Þjóðviljinn - 25.05.1973, Síða 12

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mai 1973 ATVINNA . Frá stjórn landshafnarinnar í Þorlákshöfn Hafnarstjóra og vigtarmann vantar að Landshöfninni i Þorlákshöfn. Umsóknum sé komið til Gunnars Mankús- sonar G-götu 9 . Simi 99-3638; hann gefur einnig allar nánari upplýsingar. H j úkr un ar konur Staða hjúkrunarkonu við heilsuverndar- stöð Kópavogs er laus til umsóknar. Starf- ið er meðal annars fólgið i ungbarnaeftir- liti og skólahjúkrun. Umsóknarfrestur er til 30. mai, og skal skila umsóknum til undirritaðs sem ásamt Jóni R. Árnasyni lækni veitir allar nánari upplýsingar. Kópavogi 17. mai 1973, Bæjarritarinn i Kópavogi. Y f irlæknisstaða við sjúkrahúsið á Blönduósi Staða yfirlæknis við sjúkrahúsið á Blöndu- ósi er laus til umsóknar. Umsóknir stilað- ar til stjórnar sjúkrahússins á Blönduósi skulu sendar skrifstofu landlæknis fyrir 1. júli næst komandi. Stjórn sjúkrahússins á Blönduósi. Laus staða Kcnnarastafta við Menntaskólann aft Laugarvatni cr laus til umsóknar. Aðalkennslugrein eðlisfræði. l.aun sainkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum með upplýsingum um mcnntun og starfsferil skal komið til menntainálaráðuncytisins, llverfisgötu 6, Itcykjavik, fyrir 22. júni n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og hjá skólameistara. MENNTAM ALARÁÐUNEYTIÐ, 22. mai 1973. Laus staða Staða forstjóra Rannsóknastofnunar land- búnaðarins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 30. mai 1973. La ndbúnaðarráðuneytið Ný stjórn verkstjóra Aðalfundur Norræna félagsins i Reykjavik verður i Norræna húsinu mánudaginn 28. mai kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin ^ Kópavogur Ungmennabúðir 18 ungmennum úr Kópavogi, á aldrinum 14—20 ára, gefst kostur á að dvelja i ung- mennabúðum i Finnlandi dagana 1.—7. júli i sumar, i boði iþróttasambandanna á Norðurlöndum. Nánari upplýsingar gefur iþróttafulltrúi, i sima 41570. Tómstundaráð Kópavogs Áskrifendasöfnun Þjóöviljans Eflið Þjóðviljann! - Áskrifendasöfnun Þjóðviljans er nú i fullum gangi. Kjörnar hafa verið hverfastjórnir i Al- þýðubandalaginu i Reykjavik, en aðalverkefni stjórnanna þessar vikurnar er að sjá um áskrifendasöfnunina. Aðalmiðstöð söfnunar- innar er á skrifstofu Alþýðubandalagsins Grettisgötu 3. Simi 18081. Ennfremur veitir skrifstofa Þjóðviljans allar upplýsingar. Simi 17500. Stuðningsmenn Þjóðviljans — félagar i Al- þýðubandalaginu! Tökum öll rösklega á til þess að efla Þjóðviljann! Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta me3 1 svartri rönd. •’ Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 Brézjnéf farinn Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavikur var haldinn 13. mai s.l. að Hótel Sögu. A fundinum voru mörg mál tekin fyrir, og miklar umræður. Launamál voru mikið til umræðu. Þó einkum launamál iðnlærðra verkstjóra. I félaginu eru nú 458 verkstjórar frá mörgum starfsgreinum. Kjörnir voru fulltrúar á 15. þing Verkstjórasambands tslands erhaldið verður á Isafirði dagana 30. júni og 1. júli. Félagið hefur nú tekið i notkun nýtt orlofsheimili Einisfold við Skorradalsvatn. