Þjóðviljinn - 20.07.1973, Blaðsíða 1
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7,
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 4
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI .40102
Landsvirkjun semur við Júgóslava
Virkja 150
megavött
við Sigöldu
Lœgsta tilboð var 2,7 miljarðar
— Framkvœmdir á nœsta leyti
Stjórn Landsvirkjunar ákvaö á
fundi sfnum i gær að taka tilboöi
júgóslavneska fyrirtækisins
Energoprojekt í byggingu
Sigölduvirkjunar, þ.e. gerö stiflu,
vatnsvegar, stöövarhúss og
frárennslisskuröar. Tilboö
Júgóslavanna hljóöar upp á tæp-
lega 2,7 miljaröa króna og mun
hafa verið um 3-500 miljónum
lægra en þaö tilboö, sem næst-
lægst var.
Alls bárust 5 tilboð I þessar
virkjunarframkvæmdir, en ein-
sýnt þótti að taka júgóslavneska
tilboðinu, þar sem það var bæði
mun lægra en önnur, og þarna er
um að ræða traust fyrirtæki að
dómi þeirra, sem kynntu sér
málin af hálfu Landsvirkjunar.
Júgóslavneska fyrirtækið
Energoprojekt hefur annazt
virkjunarframkvæmdir viða um
heim, þar á meðal i Vestur-
Evrópu, Afriku og i Suður-
Ameriku og er vel þekkt á þessum
markaði.
Við Júgóslavana er aðeins
samið um byggingarfram-
kvæmdir en vélar, rafbúnaður og
annar búnaður hefur verið boðinn
út sérstaklega, en i þeim efnum
hefur enn ekki verið ákveðið
hvaða tilboði verður tekið.
Það var á alþingi veturinn 1970-
1971, sem samþykkt var einróma
heimild til rikisstjórnarinnar að
ráðast i 2 virkjanir i Tungnaá,
annars vegar við Sigöldu og hins
vegar við Hrauneyjarfoss.
Við Sigöldu er gert ráð fyrir að
virkja 150 megawött, og munu
framkvæmdir hefjast á næstu
vikum. Til samanburðar má geta
þess að Búrfellsvirkjun fram-
leiðir 210 megawött.
Gert er ráð fyrir að islenzkir
undirverktakar muni að meira
eða minna leyti annast fram-
kvæmdir á vegum Júgóslavanna.
MATIÐ!
Þessi mynd er tekin i hinum fagra skrúögaröi Hellisgeröi i
Hafnarfiröi. Krakkarnir stóöust ekki mátiö og óöu út i
vatniö, cn á þcim var samt aö heyra aö slikt myndi
umsjónarkonunni ekki lika væri hún viöstödd!
í DAG
Hverjir borga
miljón í skatt?
Skrá yfir þá 107
einstaklinga í Reykjavik^f®
sem greiöa yfir 1 miljón I^^F
skatta.
Allt islenzkt hvalkjöt nú
selt til Japan .
©
SKATTSKRAIN
KOMIN
Mun meiri hœkkun á einstaklinga
en fyrirtœki. Meðalgjöld einstaklinga
um 100 þús. krónur.
Skattskrá Reykjavikur kemur
út I dag og veröur til sýnis I
Iönaöarmannafélagshúsinu á
horni Vonarstrætis og Lækjar-
götu. Allir einstaklingar eiga aö
vera búnir aö fá álagningarseöil
sendan heim. Vert er aö vekja at-
hygli á, aö kærufrestur rennur út
aö kvöidi 2. ágústs.
Eins taklingar greiöa nær
100.000, — krónur i skatt aö
jafnaöi.
Heildarálagning
Heildargjöld, sem lögð eru á
tekjur einstaklinga og félög fyrir
árið 1972 eru rösklega átta og
hálfur miljarður króna, og greiða
einstaklingar nær' helming
þeirrar upphæðar. Upphæðin
skiptist svo:
Skattur einstakl...4.1 miljaröur.
Skattur fyrirt....1.3 miljaröur.
Söluskattur....3.1 miljaröur.
Landsútsvar....164 miljónir.
Skattur útlend...9 miljónir.
Samanlögð er upphæðin
nákvæmlega kr. 8.644.599. 535.00
Hækkun einstaklinga og fyrir-
tækja ekkj jöfn.
Hækkun á heildartekjuskatti
einstaklinga frá siðasta ári er
34.72%. En hækkun á tekjuskatti
félaga frá siðasta ári er ekki
nema 15,5% bessi tiltölulega litla
hækkun á félögum, þýðir ekki
endilega, að afkoma þeirra hafi
verið verri á siðasta ári en árið
1971. Heldur er hér um að ræða,
að mati skattstjóra, fyrst og
fremst mikla aukningu á
fyrningarheimildum. A dögum
viðreisnarinnar sælu voru settar
nýjar reglur um fyrningar.
Vinstri stjórnin gerði einhverjar
breytingar þar á. Hér mun þvi á
ferðinni gamalt loforð um upp-
byggingu iðnaðarins.
Hæstu fyrirtækin
Eftirfarandi fyrirtækjum ber
að greiða hæstu heildarút-
gjöldin.
S.t.S............
Loftleiöir.......
Heklah.f.........
Eimskip..........
I.B.M.
Fálkinn...........
Sláturf..........
Kassagerö Rvikur
tstak............
Trygging h.f.....
ölgeröin E.
Skallagrs........
