Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 11. BOÐORÐIÐ geturðu reitt þig á. A ég að láta bjóða mér... Ég hef aldrei látið bjóða mér neitt. Það get ég sagt þér. — Þú ert búinn að segja það, og hlffðu mér við fleiri endurtekn- ingum. Hann hlustaði ekki á mig. Hann hlustaði á sjálfan sig: — Og ef ekki... það yrði mér sönn ánægja að klekkja á þessum bölvuðum dóna. — Jæja, lika það, sagði ég. — Já, og þér lika. Er þetta nógu skýrt? Eða þarf ég að út- skýra það einu sinni enn? Það var ekki nauðsynlegt. Ég trúði honum. Hann laut aftur niður og tók sigarettu upp af gólfinu. Hann reykti aðeins hluta af henni áður en hann drap i henni i öskubakkanum. Honum lá svo mikið á hjarta, að það leit helst út fyrir að ég slyppi við að leggjast á hnén og laga til eftir hann þegar hann væri farinn. En annars virtist hann ekki ætla að hlifa mér við neinu. Þegar hann rétti úr sér, kom viðskiptasvipurinn á hann um leið. — Þá getum við kannski snúið okkur að samningunum, sagði hann, krosslagði fæturna og stakk hendinni i jakkavasann. Aftur tók hann fram pappirsblað. Hann virtist hafa komið sér upp skjala- safni i sambandi við mig i innri vasanum. — Leyfðu mér fyrst að aðvara þig, sagði ég. — Allir eiga sin tak- Brúðkaup Þann 11.8. voru gefin saman i hjónaband i Neskirkju af séra Jóni Thorarensen Nina Hildur Magnúsd. og Þórður Andrésson. Heimili þeirra er að Hjallavegi 5, Ytri-Njarðvik. (Studio Guðmundar Garðastræti 2). BRIDGE mörk og það er vissara að fara ekki yfir þau. Langlundargeöi minu eru lika takmörk sett. og gættu þess að ganga ekki of langt. Ef þú reynir að setja mig á hausinn eins og þú gerðir á sinum tima.... — Stilltu þig. Johs, sérðu ekki hvað ég er rólegur. — Ég ætla ekki að blóðmjólka þig... gamalan vin, það vantaði nú bara. Ég fer aðeins fram á sann- gjarnar skaðabætur, ekki meira en þú hefur efni á. — Og hversu mikið er það? — Tuttugu þúsund. — Þú ert ekki aðeins geð- bilaður. Þú ert kolbrjálaður. Ég veit ekki hvaða skilning ég lagði i mismuninn. En mér fannst ég hitta naglann á höfuðið. — Jæja, ef þú vilt hitt heldur — endaþött konunni þinni þyki naumast gaman að fylgjast með þvi sem kemur i dagsins ljós, ef ég blæs lifi i þessa gömlu sögu og endaþótt hvorki Mark né Rósu litlu þyki skemmtilegt að hann lendi i grjótinu — að ég tali nú ekki um sjálfan þig. Þú getur séð fjarviddina, er það ekki Johs? Ég hefði ekki getað sagt það nákvæmar sjálfur —r og alls ekki i þessum rólega trúnaðartón sem Alex brá fyrir sig. Það var rétt eins og hann væri að gefa góðvini heilræði og hugsaði fyrst og fremst um velferð mina. — En ég á ekki alla þessa peninga, sagði ég. — Þú getur nælt i þá, sagði hann og leit á pappirsblaðið sem hann hélt á. — Þú ert borgunar- maður fyrir þeim — og meiru til. Þú getur fengið viðbótarlán út á húsið, sé ég, og þú skuldar ekki nema smáræði i skúrnum þarna... Það var timburverslunin sem hann var að tala um. — Þú ert þekktur að skilvisi. Það hefur aldrei þurft að senda á þig lögfræðing. Þú greiðir á gjalddaga. Þú ert fundið fé fyrir hvern einasta lánardrottin. Og i rauninni skuldarðu alltof litið. Hann var betur heima i fjár- málum minum en ég sjálfur, enda var hann með nákvæmar tölur fyrir framan sig. Ég spurði hann, hvaðan i fjandanum hann hefði þær. Hann sagðist hafa fengið upplýsingar um mig hjá einni af þessum skrifstofum, sem hafa fjármál annarra að sérgrein. — Það er gott aö vita hvar maður stendur, sagði hann. — Til að vita hve langt er óhætt að ganga, sagði ég. -Og ef ég fellst á þetta? — Þá er allt i lagi frá minni hálfu. Ég strika yfir það sem gerst hefur og reyni eftir megni að gleyma öllu saman. Þann 