Þjóðviljinn - 27.11.1973, Page 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 27. nóvember 1973.
svæða eru einnig mjög mikilvæg
atriði fyrir okkur. Þess er að
vænta, að i kjölfar mjög aukinni
áherslu á jarðhitarannsóknir i
Bandarikjunum og viöar fari
miklar framfarir á þessum svið-
um I næstu framtið.
íslenskir jarðhitasérfræðingar
hafa lengi haft gott álit á sér út
um heim, sem er i senn ánægju-
legt og gagnlegt fyrir okkur.
Þessi samningur um samvinnu
islenskra og bandariskra jarð-
hitafræðinga er enn frekari stað-
festing á þessu góða áliti.
Atvinna
Atvinna
Óskum að ráða verkamenn nú þegar til
starfa. Mikil vinna. Uppl. i sima 81550.
BREIÐHOLT H/F
Samningur
Framhald af bls 5.
inn hér að ofan, framleiðslu
ferskvatns úr söltu, heitu vatni.
Þar er i rauninni um að ræða
sams konar framleiðslu og I
þeirri saltverksmiðju sem talað
er um að reisa á Reykjanesi.
Munurinn er sá, að i Bandarikj-
unum er það ferska vatnið sem
sóst er eftir, en saltinu er fleygt.
Þróun nýrrar jarðhitaleitar-
tækni og endurbætur á aðferðum
til að meta orkuforða jarðhita-
ATVINNA
Óskum að ráða traustan mann i starf bók-
ara. Umsóknareyðublöð og upplýsingar
fást á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur.til 1. desember.
Rafveita Hafnarfjarðar.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Við KLEPPSSTPÍTALANN.
DEILDARIIJÚKRUNARKONUSTAÐA
er laus til umsóknar nú þegar.
Einnig er laus staða HJÚKRUN-
ARKONU. Starf hluta úr degi
kemur til greina.
STARFSSTÚLKA óskast til ræst-
inga.
Nánari upplýsingar veitir for-
stöðukonan, simi 38160.
Reykjavik 23. nóvember 1973
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANNA
EIRfKSGÖTU 5, SÍM111765
ATVINNA
Viljum ráða áhugasamt fólk til verslunar-
starfa.
Völuskrln Laugavegi 27, sérverslun með
þroskaleikföng og barnabækur.
Minningarathöfn um ástkæran son okkar, bróöur, mág og
dótturson
SÆMUND HELGASON, stýrimann,
Holtsgötu 23,
fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavik miövikudaginn 28.
nóvember klukkan 15.00.
Þeim.sem vildu minnasthins látna, er vinsamlegast bent
á iíknarstofnanir.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Valný Báröardóttir,
Ásdis Ásmundsdóttir,
Gisli Már Helgason,
Ásdis Stefánsdóttir,
Sigurður Helgason,
Helgi Sæniundsson,
Helgi E. Heigason,
Gunnar Hans Helgason,
óttar Helgason,
Báröur Helgason,
Guðlaug Pétursdóttir.
LEIKFANGALAND
M. R.
Framhald af bls. 7.
anda i þeim KSML-mönnum og
fylkingarmönnum, þá fuku
siðustu leifar marxiskrar sann-
færingar minnar!
Þú sérð að meginhiutinn af
ályktunum er einhvers konar
krufning á þjóðfélagsástandinu á
islandi, og menn körpuðu um það
i tvo tima hvort islensk borgara-
stétt hefði stéttarvitund eða ekki.
Við vildum leggja höfuðáherslu á
menntamál og sérhagsmuni
nemenda, en þá var hlegið að
okkur. En það er þessi sam-
setningur þeirra sem er hlægi-
legur, enda rekur sig þar eitt á
annars horn. Þvi ef nemendur eru
bara fyrir borgarastéttina, til
hvers á þá að bæta aðstöðu þeirra
og hygla þannig borgara-
stéttinni?
— Stóð baráttan á milli hægri
og vinstri?
— Það er alls ekki um þetta aö
ræða, heldur hitt, hvort við erum
þeir vinstri sinnar að við förum
raunverulega að berjast fyrir
hagsmunum og þorum það. Við
erum engir hægri sinnar, og við
tökum undir baráttumál eins og
um brottför hersins. En við vitum
að meö svona einstrengingsskap
eins og var hafður i frammi á
þessu þingi þá er LtM að
einangra sig. Meginmáfið er f>að
að samtök eins og LIM verði
hagsmunasamtök, en þarna
fengust menntamál svo til ekkert
rædd.
