Þjóðviljinn - 22.12.1973, Page 2
2 S'ÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1972.
Komin cru á markaAinn jólakort mcA óskum um gleðileg jól, sem telst
ckki til tiðinda, cn þvi fyigir kveöja um bjarta framtfö I hcrstöðvalausu
landi. Jólakort þessi fást í bókabúð Máls og mcnningar og á bóksölu
slúdenta. Af kortum þessum cru til tvær gerðir. Gylfi Gisiason gerði
myndina á öðru kortinu — sem hcr er birt — og Jón Ileykdal hina.
Æviminninga bók, 4. bindi
Æviminningabókin,4. bindi.sem minningagceinar um 85 látna
Menningar- og minningarsjóður Islendinga, flest konur, ásamt
kvenna gefur út, kemur á mark- myndum. Bókin er seld i bóka-
aðinn i dag. Bókin kemur nú i verslunum og á skrifstofu
nýjum búningi, vönduð að frá- sjóðsins að Hallveigarstöðum.
gangi. í þessu bindi eru
TILKYNNING
urn innlu’im lu þinggjalda i
Hafnarfirði og Gullbringu-
og Kjósarsýslu
Til þess að auðvelda gjaldendum að
standa i skilum með greiðslu þinggjalda,
verður skrifstofa embættisins opin til mót-
töku þinggjalda föstudaginn 28. desember
frá kl. 10.00 til kl. 22.00, mánudaginn 31.
desember verður skrifstofan opin frá kl. *
10.00 til 12.00.
greiða til hreppstjóra, er bent á að gera
það eigi síðar en 28. desember.
Dráttarvextir falla i ógreidd þinggjöld
ársins 1973 þann 1. janúar n.k.
Bæjárfógetinn i Hafnarfirði
Sýslumaðurinn i Gullbringu-
og Kjósarsýslu.
Landshappdrœtti
UMFÍ 1973
Eftirtalin vinningsnúmer komu upp
2. Útvarp og plötuspilari 80.000,00 14274
3. Sjónvarpstæki 40.000,00 8440
4. 3401. Frystikista 40.000,00 10501
5. Kæliskápur 30.000,00 14668
6. Singer Saumavél 30.000,00 13395
7. Hrærivél 16.000,00 5355
8. Viðleguútbúnaöur 15.000,00 6357
9. Ryksuga 14.000,00 13388
10. Ferðaútvarp 7.000,00 11780
11. Veiðitæki 7.000,00 6373
12. Myndavél 7.000,00 14999
13. Kaffikanna 5.000,00 12894
14. Vöflujárn 4.500,00 11057
15. Brauðrist 4.500,00 11870
Ungmennafélag íslands.
AFJÓLAÖNNUM
Nú er ég búinn að sitja
hérna við ritvélina í svo-
sem einn og hálfan tíma
með gersamlega tóman
haus og reyna að láta
mér detta eitthvað í hug,
sem væntanlega gæti
átt’ erindi við alþjóð, en
það er eins og manni
finnist að búið sé að
gera öllu slíku skil fyrir
löngu og er þá mikið
sagt.
Og hvað er það svo
sem ruglar mann svona
í ríminu? Auðvitað jóla-
annirnar. Það er bók-
staflega eins og allt sé
að losna úr reipunum,
eða eins og hann pápi
minn sagði einhvern
tíman við mig, þegar ég
var enn barn að aldri:
,,Það er bókstaflega
eins og ekki sé nokkur
einasta hugsun á bak við
nokkurn skapaðan
hlut."
Jæja, úr því að ég var
nú að vitna í hann pápa
minn, þá man ég það,
eða réttara sagt minnir,
að það hafi verið í sama
skipti og hann sagði við
mig að ekki væri nokkur
hugsun á bak við
nokkurn hlut, sem hann
sagði að ég skyldi vara
mig á því að peningarnir
gætu fengið vængi.
