Þjóðviljinn - 22.12.1973, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN |Laugardagur 22. desember 1973.
Rœtt við Magnús Kjartansson, ráðherra
Ihuga ber þingrof
og nýjar kosningar
Magnús Kjartansson
Við ræddum við Magnús
Kjartansson, ráðherra þá
stöðu, sem upp er komin á
alþingi vegna bandalags
Bjarna Guðnasonar við
stjórnarandstæðinga.
Fyrst var rætt um stöðv-
un tollalækkananna til ís-
lensks iðnaðar sem fyrir-
hugaðar voru og viðbrögð
rikisstjórnarinnar af þvi
tilefni. Magnús gerir Ijósa
grein fyrir skollaleik við-
reisnarf lokkanna, sem
sjálfir höfðu margoft lýst
því yfir að tekjutap vegna
tollalækkana í tengslum
við EFTA-aðild yrði að
vinna upp með söluskatti.
Ríkisstjórnin hefur á-
kveðið að f resta tollalækk-
unum á innfluttum iðn-
aðarvörum þrátt fyrir
EFTA-samninginn.
Komið er inn á gráan leik
st jórnarandstöðunnar í
kjaramáiunum.
Magnús rekur þátt
Bjarna Guðnasonar, sem
nú hefur ráðið sig á skútu
viðreisnarf lokkanna, og
leggur áherslu á að strax
eftir þinghlé verði að
reyna á herstöðvamálið á
alþingi, og Bandaríkja-
mönnum verði síðan til-
kynnt um markaða stefnu
íslensku ríkisstjórnarinnar
varðandi tilhögun og tima
fyrir brottför hersins.
i lok viðtalsins kemur
fram sú skoð
un ráðherrans, að áður en
langt um líður ætti þjóðin
að fá að segja sitt orð í
kosningum og til greina
geti komið að rjúfa þing á
næstu mánuðum. Og hér er
viðtalið
— Nú hafa stjórnarandstæð-
ingar hindrað tollalækkanirnar
sem m.a. annars áttu að koma
islenskum iðnaði til góða. Hvað
viltu segja um þeirra hlut i þessu
máli og þann vanda sem upp er
kominn fyrir iðnaðinn?
— Iðnaðurinn er sú atvinnu-
grein, þar sem fleiri hafa nú at-
vinnu sina en i nokkurri annarri
grein atvinnulifsins, og það er
viðurkennt af öllum að iðnaðurinn
muni taka við stærstum hluta af
auknum mannafla á vinnumark-
aði á næstu árum.
Þróun iðnaðarins er þvi undir-
stöðuatriði i okkar efnahagskerfi.
Viðreisnarflokkarnir tóku á
sinum tima ákvörðun um inn-
göngu ,i EFTA, um þá ákvörðun
vom þá deilur.en aðild okkar er
engu að siður staöreynd, sem
miða verður við, og það er enginn
þingmeirihluti fyrir því að breyta
þeirri ákvörðun. Vandinn, sem
fylgir aðildinni að EFTA og
samningnum við efnahagsbanda-
lagið er sá, að islenskur iðnaður
lendir i harðnandi samkeppni við
erlendar iðnaðarvörur. A móti
kemur svo sá möguleiki, að is-
lenski iðnaðurinn geti staðið sig i
þessari samkeppni og farið i vax-
andi mæli að selja islenskar iðn-
aðarvörur á eriendum mörkuð-
um.
Ég hef litið á það sem eitt af
minum meginverkefnum hér i
iðnaðarráðuneytinu, að sluðla að
þannig þróun i islenskum iðnaði,
að hann yrði fær um að standast
þessi miklu og erfiðu átök. Einn
liðurinn i þessari þróun, sem fylg-
ir aðild okkar að EFTA er, að toll-
ar á innfluttum iðnaðarvörum
eiga að lækka i áföngum, og slik
lækkun á samkvæmt samningn-
um að koma til framkvæmda 1.
jan. 1974. Þessi tollalækkun gagn-
vart EFTA og EBE nemur 150
miljónum króna, og einnig stóð til
að lækka tolla gagnvart öðrum
aðilum svosem Sovétrikjunum og
Bandarikjunum um cirka 50
miljónir kr.
