Þjóðviljinn - 22.12.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.12.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. dcsember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Samtök herstöðvaandstœðinga: Eyða ber allri tortryggni Samtök herstöðvaandstæðinga héldu almennan fund s.l. laugar- dag og gerðu þá m.a. þessa álykt- un: Almennur fundur Samtaka her- stöðvaandstæðinga haldinn i Reykjavik 15. desember 1973 minnir á, að á jóladag 25. des- ember er liðinn endurskoðunar- frestur herstöövasamningsins og þá á þegar i staö að vera unnt að segja samningnum upp eins og krafist var með undirskriftasöfn- un á vegum samtakanna 1. des. s.l. Fundurinn minnir ennfr á að ráðamenn hafa frá þvi núverandi rikisstjórn var mynduð hvað eftir annað lýst þvi yfir aö herinn ætti aö fara úr landinu á kjörtimabilinu. Þær raddir hafa þó heyrst úr stjórnar- herbúðunum sem vekja ástæðu til tortryggni. Til þess að eyða henni verða ráðamenn þegar i stað að taka af öll tvimæli um stefnu sina i þessum efnum. Munu Samtök herstöðvaandstæðinga telja að undansláttur frá þeirri yfirlýstu stefnu væri bein svik við þær tug- þúsundir herstöðvaandstæðinga i landinu, sem hafa bundið vonir við fyrirheit núverandi rikis1 stjórnar um brottför bandariska hersins. Sá timi sem i hönd fer getur ráðið úrslitum um árangur i þvi höfuðstefnumáli samtakanna að herinn og herstöðvarnar hverfi af landinu skilyrðislaust, enda eru engir samningar i gildi sem leggja kvaðir á tslendinga i þess- um efnum þegar herstöðvasamn- ingnum frá 1951 hefur verið sagt upp og hann þar með úr gildi fall- inn. Happdrœtti Þjóðviljans Gerið skil fljótt og vel Okkur er ánægja að tilkynna þeim tjolmorgu, sem hafa koypt af okltur kæliskápa og þvottavélar og eru ánægðir með þau kaup, að nú hofum við einnig á boðstólum Ignis eldavélar sem einnig má mæla með sem sérstakri gæðavoru. Við bendum meðal annars á. að fylgjandi er grill ásantt rafknúnum grillteini,svo að nú er hægt að elda matinn með þeim hætti, sem mest tíðkast nú —- grillið læri, kjúklinga eða annan mat eftir hentugleikum, og smekk, og látið hitastilli og klukku vera yður til hjálpar við að fá sem beztan mat með sem minnstri fyrirhöfn Það er tryggt með þessari IGNIS-vél, sem er að oðru leyti búin eins fullkomlega og krófur eru gerðar til víða um heim. Og um hagstæðara verð er vart að ræða núna Og þegar þér kaupið IGIVIS, skuluð þér muna að þar fer tvennt saman sem aðrir bjóða ekki — ITALSKT HUGVIT OG HAND LAGNI |lllh, ,*K *l|ljS1|h if ,|ll" '' W ""M '"'ÍW * • ‘ ÍSLENSKUR LEIÐARVISIR FYLGIR — IGNIS VERÐ VARAHLUTA OG VIÐGERÐAÞJONUSTA HVERS VIRÐI ER ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA FAGMANNA? RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660 Umsóknir um styrk úr Finnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu limmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Fixmlandi, Jón E. Ragnarsson og Ölafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKI JC-SJÓÐURINN PÖSTHÖLF 579 REYKJAVlK RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við BLÓÐBANKANN er laus til um- sóknar. Staðan er hálft starf. Nán- ari upplýsingar veitir forstöðumað- ur Blóðbankans. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 20. janúar 1974. Reykjavik, 18. desember 1973 SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SlMI 11765 ÓDÝRT - ÓDÝRT Kassagitarar, verð kr. 2190,-. Plötuspilarar með magnara og hátalara, verð kr. 5350,- . F. Björnsson Radioverslun, Bergþórugötu 2, simi 23889.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.