Það er eins og þessi
heilræði rif jist upp fyrir
manni núna i jólaösinni
og traffíkinni í kringum
blessaða fæðingarhátíð
frelsarans, þegar mað-
ur sér elskulega sam-
borgara sína vaða um
strætin með æði í augun-
um í þessu ofsalega inn-
kaupakapphlaupi, sem
einkennir jólahátíðina
öðru fremur.
Ég hef ekki verið hérna
heima sfðastliðin tvö jól,
heldur erlendis, svo að
ég var aðeins byrjaður
að gleyma þvi hvernig
jólin bera að. En svo
þegar ég sé allt fara í
gang þá rifjast fyrir-
brigðið upp fyrir mér.
Allt finnst mér sér-
lega gaman að sjá
ströngustu húsfreyjur
ganga með körlum sín-
um um verslunargötur
borgarinnar á Þorláks-
messu (að vísu eru stóru
Brandajól í ár en þá ber
Þorláksmessu uppá
sunnudag) en á þessum
degi virðist eins og það
sé ekki illa þokkað jöótt
kallinn hafi fengið sér
ærlega neðan í því og
hef ur maður þá grun um
að það sé liðið vegna
þess að ef til vill er hann
þá liðugri með pyngjuna
en ella.
,,Segðu bara til vina
min" segir kallinn, en
kellingin svarar:
,,Finnst þér þetta ekki
allt of dýrt?" og kallinn,
sem orðinn er vel hýr af
brennivini, segir um hæU
,,Nú það er nú ekki svo
oft sem maður slettir úr
klaufunum. Við skulum
bara klára þetta, vina
mín. Varstu annars
nokkuð búin að hugsa
fyrir henni mömmu
þinni?" Þetta kemur
auðvitað alveg marflatt
upp á kellu, en hún svar-
ar um hæl: ,,Ja ég ætti
kannske að bregða mér
hérna inn og gá hvort ég
fæ ekki eitthvað lítilræði
fyrir slikk" ,,Gerðu það
góða" segir kallinn, og
eygir strax gullinn
möguleika á þvi að fara
inn í næsta port og f á sér
vænan sopa úr fleygn-
um, sem hann ber innan
klæða.
Hjónabandshamingj-
an er alger. Þau koma
sér upp aðskildum fjár-
hag. Á þeirra heimili eru
tvenns konar peningar,
eða svo notuð séu orð
kellingarinnar: „Mínir
peningar og okkar
peningar"
Og það er eins og pápi
sagði: ,, Peningarnir fá
svo sannarlega vængi"
Þeir eru eins og dúfna-
hópur, sem sleppt er
uppi loftið á friðarhátíð
í hinu kúgaða austri.
Eða símtölin, sem
maður hefur þurft að
hlusta á fyrir þessa
makalausu stórhátíð.
„Sælelskan. Ertu ekki
búin að öllu?"
Síðan löng þögn á meðan
að þessi elska hinum
megin er að skýra frá
því hvort hún sé búin að
öllu og síðan: ,, Ja ég var
nú að hugsa um að
skella nokkrum
botnum inn. Maður
getur alltaf sett þá i
f rystikistuna, alveg
dýrlegt að eiga þá til
góða.
Varst þú með svamp-
botna? Þeir eru svo dýr-
legir. Ekkert annað en
skella bara maukinu á
milli. Engin fyrirhöfn,
ef maður bara hefur
botnana klára i frysti-
kistunni. Guð veit að ég
er skíthrædd um að ég
hafi gleymt einhverju.
Þetta er nú einu sinni
svo ægilegt argaþras á
jólunum að maður verð-
ur bókstaflega alveg
ruglaður."
Og nú um leið og ég
býð öllum gleðileg jól er
ég að hugsa um að
fylgja Stefáni vini mín-
um sem er búfræðingur,
uppí Hvalfjörð, en
þangað þarf hann að
komast með sæði fyrir
fengitimann, ef vera
kynni að takast mætti að
halda lífi í bústofni
landsmanna en um hríð.
Sem sagt. Gleðileg jól.
Flosi