Þjóðviljinn - 22.12.1973, Side 14

Þjóðviljinn - 22.12.1973, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1973. Magnús Framhald af bls. 4 ! ólikindum siöustu mánuði. Hann byrjaði á þvi að láta i ljósi óánægju með það að stjórnin stæði ekki nægilega vel að fram- kvæmd málefnasamningsins og hafði uppi ýmiss konar gagnrýni, sem að mörgu leyti var vel hægt að taka undir. En siðan hefur hann verið að snúast til hægri mjög ört, og hefur nú uppi stækari afturhaldsáróður á þingi en jafn- vel Gylfi og Geir. Hann snýst gegn framtaki rikisstjórnarinnar i atvinnumál- um og félagsmálum og leggur sérstaka áherslu á það, að há- tekjumenn eins og hann sjálfur þurfi að geta aukiö einkaneyslu sina. Mér sýnist enginn vafi leika á þvi, að hann rennir hýru auga til Glistrups hins danska og hugsar sér að leita á svipuð mið til að reyna að afljff sér kjósendafylgis. bað hefur li|fa verið athyglisvert, að þeim málum sem Hjarni virtist i upphafi bera fyrir brjósti, þ.e. herstöðvarmálið og úrsögn islands úr NATO, hefur æ mcira þokað I skuggann i málflutningi hans, og má m.a. hafa til marks, að i stofnskrá þeirrar flokksnefn. sem kennir sig við frjálslynda og Hjarni Guðnason er formaður fyrir, er alls ekki kveðið á um það, að tslcndingum beri að segja sig úr hcrnaðarhandalaginu NATO. Framferði Bjarna allt nú sið- ustu mánuði ber vott um slikan loddaraskap, að ég hef enga trú á þvi, aö hann nái nokkrum árangri i fylgisleit sinni, a.m.k. ekki hjá neinum raunverulegum verka- lýðssinnum eða öðrum vinstri mönnum — En brotthlaup Bjarna hefur óneitanlega breytt stöðu rikis- stjórnarinnar á alþingi, — eru ekki kosningar á næsta leyti? — bað er ljóst að framferði Bjarna veldur rikisstjórninni erfiðleikum á þingi. Hann getur fellt öll stjórnarfrumvörp i neðri deild á'samt ihaldinu og Alþýðu- flokknum. Eg tel óhjákvæmilegt, að stjórnarllokkarnir fari að i- huga, hvernig þeir eiga að bregð- ast við þessum nýju viðhorfum. Brottför hersins Tveir valkostir Ég er þeirrar skoðunar að rikisstjórnin verði nú án tafar aö taka ákvarðanir um það stórmál i stjórnarsáttmálanum, sem ekki hefur verið tekið nægilega föstum tökum hingað til, og þar á ég við brottför hersins af Keflavikur- : flugvelli. Kndurskoðunartlman- um lýkur nú á jóladag, og að loknu jólalevfi verður lögð fyrir alþingi tillaga rikisstjórnarinnar uin heimild til að segja her- stöðvasamningnum upp einhliða. Jafnframt þvi tel cg, að rikis- stjórnin þurfi að taka ákvörðun um það hvernig brottflutningi hersins skuli hátlað og tilkynna það Handarikjasljórn. cins og Steingrimur llermannsson, ritari Framsóknarflokksins, hefur lagt til opinberlega. Siðan tel ég að rikisstjórnin eigi aö íhuga, hvort ekki sé óhjá- kvæmilegt að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Ég tel að það sé nauösynlegt að fá úr þvi skorið, hvort meirihluti þjóðarinnar að- hyllist stefnu núverandi rikis- stjórnar, sem miöar að þvi að al- t efla islenskt atvinnulif um land allt og tryggja þannig fullt at- vinnuöryggi til frambúðar, þá stefnu að stórauka framlög til tryggingamála, heilbrigöismála og annarrar félagslegrar þjón- ustu og að bæta verulega kjör lág- launafólks, þá stefnu að tryggja brottför hersins úr landinu og halda uppi sjálfstæðri utanrikis- stefnu og tryggja yfirráð lands- manna sjálfra yfir öllum auðlind- um og atvinnufyrirtækjum á ís- landi. Eða — hvort menn vilja kalla yfir sig nýtt viðreisnartimabil með atvinnuleysi og skertum lifs- kjörum hjá láglaunafólki, með gamalkunnan undirlægjuhátt gagnvart erlendu hervaldi og auðvaldi og aukiö misrétti i þjóð- félaginu, eins og t.d. er boðað með