Þjóðviljinn - 29.11.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.11.1973, Blaðsíða 16
mmu/ml Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefr-- r simsvara Læknafélags Reykja vikur, simi 18888. Kvöld, - nætur, - og helga - þjónusta apótekanna 23. — 29. nóvember verður i Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. ^ _ _ "> Kvöldsími blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Fimmtudagur 29. nóvember 1973. Slysavaröstofa Borgarspitalans .er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Watergate-spólurnar: Var það slysni hjá ungfrú Woods? WASHINGTON 28/11 — Yfir- heyrslurnar fyrir sambandsdóm- stólnum i Washington siðustu dagana hafa verið fuilkomlega i stil við Perry Mason, að sögn fréttamanna, cn að þessu sinni hcfur einkum verið rcynt að rekja garnirnar úr Itosc Mary Woods, einkaritara Nixons. Blessuð manneskjan fullyrðir að hún hafi fyrir slysni strokað út langan kafla af samtölum á segulbönd- unum frægu varðandi Watcrgatc- málið. Framburður Woods þykir harla tortryggilegur, þar eö átján min- útna kafli hefur verið strokaður út af hlutaðeigandi spólu, en sjálf segist hún aðeins hafa strokað út svo sem fimm eða sex mínútur. Sirica dómari lét i ljós gremju yf- ir að hún skyldi ekki hafa nefnt þetta meinta slys er hún kom fyr- ir réttinn fyrr i mánuðinum og vændi hana um að hafa strokað út af bandinu af ráðnum hug. Ung- frú Woods virtist móðgast mjög við þá aðdróttun. Ekki berkla- faraldur á Akureyri Sá orðrómur hefur verið á krciki, að óvenju mörg berkla- tilfelli hefðu komið upp á Akureyri. Við höfðum samband við héraðslækninn þar, Uórodd Jónasson, og spurðumst fyrir um málið. Sagði Uóroddur að hér endurtæki sig einu sinni enn sagan um fjöðrina og hæn- urnar. Sannleikurinn væri sá, að það sem hefði gerst væri að óvenju margir hefðu svarað berklaprufu jákvætt, en eng- inn hefði veikst. Upphaf þessa máls mun vera það að sjó- maður á togara smitaðist af berklum og mun hal'a smitað nokkra félaga sina um borð. Þessir félagar mannsins eru menntaskólapiltar og hafa þeir svarað berklaprufu já- kvætt i vetur, sem er úr þessu algerlega hættulaust og væri héðan af aðeins vörn fyrir þá að hafa fengið bakteriuna. Enginn þeirra hefði veikst og enginn á Akureyri utan þessi sjómaður sem kominn er á Vifilsstaðahæli. Það er þvi alger misskiln- ingur að um berklafaraldur sé að ræða á Akureyri, eins og sagan sagði. —S.dór Myndirnar sýna borgarhluta i Portland f Bandarikjunum — önnur þegar allt lék i lyndi en hin eftir að rafmagnsskömmtun hófst. Alsírráðstef nan: Olíunni áfram beitt sem pólitísku vopni ALSÍRBORG 28/11 — Sextán leiðtogar Araba- rikja, sem i dag luku fundi sinum i Alsirborg, lýstu þvi sameiginlega yfir i fundarlok að Israel yrði að láta af hendi öll arabisk yfirráðasvæði, sem það nú hersetur, svo fremi að ekki ætti á ný að koma til vopnaviðskipta milli ísraels og Araba. Einnig yrði að tryggja réttindi Palestinu- manna. Arabaleiðtogar þeir sem oliu ráða skuldbundu sig ennfremur til þess að beita henni áfram sem pólitisku vopni. Mahmúd Riad, aðalritari Araba- bandalagsins, sagði að viðskiptalönd oliurikj- anna myndu fá þeim mun minni oliu þvi vinsam- legri sem þau reyndust ísrael. Riad komst svo að orði i gær að Japan og Filippseyjar myndu i bráð sleppa við að dregið yrði úr oliuútflutningnum til þeirra, enda hafa Japanir nú lýst yfir stuðningi við málstað Araba. Hassan konungur i Marokkó hlaut mikið klapp er hann komst svo að orði i ræðu að ekki myndi liða á löngu áður en Arabar gætu á ný beðist fyrir i Jerúsalem og að fáni Palestinumanna yrði dreg- inn að hún i þeirri borg. ENGAR LOÐNUNÆTUR FÁANLEGAR HINGAÐ Að þvi er formaður