Þjóðviljinn - 10.08.1973, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. ágúst 1973.
uomnuiNN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
tJtgefandi: dtgáfufélag Þjóftviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastjóri: Eysteinn Þorvalds?on
Ritstjórn, afgreiftsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverft kr. 300.00 á mánufti
Lausasöluverft kr. 18.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
GÓÐUR ÁRANGUR
Þjóðviljinn hefur áður fagnað þvi, að
nokkrir einstaklingar tóku sig til og söfn-
uðu undirskriftum þar sem skorað er á
rikisstjórnina að stuðla að 200 milna fisk-
veiðilandhelgi. Þar með hefur enn auk-
inn þungi almenningsálitsins fylgt eftir
þeirri stefnu, sem höfð hefur verið i land-
helgismálinu. Þar hefur þvi verið marg-
lýst yfir að 50 milurnar væru aðeins á-
fangi, en fullnaðarsigur i landhelgisdeil-
unni nú væri mikilvægur áfangi.
I opinberum yfirlýsingum talsmanna
rikisstjórnarinnar hefur hvað eftir annað
verið lýst yfir fylgi við 200-milna stefnuna.
Sú afstaða kom fram i bæklingi sem gef-
inn var út á vegum rikisstjórnarinnar i
febrúar 1972, sú stefna er itrekuð i sér-
nefnd Sameinuðu þjóðanna i april 1973.
Þessi afstaða Islendinga hefur alltaf verið
ljós. En rikisstjórn íslands er lika ljóst.að
með 50-milna lögsögunni og baráttunni
fyrir henni vöktu íslendingar þá hreyf-
ingu, sem nú er fyrir 200-milna auðlinda-
lögsögu og nýtur stuðnings um 90 rikja i
heiminum i dag. Ef við færum nú að
hringla með þá stefnu, sem fylgt hefur
verið værum við ekki einasta að skaða
okkur íslendinga, heldur að skaða þá al-
þjóðlegu hreyfingu i landhelgismálum
sem risið hefur fyrir islenzka tilstuðlan.
Þess vegna eru skrif stjórnarandstöðunn-
ar nú — einkum Visis —,um að 50 milur
séu tapaðar, tilræði og árás á þjóðarein-
ingu. Það hefur verið sagt hér i Þjóðvilj-
anum áður og skal endurtekið unz hinum
óþjóðlega undansláttaráróðri er lokið.
En þvi ber að fagna, að með 200-milna
áskoruninni nú virðast sumir aðilar á ís-
landi, einkum Moggaklikan, sem áður var
hikandi i landhelgismálinu loksins hafa
fengið móðinn. Þjóðin man enn eftir þvi,að
það var beinlinis stefna viðreisnarstjórn-
arinnar i landhelgismálum að gera ekki
neitt. Það var að hennar skoðun siðleysi
og ævintýramennska að fylgja 50 milna
stefnunni og tafarlausri útfærslu. Það var
hennar afstaða að setja ætti nefnd i málið!
Viðreisnarstjórnin hafði til þess þingstyrk
vorið 1971 að knýja þá stefnu fram á al-
þingi. Þar var — 7. april 1971 — samþykkt
þingsályktunartillaga um að setja nefnd
til að athuga málið. Sami meirihluti al-
þingis hafnaði þá stefnu núverandi stjórn-
arflokka. En þjóðin tók i taumana og
svipti viðreisnarstjórnina meirihluta og
féllst á stefnu núverandi stjórnarflokka
sem hún hefur æ siðan fylkt sér um. Þetta
er mergurinn málsins.
En nú loks virðast hinir steinfrosnu leið-
togar viðreisnarstefnunnar, einkum
Moggaklikan, loksins hafa lært eitthvað.
Það er liklega einn merkasti árangur
200-milna skjalsins. Þvi fagna allir góðir
íslendingar.
Halldór
Sigurösson
skrifar
„Sérhver diplómat veit, aft
maftur verftur aft velja lengstu
leift milli tveggja punkta til aft ná
markinu eins fljótt og auftift er”.
Þetta var ráftlegging belgiska
stjórnmálamannsins Paul-Henri
Spaaks til diplómata, en svo virft-
ist sem sendiherra Bandarikj-
anna I Buenos Aires hafi ekki
skilift hana fyllilega. Hann fór
nefnilega of beina leift aft mark-
mifti stnu og afieiftingin varft sú aft
Bandarlkjamenn urftu aft biftja
Argentinumenn afsökunar.
Þetta geröist eftir aö bæöi
öldungadeildin og fulltrúadeildin
I þingi Argentlnu höföu meö
óvenjumiklum einhug fordæmt
bandarfska sendiherrann. i
Buenos Aires, Max V. Krebs,
fyrir „ógeösleg” afskipti hans af
innanrikismálum Argentinu.