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa. Formaður Haukur Guðjónsson, ritari: Einar K. Gislason, gjald- 'keri: Gunnar Sigurjónsson. Sumaráætlun FÍ er gengin í gildi Sumaráætlun innlandsflugs Flugfélags tslands sem gekk i gildi 1. mai s.l. er sú umfangs- mesta i sögu félagsins fil þessa. Félagið hefur nú til umráða fjór- ar Fokker Friendship skrúfuþot- ur til þessara flugferða ásamt Grænlandsflugi og Færeyjaflugi. Flug hefst alla daga kl. 8 að morgni og siðustu flugferöir frá Reykjavik veröa kl. 21. Flugferð- um milli staða innanlands fjölgar nú i áföngum, en þegar sumar- áætlunin er að fullu gengin i gildi verður ferðum hagað, sem hér segir: Frá Reykjavik til Akureyrar verða 27 feröir á viku, þ.e. 4 ferðir alla daga nema miövikudaga þá eru þrjár feröir. Til Vestmanna- eyja verða 17 ferðir vikulega, tvær ferðir alla daga og þrjár ferðir á mánudögum, föstudögum og laugardögum. Til Egilsstaða verða fjórtán ferðir vikulega þ.e. tvær ferðir alla daga. Til ísa- fjaröar verða tiu ferðir á viku, tvær ferðir á miðvikud., föstud. og laugard. Til Hafnar I Horna- firöi verða niu feröir vikulega. Þar af tvær ferðir á þriðjudögum og sunnudögum. Til Sauöárkróks verður flogið á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laug- ardögum, til Patreksfjaröar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Flug til Fagurhóls- mýrar verður á þriðjudögum og sunnudögum. Til Húsavikurverð- ur flogið á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum og til Rauf- arhafnarog Þórshafnará mánu- dögum og fimmtudögum. Flug til Norðfjarðar verður á þriðjudög- um og laugardögum, flug til Þingeyrar á mánudögum og föstudögum. Þá verða flugferðir milli Akureyrar og Egilsstaöa fram og aftur á þriðjudögum og föstudögum. Auknir feröamöguleikar 1 sambandi við ofangreindar flugferðir verða ferðir með áætl- unarbifreiðum frá flugvöllunum til nærliggjandi byggðarlaga, svo sem verið hefur á undanförnum árum. Sumaráætlun Flugfélags ts- lands er sett upp fyrst og fremst með þarfir islenzkra viðskipta- vina i huga. Siðan er unnið að þvi að fá hina erlendu ferðamenn, sem hingað sækja, svo og ferða- skrifstofurnar til þess að aðlaga sig þessum ferðum. Á þann hátt er leitazt við að fá hina erlendu gesti til þess að nýta þessar ferðir og hjálpa þannig til þess að halda uppi örum flugsamgöngum milli staða innanlands. Vert er að vekja athygli á þvi, að eins dags ferðir frá Reykjavik til margra staða á landinu eru nú mögulegar. 1 mörg ár hafa er- lendir gestir, sem hér hafa skamma viðdvöl átt þess kost að fljúga til Akureyrar, feröast til Mývatns og aftur til Akureyrar og Reykjavikur samdægurs. Þessi leið er fjölfarin, og Flugfélag Is- lands hefur upp á siðkastið i vax- andi mæli beint slikum farþegum til annarra staða jafnframt, svo sem til Hornafjarðar, Fagurhóls- mýrar, til Egilsstaða og til fsa- fjarðar og Húsavikur. Þá hefur einnig verið unnið að þvi að beina farþegum til Sauðárkróks og það- an til Siglufjarðar. Stefnt hefur verið að þvi, að erlendir ferða- menn nýti flugferðir og þær ferðir með áætlunarbilum, sem settar hafa verið upp til flugvalla og nærliggjandi byggðarlaga, i stað þess að setja upp ferðir fyrir er- lendu ferðamennina sérstaklega. A siðari árum hefur vaxandi fjöldi tslendinga einnig notfært sér þá möguleika, sem flugið og framhaldsferðalag i iangferðabil- um viðs vegar um land hefur uppá að bjóða. SEMDIBÍLASrÖDIN HF @M) BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA BONN 22/5. — Brézjnéf lauk i dag fjögurra daga heimsókn sinni til Vestur-Þýzkalands. t opinberri yfirlýsingu sem gefin var út eftir viðræður hans við Brandt segir að þær marki uppphaf nýs timabils virkrar sambúðar landanna tveggja. Brézjnéf kvað fund tvimenn- inganna og þá samninga sem þar voru gerðir milli landanna vera stórt og mikilvægt skref i átt til aukinnar samvinnu rikjanna. Samningagerð þeirra félaga er sögð hafa verið langt frá þvi einföld i sniðum. Sovétmenn fengu loforð um aukinn útflutning tæknikunnáttu frá Vestur-Þýzka- landi til Sovétrikjanna og þeir hétu i staðinn að létta hömlum á samband Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlinar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.