Þjóðviljinn - 03.11.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1973. Laugardagur 3. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 I I rúmt ár hef ég dvalið i há- skólabænum Lundi i Suður-Svi- þjóð. Þetta er spölkorn frá Dan- mörku. Þannig að samhliða er auðvelt að athuga danskt og sænskt þjóðfélag. Einn höfuðkost- urinn við að dvelja um tima er- lendis er að geta borið saman að- stæður þar við aðstæður heima á íslandi. Undanfarnar vikur hef ég sérstaklega athugað mismunandi viðbrögð fjölmiðla i þessum þrem löndum (Danmörku, Sviþjóð og Isiandi ) við herforingjabylting- unni i Chile. Af islenskum fjöl- miðlum hef ég fyrst og fremst haft aðgang að Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, en vegna sér- stakra deilna um fréttamennsku rikisútvarpsins um atburðina i Chile hef ég einnig fengið nokkra innsýn i hvernig þeirri frétta- mennsku var háttað fyrri hluta sl. septembermánaðar. Ég vil strax i upphafi skýra frá þvi, að grundvallarmunur virðist vera á fréttamennsku islensku fjölmiðlanna um atburðina i Chile og fréttamennsku fjölmiðlanna hér beggja megin við Eyrarsund um þessa atburði. Ég hef ekki enn séð neinn danskan eða sænskan fjölmiðil lýsa yfir „skilningi” á herforingjabyltingunni, og allir telja þeir það vera lýðræðislega skyldu sina að skýra ýtarlega frá ógnarstjórninni i Chile. A Islandi er það hins vegar Þjóðviljinn sem eins og fyrri daginn hefur tekið að sér það hlutverk, sem lýðræðisleg og frjálslynd öll gegna i frétta- miðlun I Vestur- og Norður- Evrópu. Aðeins i Þjóðviljanum er hægt að lesa bæði skýlausa l'or- dæmjngu á herforingjastjór.inni i Chile og fréttir af hryðjuverkun- um þar. Að visu hafa birst grein- ar i Morgunblaðinu, sem gagn- rýna herforingjabyltinguna, cn I þcim hluta blaðsins, scm almcnn- ingur hclst les, frcltunum, cr litið scm ckkcrt að finna um Chile. Daglegt blóðbað þar er ekki talin mikil frétt i Morgunblaðinu. Svip- aða sögu er að segja um dagblað- ið Timann. Vera má að rikisútvarpið hafi eftir fremur lágkúrulegt upphaf bætt fréttamennsku sina um at- burðina i Chile. Af skiljanlegum ástæðum er ég ekki i aðstöðu til að dæma um það. Ég mun hins- vegar i grein þessari fjalla um fréttamennsku rikisútvarpsins fyrst eftir að stjórnarbyllingin i Chile var gerð og hafa þar sér- Byltingin í Chile og íslenskir fjölmiðlar staka hliðsjón af fréttapistli Gunnars Eyþórssonar 11. sept. sem birtur var i Þjóðviljanum 3. okt. sl. og fjalla um leið um við- brögð vissra yfirvalda vegna fréttapistilsins. En fyrst örfá orð um nokkra þætti i atburðunum i Chile, sem mér finnst þörf að vekja sérstaka athygli á. II 1 Chile er tekjuskipting ójafnari en gerist yfirleitt i Evrópu. Það sem virðist róttæk aðgerð i Chile eins og skipting stórjarðeigna meðal atvinnuleysingja, þætti hógvær umbótastefna viða i Evrópu. t Chile rikti fram til ágústmán- aðar 1973 svonefnt „vestrænt lýð- ræði” og það með betra móti en i t.d. sumum Evrópulöndum er kenna sig við lýðræði. Helstu and- stæðingar Allendes fengu að starfa óáreittir og héldu stöðu sinni innan rikisvaldsins. Annars vegar ójöfn tekjuskipt- ing i vanþróuðu landi og allt, sem henni fylgir, ungbarnadauði á háu stigi, engin tök á læknisað- stoð fyrir stóran hluta ibúanna, sultur og vesöld meirhlutans, hins vegar „vestrænt lýðræði” i