Þjóðviljinn - 20.07.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. júll 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fyrsti prótessor í friðarmálum Nýr kennarastóll hefur verið stofnaður við háskólann f Brad- ford í Englandi — prófessorsem- bætti i friðarmálum. Fyrsti friðarprófessor landsins verður dr. Adam Curle sagnfræðingur. Hann hefur starfað að fræðslu- málum í Pakistan og Ghana,og i Suður-Afriku var hann hand- tekinn fyrir samskipti sin við blökkumenn. Hann hefur tekið þátt I friðarumleitunum milli Ind- lands og Pakistans og svo I Biafra — en hann neitaði að taka þátt i að miöla málum i Bangladesh áf þvi að hann vildi ekki stuðta að óréttlátum friði. Það eru kvekarar í Englandi sem hafa kostað hið nýja em- bætti. t Noregi og Sviþjóð hafa allmargir háskólamenn unnið að friðarrannsóknum um árabil. Hvað kostar mold frá heimahögum? Blað eitt I Chicago, sem kemur út á þýzku, birti nýlega aug- lýsingu frá fyrirtæki sem tekur aö sér að útvega þýzkum Amerikönum mold úr heima- högum. 100 grömm af vestur- þýzkri mold kosta fimm dollara heim send, mold frá Austur- Þýzkalandi niu, og mold frá þeim svæðum sem nú eru I Póllandi og Sovétrikjunum 14,50 dollara. .gerir brún-brúnt brún-brúnt hörund án sólbruna. Sólin ein er ekki nægileg, því að hún getur brennt hörund yðar hvort sem er með útfjólubláu geislunum A eða B. En geislar þessir hafa einnig góða eiginleika og til þess að nýta þá sem bezt inniheldur Nivea sérstæða efnið BF2, sem gerir hörund yðar brúnt á tvennan hátt: 1. Varanlega gegnumbrúnt með því að nýta útfjólubláu B-geislana. Með BF2 gerir Nivea hörundið varanlega gegnumbrúnt, og býr það þannig undir áð verða 2. Yfirborðsbrúnt —. hinn fagra gullbrúna blæ sem verður fyrir atbeina útfjólubláu geislanna. Með BF2 siar Nivea þá í réttu magni svo að hörund yðar verður faqurbrúnt. Konur fá lægra kaup fyrir sömu vinnu Nýleg bandarisk athugun hefur leitt það I Ijós, að konur fá aö meðaltali 10—20 % lægri laun i Bandarikjunum en karlar fyrir sömu vinnu. Þá er atvinnuleysi meira meðal þeirra — nú ganga 4,9% kvenna yfir tvitugt atvinnu- lausar, en 3,2% karla. Lítiö um dilkakjöt í sumum verzlunum Islandsk lammeked erenddikatesse hele familien Forudsætningen for den gode smag er foderet, som er fremstillet pá FAF Svendborg, i nært samarbejde med Samband. islenzkt dilkakjöt auglýst erlendis en farið að gæta skorts á þvi hér á landi. Myndin er af auglýsingu i dönsku blaði. Eitthvað hefur orðið vart við kjötskort að undanförnu i verzlunum i Reykjavik og þá einkum á dilkakjöti. Blaðamaður Þjóðviljans spurðist þvi fyrir um kjötbirgöir i landinu. Eitthvað var það málum blandiöhvernigástandiðværi, en þó kom fram, aö gera má ráö fyr- ir að nægilegt kjöt verði i allt sumar, en trúlega verði að leyfa Sumarslátrun til þess að fullnægja eftirspurninni. Hjá Kjötmiöstöðinni fengum viö þær upplýsingar, að kvörtun um kjötskort væri rétt; það hefði spurzt út fyrir nokkru að litið væri um dilkakjöt og þá hefðu margir sankað að sér birgðum, og nú væri svo komið, að þeir gætu ekki selt heila skrokka. Nautakjöt er nægilegt á markaðnum, það er að segja úrvalsflokkur, en vinnslukjöt er allt löngu búið. Nægilegt hval- og