Þjóðviljinn - 03.11.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur :S. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
POULÖRUM:
BOÐORÐIÐ
28
— Nei, hann á bara að koma i
veg fyrir að þú neitir þvi að hafa
endurgreitt lánið...
— Já, lánið, mikil ósköp.
Ég reyndi að bera mig manna-
lega, en ég fann svo sem að það
yrði ekki til lengdar. Við vorum
rétt að byrja og Alex var ekki enn
búinn að sýna bakhöndina.
— betta voru nýir seðlar, þeir
hafa númerin i bankanum þinum.
- Auk þess er gott pappirsblað
alltaf góður grundvöllur. Ég sé
fyrir hvernig saksóknarinn veifar
þvi...
Hann veifaði þvi sjálfur og naut
þess i fyllsta mæli: - Herra Bernt,
þér viðurkennið sem sé að
peningana, sem rænt var frá Alex
Petersen, höfðuð þér sjálfur tekið
út úr banka yðar fyrr um daginn.
...já, við höfum sönnunargagnið
hér, og um þetta vissi enginn
nema samstarfsmaður yðar,
Mark, eða hvað?.... Sérðu þetta
ekki fyrir þér, Johs?
— Alls ekki. Ég get ekki einu
sinni séð ákæru.
— Það geturðu fljótlega. Ég
býst við að reynt verði að knýja
fram játningu.
— Já, þessi er góður, sagði ég. -
Þetta gengur eins og smurt hjá
þér, nema hvað eitt vantar.
— Játninguna? sagði hann. -
Nei, eiginlega hef ég hana.
— Viltu ekki segja mér....
bað vildi hann gjarnan, og það
var svo sem eins og ég hafði undir
niðri óttast allan timann. Við-
kvæma skankann minn, hafði
hann kallað hana. Þessi bölvaöur
útsmogni þrjótur... Hann hafði
ekki verið i vafa um það andartak
hvar hann ætti að bera niður.
— Rósa, sagði hann - Sem fór
að vola á hótelinu hér um kvöldið,
alveg miður sin yfir þvi hvernig
maðurinn hennar hafði farið með
mig. Ég, fórnarlambiö, varð bók-
staflega að hugga hana.
— Bölvaður óþokkinn þinn,
sagði ég.
Hann hló.
— Hún þarf svo sem hálftima
með mesta aulanum i lögregl-
unni, og hún er búin að vera. Og
Mark getur þvi alveg eins játað
Litla gula
hœnan sagði:
Hiö nýja kristniboð
Þú ert satt að segja fullur af
holum. Þú gætir ekki skemmtþér
mikið ef þú værir ekki fullur af
holum. Og pabbi þinn var lika
fullur af hoium frá hvirfli til ilja.
Jafnvel neglur þinar vaxa i
holum. Og ef þú hefðir ekki haft
tvær holur i endanum, gætirðu
ekki íarið á salernið og þú gætir
ekki haft samfarir. Og ef það
hefði ekki verið hola i getnaðar-
lim drengsins, heföi sæðiðaldrei
getað komist inn i stúlkuna, inn i
holu hennar til að búa til börn.
tr ritinu lleilagar holur eftir
Móses Davið, postula guðsbarna-
hreyfingarinnar.
strax. Hann verður dæmdur hvort
sem er. Eigum við að giska á eitt
ár eða svo? Eða kannski þrjú,
hann er ekki með engilhreina for-
tið. Það fer að renna upp fyrir þér
Ijós, er það ekki Johs?
— Já, ég er farinn að skilja að
þú hefur alveg einstaklega svins-
legan hugsunarhátt.
— Og Rósa? - sagði hann. -
Jæja. ætli hún sleppi ekki með
skilorðsbundinn dóm fyrir með-
sekt - vegna þess hve átakanlega
hún kemur fyrir i réttinum....
— Blessaður hættu, og þú ferð
ekki til lögreglunnar, sagði ég. -
Segðu afdráttarlaust, hvað þú
hefur hugsað þér.
— bér er að fara fram, Johs.
Það fannst mér ekki sjálfum.