Það verða áreiöanlega uppi
háværar raddir um það i ýmsum
nemendafélögum, aö þau segi sig
úr LtM.
hi-
Kæruieysi
Framhald af 11 siðu
aði upp í hraðaupphlaupi
en skaut á of löngu færi og
markvörður Dynamovarði
skot hans auðveldlega.
Eins og fyrr segir bar
Gísli Blöndal af í Vals-lið-
inu og er nú greinilega
kominn í sitt gamla góða
form og verður því vart
lengur utan landsliðsins.
Þá átti Jón Karlsson góðan
leik og hefur vart leikið
betur í haust.
I Dynamo-liðinu snýst
allt um einn leikmann,
landsliðsmanninn fyrrver-
andi Milan Kristic (4), sem
er hreint frábær leikmað-
ur. Hann hefur í öllum
leikjunum skorað megnið
af mörkum Dynamo liðs-
ins.
AAörk Vals: Gisli 7, Jón K.
5, Hermann 2 (2 víti),
Bergur 3 og Þorbjörn 1
mark.
AAarkahæstur Júgóslav-
anna var AAilan með 9
mörk.
Hraðkaup
Fatnaöur i fjölbreyttu úrvali
á alla fjölskylduna á lægsta
fáantegu veröi.
Opiö: þriðjud.,-fimmtud. og
föstud. til kl. 10, mánud.,
miðvikud. og laugardaga til
kl. 6
Hraðkaup
Silfurtúni. Garöahreppi
v/Hafnarfjaröarveg.
Leikfangaland
Veltusundi l.Sími 18722.
Fjölbreytt úrval leik-
fanga fyrir börn á öllum
aldri. — Póstsendum.
FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÖMUSTARMAIA
' . . " • . • • . ' '-b . . • ...... .
'*■ f* . :. ■%' »'
. v •
útvegar yður hljóðfœraleikara
W/ og hljómsvéiiir við hverskonar tœkifœri
Vinsamfegast hringið < 20^55 mifli kl. 14-17
ORÐSENDING
til húseigenda
í Yestmannaeyjum
varðandi brunatryggingu húseigna,
endurgreiðslu iðgjalda o.fl.
Allar húseignir vestan linu, sem dregin er um Bárugötu,
Vestmannabraut að Kirkjuvegi, Kirkjuveg, Sóleyjargötu
og Fjólugötu, að þessum götum meðtöldum, sem ekki hafa
verið dæmdar ónýtar eða yfirteknar af Viðlagasjóði, eru
nú komnar i venjulega brunatryggingu.
Hús austan þessarar linu verða tekin í tryggingu, sam-
kvæmt ósk eigenda, að undangenginni skoðun.
Nú telur eigandi eða félagið nauðsyn á endurskoðun á vá-
tryggingarverðmæti einstakra húsa og skal þá fara fram
—mat, framkvæmt af virðingarmönnum Vestmannaeyja-
kaupstaöar.
Verði brunatjón á húseign, áður en viðgerð hefur farið
fram vegna tjóns.erViðlagasjóður bætir, gerist brunatjón-
ið upp meö hliösjón af ástandi hússins samkvæmt skoðun-
argerð og mati Viðlagasjóðs.
Endurgreiðsla iðgjalda:
Stjórn félagsins hefur ákveðið að iðgjöld s.l. vátrygg-
ingarárs endurgreiðist. Þeir sem eiga húseignir, sem
eyöilagsthafa eða falla úr tryggingu, svo sem að ofan get-
ur, fá iðgjöldin endurgreidd á skrifstofu félagsins, Lauga-
vegi 103.
Endurgreiðsla til þeirra, sem tryggingar endurnýjast hjá,
fer fram hjá umboði félagsins að Skólavegi 2, Vestmanna-
eyjum, um leið og iðgjald þessa árs er greitt.
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Mosfellssveit og nágrenni:
Höfum opnað byggingavöruverslun að
Urðarholti 3.
Kappkostum að veita góða þjónustu.
MARKHOLT H/F
simi 66440