Þjóðviljinn - 03.08.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.08.1973, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. ágúst 1973. ÞJÓÐVtLJlNN — SIÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn — öjansmorð'í Quentin virtist ekki einu sinni heykslaður yfir hugmyndinni. Hann hristi höfuðið. — Nei. Ég hef beðið þessi tuttugu og þrjú ár að gjalda þessa skuld. Ég hleyp ekki burt frá henni aftur. IV Lisa sagði: — Ég fékk elda- buskuna til að færa þeim eitthvað á bakka. Hvað er á seyði, Scobie? Er eitthvað i ólagi á milli þeirra? — Ég held þetta sé persónu- legt. Þau hafa fengið slæmar fréttir. Honum afbauð hve létt honum lét að ljúga: lygar voru daglegt brauð hjá honum nú orðið. En hann hafði enn á ný ofurselt sig Quentinhjónunum: Hverjar svo sem tilfinningar hans voru i Lisu garð, þá var hann ekki ofurseldur henni. — Hann minntist eitthvað á að þau ætluðu aftur til Ástraliu á laugardaginn. Þau voru að borða ein i stóru borðstofunni, sátu saman við annan endann á langa borðinu. Llsa hafði sagt I gamni að Malone ætti að sitja i húsbóndasætinu. Hann hafði ekki andmælt, en hann fann vel,að þetta var ekki gamanið eintómt: nú var hann húsbóndinn. Lisa leit upp frá matnum, gaffallinn stöðvaðist á lofti. — Aftur til Astraliu? A iaugardag?' — Ekki útvarpa þvi. Hann bað mig að hafa ekki hátt um það. Hann segir þér frá þvi seinna. Allir yrðu að fá að vita þetta með timanum: hann velti fyrir sér, hvernig hún myndi bregðast við sannleikanum, þegar hún heyrði hann. — En ég verð að ná i farmiða handa þeim — ætla þau bæði? Hann kinkaði kolli. — Hann er meö farmiðana. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af þeim. Avisunin frá Quentin var I vasa hans. Umslagið hafði legið á rúminu hans, þegar hann hafði farið upp til að þvo sér um hendur fyrir matinn. Hann ætlaði ekki að pexa meira út af þessum peningum. Þeir skiptu hann engu máli þessa stundina og enn minna máli skiptu þeir Quentin nú og framvegis. — Þau fara með hálf- sexvélinni á laugardag. Hún leit hvasst á hann. — Og þú lika? Hann kinkaði kolli. Hún lagði frá sér gaffalinn, reyndi að sitja á óþolinmæði sinni. — Scobie, hvað er um að vera? Þú veizt meira en þú segir mér. Hann svaraði ekki undir eins, hafði matinn að yfirskini. Hann var svangur en fann ekki bragð af neinu. Lisa hafði sagt honum að hann væri að borða Osso Bucco, en það hefði eins getað verið hundamatur. Loks sagði hann: — Ég get ekkert sagt þér, Lisa. Ekki enn að minnsta kosti. — Ég veit þú ert I öryggisþjón- ustunni, sagði hún óþolinmóö- lega, — en hvað kemur örygg- isþjónustan einkamálum þeirra viö? Þeir ætla þó ekki að reka hann, eða hvað? Tilhugsunin virt- ist vekja skelfingu hennar. Hug- myndir hennar um svik voru þær að rfkisstjórn brygðist einstakl- ingi. — Ekki held ég það. Quentin myndi segja af sér áður en þeir rækju hann. Hann breytti um um- ræðuefni.- Ef hann fer til baka — fyrir fullt og allt, á ég við, ætlarðu þá að vera hér áfram? Hún tók aftur upp gaffalinn, fór að borða með litlum áhuga. Hún haföi unnið nógu lengi hjá þvi op- inbera til aö skilja fyrr en skall I tönnunum; Malone myndi ekki segja henni neitt. — Vera i Astral- iuhúsinu eöa áfram i London? Ég held ég myndi ekki kæra mig um að vinna hjá öðrum sendifulltrúa en honum. Ég færi ef til vill i heimsókn til Astraliu, að heim- sækja foreldra mina. Af hverju spyrðu? — Eru þau ekki i Melbourn? Myndirðu koma til Sydney? 