Þjóðviljinn - 03.08.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.08.1973, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. ágúst 1973. | Föstudagur 3. ágiist 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Erla Hatlemark í augum margra stúlkna er flugfreyjustarfið sveip- að ævintýraljóma. Það er rómantískt, spennandi, smart — hreint og beint draumastarfið! Þegar út í starfið er kom- ið, er raunveruleikinn dá- lítið annar. Starfið reynist erfitt og illa launað, óreglulegum vinnutíma og snyrtimennskukröfum fylgir talsverður kostn- aður, orlof fæst ekki í heilu lagi og síðast en ekki sízt, sjálfsögð mannréttindi eru ekki fyrirhendi: Starfsaid- ur getur í hæsta lagi orðið 16 árog barnshafandi flug- freyja verður að hætta og á ekki rétt á endurráðningu. Þeim, sem lengi hafa starfað sem flugfreyjur, finnst starfið hvorki rómantiskt né spennandi, þær lita á það sem hvert annað starf, sem þeim fellur vei og setja metnað sinn i að inna vel af hendi. Það er þvl ekki sizt heilbrigt starfsstolt og stéttarvitund, sem liggur til grundvallar, þegar flug- freyjur berjast fyrir bættum kjör- um og eðlilegri viðhorfum gagn- vart starfsaldri. Ein þeirra er Erla Hatlemark, sem Þjóðviijinn ræddi við. Erla Hatlemark býr i Kópavog- inum, er 31 árs, gift og á eitt barn. Hún hefur starfað sem flug- freyja hjá Loftleiðum i 7 ár, þaraf 3 sem fyrsta flugfreyja. Henni likar starfið vel, en litur á það sem hverja aðra atvinnu og hlær, þegar minnzt er á „glamour” i sambandi við það: — „Glamour”! Það hefur kannski verið, þegar fólk hafði minni möguleika til ferðalaga en nú er. Nei, þetta er eins og hvert annað starf, skemmtilegt starf, en oft erfitt, og ekki sérlega vel launað miðað við kröfur. Eins og fram kom i fréttum ný- lega eiga flugfreyjur i deilum við flugfélögin vegna dagpeninga, sem greiddir eru við dvöl erlend- is, og stóð Erla einmitt i þvi samningaþófi, sem lauk með að flugfreyjur skutu málinu til fé- lagsdóms. Úrskurður hefur enn ekki verið kveðinn upp, en möra- um mun leika forvitni á að vita, hvernig þetta mál er vaxið. Eru ekki dagpeningarnir aukahlunn- indi fyrir flugfólkíö? Lækkuðu þeir eða hækkuðu ekki nóg? — Þessir dagpeningar eru fyrir uppihaldinu úti, og verða litil hlunnindi úr þvi, segir Erla. Dag- peningarnir eru reiknaðir þannig, að þeir séu fyrir dvalarkostnaði á sæmilegu hóteli og fyrir mat á hótelinu. Deilan kemur til af þvi, að um dagpeninga flugfreyja eiga sam- kvæmtsamningum að gilda sömu reglur og um dagpeninga flug- liða. Framað þessu hafa dagpening- arnir verið greiddir, aðeins þegar um er að ræða dvöl i erlendri höfn. En nú sömdu flugmenn um daginn um breytt dagpeninga- kerfi, sem er þannig, að reiknaö er með timanum frá þvt 45 minút- um fyrir áætlaðan brottfarartima og þar til hálfri klst. eftir lend- ingu i heimahöfn. Jafnframt er tekinn af matur um borð og þ.h. og þeir verða sjálfir að sjá sér fyrir fæði. 1 innanlandsflugi fá þeir lika dagpeninga samkvæmt hinu nýja kerfi. En þessir dag- peningar eru greiddir sem viss upphæð á dag, allt niðuri fjórðung úr sólarhring eða 6 tima. Þessar breytingar koma útaf fyrir sig ekki illa út. En það, sem við getum ekki sætt okkur við, er, að þeir semja um mismikla dag- peninga eftir starfsaldri. Þannig fá flugmenn, sem búnir eru að fljúga meira en fimm ár fulla dagpeninga, eöa 100% dagpen- inga, eins og það er kallað. Þeir, sem hafai verið frá 