Þjóðviljinn - 09.02.1974, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 09.02.1974, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1974. Nöfn 39 Rangœinga Óskar Ólafsson, Álftarhóli i Austur-Landeyjum, skrifar: „Getið þið ekki komist að, hverjir 39 Rangæingar það voru, sem sendu Ólafi Jóhannessyni áskorun þess efnis að herinn verði ekki látinn fara. Þessir sér- stæðu sómamenn munu hafa hugsað þetta sem mótvægi gegn áskorun jafnmargra manna, þess efnis að staðið verði við stjórnarsáttmálann. Misjafnar eru óskir manna og ekki allar til sóma fyrir okkur. Birtið nöfn þessara manna ef þið vitið þau.” Hér hefurðu nöfnin Óskar. List- inn sem við fórum eftir var nokk- uð ógreinilegur og þvi leikur vafi á tveimur nöfnum sem sjá má af spurningamerkjunum. Rafn Svavarsson, Freyvangi 16, Ægir borgilsson Ægissiðu, Ástþór Tryggvason Rauðalæk, Ólafur Kr. Helgason Pulu, Katrin Samúelsdóttir Pulu, Karl Sigur- jónsson Efstu-Grund, Sigurður Hannesson Bjargi, Sigriður Sæmundsdóttir Skarði, Guðni Kristinsson Skarði, Sigriður ólafsdóttir Hellu, Erlendur Guð- mundsson Vorsabæ, Sig. Þor- steinsson Vetleifsholti, Sveinn Tyrfingsson Lækjartúni, Þórður Bjarnason Meiri-Tungu, Eyjólfur Ágústsson Hvammi, Margrét Sigd. Skammbeinsstöðum, Sveinn Jónsson Skarðshl., Magnús Eyjólfsson Hrútafelli, Einar Sigurðsson Varmahlið, Jón Sveinbjarnarson Mið-Skála, Sóley Magnúsdóttir Garðsauka, Jón Einarsson Garðsauka, Egg- ert Pálsson Kirkjulæk, Bára (?) Guðmundsd. Raufarfelli, Guðrún Kristinsdóttir Hvammi, Guðrún Jónsdóttir Vetleifsholti, Eirikur Einarsson Hallskoti, örn (?) H. Guðjónsson frá Hliðarenda, Sig- urður Baldvinsson Hólum, Ólafur Eggertsson Þorvaldseyri, Aðal- björn Kjartansson Hvolsvelli, Jón Þórðarson Eyvindarmúla, Gunn- ar Karlsson Strönd, Eggert Haukdal Bergþórshvoli, Óskar Ólafsson Bjóluhjálegu, Jón Sig- urðsson Eyvindarhólum, Krist- rún Kjartans. Hvolsvelli, Stefania Guðmundsd. Hallskoti, Magnús Sigurjónsson Hvammi. Þvi má svo bæta við að okkur hafa borist af þvi fréttir að undir- skriftasafnarinn muni hafa verið póstmaður nokkur sem notað hafi ferðina til öflunar ábekinga á vixilinn. 300 þúsund kr. fyrirfram „Kona i húsnæðisleit” hringdi til Þjóðviljans: „Hve langt er eiginlega hægt að ganga gagnvart þeim, sem eru i vandræðum? Ég hef verið að leita að leigu- ibúð fyrir mig og 2 dætur (aldur 15—18 ára ) og náttúrlega svarað fjölda auglýsinga, en sjaldnast er tilboðunum svarað. Um daginn var mér þó boðið að lita á ibúð i Kópavogi. Hún reynd- ist vera i gömlu timburhúsi, 3 ágæt herbergi, en fremur litil. Leigan: 25. þúsund kr. á mánuði og árið fyrirfram! Að auki var ekki tryggt, að við fengjum að vera nema þetta eina ár. Ég sagði sem var, að hefði ég 300 þúsund krónur handbærar, hefði ég kannski einhver ráð með að útvega meira og fá uppi út- borgun i eigin ibúð. — Gaman þætti mér svo að vita, hvort hús- eigandinn leyfir væntanlegum leigjanda að gefa alla leiguna upp til skatts.” UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, sendibifreiðar og jeppabifreiðar er verða sýndar að Grensásveg 9 þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. AF VERÐLAUNUM Ekki er hægt að gera sér í hugarlund neinn stærri vanda en þann að vera settur í dómnefnd þar sem dæma á um til- greint listaverk hvort sem það nú kann að vera tónverk, leikverk, mál- verk, ritverk eða Ijóð. Stundum hata menn þurft að standa frammi fyrir þessum ægilega vanda sem að sjálfsögðu tífaldast, þegar dóm- nefndarmenn fá enga vitneskju um það hver sé höfundur þess sem um er fjailað. Þess vegna hlýtur það að teljast ósanngjarnt að áfellast dómnefnd, sem einmitt var skipuð fyrir nokkrum mánuðum til að velja hátíðarljóð í tilefni ellef uhundruð ára Islandsbyggðar, fyrir það að gefast upp. