Þjóðviljinn - 03.10.1973, Blaðsíða 7
Miövikudagur 3. oktdber 1973 I’JOÐVILJINN — SÍÐA 7
Valdaránið í Chile í
fréttaspegli útvarpsins
Miklar deilur hafa nú
risið upp að undanförnu
um fréffaflutning Ríkis-
útvarpsins af valdarán-
inu i Chile. Þessardeilur
hófust reyndar með því
að Þjóðviljinn gagn-
rýndi þennan frétta-
flutning og birti kafla úr
fréttum og fréttaspegli,
en síðan hefur útvarps-
ráð gagnrýnt nokkra
fréttamenn útvarpsins
og hafa önnur blöð tekið
afstöðu til þeirrar gagn-
rýni. Þótt Þjóðviljinn
telji að frásagnir út-
varpsmanna af atburð-
unum í Chile hafi verið
lélegar og villandi, vill
blaðið ekki blanda sér í
,,innanríkismál" út-
varpsins. Hins vegar
hefur Vísir látið í Ijós þá
skoðun, að þeir kaflar,
sem blaðið birti úr
fréttum útvarpsins, hafi
verið ranglega rifnir úr
samhengi og gefið vill-
andi mynd af þeim. Þess
vegna ætlum við nú að
birta í heild hinn
umdeilda fréttaspegil
Gunnars Eyþórssonar
um Chile, sem lesinn var
upp 11. september, til
að gefa lesendum kost á
að kynnast því af eigin
raun hvort hann sé i
heild nokkuð ólíkur þeim
kafla sem Þjóðviljinn
hefur þegar birt. Um leið
birtum við okkar skýr-
ingar á því, hvar við
teljum frásögn Gunnars
Eyþórssonar villandi og
hvaða mikilvægum atr-
iðum hann sleppi.
e.m.j.
•
Meö uppreisn hersins i Chile
i dag hafa oröiö þáttaskil i
sögu landsins. Herinn i Chile
hcfur aidrei reynt aö koll-
varpa stjórn landsins síöan
1932 og Chile var eitt þeirra
örfárra Suöur-Amerikuríkja
þar sem raunverulegt lýöræöi
rikti. Annaö slikt iýöræöisrfki
var Uruguay, en i sumar var
endir bundinn á þingbundna
stjórn þar, þegar herinn tók öll
völd.
Þaö er i rauninni vonum
seinna sem uppreisn er gerö i
Chile. i marga mánuöi hefur
verið talaö um aö borgara-
styrjöld væri yfirvofandi
vegna óvinsælda stjórnar
Allendes og sundrungar sem
stjórnarfariö hefur vaidiö.
Ailende haföi ailtaf hæpiö
umboö kjósenda til aö fram-
fylgja stefnu sinni um aö
koma á sósialisma i Chile.
Breiöfylkingin, sem fékk hann
kosinn forseta i október 1970,
fékk ekki samsvarandi meiri-
hluta á þingi landsins, og
stjórnarandstaöan hefur alla
tiö haft meirihiuta f báöum
deildum þingsins.
(Þvi verður ekki á moti
mælt, að Allende var fullkom-
lega löglegur forseti landsins
og er það þvi i meira lagi vafa-
samt að tala um ,,hæpið
umboð kjósenda”. Hann fékk
að visu ekki hreinan meiri-
hluta atkvæða, eins og titt er
þegar fleiri en tveir eru i
framboði, en hann var
atkvæðahæstur. Þegar for-
setakjörið kom svo til kasta
þingsins, eins og stjórnar-
skráin gerir ráð fyrir,
ákváðu Kristil. demókratar
að greiða Allende atkv., þar
sem þeir höfðu sjálfir barist
fyrir svipuðum umbótum og
Allende hafði á stefnuskrá
sinni, og kusu hann fram yfir
ihaldsmanninn Allessandri.
Kosningaúrslitin i mars benda
siðan til þess að vinsældir
Allendes hafi ekki minnkað
heldur aukist siðan hann var
kosinn forseti, þar sem
Alþýðuflylking hans fékk 43%,
en hann fékk sjálfur 36% at-
kvæða i forsetakosningunum.
