Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mai 1974.
LEIF
NORMAN
ROSSE
GULL-
HANINN
pabbi hélt á hattinum í hendinni
og talaði lágt og hátiðlega eins og
hann væri I kirkju. — Hér stóð
pálminn, sagði hann. — Hérna i
horninu við gluggann. Það
var alltaf ódöngun i
honum og loks drapst
hann. Og hér stóð súlan og hér
var hún vön að sitja með saum-
körfuna hjá sér, mamma....
mamma hans sem ég þekkti.
Þá skildi ég ekki hversvegna
pabbi var i svo mikilli geðshrær-
ingu. Ég skildi að visu að þetta
var bernskuheimilið hans, já,
hann sagði það vist lika; vildi
bara ekki að konan sem bjó þar
núna vissi það. En það tók þvi
varla að fá kökk i hálsinn yfir
þessu gamla hreysi. Og ég var
með hálfgerða ólund á heimleiö-
inni, eins og ævinlega þegar hann
fór að tala um hversu vel mér
liði: — Ég fékk svo sannarlega
ekki að drekka mjólk aö vild eða
borða egg og ávexti á hverjum
degi, enginn sá um það að ég
fengi tiu tima svefn, enginn gaf
mér ný föt og skó. En til allrar
hamingju höfum við getað veitt
þér gott heimili, Fredrik, og það
er mikilvægast af öllu. Og þú
reynist ekki vanþakklátur, það er
ég sannfærður um. Þú verður for-
eldrum þinum til sóma þegar þú
kemst upp. Prentsmiöjan kemst I
góðar hendur þegar þú tekur viö
henni.
Nú fyrst varð mér ljóst, hversu
skelfilegt áfall það hlaut að hafa
verið, þegar ég neitaði að halda
þá braut sem pabbi hafði markað
mér. Hversu oft hafði hann ekki
sagt mér, að það var framtið min
sem hann bar fyrir brjósti, að
hann var að spara handa mér, að
hann hafði fórnað öllu til þess að
mérgæti liðið vel. Og svo hafði ég
eyðilagt allt með þessum „grill-
um”.
Skyldi pabbi hafa haft rétt fyrir
sér, hafði ég kannski enga sér-
staka listgáfu? Fyrir prentara
kemur sér vel að geta teiknað,
geta rissað hugmyndir sinar upp
á blað, hann hafði sjálfur notfært
sér það. En það þarf allt annað til
þess að verða listamaður, hafði
hann sagt. Ef til vill voru and-
mæli min ekki annað en mein-
loka, uppreisn vegna uppreisnar-
innar, til að leggja áherslu á rétt
minn til að ákvaröa framtið mina
sjálfur.
Sem ég lá þarna á sjúkrahúsinu
og lét hugann reika og rifjaði upp
alvöruþrungin orð pabba um gildi
góðs heimilis, þá sá ég allt i einu
Björn fyrir mér. Björn og glókoll-
urnar systur hans sem alltaf voru
að kitla mig og foreldrana sem
hlógu og glensuðust og eltu hvort
annað um alla ibúðina — börnun-
um til mikillar skemmtunar. Og
afi hans sem kenndi okkur sjó-
mann og spilagaldra og sagði
skemmtilegar sögur frá gömlum
dögum. Allt var öðru visi heima
hjá Birni. Að visu var stundum
talað þar um skóla og framtið, en
ekki á þennan hátiðlega hátt sem
ég átti að venjast. Heima var
pabbi sá sem valdið hafði, en fað-
ir Björns talaði við hann og stelp-
urnar — og mig lika — rétt eins og
við værum jafningjar. Spurði um
álit okkar, ræddi við okkur. A
miðju borði stóð vöfflufatið. —
Blessaður fáðu þér, Fredrik. Ég
átti ekki nema eitt egg i þær, en
ég vona að þær séu ætar, sagði
móðir Björns, — og það er siróp i
krukkunni. Heimsóknir minar hjá
Birni urðu oft langar.
Einu sinni hafði hann komið
heim til min. Ég hafði sagt frá
þessum ágæta strák sem var i
sama bekk og ég, og svo fékk
hann leyfi til að koma. — Við
verðum vist að gefa honum epii,
sagði mamma. — Þú hefur fengið
góðgerðir hjá þeim. Og pabbi
kom að og rótaði i kassanum —
Það þarf ekki endilega að vera
stórt, sagði hann. — Þessi finu
amerisku epli eru eiginlega of dýr
til að gefa ókunnugum. Þau eru
ætluð þér, Fredrik, an apple a day
keeps the doetor away. Þú veist
ekki hve lánsamur þú ert, einka-
sonur, getur setið einn aö öllu.
