Þjóðviljinn - 20.07.1973, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 20. júli 1973. GARÐYRKJUBÆNDUR SÓTTIR HEIM Leit að smygli í Suðra fljótlega hætt Guömundur Einarsson garöyrkjubóndi i Gufudal. Sigurbjörg ólafsdóttir, eiginkona Birgis Pálssonar, aö skera blóm I einu af 6 gróöurhúsum i Gufudal. Blómaútflutningur er ekki fjarlægur draumur heldur það sem vinna verður að, sagði Guðmundur Einarsson garðyrkjubóndi í Gufudal Gróöurhúsarækt, eöa kannski frekast sú grein hennar blóma- ræktin, er oröin stór búgrein á vissutn svæöum hér á landi. Aö sjáifsögöu eru garöyrkjubændur i Hverageröi og nágrenni þeir stærstu á iandinu i þessari at- vinnugrein enda hvergi önnur eins aöstaöa til ylræktar og þar. Stundum veröur manni spurn hvort markaöur sé hér á landi fyrir ailt þaö magn af blómum sem ræktuö eru I gróöurhúsum landsins og Guömundur Einarsson, sem rekur 6 gróöur- hús i Gufudal, fyrir ofan Hvera- geröi, sagöi okkur er viö ræddum þetta mál viö hann, aö svo væri. Segja má aö nægur markaöur sé fyrir blómin flesta dagana, þó kemur fyrir dagur og dagur sem maöur veröur aö fleygja ein- hverju magni, en sem betur fer er þaö sjaldgæft, sagöi Guömundur. Þeir reka Garöyrkjustööina i Gufudai saman, hann og Birgir Pálsson. Guömundur sagöi, aö fyrst heföu þeir ræktaö bæöi blóm og grænmeti, en nú væru þeir ein- göngu meö blóm og aöeins eina tegund — Krysanþemur —. Menn eru farnir að sérhæfa sig meira en áður var, rækta bara eina tegund, sumir eru með blóm. aðrir með tómata, enn aðrir með agúrkur osvfrv. segir Guðmundur Þetta borgar sig mun betur en að vera með allt undir i einu. — Hvað segir þú mér af hug- myndinni um blómaútflutning, sem mikið hefur verið rætt og ritað um? — betta er mál sem margir hafa áhuga á, enda aö vonum. EJn það sem hefur strandað á til þessa er, að markaðurinn er svo stór erlendis og þess vegna þurf- um við að skila svo miklu magni af blómum, að það hefur hrein- lega ekki verið hægt eins og búskapurinn hefur verið hjá garðyrk jubændum. — Er málið þá þar með úr sögunni? — Nei, nei, alls ekki, menn velta þessu enn miög fyrir sér og ég hygg, að að þvi komi aö blóm verði flutt út frá Islandi. Til þess að svo megi verða þarf þó margt að breytast frá þvi sem nú er, og þar er stærst og mest lánamálin. Gróðurhús eru afar dýr og það kostar ekki undir einni miljón að reisa eitt gróðurhús fyrir utan öll tæki sem til þarf, og eitt gróður- hús segir ekki mikið þegar rækta á blóm til útflutnings. Við erum með 6 hús hér i Gufudal og við þyrftum annaö eins eöa meira ef við ætluðum að fara að flytja út blóm, auk þess að metta islenzka markaðinn. Og menn taka ekki 10 miljónir upp af götunni. Svona hygg ég að sé ástatt meö flesta yl- ræktarbændur. — Ef þið fengjuð lán til að reisa húsin og einhver rekstrarlán, þá væri sem sagt fátt þvi til fyrir- stöðu að flytja blóm út? — bað ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, ef þetta fengist. — En svo viö snúum okkur að þvi sem þið eruö að gera núna: getið þið ræktaö og selt Krysan- þemur allt árið? — Nei, ekki er það nú alveg. Yfir háskammdegið er ekki hægt að rækta þetta blóm, þ.e. I eina tvo mánuði, og á meðan ræktar maður laukblóm, eins og til að mynda túlipana. — Ég sé að þið breiðið yfir blómin með svörtu plasti, til hvers er það gert? — Krysanþemur er skammdegisblóm og það verður að vera algert myrkur á þvi ákveðinn tima sólarhringsins og nú yfir hásumariö verðum við að breiða yfir það hluta sólar- hringsins, eina 8 til 10 tima. — En jarðhitinn, er hann ekki mjög ódýr hér hjá ykkur? — Við leigjum Gufudalinn af rikinu og jarðhitinn er innifalinn i leigunni. Við notum bara gufu til upphitunar hér, en niður i Hvera- gerði nota þeir meira heitt vatn. Jú, jarðhitinn er ekki dýr hjá okkur. — Ég sé að þið eruð að stækka við ykkur? — Já, við erum komnir meö 6 hús, þetta mjakast heldur, S.dór. Tollgæzlan leitar enn án árangurs aö smyglvarningi sem álitiö var aö væri um borö i Suöra. Skipiö heldur þó áfram ferö sinni og er nú i dag fimmtudag, statt á tsafiröi. Tollþjónar vinna þó áfram aö leitinni á smyglvarningnum