Bæta átti stöðu
iðnaðarins
Til að gera nú islenskum iðnaði
klei ft að standast þessa breyt-
ingu, þá stóö til að lækka jafn-
framt tolla á hráefnum og vélum
og öðrum aðföngum til iðnaðarins
um 400—500 miljónir á ársgrund-
velli. Þetta þýðir, að i þessum
fyrirhuguðu breytingum á toll-
skránni fólst ekki aðeins, að is-
lenski iðnaðurinn héldi sinni stöðu
i samkeppninni, heldur stóð til að
bæta aðstöðu hans til nokkurra
muna. ()g það fólst lika i frum-
varpinu, að allir tollar af hráefn-
um og vélum til islensks iðnaðar
myndu falla gjörsamlega niður 1.
janúar 1976.
Þetta hefur nú verið stöðvað af
stjórnarandstöðuflokkunum, og
báru þeir það fyrst og fremst
fyrir sig, að til stóð að bæta upp
tekjutap rikissjóð af þessum á-
stæðum með hækkun söluskatts
um 1 prósentustig.
En hér er þess að minnast, að
þeir flokkar, scm bcittu sér fyrir
EKTA aðildinni og nú eru I
stjórnarandstöðu lýstu þvi yfir
margoft á sinum tima, að þessa
tollalækkun bæri að bæta upp með
söluskatti. Ég man t.d. eftir þvi,
að Magnus Jónsson, þáverandi
fjármálaráðherra lýsti þá yfir að
viðreisnarstjórnin hefði vitandi
vits geymt 5 söluskattsstig i þessu
skyni.
Munum leggja til
söluskatt sagði Gylfi
Og (lylfi Þ. Gislason sagði á al-
þingi S. des. 1969: „1 stað
verndartollanna verða að koma
aðrir .tekjustofnar. Mun rikis-
stjórnin leggja til, að i stað þeirra
tollalækkana, sem koma munu til
framkvæmda i sambandi viö
aðild islands að Friverslunar-
bandalaginu koini liækkun á sölu-
skatti".
Og á þennan hátt fóru við-
reisnarflokkarnir að, i reynd,
þegar lyrsta tollalækkunin vegna
EFTA-aðildar kom til fram-
kvæmda árið 1970, en þá var sölu-
skattur hækkaður um 3 og hálft
stig, og var þar með reyndar afl-
aö aukalega 750 miljóna króna i
leiðinni fyrir rikissjóð.
Það er þvi eins ljóst og verða
má, að allt tal stjórnarandstöðu-
flokkanna nú um þetta atriði er
einber hræsni og loddaraskapur.
Hin raunverulega skýring á af-
stöðu þeirra er sú, að stjórnar-
andstaða þeirra er orðin svo of-
stækisfull, að þeir vila ekki fyrir
sér að kippa fótum undan islensk-
um iðnaði, ef þeir ættu þess kost,
og gætu i leiðinni komið höggi á
rikisstjórnina.
Ef þeirra gerðir ættu að standa,
þá myndu tollar af innfluttum
iðnaðarvörum lækka nú 1. janúar,
en Islenskur iðnaður búa við
óbreytt skilyrði hvað snertir tolla
af vélum og hráefnum, — en slikt
hefði þýtt hrun verulegs hluta
hans á skömmum tima.
Engin tollabreyting
þrátt fyrir EFTA
En rikisstjórnin hefur tekið þá
ákvörðun að tollalækkun á inn-
fluttum iðnaðarvörum geti ekki
komiö til framkvæmda fyrr en
tollskráin hefur verið samþykkt á
alþingi. Það verður þvi ekkert af
þcirri mismunun, sem stjórnar-
andstööuflokkarnir stefndu að,
og miðaði að þvi að skerða sam-
keppnisaðstöðu innlends iðnaðar
gagnvart erlendum iðnvarningi.
liins vegar er vert að minna á
það, að breytingunni á tollskrá
var ætlað að bæta hlutfallslega
stöðu islensks iðnaðar, og sú
endurbót dregst nú fyrir tilstuðl-
an stjórnarandstöðuflokkanna.
Það er auðvitað óskemmtilegt
að geta ekki staðið við gerða
samninga gagnvart EFTA, en
slikt hefur nú skeð áður i sam-
skiptum einstakra rikja við það
bandalag, ef við sérstök vanda-
mál hefur verið að striða.
— önnur áhrif af þvi sem nú
hefur gerst i þessum málum?