sinni fullkomnustu mynd. Gat þetta tvennt verið hlið við hlið til lengd- ar? t tið Allendes voru gerðar mikl- ar tilraunir til að bæta kjör þeirra, sem verst voru settir. Akveðnir andstæðingar Allendes hafa ekki neitað þvi, að svo hafi verið. En þeir hafa ásakað hann fyrir að hafa bætt kjör þeirra „of hratt” með þeim afleiðingum að verðbólga, sem mikil var fyrir óx stórum. Einnig heyrðist gjarnan sú gagnrýni á félagslegri um- bótastefnu Allendes að hún drægi Gísli Gunnarsson skrifar frá Svíþjóð: úr vinnuvilja og vinnuaga verka- fólksins. (Svipuð gagnrýni á féiagsleg- um umbótum heyrðist oft meðal . evrópskra ihaldsmanna snemma á þessari öld) f siðustu þingkosningum I Chile fengu stuðningsflokkar Allendes um 43% atkvæða. En andstæðing- ar hans voru engin samfelld og samstæð fylking. Andstöðuhópinn skipuðu tveir flokkar, Þjóðlegi flokkurinn og Kristilegi Demó- krataflokkurinn. Sá fyrrnefndi er hægri flokkur, sá siðarnefndi er miðflokkur, sem inniheldur sterk vinstri öfl. Þessi öfl tilheyrðu þeini 57%, sem talin hafa verið til andstæðinga Allendes. Með byltingu hersins siðastlið- inn ágústmánuð voru umbæturn- ar til að bæta kjör þeirra verst settu afnumdar. Lýðræði hefur nú verið afnumið I Chile. Prentfrelsi þekkist þar ekki lengur. Pyndingar fanga eru daglegt brauð. Þær þekktust ekki i tið Allendes. Þúsundir manna hafa verið drepnar án dóms og laga. Fátæklingar, sem ekkert hafa til saka unnið annað en það að hafa starfað innan ramma hins vestræna lýðræðis i flokkum sem studdu stjórn Allendes, eru pynd- aðir og skotnir og likin látin liggja i alfaraleið öðrum til viðvörunar. Heimildir fyrir þessu eru margar. Heimildir minar eru danska og sænska sjónvarpið og öll þau dönsku og sænsku dag- blöð, sem ég hef séð. En nú hefur chilenska herfor- ingjastjórnin hafið herferð gegn þeim erlendum fréttamönnum, sem skrifa öðruvisi en stjórnin telur æskilegt. I röska viku hefur Bobi Sourander, fréttaritari út- breiddasta blaðs Sviþjóðar, Dag- ens Nyheter, setið i fangelsi i Chile. Bobi Sourander er einnig fréttamaður fyrir norska Dag- bladet og danska blaðið Politiken. Leif Pattersen, fréttaritara aðal- blaðs sósialdemókrata i Suður- Sviþjóð, hefur verið visað úr Chile. Herforingjastjórninni næg- ir ekki að banna prentfrelsi i Chile. Hún reynir einnig að kveða niður gagnrýni erlendis með ógnunaraðgerðum eins og þeim að handtaka erlenda blaðamenn. Samtimis fréttum um ofsóknir á hendur erlendum fréttamönn- um, sem voga sér að gagnrýna hernaðareinræðið i Chile, berast fréttir um það að herforingja- stjórnin sé farin að skipuleggja boðsferðir til „vinsamlegra” er- lendra fréttastofnana. Frétta- menn frá slikum stofnunum fá gjarnan að heyra ibúa fátækra- hverfanna i Santiago lýsa þvi yfir i návist hermanna og lögreglu- manna hve yndislegt það sé að vera laus við Allende og allt hans hyski. (Heimild: Viðtöl við flótta- menn frá Chile i sænska sjón- varpinu 18. okt.) — Annars vegar fréttamenn sem handteknir hafa verið fyrir að gagnrýna herfor- ingjastjórnina, hins vegar frétta- menn frá öðrum fréttastofnun- um i hinum vestræna heimi sem fara sem boðsgestir þessarar sömu stjórnar til að lofsyngja hana eða afsaka. Þannig hafa andstæðurnar í hinum vestræna fréttaheimi skerpst. Ekki hefur heyrst um nokkra starfsmenn virtra fréttastofnana