Mér fannst ég vera fullkominn
auli og algerlega ofurseldur
honum.
19
Hann sagðist fyrst vilja fá
peningana aftur. Atta þúsundin.
Fyrst? spurði ég. - Já, við tökum
eitt i einu, það er hægara. Þú
getur látið mig hafa þau undir
eins, opnaðu hann strax.
Hann benti á peningaskápinn
bakvið mig.
— Nei, fari það kolað, sagði ég.
- Ef ég hefði þessa peninga, sem
ekki er, þá heldurðu liklega ekki
aö ég væri svo vitlaus aö geyma
þá þarna.
— Sæktu þá þangað sem þeir
eru eða útvegaðu þá.
— Ég er enginn fjármálasnill-
ingur. Það er þú sem ert það. Auk
þess geta þetta varla orðið nema
sjö þúsund og fimm hundruð,
fyrst þú sýndir mér þennan seðil
áðan.
— Jæja, við skulum ekki rifast
um smápeninga. Ég læt mér það
lynda, en ég vil fá þetta á morgun
i siðasta lagi.
— Ef þú færð peningana,
verðurðu að lofa þvi að skipta þér
hvorki af Mark né konunni hans,
láta þau alveg i friði.
— Já, segjum það bara, sagði
hann kæruleysislega.
— Get ég treyst þvi?
— bú mátt til, þú átt ekki
annars kost, ef þú vilt ekki að
Mark verði settur ínn. Samt get
ég nú ekki séð hvers vegna ég ætti
að standa við loforð; ekki gerðir
þú það.... En skaffaðu peningana,
og ég nenni ekki að standa i
frekara stappi út af svoleiðis
undirmálsmanni.
Hann laut fram og tók sigarettu
upp af gólfinu. bað lá við að ég
yrði hissa á þvi að hann skyldi
ekki skipa mér að taka hana upp,
svo stór var hann upp á sig. Hann
kveikti i henni og sagði:
— Johs, ég þoli ekki að neinn
troði mér um tær, ekki þú heldur.
^llra sist þú. Þetta var aðeins
endurgreiðslan, nú komum við að
skaðabótunum. Það er til nokkuð
sem kallast miskabætur og ég er
viðkvæm sál...
— Fjandinn hafi það!
En að vissu leyti var hann það.
Jafntilfinningalaus og hann var
gagnvart öðrum, jafn sjúklega
viðkvæmur var hann gagnvart
eigin persónu:
- Hélstu að þú kæmist upp
með það að skipuleggja þessa
górilluárás á mig? Nei, Johs, nú
komum við að þvi... Ég get sagt
þér eitt: eftir að þetta gerðist, hef
ég neyðst til að skipta um skoðun
á þér. Ég hef gert mér ljóst
hverju þú getur fundið upp á... Þú
hefðir hæglega getað látið kála
mér....og reyndar er ég farinn
að fá alvarlegt samviskubit yfir
að hafa hilmað yfir með þér
þarna á Sjálandi um árið. Ég er
ekki viss um að ég geti afborið
það til lengdar....
Eg hefði átt að geta sagt mér
það sjálfur. En það hafði ég ekki
getað. Ég veit ekki hversu lengi
ég sat og starði þögull á hann.
llann sagði: - Þá var ég sann-
færður um að þú hefðir ekki gert
það, hundrað prósent viss. Mér
fannst óhugsandi að þú gætir
verið maðurinn sem hefði gert
það. Og þess vegna...
— Gert hvað? spurði ég. - Attu
við: drepið Virginiu?
— Já, hvað annað?
— Kyrkt hana, sagði ég hásum
rómi.
Éghafði undarlega tilfinningu i
andlitinu, það var eins og það
þrútnaði undir húðinni, og það
lætur kannski undarlega i eyrum
en það var eins og dimmur og
heitur þroti færi um mig allan og
ég gat næstum ekki andað fyrr en
hann hafði náð hámarki. Og þá
var eins og hann glæddist i loga
innani höfðinu á mér. Það er sagt
að það renni upp fyrir manni ljós.
bað rann upp fyrir mér ljós. og ég
hafði alltaf vitað þetta en bægt
þvi frá mér. ekki viljað vita það.