— Já, i þvi sambandi er ástæða
til að minnast sérstaklega á
k.jaramálin. Framundan er gerð
nýrra kjarasamninga við verka-
lýðsfélögin, og það er mikil nauð-
syn að bæta kjör láglaunafólks-
ins. I iðnaðinum starfar mj.'g
verulegur fjöldi láglaunafólks, en
það er alkunna, að iðnaðurinn á
erfiðara með að standa undir
kauphækkunum en t.d. þær grein-
ar sjávarútvegsins, sem notið
hafa geysilegra verðhækkana er-
lendis. Breytingunni á tollskránni
var m.a. ætlað að bæta hag iðn-
aðarins, þannig að hann gæti
staðið undir óhjákvæmilegum
kauphækkunum.
Snúast gegn kjarabótum
láglaunafólks
Ég er ekki i nokkrum vafa um,
að stjórnarandstöðuflokkarnir
hafa haft þetta i huga, þegar þeir
stöðvuðu að tollskráin yrði af-
greidd. Þeir hafa að undanförnu
skrifað um kjaramál af yfir-
gengilegu ábyrgðarleysi, og snú-
ist gegn þeirri stefnu að megin-
inntak kjarasamninga verði bætt
kjör lágiaunafólks, en þess i stað
haft uppi kröfur um stórfelldar
kauphækkanir þeirra sem hafa
viðunandi kjör og þaðan af betri.
Markmið þeirra er auðsæilega að
stuðla að sem mestum glundroða
á þessu sviði, ef það kynni að
verða til þess að fella rikisstjórn-
ina.
Þarna er um að ræða ekki að-
eins tilræði við iðnaðinn heldur
einnig tilraun til að gera lág-
launafólki erfiðara fyrir að ná
kjarabótum, og stuðla að þvi að
kjaramálin verði sem óleysanleg-
ust.
Bjarni á hraðri leið
til hægri
— En nú eru stjórnarandstöðu
flokkarnir orðnir 3, Magnús, hver
er hlutur Bjarna Guðnasonar að
þinum dómi?
— Ástæðan fyrir þvi, að
stjórnarandstaðan getur leikið
þennan leik á alþingi er sú, að
viðreisnarflokkunum hefur bæst
nýr liðsmaður, sem er Bjarni
Guðnason, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, og reyndarkom
hann fram ekki bara sem liðs-
maður, heldur sem málsvari
stjórnarandstöðunnar i heild.
Ferill Biarna hefur verið með
Framhald á 14. siðu
Hvernig gengur bísnissinn?
BARA VEL
segja kaupmenn og auglýsingastjórar
— Enginn veit um áfengisneysluna
Hvernig gengur jólabís-
nissinn? Er salan meiri en
i fyrra? Hefur fólk meira
umleikis en áöur? Eru
kaupmenn ákafari við aö
auglýsa en áöur? Drekkum
við mikið um þessi jól?
Þessu vorum við hér á Þjóð-
viljanum að velta fyrir okkur. Við
sáum þó i hendi okkar aö til þess
að fá viðhlitandi svör við þessum
spurningum þyrfti meirháttar
hagfræðilegar, félagsfræðilegar
og guðmávitahvaðfræðilegar
rannsóknir. Þess vegna ákváðum
við að gera örlitla stikkprufu og
hringja i bóksala, stórverslanir.
Rikið og auglýsingastofur rikis-
fjölmi.ðlanna og fá óvisindaleg
svör verslunar- og auglýsinga-
stjóra við þessum spurningum.
Enginn veit og
enginn veit...
Það er best að afgreiða áfengis-
neysluna fyrst. Við hringdum i
skrifstofustjóra ÁTVR og inntum
eftir þvi hvort landinn væri iðinn
við að kaupa brennivin. Hann
kvaðst ekki hafa hugmynd um
það og borin von að fá nokkrar
upplýsingar þar að lútandi fyrr en
eftir jól.
Við létum ekki bugast og
hringdum i Áfnegisvarnaráð sem
öðrum aðilum fremur hefur eftir-
lit með vinþambi okkar. Þar var
ekki feitan gölt að flá þvi nýjustu
tölur sem það hafði voru frá þvi i
september. Svo spurningin um
drykkjuna fellur dauð og ómerk.