6 mánuðum uppi fimm ár, fá 70% dagpening- anna og þeir, sem hafa verið minna en 6 mánuði, fá 60%. Nú er þaö svo, að langflestir flugmann- anna eða yfir 95% falla i efsta flokkinn, en hjá okkur eru það ekki nema 14% flugfreyjanna, sem gera það, hinar eru allar undir. Semjum sjálfar — Eigið þið sjálfkrafa að falla undir það sama og þeir? — Við höfum hingað til fylgt þeim, en þarna varð svo mikil breyting á kerfinu, að við báðum um viðræður um þetta, enda ekki eðlilegt, að flugmenn semji fyrir okkur. Þessar viðræður stóðu þrjá daga og buðu fulltrúar flug- félaganna okkur þá auk þessa, að tvær stúlkur 1. og 2. freyja I hverri áætlun fengju eins manns herbergi, en hinar þessar yngri, 2ja manna herbergi, sem flug- mönnum mundi aldrei vera boðið uppá. Framað þessu höfum við samið við hótelin sjálfar, en sam- kvæmt nýja kerfinu eiga flugfé- lögin að sjá um gistinguna. A þessu strönduðu umræðurnar algerlega, þvi hingað til höfum við haft rétt á að kaupa okkur eins manns herbergi. En þeir vildu heldur ekki taka neitt tillit til starfsaldurs okkar og hve óeðli- legt kerfið væri fyrir okkur, sem erum svo fáar komnar uppi efsta flokkinn. 1 sambandi við herberg- in báru þeir það fyrir sig, að við hefðum oft tekið 2ja manna her- bergi, en við teljum okkur eiga rétt á hinu, ef við viljum og ekki hægt að pina okkur til að sofa hjá einhverri manneskju, sem viö þekkjum kannski ekki neitt. Ekki hafa þeir heldur tekið matarpen- ingana af flugmönnunum ef þeir hafa keypt sér hamborgara i staðinn fyrir almennilegan mat! Þetta er alveg hliðstætt. A hún aö boröa pylsu og ég steik? — Skiptir þetta breytta kerfi einhverju talsverðu peningalega? — Hæsti flokkurinn, þ.e. þær sem fá 100% dagpeninga, fara i öllum tilfellum betur útúr nýja kerfinu en þvi gamla, þær eru með hækkaða dagpeninga. En sú, sem er i lægsta flokknum fer i flestum tilfellum út með lækkun og i öllum, ef hún er með annarri stúlku i herbergi — þá tökum við hótelið sem peninga, reiknum það prósentvis sem hlunnindi. 1 versta tilfelli kemur hún út með 31,5% lækkun. Miðflokkurinn, 70% flokkurinn, er á sama hátt i versta tilfelli með 22,9% lækkun. — Svo þið eruð fyrst og fremst að berjast fyrir þær yngri. — Já, viðerum ekki nema 14%, sem fengjum hækkunina og myndum aldrei samþykkja að taka hana bókstaflega úr vasan- um hjá yngri stúikunum. Hugs- aðu þér, ef ég, sem er i efsta skala. sitji með stúlku, sem hefur miklu lægri laun en ég. A hún þá kannski að borða pylsu, meðan ég get fengiö mér steik fyrir dagpen- ingana? Málin standa þannig, að við höfnuðum tilboði flugfélaganna, en þau tilkynntu siðan bréflega, að greitt yrði eftir gamla kerfinu. Þessu stefnum við fyrir félags- dóm. — Hvernig eru annars kjör flugfreyja? Nú hafið þið að mörgu leyti óvenjulegar starfsaðstæður, bæði hvað vinnutima snertir, og eins þykist ég hafa heyrt eitthvað um, að þið verðið að hætta störf- um á vissum áldri. Er það rétt? — Já, starfsaldur er takmark- aður. Við megum ekki byrja fyrr en 20 ára gamlar hjá Loftleiðum, 19 ára hjá Flugfélag- inu. Samkvæmt reglunum er aldurinn 20-26 ára ráðningaaldur og hætti stúlka störfum fær hún tæpast endurráðningu eftir þann aldur. Ef ég t.d. tæki mér hlé núna, fengi ég sennilega ekki ráðningu aftur, þrátt fyrir langa starfsreynslu. Ævintýraljóminn farinn að fölna? Starfsævin 16 ár og sú sem eignast barn á ekki rétt á starfi sínu áfram I Rætt við Erlu Hatlemark