Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 7
Sumuidagur 4. nóvember 197:t. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fundin önnur Pompei Þáttaskil í sögu fornleifa- rannsókna, segir ítalskur fornleifafræðingur Nokkur hlutí fornborgar, sem fornfræðingar álita að geti haft engu minni þýðingu fyrir mannkyns- sögulegar rannsóknir en Pompei og Herkúlaneum, hefur verið grafinn upp um tuttugu milur fyrir sunnan Napólí. Þótt ekki sé nema stutt síðan farið var að vinna aö uppgreftrinum af fullum krafti, hafa forn- fræðingar þegar pælt ofan af einni meiriháttar villu frá rómverska timanum, sem varðveist hefur næstum óskemmd, og auk þess hafa þeir fundið veru- legar leifar af öðrum villum og híbýlum. ,,Þessi fundur markar timamót i sögu fornfræðinnar,” segir Alfonso de Franciscis, fram- kvæmdastjóri fornleifasafns Napóliborgar, en hann hefur á hendi yfirstjórn uppgraftrarins. „Það er einmitt fundur af þessu tagi, sem er lifsdraumur allra fornfræðinga.” Fornborg þessi bar heitið Oplonti og er nú undir borg að nafni Torre Annunziata, um það bil tiu milur fyrir norðan Pompei. Oplonti er sérstök að þvi leyti að þar voru einungis ibúðarhús, en engin torg til markaðs- eða fundarhalds. Talið er að þar hafi búið einkum vixlarar og aðrir peningamenn frá Pompei, svo og rómverskir aðalsmenn þegar þeir tóku sér fri. Það var landabréf frá sextándu öld, sem upprunalega vatkti athygli fornfræðinga á þessum stað. Ein af ástæöunum til þess að ekki var farið að grafa þarna fyrr, var sú að sögn de Franciscis að siðastliðin tvö hundruð ár hafa fornfræðingar verið mjög önnum kafnir við Pompei og Herkúleanum. Nafnið Oplongi telur hann að sé dregið af heiti staurs, sem hafður hafi verið til þess að halda uppi vinvið, en svæðið þarna er mikið vinræktar- hérað. Byrjað var að grafa i Oplonti fyrir sex árum, en stutt er siðan merkustu fundirnir voru gerðir. Napólisku fornfræðingarnir, sem þarna vinna, fengu i ár fjárstyrk frá rikinu, sem gerir þeim fært að stunda rannsóknirnar af auknum krafti. Merkasti fundurinn til þessa er sem fyrr segir stórfengleg villa rómversk, hundrað og áttatiu fet á hvern veg og súlnagöng allt i kring. „Þetta er eitt af stærstu og tigulegustu ibúðarhúsum forn- manna, sem fundist hafa,” segir de Franciscis. Herragarður þessi er ekki einungis merkur stærðarinnar vegna, heldur og vegna bygg- ingarstilsins, sem er hinn fegursti, og litrikra veggmál- verka, sem varðveist hafa eins- taklega vel. De Franciscis heldur þvi fram að villan hafi farið i kaf þegar Vesúvius gaus árið 79, eða i sama sinn og Pompei og Herkúlaneum. Villan er byggð með inngarð eða atrium i miðj- unni, eins og algengast var um rómverska herragarða. Eldhúsið, baðherbergið og gufubaðstofan hafa þegar verið rannsökuð allvel, en um önnur herbergi á enn eftir að athuga, til hvers þau SöLUSTAÐIR: Hjólbaríaverkstæöið Nýbaröi. Garöahreppi, slmi 50606. Skodabúöin, Kópavogi, slmi 42606. Skodaverkstæöiö á Akureyri h.f. slmi 12520. ^Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstböum, slmi 1151 Róniverski herrragarðurinn, sem grafinn hefur verift upp tuttugu tnilur suftur af Napóli. hafa einkum verið notuð. Auk inngarðsins i miðjunni tilheyrðu húsi þessu tveir aðrir stórir inn- garðar og einn garður utanhúss. Þar hafa verið ræktaðar margs- konar jurtir. bæði innlendar og aðrar framandlegri. Veggmálverkin eru að sögn kunnáttumanna engu siðri þeim i Boscoreale, atinarri borg nærri l’ompei, sem l'ræg er fvrir vegg- skre.vtingar. En Oplonti-verkin hafa það framyfir hin að þau eru enn á sinum stað, svo að ha*gt er að ratinsaka þau þar iill sanian i tengslum við aftrar rannsóknir á staðnum, en veggmvndirnar l'rá Boscoreale eru hinsvegar komin á söt'n viðsvegar unt heim. Flestar myndirnar i Oplonti eru i svonefndum öðrum pompeiska stil.sem einkennist af myndum af tröllauknum byggingum, en einnig eru þarna myndir i þriðja stilnum sem kenndur er við Pompei. Listamenn þess stils Framhald á bls. 14 RAUÐI KROSS ÍSLANDS Ráðstefna RKÍ um sjúkraflutninga sem haldin verður i samráði við Heilbrigðismála- ráðuneytið, verður að Hótel Loftleiðum laugar- daginn 17. og sunnudaginn 18. nóvember, frá kl. 10-17 báða dagana. Kynntar verða nýjungar i sjúkraflutningum og björgunartækni, með fyrirlestrum og sýningu. Frjálsar umræður verða i lok hvors dags. Öllum þeim aðilum sem fjalla um sjúkraflutninga er heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist fyrir 7. nóv.m. til R.K.Í., i sima 2 67 22. Þátttökugjald er kr. 1.500,- (matur inni- falinn) og greiðist fyrir 10. nóv. sem staðfesting á þátttöku. Innkaupastjórar Jólavörurnar eru komnar Snyrtivörur — llmvötn Búsóhöld — Leikföng Ljósakrónur — Lampar Speglar o.fl. Heildverzlun ‘^étur^éturóóon U./\ Suðurgata 14 Símar 2-10-20 og 2-51-01

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.