LÍÚ, Kristján Ragnars- son, sagði blaðamanni er ekki lengur hægt að fá keyptar loðnunætur til landsins, og verða þvi útgerðarmenn að búa að þeim nótum og þvi vara- efni til viðgerðar sem til er i landinu á loðnuver- tiðinni i vetur. Ef fengist kostar nótin um 4 mil- jónir króna. Ekkert loðnuskip mun lengur notast við háf til að innbyrða loönuna. Eru þess i stað notaðar dælur, sem einnig eru svo notaðar við löndun og er þá loðnunni dælt á land. Bátar mikið undir 200 tonnum eftir gömlu mælingunni fara ekki til loðnuveiða almennt, þó að frést hafi af einum og einum niður i 180 tonn að stærð eftir þeirri sömu mælingu. Ahafnir loðnubáta eru frá 11 Framhald á 14. siöu. Herstöðvaandstæðingar halda fund á Höfn • Fundur Samtaka herstöðvaandstæöinga á Höfn i Hornafirði verður haldinn n.k. sunnudag 2. des. og hefst ki. 1.30 e.h. • Ræðumenn verða Már Pétursson lögfræðingur, Einar Karl Haraidsson fréttamaður og Torfi Þorsteinsson bóndi I llaga. Kaupið l.des. Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér launatöflu ríkisstarfsmanna er gildir frá 1. desember n.k., en þann dag hækkar kaupgreiðsluvisitalan I 149,89 stig. Til fróðleiks birtum við hér upplýsingar um mánaðarlaun og timakaup rikisstarfsmanna samkvæmt þessari töflu: M Á N A Ð A R L A U N T 1 M A K A U P Launa- Byrjunar- Eftir Eftir Yfir- Dag- flokkur laun 1 ár 6 ár vinna vinna 5 . 25.020 25.020 26.06 3 250,20 150,72 6 . 25.020 26.063 27.356 250,20 150 ,72 7. 26.063 27.356 28.608 260,63 157,01 8 . 27.356 28.608 30.120 273,56 164,80 9 . 28.608 30.120 31.724 286,08 172,34 10. 30.120 31.724 33.328 301,20 181 ,45 11. 31.724 33.328 34.932 317,24 191,11 12 . 33.328 34 . 932 36.696 333,28 200,77 13 . 34.932 36.696 38.941 349,32 210,43 14 . 36.696 38.941 41.187 366,96 221,06 15 . 38.941 41.187 43.432 389,41 234 ,58 16 . 41.187 43.432 45.677 411,87 248 ,11 17 . 43.432 45.677 47.923 434 ,32 261,64 18 . 45.677 47.923 50.168 456,77 275,16 19 . 47.923 5-0.168 52.414 479,23 288,69 . 20. 50.168 52.414 54.659 501,68 302,22 21. 52.414 54.659 56.904 524,14 315,75 22 . 54.659 56.904 59.150 546,59 329,27 23. 56.904 59.150 61.395 569,04 342,80 24 . 59.150 61.395 64.442 591,50 356,33 25 . 61.395 64.442 67.489 613,95 369,85 26 . 64.442 67.489 70.537 644,42 388,20 27 . 67.489 70.537 73.584 674,89 406,56 28 . 70.537 73.584 76.631 705,37 424,92 B1 80.191 80.191 80.191 B2' 85.003 85.003 85.003 B3 89.814 89.814 89.814 B4 94.626 94.626 94.626 B5 100.239 100.239 100.239 Dajan tregur Viðræður um vopna- hléslínu strandaðar JERÚSALEM, KAÍRÓ 28/11 — Mosje Dajan, landvarna- ráöherra tsraels, sagði i dag að hin fyrirhugaða friðarráð- stefna fyrir Austurlönd nær, sem hefjast á í Genf i næsta mánuði, gæti orðið skref i átt til varanlegs friðar. Hann bætti þó við að Arabar væru nú að reyna að ná þvi við samn- ingaborðiö sem þá hefði þrotið karlmennsku til að vinna á vigvellinum: 1 Kairó herma diplómat- riskar heimildir að Bandarik- in hafi lagt mjög fast að Isra- elsmönnum að láta undan kröfunum um undanhald til vopnahléslinunnar frá 22. okt. Egyptar og í§raelsmenn hafa ekki náð samkomulagi um hvar eigi að draga þessa vopnahléslinu, og hefur það leitt til þess að viöræöur her- foringja þeirra eru komnar i stránd. Dajan sagði á fundi með framámönnum bandariskra Gyðinga i Jerúsalem i dag að enn væri mikil hætta á þvi að bardagar brytust út á ný. Hann kvaðst Bandarikjunum þakklátur fyrir stjórnmála- legan og hernaðarlegan stuðn- ing þeirra við tsrael, en kvaðst vona að Bandarikin reyndu ekki að neyða ísrael til þess að láta af hendi landsvæði að þvi marki, að rikið byggi ekki lengur við örugg landamæri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.