um störf og kjör flugfreyja Uppá punt eða hvað? A þeirri sumar- og vetraráætl- un, er flugfreyja verður 36 ára veröur hún svo að hætta. Þó fá þær sem voru fastráðnaroghöfðu starfað a.m.k. 3 ár 1969, að vera til 40 ára aldurs vegna sérstakra samninga, þar sem þessi starfs- aldurstakmörkun þótti óréttlát fyrir þær, þvi hún hafði hvergi verið tekin fram áður. En allar stúlkur ráðnar eftir 1969 verða að hætta 36 ára. — A hverju byggist eiginlega þessi aldursákvörðun? Eiga kon- ur að vera eitthvað siður færar um þessa vinnu, eftir að þessum aldri er náð? Eða er hugsunin að hafa þarna ungar stúlkur uppá punt — farþegum til augnayndis? — Þetta er einhliða ákvörðun flugfélaganna og við höfum aldrei getað skilið hana. Við álitum ein- mitt, að stúlka sé orðin betri flug- freyja t.d. eftir þritugt, þvi yngri stúlkurnar eru að sjálfsögðu miklu óþroskaðri og hafa ekki öðlazt sömu starfsreynslu og það er vissulega verið að kasta þarna i súginn starfsreynslu. Það eru ekki bara i flugvélunum ungir strákar, sem hafa gaman af að horfa á ungar stelpur, heldur lika og ekki siður fullorðið fólk, eldri konur, kannski, sem finnst öryggi að þvi að hafa þroskaðar manneskjur um borð, bæði i sam- bandi við flughræðslu og annað. Svona aldurstakmörkun ofanfrá tiðkastheldurekki allsstaðar, t.d. ekki hjá Pan American. Nú, i sambandi við útlitið finnst mér nú persónulega kona ekki siður geta verið augnayndi 36 ára eða fertug en þritug. En satt að segja hefur okkur aldrei verið gefin nein raunveruleg ástæða fyrir þessari ákvörðun. Engar uppbætur — Nú hafa flugmenn takmark- aðan starfsaldur eða a.m.k. er þaðnotaðsem afsökun fyrir gifur- lega háu kaupi þeirra, að starfs- ævin sé svo stutt. Hvenær hætta þeir? — Það fer eftir læknisskoðun, skilst mér, en ég held að þeir starfi oftast framundir sextugt. — Fáið þið þá ekki lika ein- hverjar kaupuppbætur vegna stuttrar starfsævi, mér sýnist hún verða i mesta lagi 16-17 ár eftir þvi hjá hvoru félaginu flugfreyjan er? — Nei, engar, og við höfum aldrei fengið það tekið til greina. Þetta kom til tals i siðustu samn- ingum og þásögðuþeir að við gæt- um fengið annað starf hjá þeim, ef laust væri, þegar við næðum þessum aldri. En aðeins ef laust væri, það er ekki tryggt. Hvaö er kaupið? Um kaupið segir Erla, að grunnlaunin séu á fyrsta ári 19.067 kr. á mánuði, sem gerir með visitöluuppbót, miðað við 1. júni s.l. 24.273 kr. Við þetta bætist, þegarflogiðérá þotum, svokölluö þotuþóknun, sem er um 40 kr. á timann fyrir þær yngstu, en hækkar hlutfallslega. Eftir 2ja ára vinnu eru stúlkunum tryggð- ar 40 flugstundir, en á 1. og 2, ári er engin slik trygging. Kaupið hækkar siðan árlega i 4 ár fyrir 2. flugfreyju. Þá veröur smávegis hækkun, þegar hún fær- ist uppi stöðu 1. flugfreyju, þ.e. yfirflugfreyju um borð og siðan er hækkun, þar til stúlka hefur verið 5 ár 1. flugfreyja. Þá reiknast meö hálfur starfsaldur framyfir tvöársem 2. flugfreyja. Sé stúlka t.d. búin að vinna 3 ár sem 2. freyja fer hún ekki upp i 3ja ár sem 1., heldur reiknast þriöja starfsárið hálft ár. Flestar hækka uppi 1. flugfreyju eftir 4 ár i starfi, þó fer það eftir þörfum fé- lagins hvert sir.n. Hæsta kaup, sem flugfreyjan gefur komizt uppi, er eftir 5 ár sem fyrsta flugfreyja. Þá eru grunnlaunin tæp 28 þúsund, en siðan tryggir Flugfélagiö 30 flug- stundir og Loftleiðir 40 og veröur kaupið þá með vlsitöluuppbótum og þotuuppbótum og