Þjóðviljinn - 01.02.1974, Side 6

Þjóðviljinn - 01.02.1974, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1974. UOmiUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. UM ÞAÐ EITT VERÐUR SPURT Ef Morgunblaðsmenn ættu von á, að les- endur þess blaðs hefðu málgögn andstæð- inga sinna milli handanna til jafns við Morgunblaðið, væri málflutningur þeirra örugglega á annan veg en raun ber vitni. Morgunblaðið skákar jafnan i skjóli þeirrar einokunaraðstöðu, sem þvi hefur i krafti fjármagnsins tekist að afla sér á furðu stórum hluta islenskra heimila. Um þetta bera ljósastan vott þau móðursýki- skrif, sem nú fylla siður þess dag hvern og hafa þann boðskap að flytja, að íslending- ar eigi á árinu 1974 að setja það mark ofar öðru að tryggja sér stöðu hins „feita þjóns” i heimsvaldakerfi Nixons Banda- rikjaforseta og kumpána. Það hefur verið kostulegt að fylgjast með sefasjúkum áróðursskrifum Morgun- blaðsins siðustu daga, þar sem i sama blaðinu er farið hinum verstu orðum um Framsóknarflokkinn fyrir að láta komm- únista teyma sig til að gera landið varnar- laust, en á næstu siðu reynt að telja fólki trú um, að Alþýðubandalagið hafi nú breytt grundvallarstefnu sinni og vilji láta það gott heita, að erlendur her sitji áfram i landinu. Slikur málflutningur er auðvitað ekki boðlegur neinum öðrum en þeim, sem finnst þægilegra að spara sér alla eigin hugsun. Nýjasta kenning Morgunblaðsins er reyndar sú, að Þjóðviljinn vilji efna hér til heræfinga NATOrikja i stórum stil, svo að litt hermannlegum landslýðnum gefist kostur á að lita vopnadýrð bræðra okkar i NATO og fá ofbirtu i augun. Trúi þvi hver sem vill, að þessi kenning Morgunblaðsins sé rétt. En hver er þá stefna Alþýðubandalags- ins i þessum málum nú og áður? Krafa Alþýðubandalagsins er sú, að all- ur her verði á brott frá Islandi og hér verði engar herstöðvar. Það er einnig skýlaus stefna Alþýðubandalagsins, að íslending- ar eigi að segja sig úr NATO og taka sér stöðu utan hernaðarbandalaga stórveld- anna, eins og yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims. Alþýðubandalagið er eini is- lenski stjórnmálaflokkurinn, sem hefur úrsögn úr hernaðarbandalaginu NATO að afdráttarlausu stefnumarki. Við teljum brottför hersins i samræmi við málefnasamning rikisstjórnarinnar mjög mikilvægan áfanga á þeirri leið. Þess vegna m.a. gekk Alþýðubandalagið til núverandi stjórnarsamstarfs, enda þótt ekki næðist samstaða við myndun rikis- stjórnarinnar um úrsögn úr NATO að svo stöddu. Þátttöku i NATO fylgja engar kvaðir um erlendan her eða herstöðvar é íslandi á friðartimum, eins og skýrt var undirstrik- að af fyrirsvarsmönnum þess árið 1949, er íslendingar gengu i þetta bandalag. Það er ekki launungarmál, að stjórnar- flokkarnir eru ekki fyllilega sammála um það, hvaða skyldur fylgi aðild okkar að NATO, og einnig hefur enn ekki náðst full samstaða um það, hve langan tima ferott- för hersins eigi að taka. Aðalatriði þessa máls er að sjálfsögðu það, að fá fram endanlega og skýlausa á- kvörðun stjórnvalda um beinar dagsetn- ingar varðandi það, hvenær i næstu fram* tið siðustu Bandarikjahermennirnir verða á braut, og fá það tryggt að hér verði ekki herstöð i einni eða neinni mynd. Alþýðubandalagið vill frekar, að brott- för hersins taki tvö ár, heldur en að hún komi alls ekki til framkvæmda og her- námssinnar auki áhrif sin i islenska stjórnarráðinu. Frekar en hernámssinnar hrósi sigri vill Alþýðubandalagið una þvi um sinn, að NATOflugvélar haldi hér takmörkuðum rétti til millilendinga i viðlögum, en þó þvi aðeins, að herstöð verði hér engin, hvorki dulbúin né ódulbúin. Þetta er efni þeirrar samþykktar, sem miðstjórn Alþýðu- bandalagsins hefur gert i tilefni af tillög- um Framsóknarflokksins. Þær tillögur hafa ekki verið settar fram sem úrslita- kostir, og þess vegna ber að skoða þær til hlitar með tilliti til skýringa og breytinga. Það kemur svo i ljós á sinum tima, hvort samstaða næst eða ekki innan rikisstjórn- ar, en það er mikill misskilningur, ef is- lenskir hernámssinnar gera sér þær vonir, vegna skrifa Morgunblaðsins, að Alþýðu- bandalagið muni i nokkru hvika frá sinni grundvallarstefnu í þessum efnum. Alþýðubandalagið mun láta reyna á það til þrautar, hvort samstarfsflokkarnir i rikisstjórn séu fáanlegir eða ekki til að standa við fyrirheit