Þetta geröist 2. ágúst, og lét þing-
iö ekki sitja viö þessi orö, heldur
fór einnig fram á þaö meö jafn-
mikilli einingu aö bandariski
sendimaöurinn yröi lýstur óæski-
legur og honum yröi visaö úr
landi. Bandarikjamenn uröu aö
biöjast afsökunar og lofa þvi aö
slikt skyldi ekki endurtaka sig.
Astæöan fyrir þvi aö Argentinu-
þing brást svo harkalega við var
sú að Max Krebs hafði hvað eftir
annað snúið sér til hins nýja fjár-
málaráðherra landsins, José
Gerbard, og varað hann við þvi að
það kynni að hafa „skaðleg” áhrif
á erlenda fjárfestingu i landinu ef
ákveðin lagafrumvörp, sem lágu
fyrir þinginu, yrðu samþykkt.
Þessi lagafrumvörp fjalla um
þjóönytingu, m.a. á átta bönkum
sem áður fyrr voru i eigu Argen-
tinubúa, en bandariskir aðilar
keyptu á stjórnartima Ihalds-
stjórnarinnar, sem áður var viö
völd I Argentinu. Þessar þjóönýt-
ingar eru þáttur i viðtækum um-
bótum, sem stefna að þvi aö gera
lánveitingar i landinu lýöræöis-
legri.
Bandariski sendimaöurinn
hlýtur aö hafa vitað aö hin nýja
Tími „varakónganna” á enda
Afskipti bandarískra
sendiherra vekja óánægju
stjórn Argentinu gat ekki litið á
afskipti hans sem innantóma
hótun. Þjóðnýtingarnar myndu
ekki aðeins hræða burt banda-
riska fjárfestingu og aðra, heldur
einnig hafa þær afleiðingar að
Argentinumenn gætu ekki lengur
fengiö lán úr mikilvægum lána-
stofnunum eins og Alþjóða-
bankanum, Innflutnings- og út-
flutningsbankanum og Ameriska
þróunarbankanum, og misstu að
sjálfsögöu alla þróunarhjálp frá
Bandarikjunum. Þetta var ein-
mitt það sem gerðist eftir aö Per-
úbúar þjóðnýttu bandariskar
eignir 1968, og Allende tók við
völdum I Chile 1970.
Stjórn Argentinu leit þvi á þau
sem skýrt dæmi um erlend af-
skipti af innanrikismálum þjóö-
arinnar og bað þvi þingiö, þar
sem Perónistar eru nú i meiri-
hluta, um aö láta máliö til sin
taka. Perónistar fengu einróma
stuöning borgaraflokkanna til aö
fordæma þennan „ótrúlega
mann” (Max Krebs). „Tima
heimsvaldastefnunnar er lokið”
sagði einn af leiötogum
Perónista, ,,og timi fólksins er
runninn upp”.
Þaö var lika greinilegt, aö
bandariski sendimaðurinn haföi
ekkert lært af mistökum fyrri
tima. Þegar Juan Perón var aö
heyja sina fyrstu kosningabar-
áttu i forsetakosningum 1946,
greip bandariski sendiherrann
miljónamæringurinn Braden,
sem valinn hafði verið i embættið
á pólitiskan hátt, inn i kosninga-
baráttuna og réöst á Peró. Sigur-
horfur Peróns voru ekki miklar,
en hann greip þetta gullna tæki-
færi og gerði kosningarnar aö vali
um „Perón eöa kanann Braden”,
og hann sigraöi.
A hinu enskumælandi landi i
Karaiba-hafinu, Jamaica, hefur
bandariski sendiherrann Vincent
de Roulet, einnig veriö lýstur
óæskilegur og oröiö að yfirgefa
landiö. Þessi sendiherra er marg-
faldur miljónamæringur, og eitt
af mörgum dæmum um pólitiskar
stöðuveitingar i bandarisk sendi-
mannaembætti. Hann hafði gefiö
29000 dali i kosningasjóð Nixons i
fyrra.
Eftir aö hafa látiö falla mörg
óheppileg orð um hina svörtu þjóð
Jamaica, sem hann kallaöi
„Niggara”, lýsti hann þvi yfir á
fundi undirnefndar bandarisku
öldungadeildarinnar, sem fjallar
um málefni alþjóðlegra fyrir-
tækja, að hann hefði gert „við-
skipti” (a deal) við Michael
Manley, sem nú er forsætisráð-
herra landsins.
