Þjóðviljinn - 25.05.1973, Side 16
DIÚÐVIUINN
Föstudagur 25. mai 1973
Almennar upplýfeingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru-gefnar I simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, siml
18888.
Nætur- kvöld- og helgarþjón-
usta apótekanna vikuna 25.-31.
maí er i Apóteki Austurbæjar og
Borgarapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspital-
ens er opin allan sólarhring-
fnn.
'K.völd-, nætur og helgidaga-
vakt á heilsuverudarstöðinni.
Simi 21230.
SST EKKI TIL NATO
Þetta kröfuspjald vakti mikia athygli og ánægju fundargesta. Myndin
er tekin þegar fólkið er að koma að brezka sendiráðinu i striðum
straumum. Höfundar spjaldsins eru ungir menn i Kassagerðinni.
Ungir menn komu með þessa niðstöng á útifundinn á Lækjartorgi og
báru hana siðan að brezka sendiráðinu.
með
landhelgis-
málið
I dag mótmæla allir tslending-
ar siðlausu ofbeldi Breta, sagði
Lúðvik Jósepsson, sjávarút-
vegsráðherra, i lokaræðu úti-
fundarins i gær. Bretar hafa
tapað fyrstu lotunni og þess
verður ekki langt að biða að
herskip hennar hátignar Breta-
drottningar snauta i burtu
skömmustuleg eins og rakkar.
Og undir orð Lúðviks var tekið
með dynjandi lófataki.
Ráðherrann lagði á það rika
áherzlu að sigurinn i land-
helgismálinu verður unnin hér
heima, nefndir og ráð erlendis
munu ekki leysa okkar vanda.
Látum ekki skjall um erlendar
vinaþjóðir villa okkur sýn.
Við blöndum ekki saman her-
skipainnrás Breta og land-
helgismálinu. Við skjótum ekki
landhelgismáli okkar fyrir
NATO, sagði Lúðvik, og undir
orð hans var enn tekið með
lófaklappi sem lagði um alla
miðborgina. Ráðherrann sagði
að tslendingar hefðu nú kallað
sendiherra sinn heim frá Lon-
don. Við eigum lika að kalla
heim sendiherrann hjá NATO
og neita allri þátttöku i fundum
þess bandalags meðan svo
heldur fram. Við skulum ákæra
Breta frammi fyrir öllum
heiminum. Haldi þeir áfram of-
beldisaðgerðum getum við
ekkiverið áfram i NATO. Lát-
um ekki ginna okkur með
skjalli um vinaþjóðir undir úr-
skurð útlendinga.
Auk sjávarútvegsráðherra töl-
uðu Geir Hallgrimsson, Bene-
dikt Gröndal, Jón Skaftason og
Ólafur Hannibalsson. Geir not-
aði þetta tækifæri til þess að
biðja um að NATO yrði gefið
tækifæri! Ólafur Hannibalsson
fluttu kröftuga ræðu og sýndi
skýrt fram á hvernig það eru
hagsmunir brezka togaraauð-
valdsins og hins alþjóðlega
auðvalds sem ráða gerðum
Breta um þessar mundir.
I lok fundarins bar fundarstjór-
inn, Snorri Jónsson, upp til
samþykktar ályktun sem var
samþykkt með atkvæðum allra
fundarmanna:
Útifundur haldinn i Reykjavik á
vegum Alþýðusambands ís-
lands, þann 24. mai 1973, mót-
mælir harðlega flotainnrás
Breta i islenzka fiskveiðilög-
sögu, sem fyrirskipuð var af
brezku rikisstjórninni 19. mai
s.l. Þótt yfir 30 riki hafi fært út
Framhald á bls. 15.
mmt yy*m
Þessar myndir eru teknar rétt áður en fundurinn hófst: hópur fólks úr frystihúsi kemur skálmandi eftir Hafnarstræti og á hinni myndinni er kranastjóri viö höfnina að
yfirgefa atvinnutæki sitt og skundar á fundinn.