Þjóðviljinn - 10.08.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.08.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Franskur hershöfðingi gerist friðarsinni snýst gegn kjarnorkutilraunum Frakka Þegar franskir hermenn réöust um borð I skipið Fri, sem var staðsett inni á hættusvaeöinu við Mururoa-rif til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka þar, fundu þeir ekki aöeins unga rót- tæka mótmælendur, kirkjunnar þjóna og aðra friöarsinna af ýmsu þjóðerni, heldur lika mann, sem óvenjulegt var að finna I sllkum félagsskap, franskan hershöfð- ingja að nafni Jacques Paris de Bollardiere. Þrátt fyrir tign sfna fékk hann engu betri meðferð af hálfu þeirra manna, sem voru lægra settir I hernum en hann, þvl aö hann var handtekinn, fluttur til Papeete og siðan sendur á her- spltala I Paris. Þá loks var hann látinn laus. Um leiö var tilkynnt aö honum væri endanlega vlsað úr hernum og hann settur á eftir- laun, en hann hafði fram að þeim tima verið I varaliði franska hersins. Bollardiere tók þessu mjög vel. Hann endursendi Pompidöu Frakklandsforseta heiðursmerki úr frönsku heiðursfylkingunni, sem honum hafði verið veitt, og lýsti því yfir um leið að nú teldi hann sig frjálsan til að helga sig baráttumálum sinum. Þessir atburðir hafa vakið mikla athygli I Frakklandi, og hafa mörg blöð birt langar frá- sagnir um ævintýri hershöfðingj- ans I suðurhöfum. Vikublaðið Le Nouvel Observateur skrifaöi t.d. að þótt Bollardiere og félögum hans hafi ekki tekizt aö trufla til- raun Frakka eins og þeir ætluðu að gera, hafi þeim þó tekizt að kynna almenningi skoðanir sinar. Þessi atburður er vafalaust einn merkasti þáttur þeirra deilna sem nú fara fram i Frakklandi um réttmæti og gildi kjarnorku- vigbúnaðarins. Áður en þetta gerðist höfðu t.d. oröið miklar ritdeilur milli erki- biskupsins af Orleans og franska hershöföingjans Joybert: Erki- biskupinn fordæmdi algerlega kjarnorkutilraunirnar i nafni friðarstefnu, en Joybert sagði honum þá ruddalega að skipta sér ekki af öðru en þvi sem honum kæmi við: prestar bæru ekkert skyn á vigbúnað og ættu ekki að reka nefið ofan i slikt! Þrátt fyrir menntun sina i hern- um og feril sinn þar, er Bollardi- ere algerlega á bandi erkibisk- upsins, og byggir hann skoðun sina á sömu forsendum, friðar- stefnu og trú. En að baki þessarar skoðunar er hins vegar langur ferill, sem skýrir hana og gerir hana e.t.v. enn djúpstæðari en skoðun erkibiskupsins og fylgis- manna hans i Frakklandi; a.m.k. er hann eini maðurinn i þessum hópi sem fylgdi skoðun sinni eftir með athöfnum. Bollardiere er 65 ára, og var hann atvinnuhermaður I þrjátiu ár. Hann baröist I öllum styrjöld- um Frakka, fyrst gegn Þjóðverj- um i seinni heimsstyrjöldinni, siöan gegn þjóðernissinnum i Indókina og loks gegn þjóðfrelsis- hreyfingunni i Alsir. En þegar hann var einn af yfirmönnum franska hersins I Alsir kom i ljós djúpstæöur skoöanamunur milli hans og annarra herforingja þar. Franski herinn tók að beita pyndingum i stórum stil, og allir herforingjarnir voru hlynntir slikum aðferðum, eöa sáu a.m.k. ekkert athugavert við þær. Jafn- vel herprestar, skriftafeöur þeirra sem pyndingunum stjórn- uðu, vöröu þær meö guöfræðileg- um rökum. Bollardiere var hins vegar al- gerlega andvigur þessum bar- áttuaðferðum, þvi að hann taldi aö þær gætu ekki samræmzt kristinni samvizku sinni. Hann gerði allt sem hann gat til þess að binda enda á þennan sið, en þegar það reyndist ókleift, baðst hann lausnar undan virkri herþjónustu og var honum þá leyft að hverfa aftur til borgaralegs lifs sem hershöfðingi I varaliði. En yfirvöld hersins kvittuðu fyrir þrátiu ára feril með þvi að setja hann i nokkurra daga varð- hald fyrir að hafa skýrt frá skoð- unum