Þjóðviljinn - 09.12.1973, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.12.1973, Blaðsíða 17
Simnudagur i). desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 stakk fótunum i þá á laumulegan hátt. svo að Geoffrey tæki ekki eftir neinu. Ekki svo að skilja að mikil hætta væri á þvi, hann stóð enn með hnyklaðar brúnir og virtist i þungum þönkum. — Hvernig kemst ég inn, ert þú með lykilinn? spurði hún þegar hún var tilbúin að leggja upp i leiðangurinn. — Eða læstirðu ekki? — Hún hefur farið að heiman án þess að læsa sagði Geoffrey og sem snöggvast viku áhyggjurnar fyrir votti af kimni. meðan hann gældi við minninguna um hana. — Þú þekkir hana — svo áhyggju- laus og örugg. Hann talar eins og hún sé enn á lifi! leiftraði i svip um huga Rósa- mundu. Svo tók heilbrigð skyn- semi við og hún hún bægði frá sér hugmyndinni og öllu þvi sem henni fylgdi. Þess i stað reyndi hún að bæla niður þann reiðivott, sem hún vissi að myndi gera vart við sig eftir athugasemd hans um áhyggjuleysi Lindýar. Én reiðin kom ekki. Hafði sótt- hilinn lamað hana, svo að hún gat ekki lengur komist i uppnám? En henni fannst hún ekki lömuð, fremur hið gagnstæða. Hvers konar tilfinning var þetta eigin- lega, þessi nýja og furðulega ör- yggiskennd? Eins og hún gæti nú leyft sé að vera yfirlætisfull gagn- vart Lindy, þvi að hún hefði furðulegt og skelfilegt tromp á hendi...? Hvað brögðum var heilinn i henni eiginlega að beita hana i kvöld? Með nokkurri hreykni hugsaði hún: það hlýtur að vera sótthitinn. Ef til vill hafði hitinn aukist enn meira, kannski var hún með fjörutiu stig. Hana lang- aði mest til að mæla hitann aftur til að svala forvitninni, en hún gat það auðvitað ekki meðan Geoffrey stóð þarna og beið eftir þvi að hún færi yfir til Lindýar. Hún reyndi að vera eins og hún átti að sér, þegar hún gekk af stað niður brattan stigann. Franski glugginn sem vissi út i garðinn hjá Lindy opnaðist þegar ýtt var á hann eins og Geoffrey hafði sagt, og langa stund stóð Rósamunda á þröskuldinum að koldimmri stofunni og andaði að sér Lindýlyktinni. Nývöknuð blóm i frjóum jarðvegi, hús- gagnagljái og daufur, framandi ilmur, sem gat verið af dýru súkkulaði eða ferskum, afskorn- um blómum, en alltaf var eins. Myrkrið lagöist að henni, kalt en þó skýlandi og henni var þvert um geð að halda lengra. Það var eins og það væri auðveldara að standa hér og einbeita huganum — með herkjum — að hinum ein- földu og eðlilegu hlutum sem hún CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ þurfti að gera. Þreifa sig áfram að dyrunum. Finna rofann. Kveikja ljósið. Gá hjá simanum, leita á arinhillunni, á borðinu i anddyrinu, alls staðar þar sem Lindy hafði getað lagt bréf til systur sinnar, svo aö hún fyndi það strax og hún kæmi heim. Og það eru einu staðirnir sem við höfum rétt til að athuga i kvöld, hugsaði Rósamunda. Ef hún er ekki komin á morgun eða hinn daginn, verðum við auðvitað að athuga skrifborðið hennar, lesa bréfin hennar, fletta skjölum til að finna eitthvert spor... Allt i einu varð henni ljóst hvað allar hugsanir hennar snerust um. Af hverju var hún svona sannfærð um það að Lindy væri horfin i al- vöru? Enn hafði ekkert gerst ann- að en það að Lindy hafði ein- hverra hluta vegna ekki komið á stefnumót á tilteknum tima, og var þeð næg ástæða til að halda að einhver dularfullur harmleik- ur hafði átt sér stað? Mig er vist enn að dreyma, hugsaði Rósamunda og neyddi sjálfa sig til að hefjast handa, bægði frá sér öllum óstýrilátum hugsunum. Hægt og vandlega fór hún að þokast i átt til dyranna og studdi sig á vixl með höndunum við ósýnileg framandi húsgögnin. Teppið drakk næstum i sig skó- hljóð hennar og hún dró andann ótt og titt meðan hún þokaðist áfram gegnum myrkrið. Skvndilegur gauragangur, ó- lýsanleg sibylja af bergmálandi, skelfilegum