Misgott hljóö
í bóksölum
Þá er það bóksalan. 1 Máli og
menningu var okkur tjáð að salan
hefði verið heldur treg framan af
þessum mánuði en nú væri hún að
komast á fullt skrið. Liklega væri
veðrið orsökin. Nú væri
verslúnin komin i eðlilegt horf og
liklega væri hún svipuð að magni
til og i fyrra.
Við spurðum um markaðsgengi
bóka. Jú heilar sex bækur voru
uppseldar eða á þrotum. Það
voru bækurnar Mannleg náttúra
undir Jökli útskýrð af Þórði á
Dagverðará. Stungið niður stil-
vopni eftir Gunnar Benediktsson.
Milli Washington og Moskva eftir
Emil Jónsson, Truntusól eftir
Sigurð Guðjónsson, Ráðskona
óskast i sveit eftir Snjólaugu
Bragdóttur og Hættulegur arfur
eftir Thereciu Charles. Einnig
renna út eins og heitar lummur að
vanda hasarbækur eftir æðstu-
prestana þrjá á þvi sviði: Alister
McLean, Desmond Bagley og
Sven Hazel.
Lárus Blöndal tjáði okkur að
salan væri meiri i peningum en
var ekki eins viss um magnið,
taldi jafnvel hið gagnstæða nær
sanni. Bækur hefðu jú hækkað um
25-30% i ár sem væri mikil
hækkun.
Verslunarstjórinn hjá Snæbirni
var hinn hressasti þvi nú væri
kominn fjörkippur i söluna eftir
hálfgerða ördeyðu i frostunum.
Hann vildi þó meina að jólabóka-
vertiðin hefði byrjað fyrr i ár en
áður. Þær bækur sem best ganga
þar á bæ eru Emil, allar
bækurnar þrjár um Vestmanna-
eyjagosið, Þórður á Dagverðará
og Ráðskona óskast i sveit.
Hjá Eymundsson var allt i fúll-
sving þegar við hringdum og var
viðmælandi okkar mjög sam-
mæltur verslunarstjóra Snæ-
bjarnar. Þeim bókum sem best
vegnar þar eru Emil númer eitt
og á hæla hans koma þeir félagar
Arni Johnsen með Vestmanna-
eyjabók og Sigurður Nordal með
þjóðsögur sinar.
KRON og
Silli & Valdi
Ingólfur i KRON var nokkuð
hress yfir viðskiptunum og kvað
þau firnamikil. Einkum hefðu
þau verið mikil framan af des-
ember meðan afsláttarkort
félagsins voru i gildi. Upp á sið-
kastið hefur salan verið jöfn og
góð. Hvort salan væri meiri en i
fyrra? ,,Við erum i sókn og
ánægðir” var svarið.
Verslunarstjórinn i Glæsibæ
kvað söluna mjög góða, miklu
betri en i fyrra. Þar á eftir fylgdi
mikill fagurgali um hagkvæmni
verslanasamsteypa af Glæsi-
bæjargerðinni sem við erum ekki
að hafa eftir. Hann kvað verslanir
i húsinu hafa orðið merkilega litið
varar við samdrátt vegna veður-
hörkunnar á dögunum og vildi
þakka það góðum bilastæðum.
Fjögurra tíma
auglýsingar
A auglýsingastofu útvarps
(hljóðvarps eins og sumir segja)
var okkur sagt að jólaösin væri
geysimikil, bæði fyrr á ferðinni og
meiri að vöxtum. ,,Það hefur
verið jólaös hér siðan i
nóvember" sagði auglýsinga-
stjórinn, og ,,við höfum 4-5 tima
prógramm af auglýsingum á
dag", og eina úrræðið við þessu
auglýsingaflóði er að hnika til út-
varpsþáttum og ýta þeim út af
dagskrá.
Hjá sjónvarpi muna menn ekki
eins langa auglýsingatima og um
þessi jól. Aftur á móti byrjaði
vertiðin seinna þar en var þeim
mun tilþrifarikari eftir að hún
komst i gang. Við spurðum um
upphæðir og fengum þau svör að i
fyrra hefðu kaupahéðnar auglýst
fyrir rúmar 8 miljónir i
desembermánuði einum saman.
Til samanburðar má geta þess að
i nóvember sama ár var auglýst
fyrir 3,5 miljónir. -ÞH