Þjóðviljinn - 20.07.1973, Side 2

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júli 1973. ATVINNA ^ LAUST STARF Starf húsvarðar við Kópavogsskóla i Kópavogi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. og skal senda umsóknir til fræðslustjórans i Kópavogi, sem ásamt undirrituðum veitir allan nánari upplýsingar um starfið. Kópavogi, 10. júll 1973, Bæjarritari.” RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða HJÚKRUNARKONU við sótt- hreinsunardeild LANDSPÍTALANS er laus til umsóknar. Hluti úr starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunar- kona deildarinnar, simi 24160. Staða FÓSTRU við GEÐDEILD BARNA- SPÍTALA HRINGSINS er laus til umsókn- ar og veitist frá 15. ágúst nk. eða siðar. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkonan, simi 84611. staða SJÚKRALIÐA við GEÐDEILD BARNASPÍTALA HRINGSINS er laus til umsóknar og veitist frá 15. ágúst nk. eða siðar. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunar- konan, simi 84611. Staða RITARA við göngudeild KLEPPS SPÍTALANS er laus til umsóknar og veit- ist frá 15. ágúst nk. Umsóknarfrestur til 10. ágúst nk. STARFSSTÚLKA óskast til ræstinga á SKRIFSTOFU RÍKISSPÍTALANNA frá 1. ágúst nk. Umsóknum, er greini aldur menntun og fyrri störf ber að skila til skrifstofunnar. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 18. júli 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Fulltrúastarf í Utanríkisþjónustunni Laust er til umsóknar starf fulltrúa i utan- rikisþjónustunni. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 5. ágúst 1973. Utanrikisráðuneytið Reykjavik, 18. júli 1973« Auglýsingasíminn er 17500 The New England Youth Ensemble. Snjallir tónflytjendur sem styrkja Vestmannaeyjar Sinfónísk sveit unglinga The New England Youth Ensemble, en svo heitir litil, sinfónisk sveit, sem er á hljóm- leikaför um Evrópu, og kemur til íslands 20. júli n.k. Hún er skipuð 23 ungmennum á aldrinum 15-17 ára. Flest leika þau á fleira en eitt hljóðfæri og eru sigurvegarar i alls kyns tónlistarlegri samkeppni einstakra fylkja Bandarikjanna, svo og þjóðar- samkeppni þar. 1 sveitinni eru einnig söngvarar. á ferð Stjórnandinn, Frú Virginia Rittenhouse, er doktor i tónlist, afburða fiðlu- og pianóleikari, mjög kröfuhörð og vandvirk. Hún stjórnar einnig annarri hljóm- sveit, sem skipuð er fullorðnu fólki. Þau leika föstudagskvöld 20. júli kl. 20:30 i Dómkirkjunni, Reykjavik, laugardagskvöld 21. júli kl. 20:30 i Aðventkirkjunni, Reykjavik, sunnudagskvöld 22. júli, kl. 20:30 i Akureyrarkirkju. A hlutverkaskránni eru sigild verk stórmeistara tónlistar- heimsins. Þau hafa ákveðið, að allur ágóði af hljómlistarflutningnum renni til Vestmannaeyja- söfnunarinnar. Gefst hljóm- leikagestum þvi tækifæri til að leggja fram til Vestmannaeyja styrk, sem verður veitt móttaka að loknum hljómleikum á hverjum stað. Þar sem ég þekki persónulega til þessara lisamanna, veit ég, að þeir færa hrifandi ánægju hverjum sem á hlýðir. Hvet ég ungt fólk sérstaklega til að koma og njóta þess, sem jafnaldrar þeirra gera. Jón Hj. Jónsson Bindindissamir ökumenn i Sviþjóð gáfu 2,1 MILJ. TIL VESTMANNAEYJA Landsþing MIIF — MOTOR- FÖRARNAS HELNYKTER- HETSFÖRBUND — Bindindisfé- lag ökumanna i Sviþjóð, var hald- ið i Landskróna dagana 5.—8. júli s.l. Þingið sóttu um 500 manns. Stjórn MHF óskaði eftir þvi við Helga Ilannesson, forseta BFÖ hér á landi, að hann yrði gestur þingsins og veitti móttöku fé, er félagsmenn MHF:s i Sviþjóð höfðu safnað handa Vestmanna- eyingum. Ansvar, tryggingafélag bind- indismanna i Sviþjóð gerði sam- dægurs og gosið i Vestmannaeyj- um hófst ráðstafanir til þess, að Abyrgð h/f., umboðsfélag þess hér á landi veitti þá þegar fjár- hagslega hjálp þeim Vestmanna- eyingum, er voru með tryggingar hjá félaginu, og varð þannig hvati til skjótra viðbragða annarra að- ila. Innanrikisráðherra Svia, Eric Holmqvist, setti landsþing MHF og fór setningin fram með mikl- um hátiöleik og glæsibrag. Við