Annars er það algengt i Chile
að flokksm. forset. hafi ekki
meirihl. á þingi. Hinsv-
lengi verið öfl innan hersins
sem vilja alls ekki láta sér það
lynda að meirihlutinn knýi
fram umbætur, og kom það
þegar fram i uppreisnartil-
rauninni 1969 gegn Frei, sem
G.E. nefnir ekki af ein-
hverjum ástæðum. Orðalagið
,,vonum seinna” geta les-
endur sjálfir metið).
Allende er eini marxistinn
sem kosinn hefur verið forseti
i lýöræöislegum kosningum 1
Suöur-Amcriku. Stjórnarand-
staöan hefur i sivaxandi mæli
neitaö allri samvinnu vifl
fiokkana sex sem standa á bak
viö Allende, og innan þeirrar
fylkingar er einnig mikilll
ágreiningur milli kommúnista
og sósialista. Þjóönýtingar-
áform Allendes hafa einkum
sætt haröri mótspyrnu, og ótti
sjálfstæöra atvinnurekenda
um aö. þeirra fyrirtæki veröi
þjóönýtt næst hefur leitt til
verkfalla, mótmæla og til-
heyrandi minnkunar iönfram-
leiöslu. Samtimis hafa áform
hans um skiptingu stóreigna
fariö út um þúfur. 1 suðurhluta
iandsins eru öfgasinnaöir
skæruliöahópar úr sam-
tökunum MIK sem neita afl
hllta stefnu stjórnarinnar og
hafa tekiö völdin I eigin
hendur. Þessir skæruliöar
hafa gert upptæka stóra
búgaröa þar án dóms og iaga
og skipt þeim niður meft
slæmum árangri, þar sem
niöurstaðan hefur oröiö mikil
minnkun landbúnaöarfram-
leiöslu ásamt stóraukinni
spennu, þar sem stórbændur
mynda vopnaöar sveitir til að
berjast gegn skæruliöum
MIR.
(Þessi einhliða frásögn
gefur alranga mynd af þróun
mála, þvi að G.E. sleppir
ýmsum mikilvægum atriðum,
sem nauðsynleg eru til
skilnings á atburðunum. Hann
minnist ekki einu orði á
félagsleg og efnahagsleg rök
þjóðnýtingaráforma i Chile,
og sleppir þá vitanlega aö geta
þess að þeir sem hafa viljað
leysa vandamál landsins
hafa ekki séð önnur úrræði en
þjóðnýtingu og skiptingu
jarða i einhverri mynd ( hvort
sem þeir hafa verið reiðubúnir
að stiga það spor eða ekki).
Þannig höfðu Kristilegir
demókratar slikar aðgerðir á
stefnuskrá sinni. Loks gleymir
G.E. þvi alveg, að umfangs-
mestu þjóðnýtingarnar, þjóð-
nýtingarnar á kopar-
námunum, voru samþykktar
með öllum greiddum
atkvæðumá þingi Chile 11. júli
1971. Hitt er svo rétt aö þeir
sem notiö höfðu góðs af þvi
ástandi sem áður hafði rikt
urðu hræddir við þessa þróun
mála og létu þá ekkert ógert
til að torvelda Allende starf
sitt en það er ekki nema ein
hlið málanna. Annað dæmi um
hlutdrægni G.E.,sem vert er
að nefna, er það að hann
skýrir vandlega frá starfsemi
MIR, en gleymir alveg að
segja frá hryðjuverkum hægri
sinnaðra öfgamanna, t.d.
samtökunum Patria y liber-
Hin
umdeilda
frásögn
Gunnars
Eyþórssonar
í útvarpinu
11. sept.
tad. Þó hefur borið talsvert
meira á starfsemi þeirra en
MIR, allt frá þvi að fasistar
myrtu hershöfðingjann René
Schneider um það leyti sem
Allende tók við völdum, og til
siðustu stjórnardaga Allendes
þegar landið var ofurselt
hryðjuverkastarfsemi þeirra.
Loks nefnir G.E. ekki hvers
vegna endurskipulagning
landbúnaðarins gekk illa, og
hefði hann þó getað lýst þvi á
dramatiskan hátt hvernig
auðugir landeigendur ráku
hjarðir sinar til Argentinu
frekar en þeim væri skipt milli
soltinna leiguliða).
