Þjóðviljinn - 03.11.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.11.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur :!. nóvcmber 1973. Af ótímabærum getnaði Það fer víst ekki milli mála, hverjar tvær kon- ur hafa með kynferðis- atferli sínu valdið ís- lendingum hvað mestum heilabrotum, en það eru þær /\Aaria (á hebr. Mirj- am) stundum nefnd mey, guð má vita hvers vegna, þar sem hún var margra barna móðir. Stundum hefurhún jafn- vel verið kölluð blessuð jómfrúin (beata virgo), að ekki sé nú talað um „Madonna" og ,,Notre Dame" svo nokkuð sé nefnt. María þessi var af ætt Davíðs og trúlofuð timburmanninum Jósep, sem var frændi hennar og giftist henni raunar þótt hann ætti ekkert í barni því sem madonnan bar undír belti. Það hefur stundum vil jað brenna við að kon- ur væru tregar til að feðra börn sín, þau sem ekki eru getin í hjóna- bandi, en hjá Maríu stóð ekki á svörum. Mikael erkiengill hafði sem sagt komið til hennar með skilaboð frá heilögum anda um að hann lang- aði til að hitta hana og barna hana. Maria sem var bara venjuleg kona skundaðiþegará þennan óvenjulega ástarfund og var þegar afmeyjuð og börnuð og hefur síðan verið kölluð jómfrú Maria. Þetta minnir óþyrmi- lega á söguna af því þeg- ar skóhlifunum var stol- ið af Ólafi nokkrum og hann var eftir það aldrei kallaður annað en Óli þjófur. Hin konan er Ragn- heiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar biskups í Skálholti, en barnsfað- ernismál Maríu meyjar er hreinn barnaleikur hjá máli Ragnheiðar. í þrjár aldir hafa lærð- ir sem leikir velt vöng- um yfir þvi stórmáli hvenær Ragnheiður hafi eiginlega verið giljuð. Og hér er svo sannarlega ekki verið að spyrja um ártal, mánuð, né viku, heldur dag eða nánast hvenær sólarhringsins. Hún sór þess nefnilega dýran eið í Skálholts- kirkju að hún væri hrein mey og vúmms, eins og Jói, vinur minn, í Dals- garði segir stundum, níu mánuðum seinna, uppá dag, varð hún léttari og skildi þar með íslensku þjóðina eftir í algerri ó- vissu um það hvort hún hefði framið meinsæri eða sagt heilagan sann- .leikann. Sagnfræðingar hafa hingaðtil hallast að þeirri skoðun að óliklegt verði að teljast að hún hafi verið sorðin á með- an hún var að sverja i kirkjunni, og þó, svo not- uð séu orð kennslukon- unnar: ,,Hver veit hvað getur hafa dottið í þessa andskota". En nú hefur undrið skeð. Þjóðin þarf ekki lengur að búa við hina nagandi óvissu um kyn- ferðislif Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. í þær þrjár aldir sem liðnar eru frá því að hún gaf upp öndina hefur ekki heyrst frá henni hósti né stuna, þar til loks nú á því herrans ári 1973 að hún tekur sér bólfestu í saklausri innanbúðar- konu norður á Akureyri. Vonandi er hér aðeins um andlega bólfestu að ræða, þvi það væri allt annaðen huggulegt fyrir þessa sómakæru innan- búðarkonu að þurfa á efri árum að fara að vas- ast um allar jarðir með holdlegar fýsnir Ragn- heiðar heitinnar Brynj- ólfsdóttur að leiðarljósi. Innanbúðarkonan er, sem sagt, miðill, en hús- bóndi hennar glingursali niður á Oddeyrinni á Akureyri. í þessari snotru glingurbúð þar sem þau hjúin höndla kennir margra grasa; kertastjakar og kera- mík, krukkur og kirnur, öskjur, skrautmunir og gerviblóm