Þjóðviljinn - 29.11.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973. MOWIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. CJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaidsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. RÖKSEMD SEM ÞEIR Þeir eru að visu til, en þeir eru fáir, sem á siðustu tveimur áratugum hafa gerst formælendur Möltustefnunnar með þvi að krefjast greiðslna af Bandarikjamönnum fyrir herstöðina á Islandi. Forustumenn stjórnmálaflokka hafa ævinlega hafnað þeirri leið sem algerri fjarstæðu. Engu að siður er það vitað að bak við tjöldin hefur þrifist hvers konar gróðabrall á vegum hersins og íslenskra aðalverktaka og það er staðreynd að þeir sem báru höfuð- ábyrgðina á þvi að kalla bandariska herinn inn i landið 1951 voru sérstaklega með i huga þá möguleika sem hersetan skapaði til gróðamyndunar. Jafnframt átti þetta viðhorf rætur sinar að rekja til þess, að þessir aðilar höfðu takmarkaða trú á getu lands og þjóðar til þess að lifa sjálfstæðu þjóðlifi eftir margra alda nýlendukúgun. 5. júni 1947 flutti þáverandi utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, George C. Marshall, ræðu við Harvard-háskóla, þar sem hann lýsti þvi yfir að Bandarikin vildu leggja fram fé til fjárhagslegrar endurreisnar hinnar striðshrjáðu Evrópu. Þessi fjárhagsaðstoð, nefnd Marshall-hjálp, náði frá míðju ári 1948-1953. Helstu talsmenn íslendinga á þessum tima lýstu þvi i upphafi yfir að ísiendingar hlytu að vera reiðubúnir til þátttöku sem veitendur en ekki þiggjendur. Niðurstaðan varð þó þveröfug, sú að íslendingar urðu aðilar að Marshall-aðstoðinni, sem þiggjendur en REYNA AÐ FELA ekki veitendur. í gegnum þessa fjárhags- aðstoð fengu íslendingar að gjöf nærri 40 miljónir dollara sem jafngildir á fjórða miljarði isl. króna á núverandi gengi. Þetta erlenda peningainnstreymi hafði ýmsar alvarlegar afleiðingar i för með sér og dýrtið og verðbólga óx risaskrefum. Árið 1950 var gripið til gengisfellingar islensku krónunnar,sem reyndist þó ekki sú allsherjarlækning sem valdamenn höfðu heitið þjóðinni. 1 árslok 1950 tók að bóla á atvinnuleysi, gjaldeyrisskortur gerði vart við sig og verðbólgan óx hraðfari. 1 ársbyrjun 1951 urðu efnahagsvandamálin enn iskyggi- legri. Og Marshall-hjálpinvaraðfjara út! Hvað var þá til ráða? Fljótt á litið virtist islenskum ráðamönnum að kreppan blasti við og svipuð eymd og fyrir striðið. En um sama leyti kom fram sú hugmynd,að hér yrði komið upp bandariskum herstöðvum á íslandi þrátt fyrir það fyrirheit frá 1949 að hér skyldi ekki vera her á friðartimum. 7. mai 1951 vöknuðu íslendingar upp við það að erlendur her, bandariskur, hafði sest að i landinu að nýju. Þá hófust veru- leg umsvif hersins á íslandi og landsmenn streymdu til suðvesturlandsins til þess að vinna hjá hernum. Þetta hafði allt i för með sér ,,gifurlega þenslu i efnahags- kerfinu” (Jóhannes Nordal i Fjármála- tiðindum) samfara hvers kyns brask- spillingu i kringum herstöðina og stór- felldri byggðaröskun. Gjaldeyristekjur íslendinga af hernum voru af efnahags- sérfræðingum taldar ,,mjög mikilvægur þáttur i gjaldeyristekjum þjóðarinnar” og að þær hefðu „fyllt það skarð, sem eftir stóð er efnahagsaðstoðinni lauk” (cit. Jó- hannes Nordal, Fjármálatiðindi). Þannig var ástandið þegar fyrirtækið íslenskir aðalverktakar var stofnað 1954 með sér- stökum samningum við Bandarikjastjórn. Þar með var innsiglað kerfi hermangsins. íslenskir aðalverktakar eru kórónan á sköpunarverki spillingar hersetunnar. Nú orðið heyrist — eins og i