25.8. voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni Kolbrún ólafsdóttir og Ólafur Þór Ragnarson. Heimili þeirra er að Yrsufelli 13. (Studió Guðmundar, Garðastræti 2) — Og má ég treysta þvi að út- strikunin endist? Hann glotti að heimskulegri spurningu minni. — Þú mátt til, er ekki svo? Þarna er um að ræða gagnkvæmt traust. Þú getur treyst mér, rétt eins og ég hef getað treyst þér? Er þetta nógu ljóst? — Ljóst er það ekki. en ég held ég skilji þig. Svo langt hefði Alex aldrei gengið i gamla daga. En siðan hafði eitthvað gerst með honum og hann gat meira að segja ekki stillt sig um að strá viðbótarsalti i sárið: — Auðvitað get ég ekki svarið fyrir að eitthvað fáránlegt kynni að gerast einhvern tima i fram- tiðinni. En við skulum láta hverjum degi nægja sina þjáningu, er það ekki Johs?... Jæja. hvað segirðu? Ég sagði: — Þú hefur ekki glatað gamla stilnum. Alex. Hann hefur bara rotnað dálitið með árunum. Það er fýla af honum. — Haltu bara áfram að sprikla, sagði hann. — Þá er ekki að vita nema það komi i Ijós að hægt sé ab bæta við kröfuna. Liggur þér meira á hjarta? Svo var ekki. Ég var búinn að segja nóg. Hann stóð upp og til- kynnti að hann kæmi aftur sið- degis næsta dag, um fimmleytið. — Þá verðurðu búinn að semja við bankann þinn. Við göngum út frá þvi. Og fáðu nú engar snjallar hugmyndir þangað til, Johs. Þær hafa aldrei verið þin sérgrein, og láttu mig um þær. — Ég þakka heilræðið, sagði ég. — Og hypjaðu þig svo út. Þegar hann var farinn sat ég lengi og neri á mér hnakkann. llann var aumur og stirður. Það var Alex sem hvildi þarna á mér eins og mara og það yrði hann framvegis ef hann mætti ráða. Hann myndi vaka yfir mér meðan ég gæti staðið á löppunum, en siðan myndi hann hafa sig á brott með sama glottið á andlitinu og þegar hann gekk út af skrifstof- unni rétt áðan. 20 Ef Marcussen sem býr innar við veginn hefði ekki verið heima og verið i leyfi úr vinnu sinni sem kyndari við rikisjárnbrautirnar... Ef sólin hefði ekki skinið þennan dag með þeim afleiðingum að hann fór að tjarga pappaþakið á útihúsinu... Ef hann hefði ekki orðið uppiskroppa með tjöru. .. Ef klukkan hefði þá ekki verið tiu minútur yfir fimm, svo að Alfred var farinn.... Ef allar þessar til- viljanir og ótal margar aðrar hefðu ekki mælt sér mót, þá hefði ég tæpast staðið með lykilinn i hendinni kortéri eftir að Alex var farinn og eygt möguleika á að losna við hann. Stundum finnst manni eins og leikur tilviljana sé mótsagna- kenndur og óræður. Vissulega gerast stöku tilviljanir — tja, af tilviljun, það efast maður ekki um, en þegar horft er til baka á eins konar röð tilviljana, sem mynda ákveðið, óumflýjanlegt mynstur, þá liggur við að manni finnist sem einhver ósýnileg hönd hafi haft hönd i bagga og stjórnað öllu saman. Það liggur við, en þó ekki alveg. Maður bægir hugs- uninni frá sér. En látum það liggja milli hluta. Það þarf meiri gáfumenn en mig til að koma með slikar vanga- veltur — þótt ég efist um að þeir Viðsjál slemmusögn Hálfslemmusögnin sem hér greinir frá kom fyrir í blandaðri tvimenningskeppni i Stokkhólmi fyrir nokkrum árum og fóru lang- fiestir þeirra sem hana sögðu á spilin flatt á sögninni vegna ó- venjulegrar og óheppilegrar skiptingar. Sjáist öll spilin «r hálfslemman vinnanleg, enda þótt hjartadrottningin sé látin út eins og eðlilegt er. S. A K 8 4 3 H. A 5 4 T. K G 10 8 L. 6 S. 6 2 S. D 10 9 5 H. D H. K G 10 9 7 6 T. 7 6 3 T. 5 L. K G 9 7 4 3 2 L. 10 8 S. G 7 H. 8 3 2 T. A D 9 4 2 L. A D 5 Hvernig væri eðlilegast að haga spilinu að höndum andstæöing- anna óséðum til þess aö vinna hálfslemmu i tigli? Hvernig er hægt, ef spilin liggja öll á boröinu, að taka örugglega tólf slagi, hvernig sem