49 — Af hverju til Sydney ? Ég hélt þú ynnir I Canberra. Hann var að verða kærulaus. — Við höfum útibú I Sydney. Ég er oftast þar. — Ég á erfitt með að hugsa mér þig sem njósnara. — Ég er ekki njósnari. Ég er i öryggisþjónustunni. Hann var aftur orðinn hraðmælskur. — Það er eitt og hið sama. Það þarf fals til að ná árangri i þvi starfi. Og mér finnst þú ekki vera falskur. — Bara i vinnunni, sagði hann og vonaði að hann væri að segja satt. — Ég lét blekkjast einu sinni, sagði hún og mundi eftir eðlis- fræðikennaranum. Ég vildi ó- gjarnan láta það koma fyrir aft- ur. Hann vonaði að hún myndi skilja það, þegar hann útskýrði fyrir henni, hvers vegna hann heföi blekkt hana. Hann gæti þurft að kalia á Quentin sem vitni sér til varnar. — Það verður móttaka annað kvöld I Lancaster House, sagði hún. — Getum við fylgzt að þang- að? Ef þú ferð á laugardaginn — — Ég ætlaði einmitt að biðja þig um það. — Ég varð fyrri til. Hún brosti. — Hvernig bragðast Osso Bucco? — Agætlega. Bragðskynið haföi allt I einu lifnað aftur. Hann brosti til hennar, tók upp beinið og fór að naga það. — Ég sá þá gera þetta I einhverri italskri kvikmynd. Þetta er skynsamlegt. — Til fjandans með finheitin. Hún hló og tók beinið af diski sin- um. Þau voru að japla á kjötinu, slubra i sig sósu, brosa hvort til annars, eigingjörn i tillitsleysi við allt og alla nema sjálf sig, þegar þau heyrðu útidyrnar opnast. Lisa lagði frá sér beinið, þurrkaði sér um hökuna og leit um öxl að dyrunum sem lagu fram i and- dyriö. — Ert það þú, Jósef? Dökkklæddur brytinn kom i dyrnar með harðkúluhattinn i hendinni. ósjálfrátt leit hann fag- mannsaugum á borðið, hann kipraði varirnar þegar hann sá að enginn pentudúkur var vafinn um vinflöskuna. Hann yrði að tala við eldabuskuna á morgun. — Vilduð þér eitthvað, ungfrú? Lisa hristi höfuðið. — Nei þetta er allt i lagi, Jósef. Áttirðu góðan dag? — Já, þökk fyrir. Þetta hafði verið versti dagurinn sem hann hafði lifað, verri en nokkuð sem gerzt hafði i Búdapest. — Góða nótt, ungfrú. Góða nótt, herra minn. Jósef hvarf og þau heyrðu hann ganga niður stigann sem lá að herbergi hans á jarðhæðinni. Lisa tók aftur upp beinið, en Malone sagði. — Hvað skyldi hafa gengið að honum? — Hvað áttu við? — Hann sýndist veikur. Eða vansæll að minnsta kosti. — Ungverjar sýnast alltaf ó- hamingjusamir undir niðri. Ég hef aldrei trúað sögunum um það að þeir séu glaðlyndir og fjörugir. Þeir eru ekki allir Zsa Zsa Gabor. Hún leit á hann með alvörusvip yfir sósuklint beinið. — Kannski á hann sér persónuleg vandamál. Ætli brytar geti ekki átt þau lika? Tiundi kafli. Jósef stóð stundarkorn efst i stiganum sem lá upp úr kjallar- anum. Fyrir neðan heyrði hann eldabuskuna kvarta við ræsting- arkonuna yfir þvi að laga morg- unverð handa fólki sem bragðaði ekki á honum, hún glamraði i pottum og pönnum i mótmæla- skyni. I anddyrinu stóð Quentin með hattinn i annarri hendi, skjalatösku I hinni og var að kveðja Sheilu. Bæði virtust þreytuleg og áhyggjufull; Quent- in hallaöi sér áfram og kyssti konu sina sefandi á vangann. Sheila lyfti báðum höndum og virtist gripa um hann gegnum jakkann, hún sagði eitthvað og Quentin hristi höfuðið dapur i bragði. Jósef virti þau fyrir sér og i fyrsta sinn siðan hann kom i húsið fór hann að finna til kennda i þeirra garð. Það hafði verið lið- ur i þjálfun hans að tengjast aldr- ei fólki og