i Sviþjóð og Danmörku, sem eru i hópi boðsgesta herforingjastjórn- arinnar. En ef til vill má finna þar höfund greinar þeirrar i Morgun- blaðinu 4. okt. sl., þar sem bylting herforingjanna var skilgreind sem ill nauðsyn. Og fróðlegt væri að vita hvort chilenska herfor- ingjastjórnin hafi með aðstoð UPPREISIN í CHILE HERINNRÍS UPP GEGN r^\e "ættaizizr*EORSET í V: sa! ms a:° OS (V. Ö, ^ 3 V C hZ9' W' landrájiWWM Jf kaoTu »u* , '0Æ'i »3 . „^isst^orn rífí SP'O ► ioirset9 "1 " eD, ^ i pmr .......=Tilrauns«>» MaroTfíoi .misheppnaðist ^ luarg^isleif vannamQi í? sojsl S"33 °.S ZÍX & th $ zltS Pf(•0 ö 5 w .X ~ W! QJ WStokaMá | T3 ri «I f«5 ■Z I « 0 ptw( iiZ vina sinna erlendis uppgötvað vinsamlega fjölmiðla á tslandi. Fréttapistill Gunnars Eyþórs- sonar i rikisútvarpinu 11. sept. er ömurleg lesning. Þar ægir saman staðreyndabrengli og rangtúlkunum. Hlutdrægni fréttamannsins skin alls staðar i gegn. Þannig varð herforingja- byltingin „vonum seinna”. And- staða hans við stjórn Allendes er augljós. — Annars sé ég ekki á- stæðu til að tina til ýtarlegar at- hugasemdir um pistillinn, það var ágætlega gert i Þjóðviljanum 3. október sl. Eðlilegt hefði verið að frétta- stjóri hefði veitt Gunnari ákúrur fyrir pistil þennan. Útvarpsstjóri hefði einnig mátt láta málið til sin taka. En alla vega bar útvarps- ráði skylda til að vita fréttaflutn- ing þennan. Útvarpsráð er kjörið til að vera fulltrúi almennings gagnvart starfsmönnum rikisút- varpsins. Þessir starfsmenn hafa þau sérstöku réttindi að geta komið sjónarmiðum sinum fram á áhrifarikari hátt en aðrir borg- arar. Misbeiting þessara réttinda er þvi atferli, sem hindra verður. t Sviþjóð er rannsókn á mis- beitingu starfsmanna sjónvarps- ins timafrekasta verkefni út- varpsráðsins. Ef einhver frétt eða dagskráratriði er talin striða á móti reglum útvarpsins um hlut- leysi eða heiðarlegan málflutn- ing, birtir útvarpsráö úrskurð þaraðlútandi i fjölmiðlum. Slikir úrskurðir eru kveðnir upp nokkuð oft, og eru auðvitað stundum um- deildir. llins vegar efast enginn um rétt ráðsins til að kveða upp r.lika úrskurði. Svipaðar reglur munu gilda hjá danska sjónvarp- inu. Það helur einnig verið i verka- hring islenska útvarpsráðsins að vita dagskrárliði, sem taldir eru brjóta gegn hlutleysi rikisút- varpsins. Fram til 1971 var aðeins „vinstri villa" viðurkennd sem vitavert athæfi, siðan helur meira jafnvægi orðið á. Hvað skyldi úl- varpsráð hafa vitt marga flytj- endur þátta um „Daginn og veg- inn” undanfarin 20-30 ár? En aldrei hefur nokkur til þess vitað að útvarpsstjóri eða starfsmenn rikisútvarpsins hafi mótmælt slikum úrskurði á þeim for- sendum að fyrst hefði átt að ræða málið við viðkomandi. Og þá er komið að kjarna máls- ins um rétt útvarpsráðs til að vita dagskrárliði og rétt starfs- manna til að flytja mál sitt óáreittir. Útvarpsstjóri og starfs- menn rikisútvarpsins mótmæla augsýnilega vitum útvarpsráðs á hendur Gunnari Eyþórssyni og fleirum á þeim forsendum að hér sé um fastráðna starfsmenn að ræða. En hvi ættu fastráðnir starfsmenn fremur að vera hafnir yfir opinberar vitur en lausráðnir starfsmenn? Er ckki ciuniitt öllu frckar ástæða til að vita fast- ráðna starfsnicnn opinbcrlega en lansráðna, vcgna þcss að við þá siðarncfndu cr auðvclt að losa sig, cn ómögulcgt við