vörninni er háttað? Svar: Þaö var fullkomlega eðlilegt að Suöur og Noröur segöu hálf- slemmu á jafn sterk spil og þeir höföu. Slemmusögnin tapaðist þó við öll borðin þar sem Vestur lét út hjartadrottningu i fyrsta slag. Spilið fór þá yíirleitt á þessa leiö: Drottningin var að sjálf- sögðu tekin með ásnum, siöan tekið á ás og kóng i spaða og lág- spaði trompaður með hátrompi og Suður fer aftur inn i blindan á tlgultiuna og tekur fjórða spaö- ann enn með hátrompi. Siðan er tigultvistur látinn út og tekið á gosann hjá blindum. En trompun- um var misskipt milli andstæö- inganna og þá er aöeins eftir ein leið til vinnings: að reyna að svina i laufi i von um aö þannig fáist tólf slagir (á hjartaás, ás og kóng i spaða og tvo trompaðir spaöaslagir, á fjögur tromp blinds, fimmti spaðinn og loks tveir slagir i laufi, svo fremi sem sviningin takist). Til þess að hálf- slemman vinnist örugglega þarf þvi aðeins annað hvort jafna skiptingu spaðanna, 3 á móti 3, eða tigultrompanna, tvö á móti tveim, og bregðist hvort tveggja er enn von til þess að sviningin i laufi takist. Likurnar á þvi að hálfslemma vinnist eru þvi æði miklar, eða þrjár af fjórum, eða þar um bil. En þegar öll spilin eru sýnileg, er hægt aö vinna hálfslemmuna, þrátt fyrir óheppilega skiptingu i spaða og tigli og þótt laufakóngur sé hjá Vestri. En til vinnings verður aö halda vel á spilunum. Þegar fyrsti slagurinn hefur verið tekinn á hjartaásinn (við gerum ráð fyrir, eins og sjálfsagt er, að Vestur láti út hjartadrottn- ingu sina), þá er tekið á laufaás- inn og tvö lauf trompuð, þar til þessi staða kemur upp, en Austur hefur orðið að halda spaðadrottn- ingunni þriðju (spil Vesturs skipta auðsjáanlega ekki máli lengur): S. A K 8 4 ■--- -----------S.D 10 8 H. k S. G 7 H. 8 3 Suður lætur nú út hjarta. Austur fær slaginn á kónginn, en verður nú aö láta út spaöa. Láti hann út spaöadrottningu, er hún tekin i blindum, en siðan tekur Suður á spaðagosa sinn og loks á frispiliö hjartaáttu Láti Austur út spaöatiu, er hún tekin á gosann og siðan er tekið á ás og kóng i spaða. Æfing í spilatœkni Það er ekki erfitt að spila úr þessari gjöf, en við spilaborðið, þar sem hendur andstæðinganna eru huldar, reynist hún góð æfing I tækni spilamennskunnar. S. A 10 8 2 H. 8 5 3 T. A K 7 6 L. 6 5 S. G 9 6 S. K 7 5 3 H. G 2 11. 10 4 T. D 10 4 T. G 9 8 2 L D 9 8 4 2 L. K G 10 S. D 4 11. A K D 9 7 6 T. 5 3 L. A 7 3 Sagnir: Suður gefur, Norð- ur—Suöur á hættunni. Suður Vestur Norður Austur 1 11. pass 1 S. pass 3 11. pass 4 T. pass 4 S. pass 5 II. pass 6 11. pass pass pass Vestur lætur út laufatvist, Suð- ur tekur á ásinn og lætur aftur út lauf. Austur tekur þennan slag og ræöst á trompið. Hvernig á að fara að þvi að vinna hálfslemm- una i hjarta gegn bestu vörn? Athugasemd um sagnirnar: Sagnirnar geta lalist fyllilega rökréttar. Þegar Norður segir fjóra tigla er eðlilegt að Suður sem veit ekki um góðan stuðning Noröurs i hjarta velji fremur spaöann. En fimm hjarta stuön- ingssögn Norðurs er örugg vis- bending um að Norður eigi áreið- anlega tvo ása, en hafi ekki fyrir- stöðu i laufi, þvi þá hefði hann sagt fimm lauf og hann lætur þvi meðspilaranum eftir að taka lokaákvörðunina hvaða sögn skuli spila. Útspilið i slemmusögn, að láta lágspil undan hónor i ósögöum lit (laufi), er næsta venjuleg núorð- ið. Ætlunin er að fá frislag i litn- um áður en sagnhafa gefst timi til að fria einhvern lit hjá blindum, sem hann gæti siðan kastað i tap- spilum á eigin hendi. Til sölu Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðu verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. H

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.