og alls kyns dót að því er virðist öðru fremur til að gleðja dauðlegarog ef til vill ó- dauðlegar sálir. Og svo er það einn morguninn, þegar versl- unarmaðurinn er að þurrka af plastikblóm- unum/ að innanbúðar- konan fer að tala tung- um í miðju plastik- blómahafinu. Húsbóndi hennar, ★- 'sem er bæði glöggur maður, gegn og skyggn, enda umboðsmaður Morg- unbjaðsins á Akur- eyri, leggur þegar eyrun að hjali konunnar og þykist þar kenna rödd Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur, sem hvorki hefur stunið né hóstað í þrjú- hundruð ár, og eins og fyrir milligöngu æðri máttarvalda eygir hann hér strax hið gullna tækifæri til að leiða al- þjóð i allan sannleikann um uppáferðir þeirra Daða og Ragnheiðar, en leiðandi hönd forsjónar- innar hnippir aðeins í ★ þaueru ekki gift, hyggjuvit höndlarans. Hver veit nema hér sé einhvers ábata von, því það er ekki á hverjum degi að rithöfundur skrifar bók eftir að hafa legið þrjúhundruð ár í gröfinni. Góðir íslendingar. Jólabókin í ár. Ragn- heiður leysir frá skjóð- unni. Glingursalinn skundar með innanbúðardömuna sína á afvikinn stað og skellir henni í ofsalegan trans, og í gegnum þessa saklausu sómakonu þusa svo Ragnheiður, Daði, Brynjólfur og allt Skálholtshyskið inná segulband í áttatíu klukkutíma. Sérfræðing- ur minn í yfirskilvitleg- um fræðum hefur tjáð mér að það þurfi rosa- legan trans til að fá átta- tíu klukkutíma munn- ræpu. Sem sagt, um þessar mundir er jólabókin í ár að koma út, sjálfsævi- saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, rituð af Stefáni Eiríkssyni smá- og spá-kaupmanni, sem selur ,,djönk" og er um- boðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri. Hér á sannarlega vel við kvæði Hallgríms, sem var næstum glatað en hann orti um hugarvíl Brynjólfs biskups þegar liferni Daða og Ragn- heiðar var farið að ganga framaf honum. Lag úr Kardimommu- bænum: ,,Hvar er Ragnheiður! Hvar er Ragnheiður! Hvar er Ragnheiður og Daði!" æpir Brynjólfur, Útí mógryfju? Inní baðstofu? Uppá kirkjuloftí eða niðrí heyhlöðu? Ég er viss um að þau gerðu það í gær!!!! Flosi Hafnabætur verða að aukast í samræmi við fjölgun skipa Fjórði ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga var haldinn að Ilótel Sögu i Reykjavik föstu- daginn 19. október. Fundinn sátu 56 fulltrúar aðildarhafna sam- bandsins og gestir, ni.a. fulltrúar samgönguráðuneytisins, llafna- málastofnunar rfkisins og Sam- bands islenskra svcitarfélaga. Á fundinum flutti Björn Jóns- son samgönguráðherra ávarp: Gunnar B. Guðmundsson formað- ur Hafnasambandsins flutti skýrslu fráfarandi stjórnar, Hall- dór Hannesson deildarverk- fræðingur talaði um fram- kvæmdaáætlanir við hafnargerð, Gunnar H. Ágústsson hafnar- stjóri ræddi samræmingu eyðu- blaða við rekstur hafna, og lögð var fram skýrsla um hlutverk hafnanna, sem dr. Kjartan Jóhannsson verkfræðingur hafði tekið saman. Skipakaup og hafnabætur 1 setningarræðu vék Gunnar Guðmundsson að þvi, að vel- gengni i útvegi heföi að undan- förnu endurspeglast i gifurlegri aukningu skipastólsins. Hins veg- ar hafi hafnabætur hvergi nærri verið i samræmi viö fjölgun fiski- skipanna. Frá ræðu Gunnars hefur veriö skýrt áður hér i blaö- inu. ófullnægjandi fjárveitingar t erindi