upphafi var bent á — enginn mæla með hersetunni á þeirri forsendu að hún sé efnahagslega nauðsynleg. Atvinnutæki landsmanna sjálfra eru öflugri en nokkru sinni fyrr. Landsmenn fá á degi hverjum staðfesta þá staðreynd að við getum lifað vel i þessu landi ef við aðeins höfum trú á getu okkar til þess átaks sem alltaf þarf til þess að vera fullvalda þjóð i fullvalda landi. Að undanförnu hafa málpipur eilifrar hersetu Islands flutt margar svokallaðar ,,röksemdir”fyriráframhaldandi hersetu. Allar hafa tær „röksemdir” reynst hjóm eitt eins og hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á i Þjóðviljanum. Enda eru þær aðeins grimur, hjúpur utan um þá raun- verulegu ástæðu til hersetunnar: Gróði örfárra peningafursta hernámssinna er mergurinn málsins og vantrú sömu manna á fullvalda þjóðlif á íslandi. Það er röksemd sem reynt er að fela en allir þeir sem þekkja sögu hersetunnar vita um og allir íslendingar þurfa að gera sér glögga grein fyrir. Þórður Ingvi Guðmundsson, menntaskólanemi: Ber er hver að baki nema sér bróður 1 tilefni fréttar sem birtist á siðum Þjóðviljans 27.11., um úrsögn MR úr Landsambandi islenskra menntaskólanema, vill undirritaður, sem fulltrúi MH á siðasta Lim-þingi og stjórnar- meðlimur i Lim, gera nokkrar athugasemdir og leiðréttingar viö ummæli hinna fjögurra kumpána (þrir af þeim sátu einhvern hluta af þinginu þvi þeir voru mjög oft fjarverandi), sem knúöu dyra á ritstjórnarskrifstofum bjóð- viljans. 1 þessari samþykkt skólafundar MR svo og málflutningi fjór- menninganna er mikið talað um að fulltrúar á þingi geti ekki verið skoðanafulltrúar og þar með skuli þjóðmál hima utangarðs á þinginu. Nú er það ákvæði i reglu- gerö fyrir Lim að ein af nefndum þingsins skuli fjalla um þjóðmál og skal einn fulltrúi frá hverjum skóla sitja i þeirri nefnd. Á þinginu sem haldið var haustið 1972 var samþykkt ákvæði um að tveir fulltrúar skyldu vera frá hverjum skóla i þjóðmálanefnd, en i lok þessa þings var ákvæðinu breytt og skyldu i staðinn vera tveir i menntamálanefnd og einn i þjóðmálanefnd. bað var kátbroslegt að þeir sem básúnuðu hæst um lögleg og réttlát fundarsköp á þinginu, en það voru að sjálfsögðu MR-ingar, skyldu einmitt vera fyrstir til að reyna að bola þjóðmálum út úr sölum þingsins. bá var þeim kurteisislega bent á það að með þvi væri verið að brjóta lög þingsins og reglugerð. Drógu þeir þá sig inn i skel sinna heim- dellingslegu hugsana og viður- kenndu kauðskir að þeir hefðu ekki vitað betur. Ekki leið þó á löngu að þeir létu aftur heyra i sér. Nú voru þingfulltrúar ekki lengur skoðanafulltrúar mennta- skólanema og þess vegna máttu þeir ekki tala um þjóðmál. Einnig sögðu þeir aö þingfulltr jar sumir hverjir væru ekki lýðræðislega kosnir og svo framvegis. Ég veit ekki um nein ákvæði i lýðræðis- reglum borgarastéttarinnar um að það sé ólýðræðislegt að vera sjálfkjörinn. Fjórmenningarnir gefa i skyn aö þingiö siðasta hafi verið sam- sull af KSML-mönnum og meðlimum Fylkingarinnar og að þeir hafi deilt um stéttvisi borgarastéttarinnar ( það er að segja hvort borgarastéttin geti verið stéttvis) i TVO KLUKKUTIMA. bað er mjög ódrengilegt að segja þetta, þvi MR-ingarnir vita sjáifir að þetta er ósatt. bað var ekki nema einn flokksbundinn KSML-maður á þinginu ( frá MA) og tveir eða þrir i Fylkingunni. 