skattatillögum Sjálfstæðisflokks- ins, Alþýöuflokksins og Bjarna Guönasonar. Kosningar áöur en iangt um líöur fcg lel, að þjóðin vcrði hér að skcra úr um tvær leiðir i kosning- um áður en langt um liður, og ég er ckki i ncinum vafa um hver niöurstaðan veröur. F riðarráðstef na Framhald af lfi. siðu. ráðherra Jórdaniu tóku einnig til máls og sögðu aö ekki væri von um frið fyrr en Israel léti af útþenslustefnu sinni. A aukafundi sem haldinn var siðar i dag sagði Eban, utanrikisráðherra Israels, að Israel gæti ekki látið af hendi öll þau svæöi sem það nú hefði á sinu valdi vegna þess, að það þyrfti að tryggja sig gegn árás. Hann taldi að Palestinumenn ættu i áföngum að efna til rikis innan landamæra Jórdans. Hann kvað útilokað að afhenda austur- hluta Jerúsalem, sem tsraelar tóku i sex daga striðinu, enda þótt vel mætti leyfa Aröbum forræði yfir helgistöðum Múhameðs- trúarmanna i þeim hluta borgar- innar. Starri i Garði Framhaid af bls. 10. starfrækt nema yfir sumartim- ann. Laugin er fyrir enda iþrótta- vallarins á Alftabáru sem er eign UMF Mývetnings. Bætir hún skiljanlega aðstööu til iþrótta- iðkana, þ.e. böð og búningsklefar sem koma að notum fyrir frjáls- iþróttir. bá verður hún og kær- komin þeim sem búa syðst og vestast i sveitinni og þurfa þá ekki að fara nema 10 til 15 km. leið til laugar i stað 25 til 30 til til Reykjahliðar. Sést hér hvað vill- andi er niðurlag fréttarinnar i bjóðviljanum um 15 km. leið frá Skútustöðum að Reykjahlið, rétt eins og laugin þjóni þeim einum sem heima eiga að Skútustöðum. Miðar framkvæmd þessi þvi að aðstöðujöfnun i sveitinni sem sist er vanþörf á eins og nú er komið. Vil ég hér með leiðrétta frétta- klausu bjóðviljans 21. nóv. sl. sem birt var án þess getið væri heimildar. Starri. Stjórnmálaslit við herforingja Chile El'tirfarandi ályktun var sam- þykkl á ráðsfundi SHI 18. þ.m.: 11. september 1973 heppnaðist bandarisku heimsvaldastelnunni og stórborgarastétt Chile að brjóta á bak aftur sókn alþýðu landsins fyrir frelsi, lýðræði, mannréttindum og sósialisma. Með fasisku valdaráni vár lög- legri stjórn Allendes forseta steypt, enda gcfið að sök að hafa hreyft við hagsmunum banda- risku einokunarauðhringjanna m.a. ITT og Kennecott. Tugþúsundir manna hafa siðan verið myrtar, sprengjuárásir gerðar á fátækrahvcrfi, öll sam- tök vinstri manna og verkalýðs verið bönnuð, enn aðrar tugþús- undir sitja i l'angelsum og ianga- búðum herforingjastjórnarinnar og verða að þola viðbjóðslegar pyntingar. Fasisminn i Chile hefur fyrst og Iremst ráðist gegn verkalýðs- stéttinni, en jalnframt hefur grimmdin beinst að stúdentum og menntamönnum. Morð hafa verið Iramin á mörgum bestu tónlistar- mönnum, rithöfundum og leikur- um þjóðarinnar. Almenningsálitið i heiminum hefur fordæmt þessa glæpi bandarisku heimsvaldastefnunn- ar og fasismans i Chile, og i flest- um löndum hafa sprottið upp al- menningssamtök til stuðnings al- þýöu Chile i baráttu hennar fyrir sósialisma og gegn fasisma og heimsvaldastefnu. Stúdcntaráð Háskóla Islands lýsir yfir eindreginni samstöðu með stúdentum, verkamönnum og allri alþýðu Chile i þessari bar- áttu. Ráðið skorar á allan al- menning hér á landi að láta i ljós andúð sina á framferði valdaræn ingjanna i Chile. Stúdentaráð heitir á islcnsk verkalýðssamtök, stjórnmálaflokka og alla alþýðu að taka hiindum saman um efna- hagslcgan og stjórnmálalegan stuðning við baráttuna gegn fasismanum i Chile. Stúdentaráö lláskóla Islands krefst þess af islensku rikis- stjórninni að hún taki af allan val'a um afstöðu sina og sliti þeg- ar og algerlega öllu stjórnmála- sambandi við herforingjastjórn- ina i Chile. Starfsstúlkur vantar að Skálatúnsheimilinu f Mosfellssveit. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar hjá forstöðukonunni í sima 66249. RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRA JAPAN Japanski rispapplrslampinn fæst nú einnig á Islandi i 4 stærðum. Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HÚSGAGNAVERZLUN AXELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Reykjavik. Símar 10117 og 18742. Kosið Framhald af bls. 6. Einnig kom fram C-listi með nafni Jóhanns Möller Siglu- firði; fékk 6 atkvæði en náði ekki kjöri. Og varamenn: Af A- lista Hjalti Gunnarsson, Angantýr Einarsson og Eggert Gunnarsson. Af B-lista Sverrir Hermannsson og Eyþór Halls- son. 7. Kosning þriggja manna i verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára. Kjörnir voru: Af A-lista Magnús Már Lárusson prófessor og Gils Guðmundsson alþingismaður. Af B-lista bór Vilhjálmsson prófessor. 8. Kosning þriggja yfirskoðunar- manna rikisreikninganna 1973. Kjörnir voru: Af A-lista Halldór Kristjáns- son og Haraldur Pétursson. Af B-lista Pétur Sigurðsson alþingismaður. 9. Af B-lista Pétur Sigurðsson- alþingismaður. 9. Kosning 7 manna og jafn- margra til vara i stjórn Við- lagasjóðs til eins árs frá 21. febrúar 1974. Kjörnir voru: Af A-lista Helgi Bergs, Garðar Sigurðsson, Vilhjálmur Jónsson og Bergur Sigur- björnsson. Af B-lista Guðlaugur Stefánsson framkvæmdastjóri og Gisli Gislason forstjóri. Af: C-lista Sigurður Markússon, Gunnar Sigur- mundsson, Halldór S. Magnússon og Olafur Jensson. Af B-lista Jóhann Friðfinnsson og Björn Guðmundsson og af C- lista Helgi G. bórðarson. 40% Framhald af bls. 1 ræðum sinum athygli á ólikri af- stöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokk- sins að þessu leyti á þingi og i borgarstjórn. A þingi gagnrýndu þeir harðlega 35% hækkun fjár- laga milli ára, þótt rikið hafi samkvæmt ýmsum nýjum lögum orðið að taka á sig margvisleg gjöld, sem áður hvildu þyngra á sveitarstjórnunum. bá segjast Sjálfstæðismenn á þingi vilja skera niður skatta og jafnframt væntanlega draga úr framkvæmdum, en i borgar- stjórninni vilja þeir hækka útsvör og álöguur og leggja meira i rekstur og ýmsar framkvæmdir og ber fjárhagsáætlunin þess reyndar glöggt merki, að kosningaár er framundan, þar ræður eyðslustefnan rikjum og örlar ekki á sparnaði á sama tima og kveinað er vegna tekjuskorts og klagað yfir lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Kosningaskjálftann má einnig marka á þvi, að þótt tillögum minnihlutafulltrúanna um ýmsar félagslegar umbætur og fleira hafi jafnan verið fálega tekið og þær ýmist felldar eða þeim visað til svæfingar i nefndum; eru nú teknar upp sumar hugmyndir vinstri manna og byggt á þeim i fjárhagsáætluninni, einsog td. i sambandi við leikvelli, dag- vistunarstofnanir og leiguibúðir. bá var tekið undir tillögu minni- hlutans um hækkun aöstöðu- gjalda, að visu létu 2 ihaldsfull- trúar bóka andstöðu sina við þá ráðstöfun. Ræða Sigurjóns Péturssonar borgarfulltr. Alþýðubandalagsins birtist i heild annarsstaðar i blaðinu, en nánar verður sagt frá afgreiðslu einstakra tillagna og mála á fundinum siðar. —vh Sigurjón Framhald af bls. 9. I upphafi tillögunnar er afreka- skrá flokksins tiunduð og jafn- framt krydduö með hreinum blekkingum. bar er þess getið að lokið verði við á næsta ári að býggja þær 250 ibúðir, sem borg- arstjórn samþykkti að byggja þann 17. marz 1966. bess er hins vegar ekki getið i tillögunni að þá var samþykkt að byggja þessar ibúðir á næstu 4-5 árum, þ.e. þeim átti öllum að vera lokið sam- kvæmt samþykkt