þotustund- um miðað við 1. júni s.l. kr. 39.275 hjá Loftleiðum. Þá er stúlkan bú- in að vinna 8-9 ár alls sem flug- freyja og hærra kemst hún ekki i launum. Aukakostnaður og skipt orlof Það kostar ýmislegt aukalega að stunda flugfreyjustarfið, t.d. vegna óreglulegs vinnutima. Þær þurfa oft að vera á ferðinni á nótt- unni, þegar engir strætisvagnar ganga og bæði þessvegna og eins af þvi að þær þurfa alltaf að taka með sér stórar töskur, fer drjúgur skildingur i leigubila. Flugfélögin greiða 1500 kr. á mánuði (1. flug- freyju 1900, þvi hún þarf að skila peningum) i bilapeninga, en kostnaðurinn skiptir i rauninni oft þúsundum, segir Erla. Þótt flugfreyjur fái ókeypis vinnufatnað, fylgir honum lika mikill kostnaður vegna hreinsun- ar. Einkum er þetta stór liður hjá Loftleiðum, þar sem skipt var um búninga og teknir ljósdrapplitir búningar i stað hinna blau og reyndist þurfa að hreinsa dragtir og kápur i annarri hverri ferð. Þetta hafa stúlkurnar reynt að fá bætt, en ekki tekizt. Þá mundi sennilega ekki öllum falla fyrirkomulag orlofsins, en þvi verður að skipta i tvennt og taka helming að vetri og helming að sumri. Engin uppbót er greidd þessvegna, en umsamið fri er 28 almanaksdagar. Minni menntunarkröfur til karlmanna? — Hvaða menntunar er svo krafizt af þeim, sem vilja gerast flugfreyjur? — Ekki neins ákveðins prófs. segir Erla, en staðgóðrar, al- mennrar menntunar-, góð kunn- átta i ensku og einu Norðurlanda- máli er skilyrði og helzt þarf að kunna annað hvort frönsku eða þýzku lika. Krafizt er inntöku- prófs á námskeið og siðan er próf- að eftir það. — Hvaða menntun álitur þú, að stúlka þurfi að hafa til að geta staðizt þessar kröfur? — Helzt stúdentspróf, enda hafa það margar.en þær sem ekki eru stúdentar hafa þá lært tungu- mál erlendis. Á prófinu er þess jafnframt krafizt, að stúlkurnar séu vel að sér um heimsmálin og hvað er að gerast á hverjum tima og að sjálfsögðu vel fróðar um ts- land og islenzk málefni. Það kemur fram hjá Erlu, að starfiö er nú ekki lengur alger- lega kynbundið, nokkrir karl- menn vinna orðið á flugvélunum sem flugþjónar. Þeir hafa starfað nokkur ár og eru yfirmenn, vinna sambærileg störf eftirlitsþernun- um, sem fljúga meö einstaka sinnum til að lita eftir aö flug- freyjurnar vinni sin störf eins og til er ætlazt. Einn hefur starfað 2- 3 ár sem óbreyttur og svo eru nokkrir nýliöar. — Hafa þeir sömu kjör og flug- freyjurnar? — Það ætla ég aö vona! Þeir eru I félaginu og það er sagt, að þeir hafi sömu kjör. En við erum satt aö segja svolitið tortryggnar, þvi það er fremur fátitt, að karl- menn ráði sig uppá þau byrjunar- laun, sem flugfreyjur hafa. Enda fá félögin náttúrlega ekki nærri eins menntaða karlmenn i þessi störf og stúlkurnar, þvi strákur, sem er t.d. stúdent, fær miklu hærra launað starf annarsstaðar. Eins og þjóöfélagiö er i dag, gera stúlkur, miklu minni kröfurj þess sjást dæmi á hverri skrifstofu. Eitt atriði i sambandi við flug- þjónana finnst okkur lika at- hyglisvert. Við fyrstu flugfreyj- urnar erum t.d. ekkert merktar sérstaklega, erum I samskonar einkennisbúningi og hinar og ekk- ert, sem greinir okkur að sjáan- lega. En nýbyrjaðir flugþjónar eru með gullátripu i erminni og I samskonar búningi og flugmenn, i sama lit. Þó aö þeir séu þannig undirmenn okkar 1. freyjanna, eru þeir samt með stripu. Það er ekki hégómamál þegar við mót- mælum þessu, þvi þetta skiptir