eins og ekkert hafi I skorizt, en sem fyrr segir án árangurs. Tollgæzlunni hafði borizt njósn af þvi aö einmitt þetta skip hefði fermt bæði áfengi og tóbak i erlendri höfn, og þess vegna er leitinni haldið áfram svo lengi. Stundum kemur þó fyrir að gerð er mjög nákvæm leit i skipi, sem er þó ekki nein sérstök ástæöa til að ætla að hafi flutt með sér ólöglegan varning til landsins, en tolla- lögin segja svo fyrir um, að tollgæzlunni sé bæði heimilt og skylt að leita af sér allan grun, og getur þvi hafið viðtæka og langvarandi leit hvenær sem er. Tollgæzlustjóri sagði, að yfirleitt tækju skipverjar þvi vel að slik leit væri fram- kvæmd, hvort sem væri úti á rúmsjó eða hér við höfnina. Tollgæzlustjóri sagði enn- fremur, að tollgæzlan hefði ekki yfir neinum sérstökum tækjum að ráða til aöstoöar við leitina. Sums staðar erlendis eru gegnumlýsingar- tæki notuð til aðstoðar við leitina og þarf þá eitt tæki til þess að sjá hvort tóbak er t.d. einhvers staðar falið, og Framhald á bls. 11. Eitt „rfki” lokað um hverja helgi Samkvæmt upplýsingum Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins hefur náðst samkomulag um lokunartima áfengisbúðanna um helgar og þar með vinnutima afgreiðslumanna. Hin nýja til- högun tekur gildi um næstu helgi og nær til fyrstu helgarinnar i september. Einni verzluninni af þremur i Reykjavik verður lokað um helgar á þessum tima, bæði á laugardögum og mánudögum, en um verzlunarmannahelgi verður öllum lokað. Meö hliðsjón af dag- setningum verður tilhögunin þannig: 21. og 23. júli lokuö áfengisverzl. á Laugarásvegi, 28. og 30 júll á Snorrabraut, 4. og 6. ág. (verzlmhelgin) lokað alls staðar, 11. og 13. ág. lokuð áfengisverzl. á Lindargötu, 18. og 20. ág. Laugar- ásvegi, 25. og 27. ág. Snorrabraut, 1. og 3. sept. Lindargötu. Úr þvi verður opið til hádegis á laugardögum i öllum verzlunun- um eins og veriö hefur. Ályktun stúdentaráðs Háskólans Háskólaráö svipti sig ákvörðunarrétti Vegna ákvörðunar mennta- málaráðherra um skrásetningar- gjöld stúdenta við H.l. ályktar stjórn Stúdentaráðs eftirfarandi: 1) Tillaga sú, sem Háskólaráð gerði um skrásetningargjöldin þann 21. júni s.l., var bæði óskyn- samleg og óréttlát gagnvart stú- dentum. Með samþykkt sinni virti Háskólaráð að vettugi allar til- lögur stúdenta um mál sem fyrst og fremst varðar þá. Það var þvi Háskólaráð, sem neyddi stúdenta til að reka málið utan Háskólans. 2) Eins og allt var i pottinn búið telur stjórn Stúdentaráðs ákvöröun menntamálaráðherra hina skynsamlegustu, sem unnt var að taka i málinu. Akvöröun hans tók eins mikiö tillit til til- lagna Háskólaráðs og mögulegt var um leið og hlutur stúdenta var réttur. Auk þess var það stú- dentum til mikillar ánægju að framlag til hins umdeilda próf- gjaldasjóös var fellt niður. 3) Jafnframt harmar stjórn Stúdentaráðs, að til þess þurfti að koma að rikisvaldið fór ekki nákvæmlega að tillögum Háskólaráðs. Með þessu hefur viðurkennt sjálfsákvörðunarvald Háskólans um innri málefni sin veriðskert, og var það stúdentum að sjálfsögðu litiö fagnaðarefni. Stjórn Stúdentaráös telur hins- vegar, að um þetta sé ekki að sakast við rikisvaldið, heldur hafi Háskólaráð svipt sig ákvörðunar- rétti um skrásetningargjöldin með óábyrgum tillögum sinum og óviðunandi málsmeðferð. 4) Loks vill stjórn Stúdentaráðs benda á, að mál þetta hefði aldrei borizt út fyrir Háskólann ef hlustað hefði verið á stúdenta innan hans. Sjálfstæði útávið er Háskólanum mikil nauðsyn. Innávið byggist þetta sjálfstæði hinsvegar á löngu úreltum for- sendum og þýöir i reynd ofurvald háskólakennara yfir stúdentum. Stúdentar eru þegnar Háskólans og sjálfstæði án lýðræðis hefur lengstum veriö litils viröi fyrir hinn almenna þegn. Stjórn Stúdentaráðs þykir nú einsýnt, að stúdentar muni I beinu framhaldi af skrásetningargjaldamálinu krefjast stóraukinnar hlutdeildar i stjórnun Háskólans. Verði Háskólayfirvöld við þeim kröfum munu stúdentar standa traustan vörð um sjálfstæði Háskólans. Reykjavik 18.7. 1973, Stjórn Stúdentaráös H.t.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.