borgarstjórnar i siðasta lagi árið 1971. bað verður að segja að þvi er tjaldað sem til er. bá er i þessari afrekaskrá tiundað að stjórn verkamannabústaða hafi ákveðið að hefja byggingu á 308 ibúðum samkvæmt lögum um verka- mannabústaði. Eina hlutverk borgarstjórnar Reykjavikur i sambandi við byggingu verkamannabústaða, er að borginni ber að leggja fram árlegt framlag til byggingasjóðs verkamanna ákveðna upphæð á hvern ibúa. Borgarstjórn Reykja- vikur hvorki þarf, á, né getur samþykkt eitt eða neitt annað en upphæð framlagsins. Fyrsti liður þess sem þeir Sjálf- stæðismenn kalla samþykkt borgarstjórnar er um aö haldið verði áfram að byggja verka- mannabústaði, 250 ibúðir á árun- um 1975 og"76, en það er ákvörðun sem aðrir eiga að taka heldur en borgarstjórn og er þvi ekki sett i tillöguna til annars en skrauts enda veitir sannarlega ekki af einhverju til að hressa upp á hana. I næstu tveimur liðum er loks að finna þær tillögur, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur til lausnar húsnæðisvandamálunum. bar er lagt til að undirbúa byggingu 100 leiguibúða sem skuli lokið á næstu tveim árum. Og undirbúningi að byggingu 60 ibúða fyrir aldraða, sem engin timamörk eru á hvenær skuli lok- ið. Samtals er þvi lausn Sjálfstæð- isflokksins á húsnæðismálunum 160 ibúðir. I næst siðasta lið tillögunnar álykta þeir að borgin skuli ekki hætta að lána 100-150 þús. krónur : til ibúðakaupa. Og siðasti liðurinn er um „könnun” á „möguleikum” fyrir I leigutaka Reykjavikurborgar að I kaupa ibúð i verkamannabústöð- um „ef” borgin lánaði „hluta” af i 1. útborgun. Með hliðsjón af þvi að þetta er i fyrsta skipti siðan 1966 sem meirihluti borgarstjórnar leggur fram tillögu um byggingu al- mennra leiguibúða, þá er ekki hægtað hæla honum fyrirað vera stórhuga. bað var þvi furðulegt að þessi tillöguflutningurskyldi verða efni i forystugrein i Morgunblaðinu. Vafalaust hafa þeir á Morgun- blaðinu ekki trúað tillögunni og talið um aö misritun hafi verið, að ræða og þvi sagt að tillagan gerði ráð fyrir byggingu 700 ibúða á vegum borgarinnar. bað er heldur ósennilegt að blaðið hefði talið það forystu- greinar virði hefðu þeir lesið til- löguna rétt og séð að hún gerir að- eins ráð fyrir byggingu 160 ibúða þar af 60 sem engin timamörk eru á hvenær lokið skuli. Ég vona að i liði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins finnist þó ekki væri nema einn borgarfull- trúi sem litur húsnæðisvandann það alvarlegum augum að hann treysti sér til að samþykkja til- lögu okkar. Herra forseti. Um leið og ég lýk máli minu vil ég itreka það að megintilgangur okkar borgarfulltrúa vinstri flokkanna með breytingatillögum við fjárhagsáætlunina er sá að létta á áiögum á almenning og auka sparnað i rekstri borgarinn- ar. Kristinn Framhald af bls. 7. Timi og maður begar á heildina er litið má segja sem svo að Kristinn vilji byggja ofan á áhrif frá marxiskri söguskoðun meö einskonar algyð- istrú. Með þá hugmyndafræði vill hann halda á lofti mætti orðsins, valdi bókmenntasnillinga, gildi hugsjóna. Hann getur þess, að hann hafi i huga að fylgja eftir hugmyndum sinum á samtiöar- vettvangi með annarri bók, sem honum entist ekki aldur til að skrifa. Um þá hluti getum við að nokkru fræðst af nokkrum inn- skotum, einkum i seinni hluta bókarinnar. Um þau verður ekki annað sagt, en að undanfarin ár efagirni, endurmats, gengisfell- ingar orðsins og hugmyndafræði- legrar ringulreiðar, hafa, hvað sem annað verður um þau sagt, átt afar illa við þann skapmikla trúmann sem Kristinn E. Andrés- son var. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.