Þjóðviljinn - 20.07.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 20. júli 1973. UOOmilNN MÁLGAGN SÓSIALISMA/. VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ÍJtgefandi: (ilgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafssoii Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjtjri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgrei&sla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö Jtr. 300.00 mánuði. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Bla&aprent h.f. SKATTARNIR Undanfarna daga hafa skattseðlarnir verið að berast til manna, og er ekki að efa að mörgum finnist ærið nóg um skatt- heimtu rikis og sveitarfélaga að þessu sinni, eins og löngum fyrr. Ekki er það samt svo, að við Islendingar greiðum hærra hlutfall af tekjum i skatta, heldur en tiðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Þvert á móti mun skattheimta opinberra aðila vera meiri a.m.k. hjá flestum Norðurlandaþjóðanna. Hins vegar hefur löngum verið talið, að hér væri meira um það en hjá nágranna- þjóðum, að nokkur hluti þjóðfélags- þegnanna aflaði verulegra tekna, sem aldrei kæmu fram við skattaálagningu. Skorturinn á nægilega virku og árang- ursriku skattaeftirliti, og það hvernig ýmsir aðilar, sem skammta sjálfum sér laun, komast létt frá skattgreiðslum, veldur ekki siður en skattupphæðin óánægju meðal launafólks, sem borga verður skatta af hverri krónu sem það vinnur sér inn. Hér þarf rikisvaldið að gangast fyrir stórauknu aðhaldi, og það þó að slikt kosti nokkurt fé, sem reyndar hlyti að skila sér á ný og vel það. Refsingar fyrir alvarleg brot á skattalögum ber að þyngja, en varast að eyða starfskröftum um of i að elta uppi smámuni, sem litlu eða engu varða. Það er álit Þjóðviljans,að sk^ttþrepum varðandi álagningu tekjuskatts beri að fjölga, og að óeðlilegt sé, að svo stór hluti gjaldþegna greiði sama hlutfall tekna i skatt og þeir, sém hæstar tekjur hafa. Við erum einnig þeirrar skoðunar, að vafasamt sé að afla með beinum tekju- sköttum svo mikils hluta af tekjum opin- berra aðila, eins og hér hefur tiðkast. Finna verður leiðir til að skattleggja i meira mæli en gert hefur verið þá stór- kostlegu þjóðfélagslegu sóun og eyðsluna, sem i ýmsum tilvikum er gegndarlaus. Með skattalögunum, sem samþykkt voru á siðasta ári, voru gerðar ýmsar veigamiklar breytingar og flestar til bóta, þó að þvi fari f jarri að þau lög bjóði upp á viðunandi framtiðarlausn i skattamálum. Það mun nú samdóma álit, að breytingin á skattalögunum hafi styrkt hlut sveitarfélaganna, enda þótt rikið taki nú til sin stærri hlut af heildarupphæð skattfjárins en áður var. Byggist þetta á þvi, að rikið ber nú uppi allan löggæzlu- kostnað svo og allan kostnað við almanna- tryggingar, og við sjúkrasamlögin að