Þjóðviljinn - 20.07.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Síða 3
Föstudagur 20. júli 1973. ÞJOÐVILJINN — jStl^A 3 Aukin viðskipti við Japani á mörgum sviðum: Kaupa allt hvalkjöt sem við framleiðum Sú breyting hefur orð- ið á sölu hvalkjöts á erlendum markaði, að i ár er búizt við að Japanir kaupi allt hvalkjöt, sem selt verður á erlendum markaði. Þetta kom fram I spjalli við Loft Bjarnason útgerðar- mann, og sagíi hann að Japanir hefðu byrjað að kaupa hvalkjöt í smáum stil i hitteð- fyrra, aukið kaupin i fyrra og vildu nú fá alla framleiðsluna. Loftur sagði, að Japanir greiddu hærra verð en t.d. Bretar, sem löngum keyptu mikið af hvalkjöti sem hunda- fæðu. Ekki hafa verið gerðir samningar um sölu á hval- mjöli og hvallýsi, en söluhorf- ur eru góðar eins og er, og kynnu að fara batnandi. Nú er búið að veiða um 170 hvali og er það litið minna en á sama tima i fyrra. Lang- mest veiðist af langreýð. sj Borgin kaupir Sœnska Óráðið með framtið hússins Borgin hefur fest kaup á Sænska frystihúsinu hér í borg og er kaupverðið 24,5 miljónir króna. Núverandi starfsemi verður þó haldið áfram i húsinu um óákveðinn tima. Að sögn Gunnlaugs Péturs- sonar borgarritara voru gerðir samningar árið 1928 þegar húsið var reist milli hafnarsjóðs og leiguhafa lóðarinnar um að hafnarsjóði sé skylt að leysa til sin húsið að leigutima liðnum og greiða fyrir 2/3 matsverð þá. Þetta var gert vegna þess að talið var eðlilegt að borgin hefði itök i þessu húsi sem stóð svo nálægt hafnarsvæðinu. Fyrir nokkrum árum yfirtók borgarsjóður svo þessa kvöð af hafnarsjóði þar sem skipulagið hafði tekið það út af hafnarsvæðinu. Leigutimi rennur ekki út fyrr en eftir nokkur ár en Gunnlaugur kvað borgaryfirvöld hafa séð sér hag i þvi að kaupa húsið núna i stað þess að biða þar til leigu- samningurinn rennur út. Var talið hagkvæmara að kaupa það nú með frjálsum samningum. Enda sagði Gunnlaugur að kaup- verð þess nú væri langt frá þvi að nema tveimur þriðju hlutum af brunabótamati en liklegt að það hefði hækkað að mun ef beðið hefði verið. Nú er rekin isframleiðsla fyrir fiskiskip I húsinu og auk þess eru i þvi geymslur. Eru á annað hundrað geymsluhólf fyrir mat- væli sem almenningur hefur aðgang að. Auk þess leigir Slátur- félag Suðurlands geymslur I þvi og svo eru geymdar I þvi fisk- afurðir sem fluttar voru frá Vest- mannaeyjum eftir gosið. Eru fjórir menn i vinnu I húsinu núna. Gunnlaugur sagði að þessi starfsemi yrði rekin þarna fyrst um sinn en ekkert væri ákveðið um framtið hússins. Samkvæmt skipulaginu á hraðbrautin Kalkofnsvegur-Skúlagata að taka sneið framan af húsinu en gert er ráð fyrir skrifstofu- eða verzlana- byggingu á lóðinni. —ÞH Spasski alltaf að tefla Spasski teflir nú á hverju mót- inu á fætur öðru. Hann var með i Evrópumeistaramóti i sveita- keppni á dögunum og náði hann, ásamt Gligoric, beztum árangri fyrsta borðs manna, en Sovét- rikin unnu þessa keppni með tals- verðum yfirburðum. Nú er Spasskí að tefla á IBM mótinu i Hollandi og varð hann að láta sér nægja jafntefli I fyrstu skákinni, en keppinautur hans heitir Ribli og er frá Hong Kong. Þarna keppa m.a. Ulf