Þjóðviljinn - 22.12.1973, Side 13

Þjóðviljinn - 22.12.1973, Side 13
Laugardagur 22. desember 1973. ÞJÓÐVILJINNSIÐA 13 gert það? Rósamunda reyndi að rifja upp hvað Geoffrey hafði sagt. — Haföihann sagt berum orðum að móðir hans hefði svarað i sim- ann en ekki Jessie? En Jessie hefði lika þekkt rödd hennar. Eða var Jessie flækt i þessa dularfullu ráðagerð án þess að vita það sjálf? Það voru nú til að mynda allir þessir ættingjar sem hún átti i Ástraliu. Ekkert virtist óhugs- andi þegar ástralskir ættingjar voru annars vegar. þeir voru nú einu sinni dálitið sér á parti. Ef Lindy ætti nú einhvern forrikan frænda, af þvi taginu sem alltaf eru að deyja i Ástraliu og arfleiða bláókunnuga ættingja að öllum miljónunum? Og ef nú vondi frændinn, sem hefði annars átt að erfa alla súpuna, væri giftur ein- hverri af frænkum Jessiar og þau hefðu lagt upp i ferðalag til Eng- lands til að reyna að fá Jessie til að halda þvi fram að Rósamunda hefði hringt til hennar, að öðrum kosti væri húsmóðir hennar i skelfilegri lifshættu... En nú var jafnvel höfundur sög- unnar búinn að gera sér ljóst, að hún var einum of fáránleg. Ef til vill væri skynsamlegast að hætta öllum vangaveltum og reyna ein- faldlega að fjarlægja þessi hvim- leiðu sönnunargögn eða hvað það nú var. Þau komu hvort eð var engum að gagni, útskýrðu ekki neitt. Með festu og röggsemi stik- aði Rósamunda uppstigann, flýtti sér inn i svefnherbergið og að skápnum. Kápan var þar sem hún hafði látið hana og skórnir sömuleiðis, en taskan var horfin. Hún fálmaði i ofboði um skáp- gólfið, rótaði i skóm og alls konar dóti. Hún hlaut að vera þarna, sagði hún við sjálfa sig og vissi fyrirfram að hún var þar ekki. Hún hlaut að hafa orðið undir ein- hverju — yst bakvið eitthvað.... Það liðu fimm minútur áður en hún gafst upp, fimm minútur sem fóru fyrst og fremst i að sannfæra hana sjálfa um að Geoffrey hefði ekki orðið fyrri til að finna hana. Að hann hefði ekki fundið hana og farið burt með hana án þess að segja orð um það. 18 En þannig myndi Geoffrey aldrei hegða sér! Aður en Rósa- munda var búin að átta sig á þessum ósköpum, var hún i óða önn að vinna gegn öllu saman með þvi að rifja upp allt þaö sem hún vissi um eiginmann sinn og skapgerð hans. Geoffrey var ekki fyrir að pukrast, hann var mjög opinskár. Ef hann hefði rekist á töskuna i fataskápnum, hefði hann undir eins haft orð á þvi við Rósamundu. — Hvað i ósköpun- um er nú þetta? hefði hann sagt, og hernig stendur á henni þarna? Og vissi hún eitthvað um það? Hann hefði samstundis gefið henni hlutdeild i ringlun sinni. Honum hefði aldrei komið til hug- ar að laumast burt með töskuna án þess að minnast á það við hana, án þess að gefa henni tæki- færi til að koma meö skýringu. En ef hann væri nú hræddur um CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ að hún gæti ekki útskýrt neitt? Jafnhræddur og hann hafði verið i morgun vegna simhringingar- innar til móður hans? Hefði hann getað orðið svo skelk., að hann hefði ekki þorað að spyrja hana og upphugsað sjáifur einhverja skýringu i skyndi, — og losað sig siðan við töskuna i einhverju flýt- isofboði, rétt eins og hún hafði ætlað að gera. Nei. Jafnvel þótt Geoffrey væri hræddur hennar vegna, þá væri það ólikt honum að haga sér þannig, að minnsta kosti þeim Geoffrey sem hún þekkti. Það hlaut þvi einhver annar að hafa tekið hana. Einhver... hver sem var... og um leið varð þetta allt svo ruglingslegt og fráleitt að það var tilgangslaust að velta vöng- um yfir þvi. Rósamunda var búin að missa alla von um að finna skýringu. Taskan var horfin, það var mergurinn málsins, og nú vonaði hún að hún væri horfin fyr- ir fullt og állt. Hún vildi