Halldórs Hannessonar deildarverkfræðings, á Hafna- málastofnun rikisins, kom fram, að sveitarstjórnir telja nauðsyn- legt að vinna að hafnarfram- kvæmdum á fjórum árum. frá 1973-1976, fyrir samtals 2600 miljónir króna, á verðlagi þessa árs. Fyrsta árið af þessum fjór- um nam fjárveiting til hafna 272 milj. króna. Þótt almennum höfn- um yrðu ætlaðar um 400 milj. króna á fjárlögum næsta árs, fer þvi viðs fjarri, að unnt sé að óbreyttum f járveitingum að sinna þeim óhjákvæmilegu endurbótum á hafnarmannvirkj- um viðs vegar um land, sem stór- aukin fiskiskipastóll landsmanna gerir nauðsynlegar. Fjárframlög til hafnargerða stóraukin 1 framhaldi af umræðum um fjárveitingar til hafnamála gerði fundurinn svofellda samþykkt: „Arsfundur Hafnasambandsins bendir á nauðsyn þess, að fjár- framlög til hafnargerða verði stóraukin, ef takast á að skapa si- vaxandi fiskiskipastóli lands- manna viðunandi hafnarað- stöðu." 4 ára framkvæmdaáætl- un um hafnargerðir Fundurinn gerði svofellda ályktun um áætlanagerð um hafnarframkvæmdir: ..Til þess að tryggja, að nýju hafnalögin komi raunverulega til framkvæmda 1. janúar 1974, leggur ársfundurinn sérstaka áherslu á, að framkvæmdaáætlun samkvæmt hafnalögunum frá 11. april 1973 fyrir árin 1974-1977 verði gerð þannig: 1. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 1974 verði lögð fyrir Alþingi til staðfestingar eigi siðar en við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir ár- ið 1974. 2. Tillaga að framkvæmdaáætl- un fyrir árin 1975-1977 verði lögð fram áður en yfirstandandi Al- þingi lýkur.” Varnir gegn oliumengun sjávar Fundurinn samþykkti aö beina þvi til samgönguráðuneytisins, að komið verði á fót viöræðunefnd, er i eigi sæti fulltrúar rikisvalds- ins, hafnanna, útgeröarmanna og oliufélaganna til þess að auðvelda framkvæmd reglna um varnir gegn oliumengun sjávar. Útreikningur skipagjalda Þá samþykkti fundurinn aö beina þvi til samgönguráðu- neytisins, aö viö útreikning á hafnargjöldum skipa skuli leggja til grundvallar þá brúttóstærð, sem gefur sannasta mynd af stærð skipsins og þar með rýmis- þörf þess i höfn. Einnig samþykkti fundurinn að fela stjórninni að láta kanna laga- lega heimild fyrirmæla sam- gönguráðuneytisins um útreikn- inga hafnagjalda af skipum, sbr. erindi Húsavikurhafnar til ráðu- neytisins um það mál. Alyktun þessi varðar ágreining, sem uppi er milli hafnanna og ráðuneytisins um þá mæliein- ingu, sem notuð er við útreikning á rými skipa, sem hafnargjöld miðast við. En um þetta efni sagði Gunnar B. Guðmundsson svo i skýrslu sinni til fundarins: ,,Ef ný gögn verða ekki dregin fram, er varpa ljósi á þetta mál, þá fær stjórnin ekki betur séð, en að ráðuneytið hafi brostið heimild til þess að mæla fyrir um það orðalag, sem nú er almennt i hafnarreglugerðum um útreikn- ing skipagjalda, og meö þvi rang- lega haft stórfé af hafnarsjóð- um.” 1 stjórn Hafnasambandsins til eins árs voru kjörnir Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri i Reykjavík, formaður, Gylfi Isaksson bæjarstjóri á Akranesi, Alexander Stefánsson oddviti i Ólafsvik, Pétur Bjarnason hafnarstjóri á Akureyri og Sigurður Hjaltason sveitarstjóri á Höfn i Hornafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.