Nú vissi ég það.
— Alex. sagði ég. - Af hverju
segirðu það ekki berum orðum...?
Svo tók ég á öllu sem ég átti til
að standast freistinguna og
slengja þvi framani hann:
Þolirðu ekki að tala um það, Alex.
að hún hafi verið myrt og kyrkt,
geturðu ekki afborið að rifja það
upp. er það aumi bletturinn þinn?
Það var ekki i neinum
ákveðnum tilgangi sem ég stillti
mig og beindi orðum minum i
aðra átt. En ef til vill var það ein-
mitt á þessari stundu sem hug-
mynd fæddist með mér i leynum,
og þótt ég gerði mér það ekki Ijóst
fann ég einhvern veginn að ég
mætti ekki vara hann við, ekki
koma upp um vitneskju mfna.
— Hvað gengur að þér? sagði
Alex og hló stuttum, efablöndnum
hlátri likt og hann hefði grun um
hugsanir minar og i svip brá fyrir
öryggisleysi i fasi hans. Það
leiddi mig i allan sannleika,
— Segðu mér hvað þú ætlast
fyrir, sagði ég. — En hættu þessu
kjaftæði um samviskubit, svo að
ég komist hjá þvi að æla yfir mitt
eigið skrifborð. Haltu þér við
staðreyndir.
Hann hló og sagðist skyldu gera
það af tillitssemi við maga-
veiluna i mér. — Og sannleikur-
inn er sá, Johs, að við kærum
okkur ekki um að farið verði að
róta i þessu gamla máli.
— Nei, sagði ég. — Við kærum
okkur ekki um það.
— Og þá á ég að sjálfsögðu við
þig, sagði hann. — Þú gætir
hæglega komist i klipu sem þú
losnaðir ekki svo auðveldlega úr.
— Og gætir þú það ekki lika?
— Aðalvitnið með viðkvæmu
samviskuna... já, fyrirgefðu,
Johs, ég vona að þú getir haldið
þvi niðri. Þú veist eins vel og ég
að ég væri friðaður i fyrsta flokki,
meðan þeir tæta þig I sig. Geturðu
ekki séð það fyrir þér?
—■ Ég get séð þig fyrir mér. Og
það er óskemmtileg sjón. En
þetta er lygi, Alex.
—• Hvað er lygi?
— Þessi hótun sem þú ert að
veifa framani mig. Þú myndir
aldrei gera alvöru úr henni.
— Ekki það? sagði hann. —
Ertu viss um það? Auðvitað vildi
ég helst komast hjá þvi, en ef ekki
er um annað að ræða, þá verð ég
með sárum harmi....
— Hættu þessari bölvaðri
hræsni, sagði ég og það kom
honum aftur i æsing, ekki sams
konar kast og áður, heldur sam-
þjappaðan og innilokaðan. Það
var eins og kviðslitskúla kæmi
skyndilega i ljós, full af
brjálæðislegu yfirlæti og hroka:
— Þú heldur þó ekki að ég
gleymi þessum viðbjóðslega
grikk sem þú gerðir mér? Þá
þekkir þú mig illa. Að ég láti
bjóða mér... Þú ert ekki með réttu
ráði. Jú, vist geri ég það, það
m,áttu bóka; annað hvort sam-
þykkir þú uppástungu mina, ríf-
legar miskabætur, eða þá að ég
kæri ykkur báða - já, lika Mark.
Hvað kemur Mark þessu
máli við? Þú sagðir rétt áðan. ..
Mér er andskotans sama
hvað ég sagði rétt áðan. Hann fær
að róa við sama tækifæri, það
LAUGARDAGUR 3. nóvember
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og
10..10. Morgunleikfimi kl. 7.
20. Fréttir kl. 7. 30, 8.15 (og
forystugr. dagbl.i, 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Anna Snorradóttir les
áfram söguna „Paddington
kemur til hjálpar” eftir
Michael Bond (3) Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Morgunkaffið kl.