máli af öryggisástæðum eða hvort heldur þú að farþegarnir mundu fremur snúa sér i vand- kvæðum að borðalögum karli með gyllta hnappa eða stúlku I ómerktum búningi og hvort næði fremur aga meðal farþeganna? Ljóminn farinn af — Getur ekki stundum verið erfitt að standa I kjarasamning- um vegna þess hve margar ungar stúlkurdreymirum þetta starf og vildu fórna miklu bara fyrir að komast i það? — Það eru bara nokkrar hinna yngstu. sem hugsa þannig, rétt þegar þær koma inn i starfið. Þær gefast lika margar upp af þvi að þetta reynist ekki vera slikt draumastarf sem af hefur verið látið. En það álit er lika mikið að minnka, það er orðið svo miklu auðveldara að ferðast fyrir al- menning og þetta er orðið rétt eins og venjuleg vinna, ekkert af- skaplega spennandi. Hjá Loftleið- um eru það til dæmis aðeins tveir aðilar, sem stoppað erá.LúxembúrgogNew York, og hjá flugfélaginu er stoppað ein- staka sinnum i Kaupmannahöfn. Eftir að þoturnar komu til er miklu minna um dvöl erlendis og þótt við fáum frimiða einu sinni á ári, þarf lika peninga til aö fara i slikt fri, rétt eins og hjá öðrum. Kannski einmitt vegna þessara breyttu viðhorfa held ég áð við förum að standa betur gagnvart samningum. Ahuginn hjá stúlk- unum fyrir kjaramálum sinum er greinilega mikiö að aukast. Mega giftast, en ekki eiga böm — Einu sinni máttu fæugfreyj- ur ekki vera giftar, en það er nú breytt eða hvað? — Ég byrjaði fyrir sjö árum og ég held, að það hafi verið fyrsta árið, sem teknar voru inn giftar konur. Hjá Flugfélaginu eru ekki enn teknar inn giftar konur, en þær fá að halda áfram þótt þær giftist meðan þær eru starfandi. Flugfreyjurnar mega eiga börn, segir Erla, en samningar um barneignafri hafa gengið mjög illa, svo illa, aö i rauninni veröa þær að hætta ef þær verða barnshafandi. — I siðustu kjarabaráttu lögð- um viö mikla áherzlu á að fá eitt- hvert fri á launum og eins að fá yfirleitt eitthv. fri frá störfum til aö eignast barn, þótt ólaunað væri. Það er skýrt i reglunum, að við megum ekki starfa ófriskar. en verðum að skýra trúnaðar- lækni félagsins frá þungun og hann ákveður siðan hvað við get- um flogið lengi. Og það er i raun- inni mjög stutt, sem við getum starfað þannig, bæði af þvi að við verðum alltaf að vera i topp- formi, vinnan i vélunum er erfið og þrengsli mikil og varla væri heldur hægt að vera að sauma á okkur nýja einkennisbúninga fyrir þetta timabil. En eftir að viö höfum sagt upp vegna barneignar eigum viö ekki rétt á að koma aftur i starfið, en það er sá réttur sem við höfum verið að reyna að berjast fyrir. Það eina sem viö náðum fram eru hálfsmánaöarlaun við barneign. Það er sambærilegt við verka- lýösfélög eins og t.d. verzlunar- mannafélagið, en munurinn er sá, að þar geta konur starfað fram- eftir öllum meðgöngutimanum og eiga siðan rétt á starfinu aftur seinna, en við getum starfað i hæsta lagi 3 mánuði og verðum svo að segja upp. Það er svo alveg undir hælinn lagt, hvort flug- freyja er ráðin aftur eða ekki eftir aö hafa átt barn. Lausir samningar í haust Þau sjálfsögðu mannréttindi kvenna að missa ekki atvinnu sina þótt þær eignist börn er eitt af þeim málum, sem sett verða á oddinn i kjarasamningum flug- freyja i haust, þegár samningar eru lausir. Veröur fróölegt að fylgjást með viðbrögðum þeirra sömu, sem virðast álita konur úr leik hálffertugar,- vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.