hálfu. Þannig var verulegum gjöldum létt af sveitarfélögunum. Með breytingu skattalaganna á siðasta ári voru nefskattarnir til almanna- trygginga og sjúkrasamlags afnumdir og var það vissulega til mikilla bóta fyrir lágtekjufólk og fjölskyldur með marga unglinga i framhaldsskólum, en þessir skattar hefðu á siðasta ári numið milli 20 og 30.000 kr. á hvern einstakling. Þetta var gert á sama tima og bætur al- mannatrygginga hækkuðu mun meira, ekki bara i krónum,heldur að raungildi,en nokkru sinni fyrr. Meðan viðreisnarstjórnin sat að völd- um, fékkstkrafan um afnám nefskattanna aldrei fram, enda þótt þessir skattar hafi tvimælalaust verið allra skatta órétt- látastir, þar sem lágtekjumaðurinn varð að borga nákvæmiega sömu krónutölu og hinn,sem mest bar úr býtum. Hins vegar lét viðreisnarstjórnin það verða sitt siðasta verk í skattamálum, að veita tekjum af hlutafjáreign sérstök veigamikií skattfriðindi. Sú breyting á skattalögunum kom sem betur fór aldrei til framkvæmda vegna úrslita alþingis- kosninganna og tilkomu vinstri stjórnar- innar, en þarna var vissulega á ferð dæmi, sem ekki er vert að gleyma, dæmi sem sýndi Ijósar en flest annað i hverra þágu Sjálfstæðisflokkurinn og samherjar hans i Alþýðuflokknum reyndu að stjórna. Þá var það ekki lágtekjufólkið, heldur hluta- bréfaeigendur, er njóta skyldu sérstakra skattafriðinda. 1 tilefni af útkomu skattskránna vill Þjóðviljinn minna á að á dögum við- reisnarstjórnarinnar var það jafnan krafa Alþýðubandalagsins, að skattvisitalan og þar með persónufrádrátturinn og skatt- þrepin hækkuðu a.m.k. til jafns við hækkun framfærsluvisitölu, svo að menn þyrftu ekki að borga stöðugt meiri hluta af tekjum sinum i skatta, aðeins vegna þess að krónunum fjölgaði, þó að raungildi teknanna hefði ekki hækkað. Á árunum 1965-1970 hækkaði visitala framfærslukostnaðar um 82%, en á sama árabili hækkaði skattvisitalan, eða per- sónufrádrátturinn aðeins um 40%. Á siðasta alþingi var hækkun skattvísi- tölunnar hins vegar ákveðin 28%, þó að hækkun framfærsluvisitölu milli áranna 1971 og 1972 hafi aðeins verið um 10%. Þessar tölur segja lika athyglisverða sögu. Greiða meira en miljón Sigfús Jónsson, Laugarnesvegi 60 (Útsv. 290.000) 2.221.826,- Emil Hjartarson, Drápuhlið 4 • (Ctsv. 191.000) 2.205.760,- Þóröur Þórðarson, Skeiðarvogur 97 (Útsv. 307.100) 2.093.172.- Þorvaldur Guðmundsson, Háuhlið 12 (Ctsv. 53.900) 1.970.812,- Svavar K. Kristjánsson, Arbæjarbletti 4 (Útsv. 254.200) 1.864.717.- Eirikur Ketilsson, Skaftahlið 15 (Útsv. 251.000) 1.769.112.- Óskar Th. Þorkelsson, Flókagötu 47 ( Útsv. 277.700) 1.742.039.- Friðrik Bertelsen, Alfheimar 33 (Útsv. 226.200) 1.727.105.- Guðni Ólafsson, Lynghaga 6 (Ctsv. 219.700) 1.704.258,- Þórður Finnbogason, Egilsgötu 30 (Útsv. 251.800) 1.691.728,- Guöný Guðmundsdóttir, Miðtún 4 (Útsv. 270.500) 1.689.730.