Þjóðviljinn - 01.02.1974, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1974.
Frá umræðum um orkumál á alþingi
Dieselstöðvar framleiða að-
eins rúmlega 2% raforkunnar
nokkru leyti um aö kenna skorti á
nægilegri fyrirhyggju hjá við-
komandi rikisstofnun, og ráðu-
neytið mun sannarlega leggja á
það áherslu við viðkomandi stofn-
anir, að ötullega verði að sveita-
rafvæðingunni unnið.
Laxá/ Svartá/
Fljótaá
Ráðherrann ræddi siðan nokk-
uð um Laxárvirkjun, og minnti
m.a. á þessi atriði:
Fyrrverandi rikisstjórn heimil-
aði frekari virkjun Laxár eftir
siðustu alþingiskosingar, er hún
hafði tapað þingmeirihluta sin-
um, en án þess að búið væri að
leysa þau vandamál, sem þeirri
virkjun voru tengd. Lagaheimild
var hins vegar engin fyrir þessari
ákvörðun, heldur aðeins fyrir 12
megawatta virkjun. Fram-
kvæmdir voru hafnar, sem mið-
uðust við miklu stærri virkjun.
Núverandi rikisstjórn tókst loks
að koma á sættum i hinni erfiðu
Laxárdeilu, sættum sem byggjast
á þvi, að orkuframleiðslan miðist
eingöngu við 12 megawött, eins og
lagaheimildir voru fyrir. En með
framkvæmdum, sem miðuðust
viö langtum stærri virkjun, var
stórfé kastað á glæ. Þarna er
dæmi um það, hvernig ekki á að
halda á framkvæmdum.
Vandi Norðlendinga i orkumál-
um nú stafar fyrst og fremst af
þessum ástæðum.
Um fyrirhugaða Svartárvirkj-
un sagði Magnús, að þar hafi ver-
ið i uppsiglingu álika deilumál og
varðandi Laxárvirkjun. Nefnd,
sem faliðvaraðkanna, hvort hægt
væri að komast að samkomulagi
við landeigeigendur, skýrði frá
þvi, að svo væri ekki, og vitað var
að ýmsir bændur höfðu fullan hug
á að fara að á sama hátt og bænd-
ur við Mývatn og Laxá, þ.e. að
tryggja sér lögbannsheimildir og
stöðva málið. Þarna var um að
ræða umhverfis- og náttúru-
verndarvandamál.
Magnús drap þvi næst á mögu-
leika á virkjun Fljótaárog kvaðst
telja rétt, að það mál yrði athug-
að gaumgæfilega, ef bæjarstjórn
Siglufjarðar færi fram á slika
virkjun. Þarna gæti þó aldrei orð-
ið nema um litla virkjun að ræða
svo sem 1,6 megawött, en hún ætti
að geta komist i gagnið á skömm-
um tima, ef rösklega væri að unn-
ið.
Samtenging
framtíðarlausn
og skjótvirkust
En frambúðarlausn og jafn-
framt skjótvirkasta leiðin væri
samtenging Suður- og Norður-
lands, sem ætti að geta orðið að
veruleika á næsta ári. Þegar sú
samtenging værikomin á, ætti að
öllum jafnaði að vera kostur á
umtalsverðri orku að sunnan til
nota nyrðra, en þegar slikt kynni
að bregðast i mestu hörkum, þá
verða varastöðvar að gripa inn i.
A Akureyri verður að byggja upp
myndarlega varaaflstöð, á henni
þurfa Norðlendingar að halda.
Þegar Kröfluvirkjun kemst svo
I gagnið mun hún gjörbreyta hög-
um Norðlendinga i orkumálum og
reyndar Austfirðinga lika, þegar
samtengingu hefur verið komið á,
en samtengingin er forsenda allr-
ar skynsamlegrar stefnu i orku-
málum.
t áætlunum hefur verið gert ráö
fyrir þvi, að árleg aukning orku-
notkunar væri 7%. t tíð viðreisn-
arstjórnarinnar, þegar doði rikti i
atvinnulifinu, þá datt þessi aukn-
ing niður i jafnvel bara 1% á ári.
Hins vegar varð aukningin hjá
Rafmagnsveitum rikisins á árinu
1972 17% og á siöasta ári var
aukningin á Austfjörðum 2%. Ef
fullnægja ætti öllum húshitunar-
markaði á íslandi, þá þyrfti
virkjun, sem framleiddi um 1000
gigawattstundir. Slik virkjun er
ekki tiltæk. Það eina, sem við get-
um gert i þessum efnum,er að
stuðla að þvi að virkjunarfram-
kvæmdum verði flýtt svo sem
mögulegt er, og að þvi mun ég
vinna.