hljóðum. varð til þess að hún snarstansaði og tók andköf af skelfingu. Svo vék græðslan fyrir titrandi hlátri og ofsalegum hjartslætti, þegar hver runan af annarri af heiftarlegu gelti fyllti mvrkrið og endurkastaðist glymjandi frá veggjunum. Að þvi er virtist komu hljóðin alls staðar að i senn. svo að það var erfitt að vita hvar hún áti að stiga niður fæti til að detta ekki um þennan litla, háværa andstæðing. En hún hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af þvi, þvi að Sjanghó virtist að þvi leyti likur húsmóður sinni að hann gat sameinað misk- unnarleysið skynsamlegum ör- yggisráðstöfunum gegn þvi að íáta troða á sér, og Rósamunda komst gegnum innri hluta stof- unnar og gat kveikt Ijósið án þess svo mikið sem snerla hundkrilið. Þegar hún snéri sér að honum og brobbaði þægilega virtist fokreitt dýrið róast örlitið.. Hann gelti ennþá.en ekki lengur skerandi og ofsalega. Þegar Rósamunda gekk i áttina til hans og rétti fram höndina i uppgerðar vinsemd, hörfaði hann frá henni og geltið breyttist smám saman i eins konar nöldur og varð loks að þrjóskulega urrinu, sem hann hafði svo oft heilsað henni með. Hann vár auðvitað tortrygginn ennþá, enda hafði hann l'ulla á- stæðu til. Hann elti hana frá dyr- unum að simanum i ganginum. Hvergi var neitt að arinhillunni, frá arinhillunni að borðinu i gang- inum. Hvegi var neitt að finna og þá sneru þau sér hvort að öðru eins og eftir skipun og góndu hvort á annað eins og þau vildu segja: Og hvað nú? Eldhúsið kom auðvitað lika til greina. Bréf á eldhúsborðinu var hugsanlegt, svo að Rósamunda fór fram i eldhúsið með litla, ill- kvittna varðhundinn á hælunum. En þar var ekkert að sjá heldur. Enginn matur hafði heldur ver- ið tekinn til, ekkert lá i bleyti eða hékk til þerris, ekkert benti til þess að eldabuskan i húsunum hefði orðið fyrir ófyrirsjáanleg- um töfum. Allt var snyrtilegt og i röð og reglu eins og vanalega, en þó ekki dauðhreinsað eins og þeg- ar húsmóðirin ætlar að heiman um lengri tima. Þegar Rósa- munda hafði svipast um lengi og vandlega, gekk hún aftur fram i anddyrið með Sjanghó á hælunum og fór enn að brjóta heilann. Kannski uppi á lofti... Rósa- munda minntist þess, að stund- um, þegar Pétur kom mjög seint heim.hafði hún nælt miða á kodd- ann hans með tituprjóni til að m'inna hann á að skipta um skyrtu eða fara til tannlæknis eða hvað það nú var. Ef til vill notuðu Lindy og systir hennar sömu að- ferð. Hún gekk i átt að stiganum. Hún hafði talið vist að hún hefði þegar kynnst afrekum Sjanghós sem varðhudns, en ekkert sem hún hafði áður séð eða gert sér i hugarlund komst i hálfkvisti við þá froðufellandi reiði sem hreyf- ing hennar olli honum. Hann þaut að stiganum og bjó sig undir með berar tennur og augu á stilkum að varna henni uppgöngu af öllu þvi afli og allri þeirri orku, sem litill, titrandi búkurinn bjó yfir. Það var þetta öfluga hlutfall milli aumlega, litla búksins og ferlegrar reiðinnar, sem kom Rósamundu til að hugsa sig um. Hún hafði ekki brjóst i sér til að brjóta niður litilfjörlega en djarf- lega vörnina... Og eiginlega þorði hún það ekki heldur, þvi að reiði hans var óhugnanleg svona i ná- vigi. Og hvað átti þetta eiginlega að þýða? Hvað var uppi á lofti, UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI BRIDGE Grœðgin kotn lionuni í koll Ein arðvænlegasta leiðin i bridge er að dobía sagnir and- stæðinganna, vel að merkja þegar sá sem doblar hefur alla ásta'ðu til að ætla að sögninni Minnisstœtt spil Spil þaðsem hér fer á eftir mun vist verða lengi i minnum haft. Það var Belginn Verdonck sem sagði og vann alslemmu i eftir- farandi gjöf á tvimenningskeppni á Costa del Sol fyrir tveim árum. verði hnekkt. Ekki kunna allir að varast of mikla græðgi, eins og sjá má af þeirri útreið sém sá s. — fékk er doblaði i þessari gjöf sem 11. K 7 2 spiluð var fyrir nokkrutn árum á T. A K D móti i Lausanne. 