stjórnarsáttmálans i raun, nú þegar á hólminn er komið. Og við munum spyrja um það eitt, hvernig best verði tryggður sigur þess málefnis, sem lengi hefur fylkt góðum mönnum úr öllum flokkum til baráttu, en ósigur þeirra manna, sem eiga sin hug- sjónalegu og hagsmunalegu óðul á annar- legri strönd. En minnumst þess, að enginn endanleg- ur sigur er á næsta leiti. Fari herinn nú, heldur baráttan áfram um að koma i veg fyrir, að erlendur her verði kvaddur hing- að á ný. Þess vegna er ekkert mikilvæg- ara, eins og mál standa nú, en að her- námsandstæðingar þjappi sér í eina órofa fylkingu og mæti sérhverju undanhaldi með nýrri sókn. Guðni Þorsteinsson: ENN UM ÞÝSKLJ RYKSUGURNAR Afmæliskveðj a til Magnúsar Guðlaugssonar í Morgunblaöinu þ. 22. janú- ar s.l. birtist grein eftir Einar Hauk Asgrimsson um hinar svo- nefndu þýsku ryksugur, en þar er átt viö þýska verksmiöjutogara, sem hafa á sér heldur slæmt orö meðal isl. fiskimanna, fyrir þá sök að klæða poka varpanna til þess að ekkert kvikt sleppi úr þeim. Einar kemst að þeirri nið- urstöðu, að þessi skip séu mjög heppileg á fiskimiðin okkar og bendir m.a. á, að bræðsluafköstin séu ekki það mikil, að hægt sé að veiða nema nokkur tonn á dag af blóðsilum. Til smanburðar má geta þess, að rækjubátur, sem veiðir um 50 kg af smáýsu á dag, missir sitt veiðileyfi tafarlaust, enda er hann þá farinn að eyði- leggja meiri verðmæti en hann aflar. Ýmsum hefur þó þótt þessi toll- ur af smáýsunni of stór. Á móti má benda á, að þýsku ryksug urnar muni jú ekki halda sig á slóðum, þar sem mikið er af fiski á 1. ári. Þetta er þó ekki rétt, nema að vissu marki. Einkum á haustin er mikið af ýsu- og þorsk- seiðum á þeim slóðum sem Þjóð- verjar halda sig að þvi tilskildu aö sjálfsögðu að klak hafi heppn- ast vel. Og karfaseiði og smákarfi eru viðast i miklu magni á veiði- slóðum Þjóðverjanna. Loks má benda á, að Þjóðverjar veiða oft ufsa á svipuðum slóðum og hinir friðuðu sildarstofnar okkar halda sig á. Á þetta er hér bent, vegna þess að mjög villandi er að tala um afla i þyngdareiningum, þegar um smáfisk er að ræða. Að öðru leyti hefur Pétur Guðjónsson gert ýmsar athugasemdir við grein Einars Hauks i ágætri grein i Timanum þ. 29. jan. s.l. Mér virð- ist sem heldur litið standi eftir af Morgunblaðsgreininni eftir með- ferð Péturs, en þó lét Pétur sig hafa að kyngja þvi að ryksugurn- ar notuðu ekki stærri troll en is- lenskir 500 tonna togarar. Þar sem það er ekki rétt, sé ég enga ástæðu til þess að það fái að standa heldur. Sannleikurinn er sá, að ryksugurnar nota ýmsar stærðir af trollum. Þau minnstu, sem eru af sambærilegri stærð og þau troll. sem okkar togarar nota, eru helst notuð á slæmum botni i tregfiski. Stærri gerðirnar eru notaðar á skárri botni og einnig á slæmum botni, ef góð aflavon er fyrir hendi. Ryksugurnar hafa þvi meiri aflamöguleika beinlinis vegna stærri veiðarfæra heldur en minni togarar okkar. Um áhrif stærðar skipanna er óþarfi að fjölyrða, þar sem Pétur gerði Eramhald á 14. siðu. Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur Félagi Magnús! Mér meira en datt i hug að skamma þig litillega i tilefni hálfrar aldar afmælis þins 29. janúar siðast liðinn. Ég komst hinsvegar að þeirri döpru niðurstöðu að við þig væri ekki talandi i órimuðu máli. Þvi fór ég á fund eins félaga okkar og bað hann yrkja litið ljóð til þin f.h. trésmiða. Hvað hann gerði og þér var flutt kvöldið góða. En þar sem ljóðið er ort fyrir hönd allra trésmiða, finnst mér rétt að biðja blaðið okkar, Þjóðviljann, að birta það svo þeir, sem þér það sendu, mættu sjá það. Og þá um leið, að þeir mættu allir vita, að þú hefur verið virkur þátttakandi i stjórnun Trésmiða- félagsins um áratugi; i þvi ljósi var þér ljóðið flutt. Jón Sn. Þar sem að dökkur svarrar sær sverfur og gnýr við klungur, þar sem að ysta nöfin nær norðast, var drengur ungur alinn við kukl og kúnstir þær kunnastar myrkva stungur. Ættarmót fjarri fengu sin forcldri sett á delann. Reyndu þó bæði faðmlög fin. Magnús Guðlaugsson flenging — og svo að kél’ann. Reyndu að blanda brennivin, bræðing og lýsi á pelann. Þó að nú sjái engan stað saðning þá, liolds né anda. Allir sem þekkja finna það þrautgóða Hornastranda þeliö, sem blíðu andar að eins bæði i gleði og vanda. ö.e.'

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.