hrefnukjöt er á markaðnum, og hafa hrefnuveiðar t.d. gengið vel i ár. Hrefnan er einkum veidd við Norð-Austurland og kostar kilóið 89 krónur, beinlaust. Hrefnukjöt má matreiða á ýmsan hátt — bezt Er skýringin kannski sú, að margir hafa hamstrað að ástæðulausu? er að bleyta það út i mjólk, og svo má hafa sömu aðferðir og viö matartilbúning á nautakjöti. Kjötneyzla fer sifellt vaxandi, og kemur aðallega tvennt til að áliti kjötframleiðenda. Er þaö vegna niðurgreiðslu verðs auk velmegunar i landinu undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa afurðadeildar SIS er neyzlan hér um 675 — 700tonná mánuði i ár, en komst allt niður i 500 tonn á mánuði fyrir á að gizka þremur árum. Fulltrúinn sagði ennfremur, að birgðir dilkakjöts i landinu væru allt aö 17 — 1800 tonnum, en dreifingu kjötsins væri ef til vill eitthvaö ábótavant, þannig að sums staðar úti á landsbyggðinni væru birgöir ef til vill of miklar, miðað við væntan- lega neyzlu þar, en annars staðar of litlar. StS er eini aðilinn sem flytur út kjöt og þá einungis dilkakjöt. 2814 lestir voru fluttar út af þvi sem slátrað var á siðast liönu hausti, með öðrum orðum á að gizka það sem neytt er hér á 4 mánuðum. A öllu landinu var slátrað um það bil 11000 tonnum, en hjá StS um það bil 9000 tonnum. StS flutti út tæplega 1/3 hluta af þvi magni sem þeir slátruðu. Eins og sjá má er StS sá aðili sem mest kemur með á markað- inn af kjötvöru, en Sláturfélag Suðurlands kemur þar næst á eftir, aðrir koma með mun minna. Sláturfélag Suðurlands hefur áð- ur flutt út kjötvörur, en ekkert gertaf þvi undanfarin 4 — 5 ár að þvi er sölustjóri félagsins sagði. tltflutningur dilkakjöts hefst i sláturtiðinni, og er þá mest flutt til Færeyja, en aðalútflutningur er til Norðurlanda, og hefst ekki fyrr en um eða eftir áramót, og sagöi fulltrúi afurðadeildar StS að ekki þyrfti að gera samninga um söluna þangað fyrr en rétt áð- ur. Ætti þvi að verá hægt að áætla nokkurn veginn hversu mikið dilkakjöt þarf að vera til i landinu næsta ár, til þess að fullnægja eftirspurn þar til kjöt frá næstu slátrun verður komið á markað, einhvern tima snemma i september. Það mun orðið algengara að keyptar séu fleiri tegundir af kjöti en áður tiðkaðisþsvo sem fugla- kjöt, svinakjöt og nautakjöt auk dilkakjötsins, og er það ágætur mælikvarði á efnahagsástand i landinu hversu mikið er keypt af nautakjöti hverju sinni, þvi það er mikið mun dýrara en t.d. dilka- kjöt. Varðandi útflutning á dilka- kjöti má geta þess, að það mun vera hagnaður fyrir rikissjóö af þvi að selja það úr landi i stað þess að selja það niðurgreitt hér, •hvort sem það er nú hægt að lita á slikt sem gróða, þar sem þarf að borga með kjötinu, þegar það er flutt út, þótt lægri upphæð sé. Kjötiö er flutt út I heilum skrokkum og fryst og er ekki unnt að flytja út kjötiðnaðarvörur á næstunni a.m.k., sem ef til vill væri þó hagkvæmara. Alltaf er eitthvað flutt út af kjöti á hverju ári. Það er vonandi að dilkakjötiö hverfi ekki úr verzlunum áður en haustslátrun hefst, og aö ekki verði selt of mikið af kjöti út um næstu áramót, kjöti sem hvort sem er þarf að borga með i út- flutningnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.