ekki hugsa meira um hana, aldrei nokkurn tima. Og ekki um hitt aeldur. Hún tók skóna og kápuna, hélt á þvi niður i garðinn og tók til við að bursta burt leirinn. Leirinn var þurr og laus i sér og auðvelt að losa hann.Hann féll niður á jörðina i þéttum, hörðum flögum og fljótlega yrði hann með öllu horfinn, sameinaður annars kon- ar aur i venjulegum húsagarði i London. Smáregnskúr — já, bara vetrarnótt með raka og sudda og engin verksummerki yrðu sjá- anleg framar. Hún setti vel burst- uðu skóna afsiðis, hengdi hreina, þurra kápuna á vanalega herða- tréð, og henni fannst sem hún hefði afrekað eitthvað stórmerki- legt, rétt eins og það kæmi nú á daginn, að Lindy hefði aldrei horfið. Svo sterk var þessi tilfinning, að þegar siminn hringdi, var hún sannfærð um að nú myndi hún heyra rödd Lindýar, og þegar svo var ekki, leið góð stund áður en hún áttaði sig á hvaða rödd þetta var og að röddin var alls ekki að tala um vandamálið sem hugur hennar snerist um, heldur eigin vanda — eins og altitt er um radd- ir. — Má ég kannski skreppa til þin um fimmleytið? Bljúg rödd Nóru var sárbænandi og ósköp fjarlæg, en Rósamunda reyndi eftir megni að koma skipulagi á hugsanir sin- ar og fá þær til að beinast að vandamálum Nöru — Ég hef svo hræðilegar áhyggjur út af þessu öllu, hélt röddin álram. — Og ég verðað tala við þig áður en Will- iam kemur heim. — Auðvitað. Já, komdu endi- lega. Já, komdu eins snemma og þú vilt... Nei... ég er ekkert vant viö látin. Meðan Rósamunda reyndi að róa Nóru, reyndi hún lika að átta sig á þvi hvað var eiginlega um að vera. Nóra var bersýnilega ekki að tala um málefni Lindýar. „Þetta allt” hlaut að standa i ein- hverju sambandi við Ned — en hafði drengurinn gert eitthvað af sér nýlega? Eitthvað sem hún hefði átt að vita um? Hún hefði vist átt að vita það. Þegar Nóra birtist siðdegis, varð hún agndofa og jafnvel örlitið móðguð yfir þvi, að Rósamunda skyldi ekki hafa heyrt siðasta kaflann i sögu Neds. En móðgun- in hvarf fljótlega fyrir þeirri gleði og ánægju sem hún hafði af þvi að segja söguna enn einu sinni, og hún laut áfram i stólnum, hélt báðum höndum um tebollann, taugaóstyrk og eins og á nálum. Ned var bersýnilega strokinn að heiman — i sjötta skipti að þvi er Rósamundu minnti — án þess að ráðfæra sig við foreldra sina og siðan höfðu þau ekkert heyrt frá honum. — En hann hefur gert það áður, er það ekki? sagði Rósamunda og reyndi að sefa hana. — Það hefur aldrei neitt orðið að honum. Og i sambandi við bréfaskriftir, þá skrifa strákar aldrei nokkurn tima, þeir eru reglulegir vand- ræðagripir hvaö það snertir. Þú mátt ómögulega taka þetta svona nærri þér, Nóra. Láttu þetta bara lönd og leið. Gagnslaust ráð. Rétt eins og Nóra gæti með nokkru móti hindrað Ned i að gera það sem honum sýndist og fara leiðar sinnar. En samt var eins og uppá- stungan róaði hana ögn, þvi að hún slakaði á krampakenndu tak- inu á tebollanum og dreypti á honum. — Já, þetta er rétt hjá þér, Rósamunda, þetta er alveg rétt, og ég er lika að reyna að lita þannig á málið, það er alveg satt, en i þetta skipti er ekki nóg með að hann sé farinn. Ég veit varla hvernig ég á að koma orðum að þvi. Hún leit flóttalega i kringum sig i stofunni, eins og hún óttaðist leynda hljóðnema, svo lækkaði hún röddina. — Það hræðilegasta er, að þegar hann stakk af i þetta skipti, uppgötvaði ég að hann hafði tekið átta pund úr töskunni minni! Og ég veit ekki hvað Willi- am gerir, ef hann kemst að þvi. — Æ, Nora, þetta er hræðilegt fyrir þig. Rósamunda reyndi eftir megni að leita að viðeigandi huggunaroröum. — En ertu alveg viss um að hann hafi tekið þau? Getur ekki verið að þú hafir týnt þeim? Nóra hristi höfuðið. — Nei, þvi að ég vissi af pen- ingunum þarna fyrir hádegismat- inn, og klukkutima seinna voru þeir horfnir og hann lika! Ég upp- götvaði nefnilega strax að þeir voru horfnir og þú skalt ekki Brúðkaup Laugardaginn 6. okt. voru gefin saman I Bústaðakirkju af séra Gunnari Gislasyni, föður brúð- guma, Asdis Rafnsdóttir og Ölaf- ur Gunnarsson. Heimili þeirra verður að Laugarnesvegi 100 Rvik. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 178. Simi 85602. Laugardaginn 6. okt. voru gefin saman i Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðarsyni Bryndis Dagný Björgvinsdóttir og Guð- brandur Þór Þorvaldsson. Heim- ili þeirra verður að Gaukshólum 2 Rvik. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 178. Simi 85602. Laugardagur 7.00 Morgunútvarp. Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. * Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Malenu og litla bróður” eftir Maritu Lundquist (3). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunkaffið kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkvnningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 14.15 óskalög sjúklinga. Krist- ín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „lliki betlarinn” eftir Indriða Úlfsson.Annar þáttur: Villidýrið á isnum. Félagar i Leikfélagi Akur- eyrar flytja. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Persónur og leikendur: Broddi/ Aðalsteinn Berg- dal, Solveig/ Saga Jóns- dóttir, Smiðju-Valdi/ Þrá- inn Karlsson, Móðirin/ Þór- halla Þorsteinsdóttir, Faðirinn/ Jón Kristinsson, Geiri/ Friðrik Stein- grimsson, Raddir/ Gestur Einar Jónsson og Guðmundur Ólafsson, sögu- maður/ Arnar Jónsson. 15.45 Lestur úr nýjum barna- bókum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Tíu á toppnum. Örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Tilkynningar. 19.10 Fréttaspcgill. 19.25 Úr ÞjóðsagnabókinniJDr. Sigurður Nordal prófessor les. 19.45 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.30 A bóka m a rkaðinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nyjum bókum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög. (23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. 17.00 íþróttir. Meðal efnis i þættinum verður mynd frá leik Vals og Fram i fyrstudeildarkeppninni i handknattleik kvenna og enska knattspyrnan, sem hefst um klukkan 17.30. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 lilé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Maðurinn. Fræðslu- myndaflokkur um manninn og hátterni hans. Þrettándi og siðasti þáttur. Allt fyrir ánægjuna.Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.20 Erfðaféndur Páfans. 1 afskekktu fjallahéraði i itölsku ölpunum búa Valdesarnir og halda fast við trúarbrögð feðra sinna, kristindóminn, eins og þeir telja að hann hafi verið i upphafi. Danska sjónvarpið hefur gert kvikmynd um þessa elstu mótmælendur kristninnar, sem fram til þessa hafa varist öllum tilræðum kaþólsku kirkjunnar með bibliuna i annarri hendi og byssuna i hinni. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.55 Makalaus móðir (The Bachlor Motherí.Bandarisk gamanmynd frá árinu 1939. Aðalhlutverk Ginger Rogers, David Niven og Charles Coburn. Leikstjóri Garson Kanin. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Ung verksmiðjustúlka er á heimleið úr vinnunni og kemur þar að, sem móðir hefur skilið nýfætt barn sitt eftir við dyr munaðar- leysingjahælis. Barnið græt- ur sáran og stúlkan tekur til við að hugga það, en hjálpsemi hennar dregur dilk á eftir sér. 23.15 Dagskrárlok. UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar- Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.