Þjóðviljinn - 03.08.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.08.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 3. ágúst 1973. MÁLGAGN SóStALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Fréttastjóri: Eysteinn Þorvalds$on Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Áskriftarverö kr. 300.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 18.00 Prentun: Blaöaprent h.f. TVEIR SMANARSAMNINGAR Styrkur stjórnmálamanna og heiðar- leiki þeirra gagnvart kjósendum sinum kemur allra bezt fram i þvi hvernig þeir koma fram út á við. Þetta kemur ákaflega skýrt i ljós að þvi er varðar annars vegar viðreisnarstjórnina og hins vegar núver- andi rikisstjórn. Sérstaklega er saman- burðurinn glöggur, ef skoðaðir eru tveir samningar við útlendinga, sem viðreisn- arstjórnin gerði: Hinn fyrri er nauðungarsamningurinn við Breta frá 1961, sem fól það i sér, að þá- verandi rikisstjórn hugðist binda þjóðina til þess að leggja lifshagsmunamál sitt, landhelgismálið, i hendur útlendra aðila. Sem betur fer bar þáverandi stjórnarand- staða, núverandi rikisstjórn, gæfu til þess strax 1961 að fordæma samninginn og lýsa hann nauðungarsamning og að hann yrði að engu hafður þess vegna. En þrátt fyrir ótviræðar yfirlýsingar núverandi rikis- stjórnar og uppsögn nauðungarsamnings- ins, hafa Bretar si og æ klifað á samningi þessum. Hann er eina haldreipi höfuðand- stæðinga okkar i landhelgismálinu og má Ijóst af þvi sjá til hvilikrar óþurftar við- reisnarstjórnin stofnaði. Það er nefnilega eitt athyglisverðasta atriðið við landhelg- isdeiluna, að Bretar hafa ekki krafizt ó- gildingar 50 milnanna út frá almennum þjóðréttarreglum, heldur hafa þeir ein- göngu reynt að hanga á nauðungarsamn- ingunum 1961. Þetta var fyrri samningurinn við út- lendinga, sem er sannkallað skammar- og smánarmark á viðreisnarstjórninni. Hinn samningurinn, sem hafa skal til marks, er samningurinn við svissneska auðhringinn um álbræðsluna i Straumsvik. Til þess samnings var þannig stofnað, að viðreisn- arstjórnin sjálf setti sig strax i óþolandi samningsaðstöðu með þvi að tengja bygg- ingu álversins beint við ákvarðanatekt vegna Búrfellsvirkjunar. Eftir þvi varð svo samningurinn sjálfur: Raforkan var seld auðhringnum undir kostnaðarverði, þannig að íslendingar munu tapa miljörð- um og miljörðum aftur á raforkuviðskipt- unum við hringinn. í öðru lagi var samn- ingurinn gerður til 25 ára, án ákvæða um endurskoðun raforkuverðsins. í þriðja lagi eiga útlendingar allt fyrirtækið, þar ráða íslendingar engu. í fjórða lagi er ál- verksmiðjan gjörsamlega undanþegin is- lenzkum lögum og i fimmta lagi var samið um byggingu hennar, án þess að forráða- menn fyrirtækisins væru skyldaðir til þess að setja þar hreinsitæki, reyndist álverk- smiðjan i Straumsvik sú eina i eigu ál- LOFAR EKKI GÓÐU 1 sumar lýsti einn blaðamanna Morgun- blaðsins þvi yfir, að Grikkjum hæfði bezt einræði. Þegar islenzka sjónvarpið hóf starfsemi sina að nýju i fyrrakvöld, var þessi sami blaðamaður fenginn til þess — i fréttatima sjónvarpsins — að votta grisku þjóðinni skilning með þessum sérkenni- lega hætti. Blaðamaðurinn bætti þvi við, að skripakosningarnar i Grikklandi á dög- unum gæfu furðusannverðuga mynd af stjórnarfarinu þar i landi!! Þjóðviljinn hringsins svissnesska, sem ekki hafði hreinsitæki. í tveggja ára valdatið núverandi rikis- stjórnar hefur Magnús Kjartansson, ráð- herra, beitt sér fyrir algerlega nýrri stefnu i orkumálum og iðnaðarmálum, og sú stefna er að þvi leyti hliðstæð þeirri, sem fylgt hefur verið i landhelgismálinu, að nú er komið fram við útlendinga af fullri reisn, þannig að þjóðin má vera stolt af. Það nær enginn góðum samningi, sem biður viðsemjandann um að sparka i sig —- það lærðist á viðreisnarárunum, enda þótt forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna og ál- og undansláttarfurstarnir hafi ekk- ert lært. En það er þó til marks um, að ör- litill efi virðist hafa læðzt að þeim, að i hvert skipti, sem minnzt er á þessa tvo smánarsamninga, er eins og komið sé við kviku og aldrei verða veinin ámáttlegri á grið úr glerhöllinni við Aðalstræti en ein- mitt þá. vill hér með fyrir hönd þeirra, sem hafa sjónvarp á heimilum sinum afþakka þess- ar fréttaskýringar Morgunblaðsins inn á islenzk heimili. Þjóðviljinn spyr: hver ber ábyrgð á þessu hneyksli i islenzka sjón- varpinu? og krefst undanbragðalausra svara. Fyrsti fréttatimi sjónvarpsins á nýbyrjuðu starfstimabili lofar ekki góðu um framhaldið, en stundum er fall farar- heill. Verður svo vonandi i þetta sinn. LITAVER l cc LxJ > < LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER I cr LlJ < I cr IxJ > < _l I cr UJ 5 I Cd Ulí < I cc LlI > < h~ LITAVER TEPPADEILD STORKOSTLEGT ÚRVAL AF TEPPUM LITAVERS - KJÖRVERÐ LÍTIÐ VIÐ í LITAVERI - ÞAÐ HEFUR ÁVALLT BORGAÐ SIG - ____LITAVER — Grensásvegi LITAVER I > < m 70 I > < m 70 l > < m 70 I 5 m 70 5 m 70 l 5 m 70 tlTAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER Auglýsingasími Þjóðviljans er 17 500 VOBVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.