- Sigurgeir Sigurjónsson, Skafta- hlið 9 (Ctsv. 301.800) 1.616.388.- Björgvin Schram, Sörlaskjóli 1 (Útsv. 185.800) 1.597.117,- Asmundur Vilhjálmsson, Holts- götu 19 (Útsv. 195.200) 1.597.125.- Guðbjörg Guðmundsdóttir, Glað- heimar 20 (Útsv. 232.900) 1.585.984.- Geir Hallgrimsson, Dyngjuvegi 6 (Útsv. 269.000) 1.574.703.- Jóhann L. Jónasson, Hofteig 8 (Útsv. 340.000) 1.550.701.- Steinar Jóhannsson, Skógargerði 6 (Útsv. 155.500) 1.527.139.- Hörður Pétursson, Goðalandi 18 (Útsv. 242.800) 1.509.279,- Kristinn Auöunsson, Safamýri 87 (Útsv. 239.300) 1.490.848,- Sigurður Ólafsson, Teigagerði 17 (Útsv. 123.400) 1.463.040.- Friðgeir Sörlason, Urðarbakka 22 (Útsv. 172.000) 1.438.206,- Birgir Einarsson Melhaga 20 (Útsv. 195.300) 1.430.488,- Pétur Kr. Arnason, Bugöulæk 7 (Útsv. 191.000) 1.428.240.- Guðmundur Arason, Fjólugötu 19B (Útsv. 204.000.) 1.422.998.- Kristján B. Þorvaldsson, Siglu- vogur 6 (Útsv. 151.700) 1.418.015,- Jón Þórðarson, Stigahlið 67 (Útsv. 159.400) 1.416.432,- Sveinn Guðmundsson, Háteigs- vegur 2 (Útsv. 251.800) 1.413.775,- Þórður Kristjánsson, Bjarma- landi 8 (Útsv. 152.900) 1.410.454.- Sveinbjörn Sigurðsson, Safamýri 73 (Útsv. 137.400) 1.406.028,- Einar Arnason, Fjölnisvegur 9 (Útsv. 251.700) 1.403.499,- Bergþór E. Þorvaldsson, Sól- heimar 22 (Útsv. 210.300) 1.385.084,- Jón ó. Gislason, Langagerði 92 (Útsv. 254.700) 1.358.699,- Guðsteinn Eyjólfsson d/b., Laugavegi 34 (Útsv. 210.100) 1.348.253,- Asbjörn ólafsson, Borgartúni 33 (Ctsv. 166.400) 1.366.399.- Sturla Friðriksson, Skildingatangi 2 (Útsv. 253.500) 1.298.070.- Halldór H. Jónsscn, Ægissiðu 88 (Útsv. 220.100) 1.290.791.- Fróði Pálsson, Hringbraut 73 (Ctsv. 187.000) 1.289.404.- Auðvelt er að reikna út tekjur þessara einstaklinga á síðasta ári, þvi að útsvar- ið er 10% af þeim. Marg- faldið útsvarið með tíu, og athugið hver niðurstaðan verður. Kr. Rolf Johansen, Laugarásvegi 56 (iT.útsv. 622.200) 4.648.537.- Friðrik A. Jónsson, Garðastræti 11 (T.útsv. 693.00(1) 4.420.446,- Kristinn Sveinsson, Hólastekk 5 (T.útsv. 578.900) 4.149.425.- Pálmi Jónsson, Asendi 1 (Útsv. 193.400) 3.421.401,- Snorri G. Guðmundsson, Rauða- læk 35 (Útsv. 553.200) 3.243.165,- Sigurgeir Svanbergsson, Hverfis- götu 103 (Útsv. 519.000) 3.148.819.- Daniel Þórarinsson, Gnoðarvog- ur 76 (Útsv. 429.100) 3.122.968.- Kjartan Sveinsson, Ljósheimar 4 (Útsv. 434.600) 2.686.325.- Björgvin P. Jónsson, Goðheimar 19 (Útsv. 430.800) 2.670.729,- Kristinn Bergþórsson, Bjarma- landi 1 (Útsv. 381.400) 2.666.085,- Kristján Pétursson, Safamýri 95 (Útsv. 392.100) 2.654.403,- Ólafur ó. Óskarsson, Engihlið 7 (Útsv. 450.300) 2.547.786.- Arni Gislason, Kvistalandi 3 (Útsv. 394.800) 2.531.488,- Albert Guðmundsson, Laufásvegi 68 (Útsv. 392.000) 2.490.829.