Þjóðviljinn - 09.02.1974, Side 8

Þjóðviljinn - 09.02.1974, Side 8
------1 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1974. Laugardagur 9. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Reimt i My Lai Þann sextánda mars 1968 sett- ust bandariskar herþyrlur, full- fermdar hermönnum, i viet- nömsku sveitaþorpi sem á landa- bréfum hersins var merkt heitinu My Lai. Herflokkurinn, sem var undir stjórn annars iautinants William Calieys, brenndi þorpiö til grunna og drap það sem til náöist af ibúunum. Samkvæmt niðurstöðum, sem fengust i rétt- arhöldum i málinu, voru að minnsta kosti hundrað og niu þorpsbúar drepnir, flestir konur, börn og gamalmenni. En senni- lega hefur tala drepinna verið all- miklu hærri, auk þess sem marg- ir voru særðir og limlestir. Röð af tilviljunum olli þvi að af óteljandi glæpum frömdum i Víetnamstriðinu varð þessi mest umtalaður og umskrifaður. Þó varhér um að ræða aðeins eina af fjölmörgum hliðstæðum „hern- aðaraðgerðum”, sem bandariski herinn framkvæmdi i Vietnam- striðinu. Enda vissi Calley ræksn- ið ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar eftir dúk og disk var farið að þvarga við hann um þetta og honum um siðir stillt upp i réttar- höldum sem striðsglæpamanni. Hann hafði jú ekki gert annað en að hlýða skipunum og fram- kvæmt þessa sérstöku „árás” á þorpið að hefðbundnum hætti. En hann hlaut að fá sinn dóm. Fyrst morðin i My Lai voru komin á al- staðurinn þar sem það var. Raun- ar hét þetta þorp ekki My Lai, þvi að það var merkt röngu nafni á kortum Bandarikjahers. Hið rétta nafn þorpsins var Thuan Yen, sem á islensku mundi þýða Vandræðaleysa eða eitthvað i þá áttina, og verður varla annað sagt en það nafn kóróni ósköpin með kaldhæðni. heimsvitorb, sáu bandarisk stjórnarvöld þann kost vænstan aö ’pvo 'hendur sinar af þeim — gamalt trix úr Bibliunni, eins og Makki hnifur sagði. Vandræðaleysa Nú berjast bandariskir her- menn ekki lengur i Vietnam nema sem „ráðunauíar” i liði Saigon- stjórnar, en striðið þar heldur á- fram af svo að segja fullum krafti þrátt íyrir vopnahlésamninginn frá þvi i byrjun siðastliðins árs. My Lai er nú á yfirráðasvæði Saigon-hersins, eða réttara sagt Bandarikjaher er orðlagður fyrir hjálp- semi og ljúfmennsku þegar náttúru- hamfarir cins og eldgos eru annarsveg- ar, en eins og þessi mynd frá My Lai sýnii> vill koma annað hljóð i strokkinn gagnvart þeim þjóðum, sem vilja ekki lofa þessum sérstaka her að „vernda” sig með góðu. Rétt hjá þorpsrústunum er skurður, sem nú er gjarnan kenndur við Calley. Út i þennan skurð ráku ungir, bandariskir hermenn meira en hundrað gam- almenni, konur og börn og slátr- uðu þeim með vélbyssuskothrið. Af sjálfu þorpinu sést nú varla annað en rústir af byggingum úr múrsteini, sem eru næstum horfnar i hitabeltisgróðurinn. Múrsteinninn sýnir að ibúar Thu- an Yen hafa verið með betri bændum, eftir þvi sem gerist i þvi landi. Innan um húsarústirnar sjást brot úr vatnskrukkum úr leir og bláum postulinsilátum, svo og leifar af sviðnum húsaviði. og börnin og kýrnar til slátrunar leidd” Fréttamenn frá bandariska fréttatimaritinu Newsweek, sem komu til Thuan Yen eða My Lai nú fyrir skömmu, hittu þar fyrir fátt manna. Þótt Bandarikja- menn væru mættu þeir aðeins vinsamlegu viðmóti, enda er vænlegra til langlifis á yfirráða- svæði Saigon-stjórnarinnar að sýna þeirri þjóð ekki fjandskap. Allt það fólk, sem frétta- mennirnir höfðu tal af, hafði verið i þorpinu þegar morðárásin var gerð á það og sloppið nauðulega með lifi. Þar á meðal var stúlka, sem hafði þá verið niu ára- hún hafið verið s-kotin i fótinn. Onnur stúlka, sem hafði verið átta ára á morðdaginn, sagði frétta- mönnunum frá árásinni: „Við flýðum út úr húsum en lentum beint i flasinu á Bandarikjamönn- unum og þeir fóru að skjóta. Móðir min og faðir voru bæði drepin. Ég varð fyrir skoti og lá lengi innanum þá dauðu og það blæddi úr fætinum á mér. Hermennirnir hafa sjálfsagt haldið að ég væri lika dauð.” Veðurbarinn- miðaldra bóndi, Pham Vi að nafni, sagði frétta- mönnum svo frá: „Það var klukkan sex að morgni, og afi minn var nýkominn út á akur til starfa. Allt i einu voru þyrlur farnar að lenda allt i kring. Fólk flýði út úr