Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.11.1973, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Sunnudagur 4. nóvember 19711. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarþjón- usta lyfjabúöanna i Reykjavik vikuna 2. til 8. nóvember veröur i Garös Apóteki og Lyfjabúöinni Iðunn. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Haustsýning Asgrímssafns opnuð í dag Asgrimur Jónsson i vinnuslofu sinni. Vatnslitamyndir Asgríms Jónssonar í dag verður hauslsýning As- grimssafns opnuö. Kr luin 40. sýning safnsins siöan þaö var opnaö almenningi áriö 1900. Aöaluppistaða þessarar sýningar eru vatnslitamyndir, lálaöar á hálfrar aldar timabili. Nokkrar af vatnslitamynd- inum eru nú sýndar i fyrsta sinn, neðal þeirra ein af siðustu myndum Asgrims, llekla.séð frá Vatnagörðum, máluö i september 1957. Ííl á l>ingvölluner máluð i októ- ber 1953. Einnig eru myndir úr Mývatnssveit og Borgarfirði á sýningunni. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Ásgrimssafns nýtt jóla- kort. Er það prentað eftir vatns- litamyndinni úr Skiöadal, sem Asgrimur málaði i siðustu ferö sinni til Norðurlands, og er þetta kort fyrsta kynning kortaút- gáfunnar frá þeim slóðum. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30-4. Aðgangur ókeypis. Nú geta allir fengið málverk lánuð heim Norrœna listabandalagið gengst fyrir slíkri heimlánasýningu listaverka Norræua listabandalagiö liefur tekið upp þá nýbreytni aö lijóöa listaverk til útlána á alniennings- bókasöfnum á Noröurlöndum, og veröa 10 listaverk lánuö út bér á landi i bókasafni Norræna luissins og i deild Korgarbókasafnsins i Itústaöakirkju. Getur fólk liaft myndirnar i 2 til 4 vikur og kostar uni eitl þúsund krónur aö fá niynd lánaöa. I>á gefst fólki einnig kostur á aö kaupa inynd- irnar ef þvi likar viö þær aö láns- tíinanuin loknuin, en þó ekki fyrr en sýningunni er lokiö, en hún á aö standa yfir i 3 niánuöi I Reykjavik, en siöan fer luin til Akraness, Akureyrar og fsa- fjaröar. A þessari sýningu sem kom i hlut tslands eiga verk eftirtaldir norrænir myndlistarmenn: Ole Heerup (D), Preben Jörgensen (D), Kimmo Jylha (F), Sakari Marila (F) Benedikt Gunnarsson (í), Agúst F. Petersen (t), Arvid Eikevik (N), öystein Selmer (N), Lizzie Olsson-Arle (S) Alvar Jansson (S). Verði góður árangur af þessari fyrstu tilraun Norræna listbanda- lagsins verður þessari starfsemi haldið áfram og þá væntanlega með stærri sýningum. Þess má að lokum geta að samskonar heimlánasýning stendur nú yfir á öllum Norður- löndunum og eiga 10 listamenn frá hverju landi eina mynd hver á sýningunni. Eftirtaldir islenskir listamenn eiga nú verk á þessum syningum: Agúst Petersen, Benedikt Gunnarsson, Guðmunda Andrés- dóttir, llringur Jóhannesson, llrólfur Sigurðsson, Eirikur Smith, Jóhannes Jóhannesson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Veturliði Gunnarsson. llugmyndin er sú að sýningar- timi þessara fyrstu sýninga taki yfir fimmtán mánaða timabil, og fari hver sýning milli fimm bóka- safna hverju Norðurlandanna, og séu myndirnar til útlána til almennings á sama hátt og bækur, en útlánstimi hverrar myndar er frá tveim upp i fjórar vikur. Sementsverk- smiðjumálið fyrir rétti í gær fóru fram aðrar vitnaleiðslur i Sements- verksmiðjumálinu svo- nefnd, sem snýst um ásakanir Jóhannesar Bjarnasonar á hendur verksmiðjunni fyrir vörusvik og verðlags- brot. 8. október fóru fram fyrstu yfir- heyrslur i málinu. bá var ein- göngu fyrir réttinum Jóhannes Bjarnason verkfræðingur. Hins vegar voru i dag yfir- heyrðir þrir menn. Voru það Ólaf- ur Vilhjálmsson verkstjóri, Páll Indriðason vélstjóri og fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, Svavar Pálsson. Þessar vitna- leiðslur stóðu óslitið frá þvi klukkan 10 i morgun til klukkan rúmlega 5 i gærdag. Mestur tim- inn fór i yfirheyrslur yfir Svavari. Með Svavari mætti Guðmundur Skaftason hrl., en Svavar var ekki yfirheyrður sem vitni i mál- inu, heldur fremur í likingu við það að hann væri sakborningur. Viðstaddir réttarhaidið voru Jóhannes Bjarnason og Þorvald- ur Þórarinsson hrl. Dómari er Haraldur Henrýsson. —úþ Friðsamleg sambúð merkir alhliða samstarf segir friðarþingið í Moskvu APN — Moskvu. f yfirlýsingu, sem samþykkt var á friöar- þinginu i Moskvu segir m.a.: ..