þá fyrr- ncfndu? IV Framtakssemi úlvarpsstjóra i þessu máli vekur vissulega ákveðnar spurningar. Ilann vill standa vörð um sjálfstæði stofn- unar sinnar. En hvernig hefur þt'ssi sami útvarpsstjóri staðið vörð um sjálfstæði stofnunar sinnar og lögboðinn einkarétl gagnvart sjónvarpsstöðinni á Keflavikurflugvelli? Allir fréltamenn rikisút- varpsins nema einn gagnrýndu harðlega vitur útvarpsráðs. (Þessi eini var ásakaður um ,,k o m m ú n i s t a þj ó n k u n ” i Morgunblaðinu. Nær stéltarsam- staða fréltamanna einnig til „ofsókna” i fjölmiðlum gegn honum?) Meðal forsenda gagn- rýni Irétlamannanna var sú, að engin rök v/eru lyrir þvi að vita umrædda Iréttapistla. Telja fréttamennirnir 17 að Iréttaút- skýringar Gunnars Eyþórssonar og félaga hali lullnægt skilyrðum um óhlutdrægan og heiðarlegan málflutning i rikisúlvarpi? Eða telja þeir að útvarpsráð hefði i vitum sinum átt að tiunda i smá- atriðum allt sem ráðinu þótti athugavert i málflutningnum? Annaðhvort af þessu tvennu hljöta háltvirtir 17 fréttamenn að álita. S.l. vi'tur starl'aði ung stúlka við gerð barnalima við rikis- útvarpið. Ekki leið á löngu uns Morgunblaðið fór að krefjast brotlreksturs stúlkunnar. Full- Framhald á bls. 14 Útvarpiö: Framhaldsleikrit eftir Gunnar Benediktsson Fyrir stuttu hófst i útvarpinu flutningur á fram- haldsleikriti eftir Gunnar Benediktsson, rithöfund i Hveragerði. Nafn leikritsins er „Snæbjörn galti” og verður 1. þáttur þess endurfluttur í kvöld kl. 19.20, en annar þáttur verður fluttur eftir viku, laugar- dagskvöldið 10. nóvember. Okkur datt i hug að hafa sam- band við Gunnar Benediktsson og spyrja hann litillega um verkið. — Hvert er efni leikritsins, Gunnar? — Leikritið heitir jú „Snæbjörn galti” og er eins og nafnið bendir til byggt á efni úr Landnámu um Snæbjörn galta, en hann var sonarsonur Snæbjarnar Eyvindssonar, landnámsmanns i Vatnsfirði við Isafjarðardjúp, sem var bróðir Helga magra. Aðalefni harmsögunnar í Land- námu er, að Hallbjörn frá Kiðja- bergi í Grimsnesi giftist Hallgerði dóttur Tungu-Odds þess, er bjó að Breiðabólstað i Reykholtsdal. Hallbjörn fer að Breiðabólstað er hann kvænist Hallgerði og er þar eitt ár. í Landnámu segir, að gengið hafi erfiðlega með sambúð þeirra hjóna og er látið i það skina að það hafi verið af völdum Snæbjarnar galta, sem er þá kominn föðurlaus með móður sinni til Borgarfjarðar. Hallbjörn ætlar sér um vorið til heimabyggðar sinnar, vegna erfiðleika i heimilisiifi.og ætlar að taka Hallgerði konu sina með sér, en hún vill ekki fara. Þegar Hallbjörn sækir hana til að leiða hana til hests, þá slær i þvilika brýnu milli þeirra, að hann heggur af henni höfuðið. Þá voru orð gerð Snæbirni galta, og hann fer til eftirreiðar og vegur Hall- björn, þar sem nú heita Hall- bjarnarvörður á Uxahryggjaleið. 1 leikritinu reyni ég að varpa ljósi á ástæðuna fyrir þvi, að Snæ- björn hrekst suður i Borgarfjörð frá landnámsjörðinni, og hvernig mál- gátu þróast til þeirra at- burða, sem sagan greinir frá. — Hvað er leikritið margir þættir i flutningi? — Leikritið verður flutt i 7 þátt- um. Leikstjóri er Klemens Jóns- son, en með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, sem leikur Snæbjörn galta, Helga Bachman, er leikur móður hans, Gunnar Eyjólfsson leikur Hall- björn, Kristbjörg Kjeld