Þjóðviljinn - 20.07.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 20.07.1973, Side 9
Föstudagur 20. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Landinn slapp vel íslenzka liðið tapaði aðeins 0:2 en átti afar slakan leik Miðað við hve slakan leik ísienzka landsliðið átti í gærkveldi gegn A-Þjóð- verjum# má það teljast vel sloppið að tapa aðeins 0:2 og ekki sízt fyrir þá sök að þýzka liðið var mun betra en í fyrri leiknum. Leikur íslenzka liðsins var ekki svipur hjá sjón á móti leik þess í fyrri leiknum. Það verður að átelja landsliðs- nefnd harðlega fyrir að stilla upp óbreyttu liði vitandi það að nokkrir menn gengu ekki heilir til skógar eins og kom i Ijós í leiknum. Greinileg þreyta var í íslenzku leikmönnun- um og átti enginn þeirra góðan leik nema helzt Einar Guðnason og Guðni Kjartansson áður en meiðsli hans fóru alvarlega að segja til sín. Nei, þessi leikur fellur í hóp hinna mörgu lélegu landsleikja islendinga í knattspyrnu og dregur vissulega úr þeim vonum sem vöknuðu eftir fyrri leikinn. Þjóöverjarnir geröu nokkra breytingar á liði sinu frá fyrri leiknum og voru þær allar til batnaðar og það svo að liðið nær óþekkjanlegt i fyrri hálfleik. Það lék islenzka liðið sundur og saman og landinn átti þá ekki eitt einasta marktækifæri. Þjóðverjarnir sóttu mun meira allan fyrri hálfleikinn og áttu nokkur hættuleg marktækifæri sem ekki nýttust. Það lá einhvern veginn i loftinu að ekki væri langt i fyrsta markið. Það kom svo á 19. minútu. Snillingurinn i þýzka liðinu Hans- Jurgen Kreische einlék I gegnum islenzku vörnina uppað enda- mörkum og hugðist gefa þaðan fyrir markið en mjög nærri þvi. Þorsteinn ólafsson hafði hendur á boltanum, sem skrúfaðist undir hann og i markið, 1:0. Áfram hélt þýzka sóknin og á 32. minútu er Kreische enn i góðu færi en skaut yfir markið, ekki óliktþvisem henti Martein Geirs- son á siðustu minútu fyrri leiksins. Það var alveg sama hvað islenzka liðið reyndi, það náði aldrei saman og boltinn náði aldrei að ganga milli fleiri en tveggja manna. Krafturinn var enginn og islenzku miðjuleik- mennirnir náðu aldrei tökum á miðjunni og voru raunar lökustu menn liðsins, ekki bara I fyrri hálfleik heldur allan leikinn. A 34. minútu áttu Þjóðverjarnir mjög gott marktækifæri en Þor- steinn ólafsson sýndi snilldar markvörzlu er hann varði það skot. Staðan i leikhléi var 1:0 og, mátti það heita afar vel sloppið hjá islenzka liðinu og maður hafði á tilfinningunni að þýzka liðið gæti svo miklu meira en það sýndi, sérstaklega upp við mörkin. Það voru ekki liönar nema 3 minútur af siðari hálfleik þegar siðara marka Þjóðverjanna kom. Eberhart Vogel kunnasti leik- maður liðsins einlék frá miðju upp að vitateig islenzka liðsins, skaut þaðan og boltinn smaug i bláhornið alls óverjandi fyrir Þorstein, 2:0. íslendingar höfðu skipt inn á þeim Asgeir Eliassyni i fyrri hálf- leik og Teiti Þórðarsyni i leik- hléinu og fljótlega i s.h. kom örn Óskarsson inná. Þjóðverjarnir skiptu einum 5 mönnum inná og veiktist lið þeirra nokkuð við það og náði islenzka liðið þá betri tök- um á leiknum og átti nokkur sæmileg marktækifæri i siðari hálfleiknum. Eitt það bezta kom á 8. minútu er Marteinn Geirsson átti skot að marki sem þýzki markvörðurinn bjargaði naumlega i horn. A 20 minútu s.h. skoraði Asgeir Eliasson mark sem dæmt var af vegna rangstöðu sem mörgum þótti i meira lagi hæpinn dómur og skömmu siðar komst örn Óskarsson einn innfyrir en skaut i andlitið á þýzka markverðinum sem varð af þeim sökum að yfir- gefa leikvanginn. A 39. minútu átti Teitur skalla rétt framhjá úr góðu færi. Og eru þá upptalin marktækifæri landans. Hins- vegar áttu Þjóðverjarnir gott tækifæri á 41. minútu en Joachim ■&í » ,•» -*••' *- ' #£#■'» " * ■» X 'i' ■ ' ■ ■ ':" ' ' ' ' ' ' ' . ' ■ Hérskall hurð nærri hælum, Þorsteinn ólafsson ver naumiega þýzkt hörkuskot. Streich hitti ekki markið. Loka- staðan 2:0 sigur Þjóðverja, sann- gjarn sigur og sizt of stór. Eins og áður segir bar Einar Gunnarsson af i islenzka liðinu. Guðni átti ágætan leik meðan meiðslin háðu honum ekki og Matthias slapp bezt frá leiknum af framlinumönnunum. Tengi- liðirnir brugðust algerlega. Þor- steinn varði nokkrum sinnum vel i leiknum en átti sök á fyrra markinu sem var afar klaufalegt. Þýzka liðið var mun betra i þessum leik en þeim fyrri og stendur alveg undir þvi sem sagt hefur verið um að það sé eitt sterkasta landslið Evrópu. Það hefur verið afar slakur leikur af þess hálfu á þriðjudaginn en þess ber þó að gæta að mótspyrnan var meiri þá en nú. Bezti maður liðsins var leikmaður númer 10 Hans-Jurgen Kreische, einn leiknasti og skemmtilegasti knattspyrnumaöur sem maöur hefur séð hér á landi. S.dór. Asgeir Ellasson skorar en markið var dæmt af vegna rangstöðu MANSION- rósabón gefur þægilegan ilm i stofuna Skattskrá Reykjavíkur árið 1973 Skattskrá Iteykjavíkur árið 1973 liggur frammi I Skatt- stofu Iteykjavikur Tollhúsinu við Tryggvagötu og Gamia Iðnskólahúsinu við Vonarstræti frá 20. júli til 2. ágúst n.k., að báðum dögum meðtöidum, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. 1 skriánni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur með viðlagagjaldi. 3. Kirkjugjald. 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 6. Lifeyristryggingargjald atvinnurek- enda. 7. Iðgjald til atvinnuleysistrygginga- sjóðs. 8. Slysatryggingagjald vegna heimilis- starfa. 9. Tekjuútsvar. 10. Aðstöðugjald. 11. Iðnlánasjóðsgjald. 12. Iðnaðargjald. 13. Launaskattur. 14. Viðlagagjald af útsvarsskyidum tekjum. 15. Viðlagagjald af aðstöðugjaldsstofni. Innifulið i tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Sérstök nefnd á vegum Borgar- stjórnar Reykjavikur hefir annast vissa þætti útsvars- álagningar. Jafnhiiða liggja frammi i Skattstofunni yfir sama tlma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykjavik, og greiða forskatt. Aðalskrá um söluskatt i Reykjavík, fyrir árið 1972. Skrá um landsútsvör árið 1973. Þeir sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt ofan- greindri skattskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum i vörzlu Skattstofunnar eða I bréfakassa hennar í siðasta Iagi kl. 24.00 2. ágúst 1973. Reykjavik, 20. júli 1973. Skattstjórinn i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.