Jafnframt hefur veröbólga
gert gjaldmiöil landsins nær
verðlausan á þeim þremur
árum sem Allende hefur veriö
viö völd og dýrtíö oröiö óviö-
ráöanleg. Þetta hefur aftur
leitt til háværra mótmæla-
aögeröa húsmæöra og
annarra borgarbúa, bæöi gegn
dýrtíðinni og skorti á mat-
vöru, scm lciðir af ntisheppn-
uöum umbótum I landbúnaöi.
Samtimis hafa gjaldeyris-
varasjóöir landsins verið
þurrausnir og erlendir aðilar
eru hættir að fjárfesta I Chile
og taka fé sitt þaöan, jafn-
framt þvi sem alþjóölegar
fjarmálastofnanir og rikis-
stjórnir viöskiptalanda Chile,
einkum Kandarikjanna, cru
tregar til lánveitinga og
samninga um vægari afborg-
anir á skuldum rikisins.
Vegna alls þessa hefur inn-
flutningur stórlega dregist
saman, meöal annars á bilum
og varahiutum. Þessi bila- og
varahlutaskortur, ásamt fyrr-
greindu ástandi i efnahags-
málum, er aöalástæöan fyrir
verkfalii vörubilaeigenda sem
befur enn aukiö ólguna I
landinu, vegna þess aö vöru-
skortur cr viöa orðinn alvar-
legur.
(Hér hefur G.E. hausavixl á
orsök og afleiðingu, svo að öll
frásögnin verður mjög
villandi. Það er að visu aug-
ljóst að hinar viðtæku
umbætur Allendes hlutu að
koma vissu róti á efnahags-
lifið — en áöur en menn
fo'rdæma það verða þeir þó
að gera það upp viö sig hvort
þeim finnast slikir efnahags-
örðugleikar verri en það
hörmulega ástand fátæktar og
arðráns sem fyrir var i
landinu. En að þvi slepptu er
það hrein fölsun að gleyma
þvi, að meginorsök erfiðleik-
anna i Chile voru efnahags-
legar hefndaraðgerðir sem
Bandarikjamenn beittu Chile-
búa — einmitt vegna þeirra
þjóðnytinga sem mest eining
hafði verið um. Alþjóðalána-
stofnanir neituðu þeim skyndi-
lega um lánveitingar, jafnvel
lán sem samið hafði verið um
fyrir valdatöku Allendes voru
ekki borguð, nema að litlu
leyti. Svo voru erlendir aðilar
ekki til viðtals um samninga
um vægari afborganir á
skuldum landsins. Loks er það
engin tilviljun að verðið á
helstu útflutningsvöru Chile,
koparnum, lækkaði á
„óskiljanlegan” hátt (eins og
sum blöð sögðu), um það leyti
sem Allende tók við völdum,
en fór strax að hækka eftir fall
hans. Einnig fóru Bandarikja-
menn dómstólaleiðina til að
trufla koparsölu Chile-manna.
p]f þetta hefði ekki allt lagst
saman hefðu efnahagserfið-
leikar Chile-búa verið miklu
minni og viðráðanlegri. — Svo
má að lokum benda á það að
þetta margfræga „verkfall”
vörubilstjóra var i rauninni
verkbann, sem hafði ekki
annan tilgang en þann að
þvinga Allende til að láta af
völdum: 1 hvert skipti sem
reynt var að ganga að kröfum
þessara manna komu þeir
fram með nýjar kröfur og óað-
gengilegri til að draga málin á
langinn. Hins vegar tóku þeir
þegar upp vinnu eftir vald-
ránið. Óliklegt er að eigendur
vörubila hefðu getað staöiö i
svo löngu verkbanni ef þeir
hefðu ekki fengið dulinn fjár-
stuðning).
Allende hefur gert þrjár
breytingar á stjórn sinni sföan
i júni og tekiö herforingja inn i
hana, i þeim tiigangi væntan-
lega aö láta herinn eiga hiut
deild i stjórnarstefnunni. En
ckki hefur tekist aö friöa
hcrinn, og ólgan cr sérstak-
lega mikil innan flotans. I
júnilok var gerö uppreisnartil-
raun i Valparaiso, þar sem
upprcisnin hófst einnig nú.