leikur Hallgerði, og hjónin á Breiðaból- stað, foreldra Hallgerðar , leika Jón Sigurbjörnsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. — Hvenær samdir þú þetta leikrit Gunnar, og hvernig kom til áhugi þinn á þessu efni? — Leikritið er samið á útmán- uðum 1966, og svo tekið til endur- skoðunar nú i vor i samvinnu við leikstjórann. Það er mjög langt siðan ég fékk áhuga á efninu. Ég skrifaði reyndar ritgerð um þessa atburði fyrir mörgum árum og birtist hún þá i Skirni, en þegar ég fór svo að hugleiða efnið aftur fyrir fáum árum, þá fannst mér það tilvalið i leikrit. Það var Efniö sótt í frásögn úr Landnámu Gunnar Benediktsson eins og efnið leystist sundur i þætti i leikriti. Ég tel að átökin milli kristni og heiðni komi fram með vissum hætti i frásögn Landnámu, sem leikritið byggir á. Það eru tvær merkustu ættir kristnar, sem standa að Snæbirni galta. Onnur er ætt Bresasona af Akranesi, og svo var afi Snæbjarnar galta Snæ björn landnámsmaður i Vatns- firði, einnig kominn vestan um haf. 1 leikritinu verða átökin milli kristni og heiðni töluverður þáttur og valda nokkru um at- burðarásina. — Ekki mun þetta vera þitt fyrsta leikrit, Gunnar, eða hvað? — Nei, ég skrifaði leikrit, sem Leikfélag Reykjavikur var búið að taka til flutnings haustið 1939, og var Soffia Guðlaugsdóttir leik- stjóri og átti einnig að leika aðal- persónuna, en æfingar á þvi leik- riti voru nú skyndilega stöðvaðar á dularfullan hátt, og töldu ýmsir að fjarlægir heimsatburðir hefðu valdið. Fyrir nokkrum árum flutti rikisútvarpið leikrit, sem ég hafði skrifað um Jóru biskups- dóttur og eitt á ég reyndar i hand raðanum, sem verið er að athuga um flutning á. Þar koma við sögu Sighvatur skáld Þórðarson og Magnús konungur góði, en segja má að aðalpersónurnar i þvi verki séu móðir- Magnúsar kon- ungs og stjúpan, ekkja Ölafs konungs digra, þ.e.a.s. drottn- ingin og ambáttin. — Með von um að fá að sjá eða heyra þetta leikrit lika kveðjum við Gunnar. Og hvað segir svo leikstjórinn Klemens? Við hringdum i Klemens Jóns- son, leikstjóra, sem leikstýrir flutningi á leikriti Gunnars, „Snæbirni galta”, og spurðum, hvernig honum hefði fallið leikritið. Klemens sagði: Ég get með góðri samvisku hvatt útvarps- hlustendur til að fylgjast með þessu framhaldsleikriti. Þetta er ágætt verk að minum dómi, og það er reyndar óvenjulegt fyrir okkur leikarana að fá i hendur leikrit með sliku tungutaki. Þetta leikrit er skrifað á afbragðs fallegu máli. Það er mikil spenna i leikritinu. Frásögnin i Land- námu er ákaflega fáorð. Menn verða að geta i eyðurnar út frá stuttorðum lýsingum, eins og t.d. ,,og var óástúðíegt með þeim hjónum” — „og þar var Snæbjörn galti”. En Gunnar reynir að ráða gáturnar, og það tel ég að honum hafi tekist á mjög skemmtilegan og skáldlegan hátt, en þarna er i rauninni á ferðinni hinn „eilifi þrihyrningur”, sem við þekkjum úr leikhúsunum, bókmenntunum og stundum úr mannlifinu. Fyrir leikarana var þetta erfitt verkefni, en allir hafa haft af þvi mjög mikla ánægju. dvt-Atlas zur Astronomie. Joachim Ilerrmann. Graphische Gestaltung der Abbildungen: llarald und Ruth Bukor. Mit 135 farbigen Abbildungsseiten. Deutscher Taschenbuch Verlag 1973. dtv hefur gefið út ágætar hand- bækur og atlasa, svo sem dtv- Atlas zur Weltgeschichte og dtv- Lexikon