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru svo st jarnf ræðilega litlar líkur til þess að takast megi að velja rétta skáldið þegar nafnlaust Ijóð er valið að slíkt er ekki hægt að ætla nokkrum venju- legum manni. Forsjónin var að vísu ótrúlegá hliðholl dómnefndinni á lýðveldishátíðinni 1944, en þá var fyrir slys valið snoturt Ijóð eftir góða konu norðan úr landi. Hér er nauðsynlegt að skjóta inn litlu sann- leikskorni, sem að vísu er ekki selt dýrara en það er keypt, en er gott dæmi um þann ægilega vanda sem steðjar að dómnef ndarmönnum undir slíkum kringum- stæðum. Þessa sögu sagði mér grandvar maður og sé ég ekki ástæðu til að véfengja hana. . Auglýst var eftir lýðveldishátíðarl jóði í ti lef ni stof n una r lýðveldisins 1944. Ekki stóð á þátttökunni og mörghundruð Ijóð bárust, að sjálfsögðu nafnlaus. Nú var sannarlega úr vöndu að ráða. Þáverandi þjóð- skáld Islendinga var Davíð Stefánsson og má öllum vera það Ijóst hví- lík hneisa það hefði orðið, ef sjálft þjóð- skáldið og Ijóðjöfurinn frá Fagraskógi slysaðist ekki í öndvegið. Hvar var Ijóð þjóðskáldsins? Aftur og aftur voru Ijóðin lesin yfir í æðis- genginni leit að réttum höfundi, en árangurs- laust því fjölmargir gátu komið til greina. Þá datt einum dómnef ndarmönnunum snjallræði í hug. Farið var vandlega yfir öll umslögin, sem höfðu Ijóðinaö geyma og það rannsakaðtil hlítar hvar bréfin hefðu verið póst- sett. Og viti menn, hægt var að útiloka obbann af samkeppnisl jóðunum, því innan við tíu þeirra voru póstsett á Akureyri þar sem þjóðskáldið var búsett. Var nú þingað vel og lengi og kom svo að lokum að sérfræðing- arnir þóttust geta orðið á eitt sáttir um það að Ijóðið ,,Hver á sér fegra föðurland" hlyti að vera eftir þjóðskáldið og bæri því að verðlauna það. En þar sem þeir voru nú ekki hundrað prósent vissir um að Ijóðið væri eftir Davíð, þótt það hefði ásamt fleiri Ijóðum verið póstsett á Akureyri kom til vara sú tillaga að verðlauna Ijóð Jóhannesar úr Kötlum ,,Land míns föður" sem allir gátu verið sammála um að væri besta Ijóðið en gat varla verið eftir Davíð þar sem það var póstsett i Hveragerði (og mátti raunar auðv.eldlega geta sér til um það hver væri höfundurinn). En í Ijóði Jóhannesar fylgdi böggúll skammrifi. Hann komst svo að orði i hátíðaljóði sínu: ,,Flaug þá stundum fjaðralaus feðra vorra andi" og þessari flughæfni andagiftar feðra vorra gat dómnefndin ekki kingt. Svo dómnefndin lét slag standa. Ljóðið sem borist hafði í bréfinu norðan f rá Akureyri var verðlaunað og.nú biðu nefndarmenn þess milli vonar og ótta hvort þeir hefðu hitt naglann á höfuðið og verðlaunað rétta skáldið. En vei! Það kom í Ijós að Ijóðið var eftir ágæta konu norðan úr landi og svo vel samansett að það hefði eins vel getað verið eftir Davíð. I tilefni ellefuhundruð ára afmælis íslands- byggðar átti að endur- taka þennan háskalega Ijóðakappleik og auglýst var eftir Ijóðum, sem síðan átti að verðlauna, en nú var nefndinni enn meiri vandi á höndum en 1944 því skáldin sem samkvæmt eðli málsins hlutu að eiga að fá verð- launin voru öll búsett í höf uðborginni. Og að þvi kom að dómnefndinni brast kjark til að velja úr öllum þeim aragrúa af nafnlausum Ijóðym sem bárust þar sem engin haldgóð ábending var um það í neinu Ijóð- anna að það væri eftir neitt af þjóðskáldunum nú. Seinna hefur það frétst (ég sel það ekki dýrara en ég keypti það) — að búið hafi verið að velja besta Ijóðið en nefndin hafi ekki treyst sér að verðlauna það af ótta við að það væri ef tir Flosa Ólafsson eða Pétur Hoffmann og varla var hægt að hugsa þá hugsun til enda, hve þungur róður það gæti orðið fyrir nefndar- menn að fara á vit ein- hvers tónlistarmanns — í þessu tilviki Jóns Þórar inssonar — og biðja hann um að semja hátíðarkantötu við Ijóð Péturs Hoffmans, að ekki sé talað um Flosa. Á þessum vanda var engin lausn til, nema auðvitað eina lausnin sem var að sjálfsögðu besta lausnin. Máíið var bara sett í hendurnar á þjóðskáldi, nefndintók launin sín og allir máttu vel við una. Hér a vel við vísan sem varð til þegar hátíðarnefndin 1944 var að reyna að finna þjóð- skáld í Ijóðabréfa- haugnum: Liggja í haugum Ijóðskáldin sem lýrikk sinni flíka En þraut er að finna þjóðskáldin þau eiga að vera hér líka. Flosi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.