10.25: Páll H. Jónsson og
gestir hans ræða um út-
varpsdagskrána. Borgþór
H. Jónsson veðurfræðingur
talar um veðrið og vega-
verkstjóri um færðina.
12.00 Dagskráin. Tón-
leikar. Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.30 A iþróttavellinum. Jón
Asgeirsson segir frá.
15.00 islenskt mál. Asgeir
Blöndal Magnússon cand-
mag.
15.20 llvað verður i barnatiin-
uni útvarpsins? Nokkrar
upplýsingar um barnaefni i
upphafi vetrar.
15.30 Útvarpsleikrit barna og
unglinga: „Siskó og
Pedró". saga eftir Estrid
Ott i leikgerð Péturs
Sumarliðasonar. Annar
þáttur: Abúgarðinum: Leik
stjóri: Klemens Jónsson.
Persónur og leikendur:
Siskó: Borgar Garðarson.
Pedró: Þórhallur Sigurðs-
son. Pepita: Valgerður Dan.
Séra Amerikó: Jón Aðils.
Drengur: Einar SV.
Þórðarson. Sögumaður:
Pétur Sumarliðason.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppnuni. örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.15 Framburðarkeniisla i
þýzku i sambandi við SÍS og
ASi.Kennari: Ingvar Bryn-
jólfsson.
17.25 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir. /18.55 Til-
kynningar.
19. 0 Veðurspá. Fréttaspegill.
19.20 Framhaldsleikritið:
„Snæbjörn galti”, eftir
Gunuar Benediktss. Fyrsti
þáttur endurtekinn. Leik-
stjóri: Klemens Jónsson.
Persónur og leikendur:
Snæbjörn Galti: Þorsteinn
Gunnarsson. Þorbjörn
Þjóðreksson: Baldvin Hall-
dórsson. Hólmsteinn: Rúrik
Haraldsson. Svipdagur:
Karl Guðmundsson. Kjal-
vör: Helga Bachmann.
Hallur: Arni Tryggvason.
Sögumaður: Gisli Halldórs-
son.
20.05 Lög eftir Burt Bachar-
ach. Austurisk hljómsveit
leikur. Johannes Fehringen
stj.
20.20 Úr nyjuni bókum
20.45 Ferðasl um Rúmeniu.
Heiðdis Norðfjörð les frá-
sögn Katrinar Jósepsdóttur
á Akureyri.
21.15 Illjómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurlregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
16.30 Dingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
17.00 tþróttir. Meðal efnis i
þættinum er mynd Irá
Evropubikarkeppninni i
frjálsum iþróttum og Enska
knattspyriiaii, sem að þessu
sinni er leikur Englendinga
og Pólverja i heims-
meistarakeppninni hefst
klukkan 18.00. Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
111 é.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Söngelska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Guðrún Jörundsdóttir.
20.50 Vaka. Dagskrá um bók-
mennir og listir. Umsjónar-
maður Olafur Haukur
Simonarson.
21.40 Dóinur á dágóðum aldri.
Finnskur söngva- og
skemmtiþáttur. Þrjár söng-
konur á „besta aldri"
syngja vinsæl, finnsk og
bandarisk lög. (Nordvision -
Finnska sjónvarpið.)
2 2.05 Bröðir Orkídea.
(BrotherOrchid) Bandarisk
gamanmynd frá árinu 1940.
Aðalhlutverk Edward G.
Robinson, Ann Southern og
Humphrey Bogart. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Aðalpersóna myndarinnar
er syndaselur, sem særist
alvarlega i átökum við lags-
bræður sina. Hann leitar
hælis i munkaklaustri og
grær þar sára sinna. 1
klaustrinu kynnist hann lifi
munkanna og þar meö
rifjast upp fyrir honum
ýmsir þættir mannlegra
samskipta, sem honum voru
að mestu gleymdir.
Auglýsingasíminn er 17500
SANDVIK
snjónaglar
| SANDVIK SNJÖNAGLAR veita öryggi í
j snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þó upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055