til þessa hafði hann forðazt allar gildrur. Hann hafði jafnvel forðazt hjónaband, þótt hann hefði verið hætt kominn einu sinni eða tvisvar. Hann var ekki ófær um að elska. Hann fann ekki til kærleika til fólksins sem stóð i anddyrinu, en hann fann til sam- úðar. Og það var upphaf að tengslum. Þá hringdi dyrabjallan og hann gekk framhjá Quentinhjónunum og opnaði dyrnar. Larter stóð þar; Rollsinn beið fyrir neðan. — Er að koma.sagði Quentin og leit til Malones sem var á leið niður stigann. — Þú ættir að skipta þessari ávisun i dag. Það er ekki vist að timi verði til þess á morg- un. Malone kinkaði kolli með sem- ingi. — Þessi móttaka i kvöld, hvernig á ég að vera klæddur? — Ég er búinn að biðja Jósef að leggja fram aukakjólfötin min handa þér. Ég er hræddur um að það sé samkvæmisklæðnaður enn á ný. Orður, ef þú átt þær til. Malone brosti.en það var erfitt FÖSTUDAGUR 3. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30., 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Heiðdis Norð- fjörð heldur áfram lestri sögunnar um „Hönnu Mariu og villingana” eftir Magneu frá Kleifum (13). Tilkynningar kl. 9.30 Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.10. Morgun- popp kl. 10.25: Richie Havens syngur. Carpenters syngja. Fréttir kl. 11.00. Tónlist eftir Igor Stra- vinsky: Michel Béroff pianóleikari og hljómsveitin Orchestra de Paris leika „Capriccio fyrir pianó og hljómsveit” og „Þætti fyrir pianó og hljómsveit” / Filharmóniusveitin i Los Angeles flutur „Petrúsku” balletttónlist. Shibley Boyes leikur á pianó. Zubin Mehta stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfrengir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Ferguson. Þýðandinn, Axel Thorsteinson les sögu- lok (24). 15.00 Miðdegistónleikar. Frægar hljómsveitir leika klassíska dansa frá ýmsum timum Leontyne Price syngur ariur úr óperum eft- ir Verdi. 16.00 Fréttir Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00. Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttasepgill. 19.35 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfónískir tónleikar. Sinfónia Nr. 1 i D-dúr eftir Gustav Mahler. Konunglega Filharmóniusveitin i Lundúnum leikur, Erich Leinsdorf stjórnar. Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.00 Sumardagur i Rostock Baldur Óskarsson segir frá. 21.15 Segðu mér af sumri. Jónas Jónasson talar við Sigrúnu Guðjónsdóttur. 21.30 Ctvarpssagan: „Verndarenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum. Guðrún Guðlaugsdóttir les (6) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Draumvisur. Tónlistar- þáttur i umsjá Sveins Arna- sonar og Sveins Magnússon- ar. 23.40 Fréttir i stuttu rnáli. Dagskrárlok. o a Föstudagur 3. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar I krapinu. Fyrir- sát. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Að utan. Umræðuþáttur um erlend málefni. Umræð- um stýrir Jón Hákon Magnússon. 22.05 „Fjögra laufa smárinn”. Trompetleikarinn Clark Terry leikur ásamt sin- fóniuhljómsveit sænska út- varpsins og tveimur popp- hljómsveitum. 22.45 Dagskrárlok FÍLAG ÍSLENZKRA HLJÖMLISTAHAiA, #útvegar ybur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifæn Vinsamlogast hringið í 202S5 milli kl. 14-17 Auglýsingasíminn er 17500 Hagsýn húsmóðir notar Jurta nntt v/orTS / gott verö/ gott bragö •] smjörlíki hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.