Hvernig á að
bregðast við óskum
um rafhitun húsa?
En hvernig á að bregðast við
óskum um rafhitun húsa, þegar
maður veit, að orkan frá vatns-
aflsvirkjun muni koma eftir til-
tölulega stuttan tima?
Þá tel ég, að semja beri við
slika húseigendur um að þeir taki
upp rafhitun i húsum sinum og
bilið verði að brúa með þvi að
selja þeim orku, þótt hún sé dýr i
framleiðslu,m.a. frá dieselstöðv-
um. Það þarf að búa i haginn fyrir
það að húshitunar* markaðurinn
nýtist fyrir raforkusölu svo fljótt
sem verða má.
Það er ekki hægt að ætlast til
þess, hvorki af mér né öðrum, að
menn hafi slikt véfréttarskyn, að
þeir sæju fyrir þá gifurlegu verð-
hækkun á oliu, sem oröið hefur á
siðustu mánuðum.
Það hefur verið mikið um það
talað, að verið sé að keyra rán-
dýrar diselstöðvar, en við skulum
lika hafa i huga, að rafmangs-
framleiðsla frá dieselstöðvum
var ekki nema 2,5% heildarraf-
orkuframleiðslunnar á tslandi
árið 1972, og þetta hlutfall mun
hafa verið öllu lægra á siðasta
ári.vegna þess að þá kom i gagn-
ið stækkun Búrfellsvirkjunar.
Það er að sjálfsögðu mikið keppi-
kefli að dieselkeyrslan sé sem
allra minnst, en við munum samt
áfram þurfa á slikum varastöðv-
um að halda viða um land til að
gripa til, þegar erfiöleikar steðja
að.
Framlög til raforkumála á fjár-
lögum og framkvæmdaáætlun
hafa fjórfaldast frá 1970-1974.
Viðbrögð rikisstjórnarinnar við
hækkandi oliuverði og orkuskorti
hafa verið þau, að flýta öllum
áætlunum um nýtingu innlendra
orkugjafa. Og reiknað er með þvi
að eftirspurn eftir raforku til
húshitunar muni stóraukast frá
þvi sem áætlað var fyrir 1-2 ár-
um. Þjóðhagslega séð jafngildir
húshitun með raforku gjaldeyris-
öflun i verulega miklum mæli. A
vegum ráðuneytisins er nú unnið
að framkvæmdaáætlun i þessum
efnum, þarna er um ákaflega
mikla fjárfestingu að ræða, en
slikar framkvæmdir eiga að hafa
algeran forgang vegna þjóðhags-
legrar þýðingar.
Geir Hallgrímsson sagði, að
þær tölur, sem Þjóðviljinn hafði
eftir Magnúsi Kjartanssyni fyrir
fáum dögum,um að álverksmiðj-
an i Straumsvik fengi 50% heild-
arorkuframleiðslunnar i landinu
en borgaði aðeins 10% verðsins,
væru ekki sambærilegar. Annars
vegar væri um einn aðila að ræða,
sem fengi raforkuna i heildsölu,
en hins vegar um alla aðra raf-
orkuneytendur að ræða, sem
fengju hana i smásölu i gegnum
viðamikið dreifingarkerfi, sem
væri dýrt.
Alsamningurinn
1966 var glapræöi
Magnús Kjartansson sagði það
rétt, að þessar tölur væru ekki
fyllilega sambærilegar án frekari
skýringa, en verðmunurinn væri
engu að siður alveg skelfilega
mikill og i engum skynsamlegum
hlutföllum. Raforkuverðið, sem
samið var um við Alusuisse,var
svo lágt, að erfitt er að finna
nokkra hliðstæðu i samningum,
sem gerðirvoruásvipuðum tima,
og þegar samið var um viðbótar-
sölu, þá var enn samið um sama
lága verðið. Þetta lága raforku-
verð er samkvæmt samningnum
bundið til ársins 1997 og ég þekki
ekki nokkurn aðila, sem gert hef-
ur orkusölusamning af þessu tagi.
Samningurinn var algert glap-
ræði.
Ég hef nú farið fram á það við
forráðamenn Alusuisse, að þeir
sýni þá sanngirni, að taka þennan
orkusölusamning til endur-
skoðunar og þeir hafa fallist á að
taka upp viðræður af vissu tagi
um það mál. Ég vil þvi fara þess á
leit við háttvirtan þingmann Geir
Hallgrimsson og aðra þá, sem
báru ábyrgð á samningunum, að
þeir reyni nú ekki i ákafa sinum
að halda þvi fram, að þetta raf-
orkuverð sé ákaflega hagstætt.