34.6 milj. kr
24.4 milj. kr
22.7 milj. kr
19.6 milj. kr
15.6 milj. kr
14,1 milj. kr
12.3 milj. kr
12.3 milj. kr
11.6 milj. kr
10.8 milj. kr
10.3 milj.
Reikningar Reykjavíkur
Tekjur umfram áætlun svipaðar viðbótarálagningu útsvars
Á fundi borgarstjórnar, er hófst
kl. 17 I gær var tekinn til annarrar
umræöu reikningur borgarinnar
fyrir árið 1972. Tekjur borgar-
innar voru á siöasta ári kr.
2.306.119.952,00 eöa um 93 miljón-
um króna hærri en ráö haföi verið
fyrir gert I fjárhagsáætlun. Gjöld
borgarinnar áriö 72 voru aftur á
móti 1.625.690.164,00 og er sú
upphæö nær þvi sú sama og
áætlað var aö eyöa. A eigna-
breytingarreikning voru færöar
rúmar 680 miljónir króna.
Eins og menn muna var fjár-
hagsáætlun Reykjavikur afgreidd
óvenjulega seint I fyrra, eða ekki
fyrr en i april. Var þvi borið við,
að nýju tekjustofnalögin frá þvi i
marz siðastliðnum yllu þeim
drætti. thaldið i borgarstjórn grét
miklúm harmagráti vegna
þessara laga og sagði, að f járhag
borgarinnarværi með þeim stefnt I
hreinan voða. Samkvæmt lögun-
um skyldi innheimt tekjuútsvar,
er væri 10% af brúttótekjum
skattgreiðenda, en heimild var
gefin til að hækka hlutfallið upp I
11%.
Reykjavikurborg varð einna
fyrst til að sækja um heimild til
aukaálagningar útsvara og tali
sig þurfa að pina skattborgara til
hins ýtrasta.
Nú vill hins vegar svo hlálega
til, að sú upphæð, sem lögð er inn
á efnabreytingareikning umfram
það, sem gert var ráð fyrir i f jár-
hagsáætlun, um 93 miljónir
króna, er ámóta há og það um-
fram útsvar, sem Reykjavikingar
voru látnir greiða.
A fundinum i gær tók Sigurjón
Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, fyrstur til máls.
Sagði hann m.a.:
,,Um hin nýju tekjustofnalög
voru höfð mörg orð og ekki öll
falleg. Talað var um, að þau
þrengdu mjög kosti sveitarfélaga
og gæfu þeim engan veginn nægi-
legtsvigrúm i tekjuöflun. Það var
talað um, að meö þessum lögum
væri sérstaklega gengið á hlut
Reykjavikur.
Það hlýtur að gleðja mjög
borgarfulltrúa ihaldsins, að
svartsýni þeirra og ótti var með
öllu ástæðulaus.
Þegar i ljós kom, að lög
heimiiuðu ekki að innheimt yrði
öll sú upphæð, sem ihaldiö hafði
samþykkt að leggja á Reyk-
vikinga var gripið til niöur-
skurðar. Framlag til gatnagerðar
var t.d. lækkað um 50 milj. kr.
Samkv. fjárhagsáætlun átti að
verja til gatnagerðar 462,6 milj.
en var varið 492,6 milj. kr. þótt
lækkunin hefði verið samþykkt.
Þegar greidd voru atkvæði um
reikningana lét minni hluti
borgarstjórnar gera sameigin-
lega bókun, þar sem tekið var
fram, að reikningurinn gæfi
villandi hugmynd um greiðslu-
stöðu borgarsjóðs.
Bókun minni hlutans og ræða
Sigurjóns verða birtar siðar.
Tillaga ISoregs
og Astraliu i
hafsbotnsnefndinni
200 milna
fiskveiði-
landhelgi
Fulltrúar Noregs og
Astralíu á fundi hafsbotns-
nefndarinnar i Genf hafa lagt
fram sameiginlega tillögu um
að strandriki fái yfirráð yfir
svokölluðu efnahagssvæði eða
efnahagslögsögu sem nái allt
að 200 sjómilum frá grunnlin-
um. Samkvæmt tillögunni fá
strandriki yfirráðarétt yfir
hafsbotninum á þessu svæöi
og geta haft fiskveiðilögsögu
sina jafn stóra.
Hafsbotnsnefndin starfar i
þremur vinnunefndum, og
var tillaga lögð fram i einni
þeirra, en hlutverk hafsbotns-
nefndarinnar er að undirbúa
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Fundurinn IGenf er
siðasti fundur nefndarinnar
fyrir sjálfa ráðstefnuna.
1 ofangrendri tillögu er lagt
til að strandrikin fái rétt til að
setja reglur um varðveizlu
fiskistofna i 200 milna lögsög-
unni, en öllum skipum skal
heimiluð sigling á svæðinu.
Svipaðar tillögur hafa komið
fram áður á fundum
hafsbotnsnefndarinnar, t.d. i
fyrra frá fulltrúa Kenia, og 200
milna lögsögunni hefur stöð-
ugt verið að aukast fylgi.
Bahamaeyjar
ganga í SÞ
NEW YORK 19/7 — öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna samþykkti i
gær einróma tillögu um að veita
Bahamaeyjum aðild að sam-
tökunum. Bahamaeyjar, sem
voru áður brezk nýlenda , fengu
sjálfstæði fyrir skömmu og verða
þær 135. aðildarriki Sameinuðu
þjóðanna. Næsta allsherjarþing
samtakanna hefst 17. september.