- Baldvin Sveinbjörnsson, Langholtsvegi 84 (Útsv. 343.000) 2.461.324.- Einar J. Skúlason, Garðastræti 38 (Útsv. 327.800) 2.323.910.- Marinó Pétursson, Laugarásvegi 13 (Ctsv. 197.500) 1.504.632,- Friðrik Kristjánsson, Sunnuveg- ur 29 (Útsv. 191.500) 1.288.646.- Eggert Gislason, Kleppsvegur 78 (Útsv. 284.500) 1.288.406,- Jón R. Lárusson, Seljavegur 15 (Útsv. 230.100) 1.280.731,- Þorkell Skúlason, Hátún 27 (Útsv. 232.900) 1.261.798,- Grétar Ólafsson, Bólsta&arhlíö 27 (Útsv. 248.600) 1.260.615,- Ragnar Sigurðsson, Sporða- grunni 17 (Útsv. 239.700) 1.251.124,- Kristján Guölaugsson, Sóleyjar- götu 33 (Útsv. 221.600) 1.228.566,- Amundi Sigurðsson, Laugarás- vegi 31 (Útsv. 155.500) 1.216.266,- Þorsteinn Bergmann, Laufásvegi 14 (Útsv. 155.000) 1.214.070,- Magnús Baldvinsson, Grænahlíö 7 (Útsv. 130.400) 1.201.272,- Ólafur Jensson, Laugarasvegi 3 (Útsv. 224.700) 1.193.931.- Óttar Möller, Vesturbrún 24 (Útsv. 231.900) 1.187.741.- Einar Stefán Einarsson, Norð- urbrún 28 (ÚtSV. 154.100) 1.182.686,- Torfi Hjartarson, Flókagötu 18 (Útsv. 238.800) 1.174.567,- Sigurður Matthiasson, Austur- gerði 9 (Útsv. 147.800) 1.169.840.- Gunnar Hansson, Sólheimar 5 (Útsv. 212.100) 1.164.209,- Ólafur Björnsson, Flókagötu 62 (Útsv. 141.000) 1.133.407,- Sigvaldi Jóhannesson, Réttar- holtsvegi 47 (Útsv. 217.000) 1.129.632,- Andrés Asmundsson, Sjafnargata 14 (Útsv. 236.100) 1.113.991,- Andrés Guðmundsson, Arland 2 (Útsv. 164.600) 1.112.825,- Einar Sigurösson, Bárugata 2 (Útsv. 14.800) 1.110.067.- Guðmundur Gfslason, Starhaga 8 (Útsv. 205.800) 1.101.645,- Arnór J. Halldórsson, Hvassaleiti 1 (Ctsv. 152.100) 1.101.272.- Eggert O. Jóhannsson, Karfavogi 37 (Útsv. 240.500) 1.090.431,- Hannes Guðmundsson, Laugarásvegur 64 (Útsv. 189.400) 1.083.457,- Bjarni I. Karlsson, Vfkurbakka 16 (Útsv. 175.900) 1.079.044,- Arinbjörn Kolbeinsson, Arlandi 3 (Útsv. 220.800) 1.072.144,- Magnús E. Baldvinsson, Dunhaga 19 (Útsv. 163.900) 1.070.694,- Ragnar ólafsson, Vesturbrún 2 (Útsv. 118.100) 1.070.286,- Björn Þ. Þórðarson, Sörlaskjóli 78 (Útsv. 212.700) 1.064.367,- Sæmundur Kjartansson, Reyni- mel 24 (Útsv. 256.000) 1.061.150,- Friðfinnur K r i s t j á n s s on , Bergþórugata 15A (Útsv. 172.000) 1.053.769,- Þorsteinn Daviðsson, Faxaskjóli 16 (Útsv. 160.000) 1.047.578.- Ólafur Jóhannsson, Hörgshlíö 14 (Útsv. 192.100) 1.046.136,- Ólafurörn Arnarson, Kjalarlandi 2 (Útsv. 234.600) 1.045.181,- Viggó R. Jessen, Grenimel 6 (Ctsv. 200.600) 1.043.978,- Walter Ludwig Lentz, Hvassaleiti 145 (Útsv. 205.800) 1.039.006,- Hörður Þorleifsson, Aragatu 16 (Útsv. 221.800) 1.036.893.- Sigurður Þorgeirsson, Bollagötu 16 (Útsv. 180.300) 1.035.804,- Sigurður Jónsson, Víðimel 35 (Útsv. 183.700) 1.033.927,- Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.