Þjóðviljinn - 03.10.1973, Side 1
WuÐVUHNN
Miðvikudagur 3. október 1973. — 38. árg. — 226. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
SENDlBÍLASTÖÐíN Hf
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA
ÚRSLITAKOSTIRNIR HRIFU
BRETAR KALLA
HERSKIPIN ÚT
Frá blaöamannafundi forsætisráðherra i gær.
en hafa
þó í
hótunum
Hótun um stjórnmálaslit
reyndist það mál, sem Bretar
loks skiidu. i gærmorgun barst
Ólafi Jóhannessyni forsætisráð-
herra orðsending frá Heath for-
sætisráðherra Breta, þar sem þvi
er lýst yfir, að bresku herskipin
og dráttarbátarnir verði komin út
fyrir 50 milna mörkin i dag 3.
október kl. 3 siðdegis. Þessi yfir-
lýsing, sem er svar við úrslita-
kostum islensku rikisstjórnarinn-
ar um stjórnmáiaslit, var gefin
án beinna skilyrða, en Bretar
hóta senda herskipin inn á ný, ef
veiðiþjófarnir fá ekki frið.
Ólafi Jóhannessyni forsætis-
ráðherra er boðið til viðræðna við
Heath i London um miðjan þenn-
an mánuð.
Þar sem Bretar hörfa nú með
herskip sin og dráttarbáta, kem-
Bréf Heath og
svar Olafs
Jóhannessonar
eru birt á baksiðu
Þjóðviljans i dag
ur ekki til stjórnmálasiita að
sinni, en forsætisráðherra tslands
hefur lýst þvi yfir, að ráðist Bret-
ar inn i iandheigina á ný þýði það
slit á stjórnmálasamskiptum.
Haidi Bretar hins vegar her-
skipum og dráttarbátum utan
markanna mun ólafur Jóhannes-
son fara til London og kanna
hvort nokkur grundvöllur er til
nýrra samningaviðræðna.
Landhclgisgæslan mun starfa
af fullum krafti þrátt fyrir hótan-
ir Breta, og munu þær engin áhrif
hafa á starfsemi hennar sam-
kvæmt yfirlýsingu forsætisráð-
herra.
Olafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra kynnti á blaðamanna-
fundi I gær orðsendingu breska
forsætisráðherrans, sem breski
sendiherrann afhenti i gærmorg-
un, og svar sitt við henni. Báðar
orðsendingarnar eru birtar á
baksiðu.
Forsætisráðherra skýrði frá
þvi, að íslenska rikisstjórnin hafi
I gær haldið tvo fundi um málið,
en milli funda rikisstjórnarinnar
ræddi utanrikismálanefnd al-
þingis hin nýju viðhorf. Forsætis-
ráðherra upplýsti að samkomu-
lag hefði orðið i utanrikismála-
nefnd um svarbréfið, en það var
lagt fyrir nefndina sem sameigin-
leg niðurstaða rikisstjórnarinnar.
Ólafur Jóhannesson kvaðst
telja, að brottför herskipanna
væri mjög þýðingarmikill ávinn-
ingur. Hann benti á að þvi atriði i
bréfi breska forsætisráðherrans,
er litur að Islensku landhelgis-
gæslunni væri svarað með tilvitn-
un i fyrra bréf sitt þar sem segir:
„ekki er annað mögulegt en að is-
lensk lög gildi áfram á fiskimið-
unum”. Spurningu um það, hvort
nokkur breyting yrði á störfum
Islensku landhelgisgæslunnar við
þessi þáttaskil svaraði forsætis-
ráöherra afdráttarlaust neitandi.
Eðlilegri landhelgisgæslu yrði
haldið uppi, enda jafngilti allt
F’ramhald á bls. 15.
Stjórnmálaslit, ef flotinn
verður sendur innfyrir á ný
Það eitt er víst:
Landhelgisgæslan mun
starfa af fullu afli
Segir Lúðvík Jósepsson
Þjóðviljinn innti Lúðvík
Jósepsson, sjávarútvegs-
ráðherra, frétta af viðhorf-
um hans til þeirra atburða
sem nú hafa gerst í land-
helgismálinu og um það,
hvað nú væri framundan.
Lúðvík sagði m.a.:
1. Bretar eru komnir á
undanhald vegna einbeitni
íslensku ríkisstjórnarinnar.
2. Landhelgisgæslan hefur
fyrirmæli um aö verja
landhelgina af fullu afli,
þrátt fyrir hótanir Breta.