Ég held að staða okkar i þeim
viðræðum yrði þó ögn betri, ef
ekki væru lslendingar hér að
halda þvi fram, þvert ofan i allar
staðreyndir og þvert ofan i heil-
brigða skynsemi, að álsamning-
arnir viðreisnarstjórnarinnar
hafi verið okkur hagstæðir.
Geir Hallgrimsson hélt þvi enn
fram, að ég hefði verið andvigur
Búrfellsvirkjun. Ég átti sæti hér á
alþingi þegar lögin um Búrfells-
virkjun voru samþykkt. Þau voru
samþykkt einróma af þing-
mönnum allra flokka, mér eins og
öðrum.
Dæmiö var skakkt
sett upp
Hitt er rétt að ég gagnrýndi þá
þær kostnaðaráætlanir, sem
byggt var á. Ég hélt þvi fram, að
reikna yrði inn i stofnkostnað
virkjunarinnar kostnað við fram-
kvæmdir til að koma I veg fyrir
isatruflanir, en þetta máttu
talsmenn fyrrverandi rikis-
stjórnar ekki heyra nefnt, þvi að
slikt heföi gert enn erfiðara að
rökstyðja hið afar lága raforku-
verð, sem samið var um við
álbræösluna.
Ef Þórisvatnsmiðlun hefði ekki
verið komin i gagnið i vetur hefði
skapast hér algert neyðaraátand,
þvi að litið hald hefði verið i þeirri
rennslisvirkjun einni sér, sem
miðað var við i kostnaðar-
áætlunum á sinum tima.
Það voru opinber áform fyrr-
verandi rikisstjórnar, að ekki
væri hægt að ráðast i Sigöldu-
virkjun nema tengja hana við
orkufrekan iðnað, eins og gert var
i sambandi við Búrfellsvirkjun,
en núverandi rikisstjórn hvarf frá
þessum áformum og þegar sótt
var um lán til Alþjóðabankans
nú, var eingöngu visað á
innlendan markað, m.a.
húshitunarframkvæmdir. Og mér
þótti það fróðlegt, að þegar
hingað komu fulltrúar fráAlþjóða-
bankanum til að fara ofan i þessi
áform, þá töldu þeir þessar ráða-
Framhald á 14. siðu.
I fyrradag var haldið áfram i
efri deild alþingis 1. umræðu um
frumvarp rikisstjórnarinnar um
jarðgufuvirkjun við Kröflu eða
Námafjall, og var fjallað um
ástand orkumála og almennt um
gerðir fyrri og núverandi rikis-
stjórnar i þeim efnum.
Halldór Blöndal varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins talaði
fyrstur. Sagði hann, að orkumál
Norðlendinga væru illa á vegi
stödd og allt væri það sök rikis-
stjórnarinnar. Bændur i Þistil-
firði, sem greitt hefðu i sumar
heimtaugargjaid fyrir rafmagn
hefðu ekki fengið rafmagn enn.
Loforð um það hefðu verið svikin.
Sagt væri að vantaði spenna, en
er ekki hægt að panta þessa
spenna? spurði Halldór.
Þá sagði ræðumaður, að hjá
Laxárvirkjun færi þriðja hver
króna beint i oliukaup.
Magnús Kjartansson sagðist
alveg nýlega vera búinn að svara
hér á alþingi fyrirspurn um tafir
á sveitarafvæðingu sem Halldór
Blöndal hefði minnst á i sam-
bandivið bændur i Þistilfirði. Það
er ekki iðnaðarráðuneytið, sem
hefur með þessar framkvæmdir
að gera, eins og Halldór virtist
halda, heldur Rafmagnsveitur
rikisins. Skýringin, sem forráða-
menn Rafmangsveitna rikisins
gefa á þessum töfum er sú, að af-
hending á efnispöntunum erlendis
frá, þar á meðal umræddum
spennum, hafi dregist lengur en
ráð var fyrir gert. Hér er að
Til sjós
og lands
HIRBFOCO
Hiab-Foco kraninn hefur valdið straumhvörfum í sjávarplássum nágranna-
þjóðanna. Einföld stjórnun, þægileg vinnuaðstaða, ótrúleg lyftigeta og
ótakmarkaðir möguleikar við staðsetningu, einfalda alla erfiðleika við út-
og uppskipun - hvort sem Hiab-Foco stendur á bryggju eða í báti.
Fullkomin varahluta og viðgerðaþjónusta.
SUÐURLANDSBRAUT 16. SlMI 35200
;.r-•• •