo að Bretar fallist á til- boð Islendinga siðar kynni þvi vel svo aðfara, að þeir næðu alls ekki þeim hámarksafla, sem i tilboð- inu felst. Blaðamanna fundurinn. Að samningaviðræðunum lokn- um efndu ráðherrarnir 3, sem þátt tóku i samningaviðræðunum, þeir Einar Agústsson, Lúðvik Jósepsson og Magnús Torfi Ólafs- son.til fundar með innlendum og erlendum fréttamönnum. Flest af þvi, sem rakið hefur verið hér að ofan kom fram á fundinum. Ráð- herrarnir voru spuröir um, hvort þeir væru bjartsýnir á framhaldið og vildu þeir ekki margt um það segja til eða frá, en tóku fram að bilið hefði heldur minnkað. Þeir lögðu áherzlu á að ekkert hefði verið ákveðið framhald, en báöar rikisstjórnirnar myndu nú athuga málin nánar. Einar Agústsspn sagði, að við- ræðurnar hafi verið gagnlegar, og Bretar hafi nú fallizt á aö ræða um takmarkanir á skipaf jölda og veiðisvæðum, sem þeir neituðu jafnan áður. Spurningu frá er- lendu blaðamönnunum um það, hvað nú myndi gerast á miðunum svaraði utanrikisráðherra á þá leið, að það væri undir Bretum komið, tslendingar muni i engu hvika frá rétti sinum til að verja landhelgina. Einar var einnig spurður af einum brezka blaða- manninum um skoðanaágreining milli ráðherranna og sagði hann engan slikan skoðanamun vera fyrir hendi, — þvert á móti væru þeir eins og beztu bræður. att 232 Trúnaðarmenn og aðrir félagsmenn Félags j árniðnaðarmanna Munið námskeiðið er hefst7. mai kl. 20.30 i Lindarbæ uppi. Hafið samband við skrifstofu félagsins, Félag járniðnaðarmanna. Ferðastyrkur til rithöfunda í fjárlögum fyrir árið 1973 er 90 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöfundasjóði íslands, Garða- stræti 41, fyrir 3. júni 1973. Umsókn fylgi greinargerð um, hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Reykjavik, 2. mai 1973 Rithöfundasjóður íslands KRR ÍBR MELAVÖLLUR Reykjavikurmótið — meistaraflokkur. í dag kl. 14. ÞRÓTTUR —VALUR Mótanefnd Fóstrur athugið Stjórnunarnámskeið verður haldið dag- ana 10. til 17. mai 1973. Þær fóstrur sem ekki vinna hjá barnavinafélagi Sumar- gjafar en áhuga hafa á námskeiðinu, gjöri svo vel að hringja i Þorbjörgu Sigurðar i sima 35884 eða 32766 fyrir þriðjudag 8. mai. Fóstrufélag íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.