Þjóðviljinn - 01.02.1974, Side 3

Þjóðviljinn - 01.02.1974, Side 3
Föstudagur 1. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Húsaleiga í Eyjum t blaðauka um Vestmanna- eyjar 23. janúar sl. var ma. rætt um verð á leiguibúðum i Vestmannaeyjum, en það er furðulágt miðað við tekjur margra Eyjabúa. Sagt var að hæsta leiga, sem spurnir færu af, væri 9 þúsund krónur, en nú er komið i ljós að a.m .k. tvö einbýlishús eru leigð á hærra verði, þ.e. 10 þúsund krónur og 12 þúsund krónur á mánuði, en bæði þessi hús eru grlðarstór, eða nánast „villur” eins og sagter. ;SJ. Samið við matreiðslumenn 18% kauphækkun þremur áföngum * í — Þaö svona saxast á þetta hjá okkur, sagði Kon- ráð Guðmundsson hótel- stjóri á Hótei Sögu, þegar við spurðum hann eftir hljóðan samningsins sem gerður var við matreiðslu- menn, en eins og kunnugt er eiga veitingahúsaeig- endur enn eftir að semja við hljómlistarmenn og fólk í Félagi starfsfólks í Skoðanakönnun hjá H-listanum í Kópaogi Framsókn reynir að mynda hrœðslubandalag með krötum og frjálslyndum Á fundi Alþýðubandalagsins i Kópavogi 21sta janúar var kosin kjörnefnd til undirbúnings bæjar- stjórnarkosninganna að vori. Þá hafa miklar og erfiðar við- ræður átt sér stað milli fulltrúa Framsóknarfiokksins, Alþýðu- flokksins og Marbakkafjöldskyld- unnar, þ.e.a.s. Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna um sam- eiginlegt framboð I vor. Á fundi Alþýðubandalagsins var ákveðið að láta fara fram skoðanakönnun meðal stuðnings- manna H-listans um skipan fram- boðslistans, en að framboði H- listans við siðustu kosningar i Kópavogi stóðu Alþýðubanda- lagið og Félag óháðra kjósenda. Skoðanakönnunin nú verður þvi ekki einvörðungu bundin við félagsmenn Alþýðubandalagsins heldur jafnframt opin stuðnings- mönnum H-listans þótt þeir ekki séu i Alþb., svo og þeirra annarra sem nú kunna að eiga samstöðu með þessum aðilum gegn bæjar- stjórnarmafiunni. Kjörnefnd hefur nú ákveðið að skoðanakönnunin fari fram dagana 2.-10. febrúar á skrifstofu Alþýðubandalagsins i Þinghóli við Alfhólsveg 11, en skrifstofan verður opin milli klukkan 6 og 7 alla þá daga sem könnunin stendur. Þeir bæjarbúar sem vilja taka þátt i þessum undirbúningi kosninganna og aðstoða kjör- nefnd þurfa að koma á skrifstof- una og fá kjörseðla, skrifa á þá nöfn þeirra manna sem þeir leggja til að skipi framboðs- listann i vor, og hvetur kjör- nefndin stuðningsmenn H-listans til að taka þátt i skoðana- könnuninni. Kjörnefndina skipa: Svandis Skúladóttir, Benedikt Daviðsson, Þormóður Pálssotv, Gunnar R. Magnússon og Sigurður Stein- þórsson. --- Nýtt hræðslubandalag? Eins og að framan segir hafa farið fram v.iðræður milli Fram- sóknarflokksins, krata og Marbakkahjónanna um sam- eiginlegan lista þeirra við bæjar- stjórnarkosningarnar i vor. Helst munu það vera fram- sóknarmenn sem beita sér fyrir viðræðunum um myndun hræðslubandalags af þessari gerð, en mikill skrekkur er nú i þeim vegna væntanlegra kosn- Framhald á 14. siðu. veitingahúsum, en voru áður búnir að semja við þjóna. Fundi sáttasemjara með veitingamönnum og matreiðslu- mönnum lauk klukkan 7 i gærmorgun og var samið um samtals 18% kauphækkun til mat- reiðslumanna, 10% sem komi strax og siðan 4% i september og enn önnur 4% i april að ári. Þá var og samið um vaktaálag til matreiðsiunema og um starfs- aldurshækkanir. Samningarnir gilda til l. desember 1975. Konráð sagði að margir fundir hefðu verið haldnir um launa- kröfur matreiðslumanna og hefði það verið einkenni á þessum fundum að engum þeirra heföi lyktað svo að ekki hefði orðið nokkur hreyfing á málum. Samningarnir voru undirritaðir klukkan hálf fimm i gærdag. úþ BRIÍSSEL — Þingkosningar verða i Belgiu 10. mars, en i landinu er nú stjórnarkreppa. Þingiðá að koma saman 28. mars nk. Búið að panta 10 hús hiá Hús- einingum Húseiningar hf. á Siglufirði eru byrjaðar að smiða timbur- hús og liggja nú fyrir pantanir á einum 10 húsum, en liklega verður ekkert úr þvi að fyrir- tækið reisi Viðlagasjóðshús á Seyðisfirði eins og áætlað hafði verið. Knútur Jónsson, framkv.stj. sagði fréttamanni, að farið yrði rólega i hlutina frameftir árinu, en undanfarið hefur verið unnið að þvi að kynna húsin. Þá er i athugun hjá bæjarstjórninni á Sigiufirði hvort eða hve mörg hús frá fyrirtækinu verða reist vegna áforma um byggingu verka- mannabústaða og leiguhús- næðis á vegum bæjarstjórnar. Vart verður hægt að sýna húsin hér sunnanlands fyrr en siðari hluta sumars, en tveir aðilar i Garðahreppi hafa i hyggju að reisa slik hús. Ef vélakostur verk- smiðjunnar er nýttur af fullum krafti getur fyrirtækið framleitt milli 100-200 hús á ári. SJ SÖGU RÍKARI fœrð Klukkan til á Norður- löndum? Ráðherranefnd Norðurlanda samþykkti á fundi sinum i Reykjavik i gær að láta fara fram rannsókn á þeirri hugmynd að koma á sérstökum sumartima eöa færa til klukkuna almennt fyrir allt árið á Norðurlöndunum. A þessi könnun að hef jast strax og vera lokið fyrir mitt ár 1974. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa komið fram i Skandinaviu að undanförnu tillögur um aö færa til klukkuna i þvi skyni að nýta betur birtuna og spara orku. 3:: :: Utsala sem seair • • TROLLSLEGT URVAL Á DVERGAVERÐI Föt frá kr. 6,900 — Demin föt frá 3.900 — Terylene buxur frá 990 — Peysur frá 690 — Blússur frá 650 — Spælflauelsjakkar á dömur frá 3.500 — Herraskyrtur frá 790 — Gallabuxur (allar) á 990 — Safari jakkar úr indverskri bómull (allir) á 1150 — Auk þess: Skór, mussur, skokkar og margt fleira Bankastræti 9 - Sími 11811 Sendum gegn póstkröfu hvert sem er

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.