sinum opinberlega. Eftir þetta lét Bollardiere ekk- ert á sér bera i tiu ár og hugleiddi á þeim tima afstöðu sina til her- mennskunnar. En þegar Massu hershöfðingi gaf út i fyrra endur- minningar sinar frá Alsirstriðinu, þar sem hann viðurkenndi það ekki aðeins opinberlega i fyrsta sinn að pyndingar hefðu tiökazt I Framhald á 11. siðu. Jacques Paris de Bollardiere. BBBBODMBEHBEa Zhores Medvedev sviptur sovézkum borgararétti Á þriðjudag bárust þær fréttir frá London, að sov- ézki líffræðingurinn og rit- höfundurinn Zhores Medvedev hefði verið kvaddur i sovézka sendi- ráðið í borginni og honum tilkynnt að hann hefði verið sviptur sovézkum ríkis- borgararétti vegna „ó- sæmilegrar framkomu". Medvedev kom til Eng- lands í fyrra í boði Konung- legu læknisfræðistofnunar- innar til að starfa þar í eitt ár. Medvedev er ekki fyrsti andófs- maðurinn sovézki sem yfirvöld losa sig við á þennan hátt. Undan- farna mánuði hefur ýmsummönn- um, sem hafa veriö óþægir yfir- völdum, verið sagt að fara úr landi ella mundu þeir hafa verra af, og fyrir nokkrum mánuðum var vegabréfið tekið af eðlis- fræðingnum Tsjalidze, einum af vinum og samstarfsmönnum Andreis Sakharovs, er hann var á ferðalagi i Bandarikjunum. Medvedev hefur farið að öllu meö gát i Englandi, m.a. neitað blaða- mönnum um viðtöl. En á dögun- um rauf hann þögn sina með þvi að gefa út bók sem nefnist ,,Tiu ár frá þvi að Ivan Denisovitsj kom út” og segir þar frá útkomu hinn- ar frægu skáidsögu Solzhenitsins, deilunum um hana, baráttu Tvar- Bræðurnir Zhores og Roj Medvedev. dovskis og annarra frjálslyndra afla fyrir þvi að bækur Sol- zhenitsins héldu áfram aö koma út og frá þeim brögðum sem yfir- völd og fjandmenn Nóbelsskálds- ins i rithöfundastétt hafa beitt þaö. Vafalaust er þaö þessi bók sem er beint tilefni þess að Medvedev hefur verið sviptur rikisborgararétti. Zhores Medvedev er um fimm- tugt. Faðir hans var þekktur bylt- ingamaður — var hann handtek- inn i hreinsunum Stalins og lét lif- ið i fangabúöum á Kolima. Hann nam liffræöi, en tviburabróðir hans, Roj, er sagnfræðingur. Zhores hefur getið sér gott nafn sem sérfræðingur i liffræðilegum vandamálum ellinnar. Arið 1962 skrifaði hann bók um Lisenko, sem hafði um tima verið nær ein- ráður i sovézkri liffræði og ekki skirrzt við að beita glæpsamleg- um aðferðum til að ryðja úr vegi visindamönnum sem voru á öðru máli. Einokun Lisenkos hafði hin hrapallegustu áhrif á sovézk vis- indi og landbúnað — heita mátti að erfðafræði lægi niðri i landinu meöan á veldi þessa fúskara stóð. Bók Medvedevs var að visu ekki prentuð, vegna þess.að Khrusjev hélt enn verndarhendi yfir Lisen- ko, en bókin fór samt mjög viða i afritum — var hún einna fyrst bóka sem til verða i svonefndu „samizdat” (óprentuð rit sem ganga i afritum), sem hlaut við- tæka dreifingu. Einn af vesirum Lisenkos, Olshanski, skrifaði nið- grein um Medvedev árið 1964. Skömmu siöar fékk Medvedev bréf sem hófst á þessa leið: „1 sumar las ég „Greinar” yðar (um Lisenko). Um margra ára skeið hefi ég ekki lesið bók sem hefur náð öðrum eins tökum á mér. Einlægni hennar, sannfær- ingarkraftur, einfaldleiki, réttur tónn — allt verður þetta ekki nóg- samlega lofað. . . Á þessari ábyrgðarstund langar mig að þrýsta fast hönd yöar, láta i ljósi ammaasBm stoltfyrir yöar hönd, fyrir ást yðar á sannleikanum og visindum ætt- lands okkar. . .” Bréfið var frá Alexander Solzhenitsin. Medve- dev segir i bók sinni „Tiu ár”, að „þetta voru einu skriflegu við- brögðin við grein Olshanskis. En þetta bréf eitt var lika nægilegur stuðningur til að glata ekki trúnni á afl samstöðunnar”. Siðan þá hefur hinum gagnrýna liffræðingi og rithöfundinum verið vel til vina. Þeir hafa eftir föngum stutt hvor