1.. A D 10 9 8 7 : 1 SK G 10 9 r> S. A 9 0 5 3 .2 S. K D 10 7 11. 2 11. 9 11. G 9 0 5 T. K I) G 1(1 9 8 T.10 7 4 3 T. G 8 0 L. A L. K 4 L. G 2 S. 1) 3 S. 8 7 2 S. G 8 4 H. H. G 8 7 <> 5 11. A I) 10 4 3 T. 7 0 5 2 T- A 4 3 T. 9 5 2 L. 10 9854 3 2 L. K G L. 0 5 S. A (> 4 Sagnir : Suður gel'ur. Austur 11. A K 1) 10 9 4 3 Vestur á ha'ttunni. T. Suðu r Vestur Norðiu Austur L. I) 7 0 pass pass 1 L. pass Sagnir: : Norður gelur. hvorugir á i 11. pass 3. L. pass hættunni. 3 11. pass 5. Gr. pass Vestu r Norðu r Auslur Suðui 7 11. pass pass pass 1 T. pass 2 11. Vestur lét út spaðaásinn sem pass 2 S. pass 3 II. trompaöur var með hjartatvisti pass 4 T. pass 5 11. blinds. Siðan tók sagnhafi á ás og pass 0 L. pass 0 s. drottningu sina i hjarta. Veslur pass 7 11. dobl pass... kastar af sér spaða i annan Vestur lætur út tigulsjöuna. Suður trompar ás Austurs, tekur á spaðaásinn og la'tur aftur út spaða undir drottningu Vesturs og kóng blinds. Siðan lætur Suður út hjartatvist l'rá blindum og lætur sjálfur tiuna sem á slaginn. Vestur kastar af sér laufi. Hvernig fór sagnhali að þvi að vinna alslemmu i hjarta, hvernig svo sem andstæðingarnir reyndu að verjast úr þessu? S\ a r: Þetta spil minnir á fleyg orð bridgemeistarans og Iræði mannsins Albarrans sem endur- tók þau hvað eftir atmað: ,,Þið doblarar, doblið al viti", en varla hefur Austur liaft þau i huga þegar hann doblaði slemmu- siignina i hjarta. Þó kann honum að vera nokkur vorkunn: llann helur bæði ás og kóng og gosann limmta i tromplitnum. En við skulum lita á spilið og gang þess. Þegar sagnhaii hefur komist að raun um hve slæm skiptingin er i trompunum, verður hann að gera sér von um að Austur hali i upphali átt þrjú spil i spaða, svo að hann geti komist aftur inn i blindan i þeim lit Þegar Suður hefur tekið á ás og kóng i tromplitnum hjarta, kemur hann blindi innáí.paða til þess að geta kastað af sér tveim iaulum i tigulkóng og drottningu. Siðan trompar hann tigul heima, fer inn i blindan á laufaásinn. Austur stendur nú uppi berskjald- aður, þvi að staðan er þessi (spil Vesturs skipta ekki máli): S. G. T. 10 II. I) 9 II. G S Auslur verður að trompa útspilið frá blindum og er yfir- trompaður af sagnhafa sem þannig fær alla slagina. Annars var til öruggari vinningsleið i spilinu: Suður hefði ekki áttað leggja i spaðann þegar i stað, þvi að vel gat verið að Austur aúti aðeins einspil i spaða og gosann fjórða i trompi, eða þá tvo lágspaða og hjartagosann limmta. Þegar Suður helur trompað tigulásinn er iiruggasta vinnings- leiðin sú að lara inn i blindann á laufaásinn og reyna siðan svininguna i hjarta cem telja mátti vist (eftir doblunina) að myndi takasl. Kyrra tilvik: Reynist Vestur eiga eitt tromp, tekur Suður á öll trompin og á alla slagina sem eftir eru. Siðara tilvik: Reynist Vestur vera tromplaus, lætur Suður út spaðafjarkann og svinar fram hjá drottningu Vesturs, þvi að Austur verður að eiga a.m.k. tvo spaða- hunda, ef nokkur leið á að vera til vinnings. Siöan kastar Suöur af sér tveim laufum i tigia blinds og trompar tigul. Hann fer inn i borðið á spaða og tekur siðustu slagina á frispil sin i tigli. trompslaginn. Hvernig fór Verdonck að þvi að vinna þessa kannski heldur biræ'fnu alslemmu sögn hversu svo sem andsta'ð- ingarnir reyna að slreitast á móti? STIMPIL- KLUKKAN borgar sig upp - strax ó órinu 1974 Shtiívékin Su&urlandsbraut 12 * Síml 8-52-77 Jólabækurnar VASAUTGAFA NÝPRENTUN Þunnur biblíupappír Balacron-band * Fjórirlitir Sálmabókin nýja f-ást í bokaveislunumog hjá kristilegu télógunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG ^uöbiTMösstofu Hallgrimskii kja Rey' javik simi 17805 optö3-5e.h. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.