þingsetninguna afhenti for- seti MHF, rikisráðsmaður Henrik Klackenberg, Helga Hannessyni forseta BFÖ, bankaávisun að upphæð sænskar krónur 100.000.00, en það nemur rúmum 2.100.000.00 isl. krónum,til systur- félagsins BFÖ á Islandi i Vest- mannaeyjasöfnunina til félags- legrar aðstoðar. Viðstaddur af- hendinguna var Arne Prytz, aðal- ræðismaður Islands í Málmey. Er Helgi Hannesson hafði mót- tekið þessa höfðinglegu gjöf, á- varpaði hann þingið og mælti m.a.: ,,Það var Ansvar, samtök sænskra bindindismanna, sem fyrst allra rétti bróðurhönd tii hjálpar fólki i Vestmannaeyjum. Og enn hafið þið sænskir bindind- ismenn, félagar i MHF, sýnt sam- hug og fórnfýsi til hugsjónasyst- kina á Islandi, þar sem þið hafið i dag beðið mig að veita móttöku á- visun að upphæð sv. kr. 100.000.00 til aðstoðar Vestmannaeyingum. Þetta er höfðingleg gjöf og mik- ilsvirði, en enn meira virði tel ég hugsjónina, bræðraþelið, vinátt- una og skilninginn að baki gjafar- innar. Með þessari stórmyndarlegu söfnun ykkar hafið þið staðfest, að jafnframt þvi að vera hug- sjónastefna, þá er bindindisstárf- semin aflvaki raunsærra dáða, sem snerta daglegt lif okkar. 1 nafni þjóðar minnar flyt ég ykkur hjartans þakkir og beztu óskir um dáðrik störf á sviði bindindissam- takanna i Sviþjóð.” Skemmtun í Hnífsdal Tilefni þess, að eftirfarandi linur voru skrifaðar, er að miklu leyti sögulegur dansleikur i Hnifsdal 7. júli s.l. Að visu var þetta einnig skemmtun, þar sem margir landsfrægir skemmti- kraftar komu fram. Ég held, að það sé samróma álit a.m.k. flestra þeirra, sem létu glepjast á skemmtun þessa, að vandfundið sé annaðeins svinari. Ég segi og skrifa „svinari”. Þeir, sem harð- sæknastir voru og þolinmóðastir, fengu sæti, en margir, þar á meðal ég, urðu að standa i okkar mislöngu fætur. Skemmtiatriðin hófust á nokkurnveginn réttum tima, og samtimis byrjaði skvaldur mikið i salnum. Fór þvi ofan garðs og neðan hjá fólki hvað um var að vera á sviðinu. Við, sem stóðum, teygðum okkur sem bezt við gátum, en þeir lágvöxnu urðu þar að lúta i lægrahaldi, og fóru þá að sjálfsögðu mikils á mis. Að skemmtun lokinni hófst „stórdansleikur”, sögulegur að mörgu leyti, og finnst enginn hans jafningi hvað mannmergð snertir, nema þá helzt ballið, sem var i Hnifsdal þegar félags- heimilið var fyrst tekið i notkun, en þá var skriðið um hverja smugu. Ekki veitég fyrir vist tölu manngrúans þetta kvöld, en læt mér þó detta i hug, og þar kemur til álit fleiri manna, — að i húsinu hafi verið liðlega 500 manns, ef ekki 600. Vegna ónógrar loft- ræstingar var mjög þungt loft i salnum, tóku menn ákaft andann á lofti og göptu af súrefnisskorti. Dansgólfið var iðandi þvaga, nánast lifshættuleg, þar sem hver tróð á öörum. Sá, sem hætti sér i dansinn, gat átt von á að drukkna i mannhafinu. Stólar voru algjör munaðarvara þetta kvöld, og ekki sæti nema fyrir í mesta lagi helming gestanna. Var þvi ákafi mikill að ná i sæti, og urðu oftar en einu sinni handalögmál af þeim sökum. Þegar leið á kvöldið, fóru sumir að láta dólgslega, enda misjafn sauður i svo mörgu fé. Urðu margir fyrir pústrum og konur fengu vinslettur og öl i kjóla sina. Ekki ætla ég að lýsa i fleiri smáatriðum skemmtun þessari, enda eru sjálfsagt margir til vitnis um hvernig til tókst. Hver kæmi til með að bera ábyrgð á þvi, ef kviknaði i húsinu með margfalt fleira fólki i en leyfilegt er, og menn misjafnlega gáða? Hver hefur eftirlit með mann- fjölda á dansleikjum hér i byggð? Hann fór fyrir lftið 600 kallinn hjá mörgum i Hnifsdal 7. júli s.l. Ot af öllu þessu, og vegna þess hve margir voru óánægðir get ég ekki orða bundizt, en ég vona, að dansleikir verði eftirleiðis með öðru og betra sniði. Að lokum vil ég segja það, að skemmtikraftar ættu a.m.k. að vera vel fyrirkallaðir þegar þeir eru I sinu starfi, en það voru van- höld á þvi. Skemmtun þessi var ekki til neinnar fyrirmyndar. Sigurður B. Hjartarson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.