der Physik. Hér er fjallað um himintungl og geim i myndum og máli, kómetur og sólir, tungl og stjörnur og gang þeirra, gerð og eðli. Rakin er saga stjörnufræðinnar og lýst þeim apparötum, sem notuð eru nú til rannsókna. Myndir og himinatlasar eru ágætlega prent- aðir og allar skýringarmyndir skýrar og til mikils skilningsauka. Þetta er hin besta bók fyrir stjörnuglópa og þá sem áhuga hafa á himingeiminum. Revelations of Divine Love. Julian og Norwich. Translated into modern English and with an Introduction by Clifton Woltcrs. Penguin Books 1973. Miðaldakirkjan var litið hrifin af dulrænum fyrirbrigðum, opin- berunum og dularfullri reynslu. Sama er að segja um postulann Pál. Það úði og grúði af fólki á miðöldum, sem taldi sig hafa notið guðlegrar náðar eða hafa orðið fyrir vitrunum. Þetta gerist einnig nú á dögum, fólk telur sig hafa orðið vart við yfirnáttúr- lega hluti, telur sig hafa átt sam- ræður við látið fólk og hafa tengst yfirnáttúrlegum fyrirbrigðum; nú leggja margir kirkjunnar þjónar blessun sina yfir slikar frásagnir, oft gagnrýnislaust, og er þar átt við andatrúarklerka og aðra ótrúa þjóna guðs kristni. Fyrri tiðar klerkar höfðu hinn mesta imigust á öllu andatrúarbrölti og einnig á vitrunum og til þess að fá slikt viðurkennt varð að fara fram nákvæm rannsókn undir yfirumsjón skeptiskra háklerka, slik afstaða var og er skiljanleg öllum skynsömum mönnum, þvi að bilið kvað vera stutt og óskirt milli þess, sem talið er guðlegs uppruna og þess sem rekja má til neðri byggða eilifðarheimsins. Þessar opinberanir Móður Julian frá Norwich hlutu strax viður- kennigu kirkjunnar, tuttugu ár liðu þar til hún skrifaði þessa bók um sýnirnar eða opinberanirnar og er hún talin meðal merkari mystiskra bókmennta. Sýnirnar birtust henni i mai 1373. Gesta Romanorum. Gcschicthcn von dcn Kömern. Ein Er/áhlbiich dcs Mittelalters. llerausgegebcn von Winfried Trillitzsch. Insel Verlag 1973. Þetta er fyrsta fulla þýðingin, sem kemur á þýsku af þessu vin- sæla miðaldarriti, sem svo ótæpi- lega var sótt i af miðaldahöfund- um. Bókin er þýdd eftir latnesku útgáfunni frá 1872, kenndri við H. Oesteriay. Rit þetta á sinn upp- runa á Engiandi um 1300 og er til i fjölmörgum gerðum, 203 handrit eru þekkt og eru þau meira og minna mismunandi. Bókin var aukin og breytt þegar aldir liðu og fyrstu prentuðu útgáfurnar eru einnig mismunandi, sú fyrsta 1472 i Köln. Samsafn þetta er sótt i forna höfunda rómverska, oft i gerðir rita þeirra, sem eru meira og minna bjöguð, einnig er sótt i austurlenskar heimildir. Hanni- bal og Alexander mikli eru gerðir að rómverskum keisurum i sumum gerðum og Sókrates að rómverskum ráðgjafa. Ritið var lengi alþýölegt fræðslurit, og margir höfundar sóttu i það efni i önnur verk, svo sem Boccaccio, Chaucer, Sachs, og Schiller. Ahrif ritsins urðu mjög mikil, einkum á siömiðöldum, og væntanlega má finna efni úr þessu riti i islenskum ritum siðmiðalda og jafnvel siðar, þvi hérlendis teygðist úr hugmyndaheimi miðalda langt fram á nýju öld. Þetta vinsæla alþýðurit er skemmtilegt aflestrar og þessi gerð þess er næst þvi að vera sú upprunalega, þótt erfitt sé að vinsa úr siðari tima viðbætur. Bókin er smekkleg að öllum frágangi eins og hæfir þessu vandaaða forlagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.