Þingiö vekur athygli á mikil- vægi friösamlegrar sambúöar rikja meö mismunandi þjóö- skipulag. Friösamleg sambúö kcmur ekki aðeins i veg fyrir strið heldur merkir hún einnig alhliöa samstarf. Hún gerir ráð fyrir baráttu þjóöanna fyrir félags- lcgum og efnahagslegum fram- förum. Friðsamleg sambúö er bcsti grundvöllurinn aö alþjóö- lcgu öryggi. Fiiðarþingið leggur áherslu á mikilvægi sigra þjóða Vietnam og Laos. Friðarsinnar ættu að stuðla að þvi að friðarsamningarnir, sem voru gerðir i Paris og Vientane verði haldnir. Þeir ættu að krefjast þess, að Bandarikja- menn hætti árásum sinum á Kambodiu. Mjög mikilvægt er að sýna þjóðum Indó-Kfna fullan stuðning. Nauðsynlegt er að ályktanir Oryggisráðsins frá 22. og 23. októ- ber s.l. séu i heiðri hafðar og að Israelsmenn dragi her sinn til baka af herteknu svæðunum. Þingfulltrúar álita, að and- rúmsloft bættrar sambúðar eigi að nota til þess að binda enda vigbúnaðarkapphlaupiö og koma á algjörri afvopnun. Bætt sambúð ýtir undir efnahagslega þróun þriðja heimsins. Þingið hvetur þróuðu löndin til að auka efna- hagslega og tæknilega aðstoð við þróunarlöndin án pólitiskra skil- yrða.” Hundrað ór Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gefur i haust út bókina Hundraö ár I Þjóöminja- safni eftir dr. Kristján Eldjárn. Þetta er ljósprentuð fjórða útgáfa ritsins, en það kom fyrst út á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins 1962. Efni þess er ýtarleg ritgerð um sögu og þróun safnsins, svo og þættir um einstaka hluti, sem þar eru varðveittir og myndir af þeim, ennfremur útdráttur bók- arinnar á ensku. Eru þættirnir hundrað talsins, einn fyrir hvert ár, sem safnið hafði starfað til þess timg, er hún var tekin sam- an. AF BÁKNINU Hafa fyrirmenni nokkurn tíma svindlað? I tilefni af þvi að nú eru hafnar yfirheyrslur vegna svindls hjá Sementverk- smiðjunni flettum við i dag upp á blaðsiðu 135 i kverinu Stjórnum, nefndum og ráðum rikisins, en þar er að finna stjórn þessarar ágætu verk- smiðju. Greiðslur til nefndarmanna eru samtals 416 þúsund krónur og eru framreiddar i tvennu lagi. Formaður stjórnarinnar, sem er sýslumaður og heldur leitt til þess að vita að slikt yfirvald skuli tengjast svind- máli, fær 76 þúsund krónur rúmar fyrir formannsstörfin. en aðrir nefndarmenn, sem eru 4 fá 51 þúsund krónur hver i sinn hlut. Ferðakostnað fá þeir kappar greiddan. for- maður 55 þúsund, en aðrir nefndarmenn 20 þúsund. Er það sami ferðakostnaður og þeirvoru taldir leggja i árið á undan. HHvernig á þessum ferðakostnaðargreiðslum stendur er allsendis óvist, en harla stutt er samt leið eins nefndarmanns á stjórnarfundi, fyrrverandi memeinlætara og framm- sóknarmanns Daniels Agústinussonar. en hannhefur lengstum atsetur i sama húsi og stjórnarfundir eru haldnir Auk þess aðalsvindlmáls sem nú er rekið fyrir dóm- stólum og snýst um fram- leiðslugalla á sementi að yfir- lögðu ráði, munu veru 6 önnur mál i uppsiglingu, eða mis- jafnlega langt á veg komin, þar sem bornar eru sakir á verksmiðjuna eins og þær, að ekki hafi verið réttilega vigtað sementið i pokana. Og þátttakendur i öllu geiminu eru þó ekki minni menn en eitt stykki sýslu- maður. prófessor, fyrrum bæjarstjóri og alþingismaður. sem eitt sinn var formaður fjárveitinganefndar alþingis. Vissulega væri full ástæða til þess fyrir forráðamenn rikisins, að koma á einhverju þvi kerfi, að þeir stjórnar- og/eða nefndarmenn, sem sannanlega eiga þátt i ein- hverskonar svindli sem við- gengst i fyrirtækjum sem þeir stjórna, verði hýrudregnir, svo langt aftur sem svindlið hefur fengið að liðast. En auðvitað er eftir að sanna nokkurt svindl, og svindl stjórmenna hefur jú aldrei þekkst á Islandi, eða hvað? -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.