1 umræðunum um þjóðfélagsmál urðu nokkrar hugmyndafræðilegar deilur milli marxista og náunga úr Fylking- unni. Snerust deilurnar aðallega um hvort islenska auðvaldið væri komið á stig einokunar- kapitalismans, en marxistar héldu þvi fram. Að minu mati var marxisminn rangtúlkaður pólitiskt og hagfræðilega séð af hálfu þeirra sem i Fylkingunni eru. Deilur þessar stóðu yfir þegar ályktanir þjóðmála- nefndar voru ræddar og stóð karpið i mesta lagi 15 til 20 minútur. Hins vegar man ég einu sinni eftir að stéttvisi borgaranna var nefnd á nafn, og var þvi svarað úr salnum. 1 heild voru þjóðmál rædd i um það bil tvo klukkutima, en þjóðmálanefnd reyndi að skilgreina islenska þjóðfélagið af einhverju viti. Einn af fjórmenningunum segir i fréttinni að siðustu leifar marxiskrar sannfæringar sinnar hafi rokið burtu á þinginu. Ég held að enginn fulltrúi á þinginu hafi orðið var við að nokkrum marxiskum andvara blési frá MR-ingunum,og svo hefur aldrei gerst i sögu Lim, þvi ef svo hefði verið þá hefðu þingstörf gengið betur fyrir sig og þá sérstaklega nefndarstörf i þjóðmálanefnd. MR-ingarnir segja að mennta- mál hafi svo til ekkert fengist rædd á þinginu. Auðvitað fór þingtiminn ekki allur i að ræða um menntamál, þvi stærsta og mikilvægasta mál þingsins var stofnun væntanlegrar nemenda- hreyfingar ( Landsamband islenskra framhaldsskólanema ) og stöðu menntaskólanna i henni. Hins vegar voru alls ekki svo litlar umræður um menntamál á þinginu og voru miklar ályktanir samdar og samþykktar um þau. eigi Legg ég til að MR-ingarnir kynni sér ályktanir Lim betur áður en þeir hlaupa með lygi i blöðin. Meðal þess sem samþykkt var um menntamál var t.d. skil- greining á skólanum sem tæki borgarastéttarinnar. Ákvæði um aukin völd nemenda t.d. um val á kennslubókum og skipulagningu kennslunnar i samráði við kennara. Ályktun um réttarstöðu nemenda og þá sérstaklega nemenda úr dreifbýlinu, ályktun um niðurfellingu söluskatts á bókum, ályktun um húsnæðis- vandræði MR og MT, svo og um skólasókn og mætingakerfið. MR-ingarnir eru alltaf óánægðir með ályktanir Lim vegna þess að þeir eru ekki alls ráðandi á þinginu, en það finnst þeim sjálfsagt, þar sem þeir eru úr elsta og virtasta ( svo og hrip- lekasta) skóla landsins. Að siðustu þetta: Ég lit á frum- hlaup MR-inganna sem mjög vanhugsaða aðgerð. Ég held að þeir geri sér ekki nægilega grein fyrir afleiðingunum. Með þvi að segja sig úr Lim eru þeir að einangra sig nú á timum þegar aliir framhaldsskólanemendur eru að sameinast i breiðfylkingu til baráttu fyrir hagsmunamálum sinum. bað er dálitið skritið að MR vill halda áfram að vera með i bóksölunni. Á siðasta þingi var ákveðið að leggja 200 kr. skatt á alla menntaskólanemendur næsta haust til að vinna upp þann 700 þúsund kr. halla sem varð á bóksölunni siðasta ár. Með úr- sögn MR tapar bóksalan af þessum nefskatti frá MR,þannig að við hinir þurfum að axla byrðarnar fyrir þá. Svo vilja þeir halda áfram að njóta góðs af bók- sölunni en sleppa við að leggja sitt fram til að losna úr kviksyndi skuldanna. FÁRÁNLEGT, en við úrsögninni er ekkert að gera. Úr þvi að þeir vilja vera úti i kuldanum þá þeir um það. bórður Ingvi Guðmundsson ny Þingmál Dalvíkurkaupstaður Fjórir þingmenn tveggja flokka flytja á alþingi frum- varp til laga um kaupstaðar- réttindi handa Dalvikur- kauptúni. Sama frumvarp var einnig flutt á siðasta þingi, en varð þá ekki útrætt. Frumvarpið er flutt að beiðni hreppsnefndar Dalvikur- hrepps. Þjónusta Bragi Sigurjónsson (A) flyt- ur tillögu til laga um eftirlit með einokun, hringamyndun og samkeppnishömlum. Raforkumál. Jón Árnason og 11 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurflytja tillögu til þings- ályktunar um raforkumál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.