Andersen, Petrosjan og Szabo. Um frið- land á Horn- ströndum Náttúruverndarráð vill, að gefnu tilefni, taka þetta fram vegna fyrirhugaðrar stofnunar friðlands á Hornströndum: Auglýsing Náttúruverndarráðs i Lögbirtingablaði þann 30.5 siðatliöinn er aöeins einn liður i viötækum undirbúningi þessa máls. Hefur auglýsingin þann tilgang, að gefa öllum eigendum og rétthöfum lands og eigna á svæðinu kost á að kynna sér máliö og koma fram athugasemdum, enda er jafnan stefnt að fullu samþykki og samráði land- eigenda við ákvarðanir um frið- lýsingu. Friðland á Hornströndum hefur þvi ekki verið stofnað. Reglurþær sem birtar voru i ofangreindri auglýsingu gilda ekki enn á svæð- inu. Réttur landeigenda og hús- eigenda er óbreyttur frá þvi sem verið hefur. Eru allir viðkomandi hvattir til að hafa samband við Náttúru- verndarráð eða Land- eigendafélag Sléttu- og Grunnayikurhreppsum nánari upplýsingar fyrir 1.10. næstkom- andi. JERÚSALEM 18/7 — Sovétrikin hafa selt Israelsmönn- um 100 þúsund lestir af sementi. Þetta er stærsti viðskipta- samningur sem löndin gera sin I milli siðan Sovétrikin rufu stjórn- málatengsl landanna eftir sex- daga striðið árið 1967. Að sögn israelskra yfirvalda verða fyrstu 20 þúsund tonnin afhent i ágúst. Israelsmenn greiða 35 dollara fyrir tonnið. Efling landhelgisgœzlunar: Mikill áhugi á kanadískum hvalveiðiskipum Ákvörðun um smiði nýs varðskips tekin á nœstunni islenzka rikisstjórnin hefur að undanfömu unnið að því að efla landhelgis- gæzluna og hefur m.a. í sigti að útvega hingað hvaIveiðiskip frá Japan eða Kanada. Baldur Möller i dómsmála- ráðuneytinu sagði i gær við fréttamann blaðsins, að athyglin. hefði einkum beinzt að hvalbát- um, vegna þess að þetta eru góð skip, sem hægt er að treysta á öll- um árstimum. Aftur á móti hefur ekki I alvöru verið hugsað um fallbyssubáta, þar sem þeir full- nægja yfirleitt ekki skilyrðum um sjóhæfni og aðbúnað sem gera verður hér I Norður-Atlanzhafi. Baldur Möller sagöi, að rætt hefði verið við japanska aðila sem reyndar eru hér til viðræðna við Loft Bjarnason forstjóra Hvals hf. Þau skip, sem helzt hafa komiö til greina, eru kanadiskir hval- veiðibátar, en það kann að draga samningagerð á langinn, að kanadiska rikisstjórnin er um þessar mundir að gera upp við sig hvort og hvernig eigi að bæta kanadiskum hvalveiðimönnum innköllun hvalveiðiskipa, en Kanadamenn hafa sett bann á alla hvalveiði hjá sér um ein- hvern tima. Þá eru I athugun tilboð um smiði varðskips frá Alaborgar- skipasmiðastöðinni, en þar var Ægir smiðaður árið 1968, og vestur-þýzkri skipasmiðastöð. Búizt er við að ákvörðun i þessu máli verði tekin næstu daga, og reynt verður að hraða samninga- gerð um hvalveiðiskip eins og hægt er. sj. Systir okkar, GUÐRÚN M. K. JÓNSDÓTTIR, Lönguhlið 19, Reykjavik, andaðist miðvikudaginn 18. júli. Vaigerður Jónsdóttir Magnús G. Jónsson. Á HÆSTA LETTI - HAALEITI HÁALEITISBRAUT m 0 Háaleitisútibú Samvinnubankans er staðsett miðsvæðis í austur- borginni. GREIÐ AFGREIÐSLA NÆG BÍLASTÆÐI Afgreiðslutími kl. 13 -18,30 SAMVINNUBANKINN Háaleitisútibú-Austurveri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.