Þessi „viðskipti” voru i þvi
fólgin, aö ef Manley, sem
hlynntur er umbótum, lofaði þvi
að hreyfa ekki við hinum um-
fangsmikla báxit-námugreftri
Bandarikjamanna i Jamaica,
skyldi hann i staðinn lofa þvi aö
skipta sér ekki af kosningabarátt-
unni!
Eins og ibúar Vestur-Evrópu,
þar sem aðeins þrir sendiherrar
af nitján eru þjálfaöir dipló-
matar, hafa ibúar Rómönsku
Ameriku lengi oröiö að látá sér
lynda sendiherra, sem eru
skipaöir i stööur sinar af
pólitiskum ástæöum einum og
hafa þaö eitt til brunns aö bera að
hafa veðjað á réttan hest, þegar
þeir létu af hendi rakna dágóöar
fúlgur i kosningasjóö frambjóö-
anda I bandariskum forseta-
kosningum. Það er athyglisvert
aö La Paz i Bóliviu er eina höfuö-
borgin i Rómönsku Ameriku, þar
sem Bandarikjamenn hafa
árum saman einungis sent
þjálfaöa atvinnudiplómata. La
Paz liggur nefnilega I 3000 m hæö,
og er ekki sérlega eftirsótt af
þeim peningamönnum, sem hafa
ágirnd á sendiherrastööum (i
Evrópu gegnir sama máli um
Valletta á Möltu og Reykjavik).
Þessir bandarisku sendiherrar
hafa haft mikil völd, af þvi aö þeir
eru sendimenn stórveldis, en hins
vegar hefur þá gjarnan skort
nauðsynlega menntun til aö um-
gangast ibúa þess lands, þar sem
þeir dveljast, af nægilegri var-
færni. The New York Times
kallaði sendiherra Bandarikjanna
i Karaiba-eyjum og Miö-Ameriku
„varakónga” fyrir fáum árum. 1
Managua i Nicaragua bjó banda-
riski sendiherrann viö hliöina á
Somoza einræðisherra á eldfjalls-
tindi fram aö jaröskjálftanum i
desember 1972. 1 Honduras nægöi
eitt orð frá Wiliauer sendiherra
Bandarikjanna til aö ákveöa aö
Ramón Morales skyldi veröa
forseti. I Kúbu var Smith sendi-
herra náinn vinur Batista ein-
ræðisherra og játaöi viö yfir-
heyrslu i öldungadeild banda-
rikjaþings eftir valdatöku
Castros 1959, aö fram aö þeim
tima heföi bandariski sendi-
herrann veriö næst - valdamesti
maður landsins „og stundum sá
valdamesti”.
Nixon forseti hefur haldið hinni
hefðbundnu venju með þvi að
meta veitingar á sendiherra-
stöðum til fjár (i gengisfelldum
dollara), en nú verður forsetinn
að taka tillit til breyttra að-
stæðna. tbúar Rómönsku
Ameriku láta það enn gott heita
að þessum sið sé haldið áfram,
en vilja ekki lengur láta fara með
löndin eins og þau séu „banana-
lýðveldi”. Þeir sendiherrar sem
fara út fyrir valdsvið sitt eiga þaö
á hættu að fá brottfararskipun.
1 Evrópu hefur danska stjórnin
m.a. tilkynnt bandariska utan-
rikisráðinu aö hún vilji ekki fleiri
auðkýfinga. Afleiöingin virðist nú
vera sú að Danir fá nú I fyrsta
skipti i langan tima bandariskan
sendiherra, sem er reyndur dipló-
mat, þ.e.a.s. fyrrverandi sendi-
herra Bandarikjanna i ósló.
Loks hefur Bandarikjaþing
sjálft gert uppreisn á móti þessari
hefð. I mai samþykkti utanrikis-
málanefnd fulltrúadeildarinnar,
að allir þeir menn, sem tilnefndir
eru i sendiherrastööur og eru ekki
atvinnudiplómatar, verði að gefa
það upp hve mikið þeir hafi látið
af hendi rakna i kosningasjóð for-
setans. Svipaðar hugmyndir hafa
skotið upp kollinum i utanrikis-
málanefnd öldungadeildarinnar,
en hún verður að leggja blessun
sina yfir allar veitingar á sendi-
herrastöðum.
Mig vantar ennþá
lögfræðing
á rikisvaldið.
Helgi Hóseasson simi: 34832
Útsölu Ó.L.
er haldið áfram.
Nýjar vörur bætast við daglega.
Buxur, skyrtur, peysur,
jakkar, úlpur og margt fleira
Upplagt tækifæri til kaupa fatnaðar á
skólabörnin.
Ó.L. Laugavegi 71
Simi: 20101.