þorpinu óg það var skotið. Hermennirnir skutu afa minn þar sem hann stóð á akrinum og kýrnar okkar sex lika. Kona hljóp framhjá og ég slóst i för með henni. Það var skotið og konan hné dauð niður. Ég var skotinn i kviðinn.” Þeir sem lifðu af morðin fengu skaða sinn litt bættan, enda reyndu bandarisku hernaðaryfir- völdin og Saigonstjórnin lengi vel að leyna atburðinum eins og mörgum öðrum hliðstæðum glæpum, og enn i dag viðurkennir Saigon-sljórnin ekki að umrædd „hernaðaraðgerð” hafi átt sér stað. Fyrrnefndir bandariskir fréttamenn mættu sem fyrr segir aðeins vinsemd á veltvangi glæpa hers sins, en voru þó aðvaraðir undir rós. „Verið hérna ekki of lengi”, sagði ein stúlkan, sem þeir ræddu við. „Hér i rústunum úir og grúir af vofum.” dþ „Enn sannar varnarliðið tilverurétt sinn Þessi skemmtilega myndasaga var send Þjóðviljanum frá ókunnum höfundi. Hún þarfnast ekki skýr- inga. Stúdentar segja í ályktun: Herstöðin hér hlekkur í hernaðarkerfi stórvelda Þjóðviljinn birtir ályktun sem samþykkt var á almennum fundi sem stúdentar héldu 25. janúar 1. Fundur stúdenta og háskóla- kennara um herstöðvamálið 24. jan. 1974 tekur undir þá kröfu að herstöðvasamningnum verði sagt upp og herlið og herstöðvar hverfi af landi brott á þessu ári. 2. Fundur mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum utanrikis- ráðherra að draga viðræður við Bandarikjastjórn á langinn. Þeim sexmánaða viðræðu- tima sem gert var ráð fyrir i her- stöðvasamningnum lauk 25. desember siðastliðinn, og hefur samningurinn siðan verið upp- segjanlegur með einhliða ákvörð- un islensku rikisstjórnarinnar og þannig mátt tryggja framkvæmd markaðrar stefnu stjórnarinnar. öll seinkun er frávik frá þeirri stefnu. Nú er Alþingi komið saman að nýju og vitað 'er að rikisstjórn- in hefur ekki starfhæfan meiri- hluta og er þvi afar völt i sessi. Sá dráttur sem enn hefur orðið á hin- um þýðingarlausu viðræðum við Bandarikjamenn er þvi beint til- ræði við ákvæði málefnasamnigs stjórnarinnar. 3. Fundurinn lýsir yfir algerri andstöðu við allar málamiðlunar- lausnir á herstöðvamálinu. Slikar tillögur, þ.á.m. fataskiptatillaga sú sem Alþýðuflokksmenn hafa borið fram og utanrikisráðherra hefur farið lofsamlegum orðum um, miða einugis aö þvi að fela herstöðin sjónum manna. 4. Atburðir undanfarinna vikna sýna ljóslega að herstöðvasinnar eru á undanhaldi. Undansláttar- tillögurnar og sefasýki undir- skriftasafnaranna eru skýr dæmi þess. Jafnframt sýna þessir at- burðir fram á stéttareðli her- stöðvamálsins. Meðan herstöðva- andstæðingar heyja baráttu sina við litil efni en einlægan bar- áttuvilja, er ekkert til sparað við undirskriftasöfnun hinna sjálf- skipuðu landvætta sem hins treysta sér ekki til kappræðna um málstað sinn. Þó hvila atvinnu- rekendur þeir og stjórnendur. sem aðallega standa að baki „landvættunum,” ekki fyrir sér að beita við söfnun undirskrifta aðferðum sem jaðra við atvinnu- kúgun. Eru þessar aðfarir hryggilegt dæmi um siðleysi is- lenskrar borgarastéttar, siðleysi sem dafnað hefur i skjóli hersetu og hermangs. 5. Fundurinn itrekar þau sjónar- mið stúdenta að rangt sé að ein- skorða baráttuna við brottför hersins, heldur er hún eitt með baráttunni gegn NATO vegna ná- inna tengsla þessa tvenns. Inn- ganga i NATO var greinilega hugsuð sem áfangi til að treysta þau itök bandariskrar heims- valdastefnu á Islandi sem her- námið 1951 siðan staðfesti. Yfir- standandi andóf gegn brottvisun hersins er háð með tilvisun til NATO, og undansláttartillögurn- ar hafa hlotið náð fyrir augum striðsherranna i Brússel. Her- stöðvarnar hér eru aðeins hlekk- ur i hernaðarkerfi heimsvalda- sinna sem spannar frá Vietnam til Angóla, frá Grikklandi til Is- lands. Baráttan fyrir algerri brottvisun hernámsliðsins er óhjákvæmilega barátta gegn NATO. 6. Fundurinn minnir á að herinn verður ekki rekinn af landi brott né tslandi komið úr NATO nema til komi viðtæk barátta allrar al- þýðu. Fundurinn skorar þvi á verkalýðsfélög aö taka undir kröfuna um brottför hersins og mótmæla öllum undanslætti. Fundurinn skorar á verkamenn á vinnustöðum, skólanemendur og alþýðu landsins aö gera slikt hið sama.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.