annan f sameiginlegri viö- leitni til að fá yfirvöld til að viður- kenna i verki rétt þeirra til mál- frelsis. Þeir æru báðir úr hópi þeirra andófsmanna sem vilja einmitt lifa og starfa á ættlandi sinu og hafa forðazt að brjóta i bága við sovézk lög. Solzhenitsin vildi ekki fara til Stokkhólms til að taka við Nóbelsverðlaunum sinum vegna þess að hann óttað- ist að sér yrði ekki leyft að snúa heim aftur. Zhores Medvedev hefur og skrifað gagnrýna úttekt á opin- berum samskiptum Sovétrikj- anna við önnur lönd á sviði vis- inda og mennta, á ritskoðun og skoðun á pósti og fleira i þá veru, — hafa greinar þessar komiö út á ensku undir nafninu The Medve- dev Papers. Eins og vænta mátti tóku yfirvöld ekki mildilega á þessari gagnrýni. Zhores gekk alllengi atvinnulaus og árið 1969 var hann settur á geðveikrahæli — sjúkdómsgreiningin var hin frumlegasta, Zhores var talinn ganga með „umbótadellu”. Hann hafði skamma dvöl á hælinu, þvi að margir starfsbræður hans urðu til að andmæla meðferðinni á honum, ennfremur hinn heims- kunni visindamaður Kapitsa og hið ástsæla skáld AlexanderTvar- dovski, sá sem mest og lengst barðist fyrir rétti Solzhenitsins til að gefa út bækur sinar. Þeir bræður, Zhores og Roj, hafa skrifað um þetta mál allþekkta bók, sem viða hefur farið og nefn- ist „Hver er geðveikur”? Roj lauk á miðjum siðasta áratug við sagnfræðilega úttekt á ferli Stalins og lét verða sitt fyrsta verk að afhenda miðstjórn Kommúnistaflokksins eintak. En timar höfðu breytzt frá þvi að Khrusjev flutti ræður sinar. — Stalin var aftur kominn i bann- helgi. Aftur á móti var Roj rekinn úr flokknum fyrir framtak sitt og siðan úr starfi — hefur hann gengið atvinnulaus siöan. Hin nýja bók Zhoresar um Sol- zhenitsin hefur þegar hlotið all- mikið lof i heimsblöðum. Frá- sögnin er skýr, itarleg, æðrulaus — og efnið er að sjálfsögðu hið merkasta. Rakin er skref fyrir skref þróunin i sovézku menning- arlifi allt frá þvi aö Dagur I lifi Ivans Denisovitsj hlaut einróma lof (þá likti Pravda höfundinum meira að segja við Tolstoj — en nú hneykslast sama blað ákaflega ef menn dirfast aö nefna þessa menn i sömu andrá) þar til að Solzhenitsin fær ekkert birt eftir sig, er bannað að lesa upp opin- berl., og meira að segja er Ivan Denisovitsj smám saman fjar- lægður úr bókasöfnum i landinu. Aðferðir þær sem hafa verið not- aðar i striðinu við Solzhenitsin eru samkvæmt bók þessari hinar furðuiegustu. Fyrirlesarar hafa látiðað þvi liggja, að rithöfundur- inn hafi sýnt hugleysi i styrjöld- inni, diplómatar hafa hvislað þvi að mönnum út um allan heim.að hann kynni ekki að skrifa, um hrið gerði maöur einn,sem þóttist vera Solzhenitsin ., tiökvæmt á helztu veitingahús Moskvu — sló hann þar mjög um sig; eyddi morð fjár. Þar er lika skýrt frá þvi, hvernig sovézka leyniþjón- ustan kemur sjálf óprentuðum handritum á framfæri við rúss- nesk útlagasamtök, sem gefa þau út — er þetta gert til að ákæra sið- an viðkomandi höfund fyrir glæp- samleg tengsl viö andsovézk samtök. í lok bókarinnar segir Medve- dev á þessa leið: „Hvers vegna var Dagur úr lifi Ivans prentaður i landi okkar i miljónum eintaka og fékk hinar beztu undirtektir langflestra lesenda, gagnrýnenda og pólitiskra foringja, en Agúst 1914, sem ekki hefur fengizt gefin út og ekkert timarit hefur tekið til athugunar, er tætt i sundur af leigðum gagnrýnendum, sem ein- att fela sig undir svartri grimu falsks dulnefnis? Getur það verið, að við séum aftur á leið til ofbeld- is og valdniðslu? Getur það verið, að listin, sem stutta stund ljómaði fyrir okkur i nokkrum litum (en ekki öllum) regnbogans verði aft- ur máluð i aðeins einum lit?” (Þýttog endursagt.) ■ tiirimwi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.