Nokkur hundruö sjóliösfor-
ingjar hugöust taka nokkur
herskip og hóta aö skjóta á
borgina ef Allende færi ckki
frá. Sú uppreisn var bæld
niður, en eftir stóö nærri alger
upplausn og öngþveiti. A11-
ende hefur ævinlega látiö
undan kröfum hinna róttækari
sósialista um frekari þjóö-
nýtingu, en þaö er einmitt
þjóönýtingin sem beint og
óbeint hefur lagt cfnahagslif
landsins i rúst. Af þessu efna-
hagsöngþveiti hefur siöan leitt
illvigt verkfall koparnámu-
manna, sem olli þvi aö stööva
varö koparútflutning og þar
meö rýra tckjur rikisins,
þegar rikissjóöur mátti
minnst viö þvi.
(Nú endurtekur G.E. ýmsar
hæpnar fullýrðingar og
villandi, og ætla ég ekki að
elta ólar við það. Verra er þó
að hann gefur mjög tak-
markaða og ranga mynd af
afskiptum hersins. Upphaf-
lega var her Chile ákveðinn i
aö viröa stjórnarskrána og
skipta sér ekki af stjórn-
málum, þótt innan hans væru
öfl sem vildu gripa völdin.
Siöan má segja að saga sið
ustu þriggja ára sé sagan um
það hvernig þessi fasistiskuöfl
ná smám saman undirtök-
unum i hernum, — og er i þvi
sambandi rétt að benda á þá
merkilegu staðreynd að þegar
Bandarikjamenn drógu úr
allri aöstoð sinni við Chile,
héldu þeir þó áfram riflegri
aðstoð við herinn og gerðu
mikið af þvi að „þjálfa” her-
menn og herforingja. Fyrsta
skrefið i þessari þróun var
morðið á René Schneider
hershöfðingja, sem var for-
vigismaður þeirra sem vildu
að herinn virti stjórnar-
skrána. Þegar vörubila-
eigendur gerðu verkbann sitt i
fyrra skipti gerði Allende
herforingja að ráðherrum, og
var það ekki til að „iáta herinn
eiga hlutdeild i stjórnarstefn-
unni”, heldur til að sýna verk-
bannsmönnum að herinn
styddi löglega stjórn landsins
og ætlaði ekki að gera upp-
reisn. Þetta skildu þeirog tóku
strax upp vinnu að nýju. En
þegar Allende reyndi að
endurtaka þennan leik i seinna
verkbanni vörubilaeigenda i
sumar, voru fasistisk öfl búin
aö hreiðra svo um sig, aö þetta
stoðaði ekki: Herforingjarnir
heimtuðu úrslitaáhrif á
stjórnarstefnuna og sögðu af
sér þegar þeir fengu þau ekki.
Þá sáu verkbannsmenn að
þeim var óhætt að halda
áfram, herinn var kominn á
þeirra band).
Allt þetta hefur grafiö svo
mjög undan vinsæidum
Allcndes, sem voru mjög
miklar fyrst i stað, að uni
nokkurt skeið hafa menn ekki
deilt um hvort uppreisnin yröi
gerö gegn honum hcldur hve-
nær. Þær hrakspár eru nú
orðnar aö veruleika meö yfir-
iýsingu hersins um að Allendc
veröi að segja af sér, að öðrum
kosti veröi hann rekinn frá
völdum. Fréttir eru óljósar, en
óhætt viröist aö gera ráð fyrir
aö herinn eigi alls kostar viö
Allende, svo framarlega sem
herinn cr sameinaöur gcgn
honum. Hitt er annaö mál,
hvort stuöningsflokkar A11 -
endes láta sér þaö lynda aö
herinn skcrist i ieikinn. Áöur
var minnst á MIR, og fieiri
slikir öfgahópar eru starfandi
i Chile. Fullvist má telja aö
hinir öfgafyllri andstæöingar
borgaraflokkanna muni ekki
sætta sig viö vaidarán hersins.
Þvi er nú allt útlit fyrir aö spár
Allendes sjálfs i sumar um aö
borgarastriö i Chile sé yfirvof-
andi kunni að rætast á
næstunni.
(Þá vitum við það: það eru
„hinir öfgafyllri andstæðingar
borgaraflokkanna”, sem
sætta sig ekki við valdarán
hersins!)