3. Viðræður forsætisráð-
herranna fara því aðeins
fram, að Bretar sendi her-
skipin ekki inn fyrir á ný.
4. Bretar verða að gjör-
breyta um afstöðu, ef
nokkur von á að vera um
bráðabirgðasamkomulag.
Viðtalið fer hér á eftir:
— Hvað segir þú um þessa nýju
orðsendingu Breta, Lúðvlk?
— Þaö fer ekki milli mála, að
orösendingin felur i sér verulega
uppgjöf frá þeirra hálfu. Þeir til-
kynna að bresku herskipin og
dráttarbátarnir verði látnir vikja
úr Islensku fiskveiöilandhelginni.
1 þessu efni hafa Bretar augljós-
lega gefiö eftir vegna þeirrar ein-
beitni, sem sýnd var af okkar
hálfu i málinu.
Við höfðum tilkynnt Bretum
umbúðalaust, að stjórnmálasam-
bandi yröi slitiö, ef herskipin yrðu
ekki komin út fyrir 50 milna
mörkin nú þann 3. október. En
þessi nýja orðsending Breta um
aö þeir kalli nú herskipin út úr
fiskveiðilandhelginni ber samt
einnig með sér merki hinnar
gömlu bresku þrákelkni, — að
halda strlðinu áfram þrátt fyrir
allt.
Jafnhliða þvi sem Bretar til-
kynna, að herskipin verði látin
vikja út fyrir mörkin, þá segist
breska ríkisstjórnin gera það i trú
á það, að ekki verði blakaö við
þeirra togurum hér við land, og
bætir þvi reyndar við, að reynist
þessi trú hennar ekki rétt, þá
muni herskipin og dráttarbátarn-
ir verða send inn i islensku fisk-
veiðilandhelgina aftur.
Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins
Miðstjórnarfundur Alþýðu-
bandalagsins 28. sept. ákvað
að boða flokksráð til fundar 2.
til 4. nóvember n.k.
Fundurinn verður haldinn i
félagsheimili Alþýðubanda-
lagsins I Kópavogi að Alfhóls-
veg 11 og hefst föstudaginn 2.
nóv. kl. 20.30.
Áætlað er að flokksráös-
fundurinn starfi á laugardag
og sunnudag aö verulegu leyti
I umræðuhópum.
Nánari dagskrá verður send
út um miðjan október.
f.h. miðstjórnar
Ragnar Arnalds.
Svona
er
staðan
O
Bretar kalla herskip og
dráttarbáta út fyrir 50 milna
mörkin fyrir kl. 3 I dag.
0
En hóta að senda herskipin
inn á ný, ef veiðiþjófarnir fá
ekki frið.
0
Stjórnmálasamskiptum
verður ekki slitið meðan her-
skip Breta haida sig utan 50
milna, en slitin koma strax til
framkvæmda, ef ný innrás
verður gerð.
o
Landhelgisgæslan mun
starfa af fullum þrótti, og
munu hótanir Breta engin
áhrif hafa á störf hennar.
©
ólafur Jóhannesson forsæt-
isráðherra mun kanna I Lond-
on, hvort viöhorf breskra
stjórnvalda hafi I raun tekið
þeim breytingum, að nýjar
samningatilraunir geti komið
til greina.
Forsætisráðherra fer þvi
aðeins til Londún, að Bretar
hafi ekki sent herskipin inn i
landhelgi okkar á ný, þegar
fundur forsætisráðherranna
er ráðgerður þann 15. okt. n.k.
Lúðvik Jósepsson
Nú lá þaö þó alveg skýrt fyrir
bresku rikisstjórninni að til þess
kæmi alls ekki af háifu islensku
rikisstjórnarinna.r að nein linkind
yrði sýnd breskum togurum, og
öllum kröfum Breta i þá átt hafði
verið neitað á greinilegan hátt.
— En hvað telur þú þá að Bret-
ar meini með þessari hótun sinni?
— Um það getum við ekki sagt á
þessu stigi málsins. Hótun þeirra
liggur fyrir, en úr þessu verður
reynslan svo að skera. En það eitt
er vist, að okkar landhelgisgæsla
hefur þau fyrirmæli að verja okk-
ar landhelgi af fullu afli og klippt
verður aftan úr breskum togur-
um, sem hér reyna að brjóta okk-
ar lög, og breskur togari verður
tekinn ef aðstæður leyfa. Svo
Framhald á bls. 15.