Og eftir heimsókn Björns man
ég vel hvað mamma sagði: —
Þau eru vist ekki sérlega efnuð,
en þetta er góður drengur. Og
pabbi var á sama máli, drengur-
inn var bæði greindur og viðfelld-
inn, þótt hann virtist ekki bera
sérlega mikla virðingu fyrir eldri
kynslóðinni. Og hann mátti gjarn-
an koma aftur einhvern tima og
ég mátti fara til hans — einstöku
sinnum. — En aðalatriðið er að
læra lexfurnar sinar, það er dýrt
að hafa þig i skóla, þú verður að
leggja þig allan fram. Með þina
hæfileika ættirðu að geta verið i
fremstu röð. Og mundu það, að
drengir á þínum aldri þurfa mik-
inn svefn. Og það er enn eitt,
Fredrik, mér skilst að þú hafir
borðað vöfflur með sirópi hjá
þessum dreng. Hér heima færðu
fyrsta flokks mat, heilnæman og
nærandi, gott smjör og ávexti og
hunang og allt sem þú þarfnast,
ég vil ekki að þú eyðileggir i þér
tennurnar og magann með slikum
óþverra.
Það er furðulegt að maður skuli
muna svona smáatriði, þetta var
svo veigalítið i sjálfu sér, Björn
kom ekki nema i þetta eina s'kipti,
það varð ekkkert meira úr vinátt-
unni, námið tók allan timann hjá
mér. En ég fékk lika ágætiseink-
unn á miðskólaprófi eiris og pabbi
vonaðijtil allrar hamingju gat ég
glatt hann með þvi. — Þarna
sérðu, Fredrik, það borgar sig að
leggja sig allan fram. Haltu
svona áfram.
Fleiri og fleiri minningar sóttu
að mér næstu daga, atvik úr minu
eigin lifi og einnig ýmislegt úr
bernsku og æsku móður minnar.
Ég hafði ekki fylgst sérlega vel
með öllu þvi sem hún sagði mér
um foreldra sina og systkini og
ættingja og vini, lifið i stórborg-
inni sem ég hafði aldrei komið i
og var handan við hafið mikla. En
myndirnar framkölluðust ein-
hvers staðar inni i höfðinu, lágu
þar tilbúnar, og margar voru
furðulega skýrar. Mér fannst ég
Föstudagur 24. maf
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar,
20.30 Kapp með forsjá.
Breskur sakamálaflokkur.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.25 Landshorn. Frétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Eiður Guðnason.
22.05 Kemal Atatiirk. Bresk
fræðslumynd um tyrkneska
þjóðskörunginn Mustafa
Kemal AtatUrk og umbætur
þær, sem hann stóð að i
landi sinu i byrjun tutt-
ugustu aldar. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
22.50 Dagskrárlok.
vita allt um mömmu, umhverfi
hennar og fólkið umhverfis hana.
Ég þekki hana svo vel. En pabba?
Ég var á gangi i sjúkrahús-
garðinum einn morguninn, hafði
slitið mig lausan frá allri vin-
semdinni, hinum sjiklingunum
sem komu inn til min og töluðu
um alla heima og geima — annað
en það. Þeir gerðu þetta i góðum
tilgangi, þeir voru að reyna að
vera uppörvandi, en ég gat ekki
afborið það, ég varð að vera einn,
varð að finna svar við þessari
spurningu sem leitaði svo fast á
mig: Hver var pabbi eiginlega?
Fyrst reyndi ég að bægja henni
frá mér. Faðir minn, sem hafði
ekki vikið frá mér einn einasta
dag siðan ég fæddist, átti ég ekki
að þekkja hann? En spurningin
var áleitin, það var margt sem ég
vissi ekki um pabba. Mamma
hafði sagt mér frá honum á
Bandarikjaárunum, frá Andreasi
frá Noregi sem var svo stefnu-
fastur og iðinn að hún hafði aldrei
kynnst öðru eins. Og pabbi hafði
sjálfur teiknað litlu myndina úr
fátækrahverfi bernskunnar, hún
gaf ýmsar visbendingar. En
myndin var of óljós. Hvað um
sambandið við föður hans? Hvað
vissi ég eiginlega um föðurafa
minn? Hvað hét hann, hvaðan
kom hann, hvernig hafði hann lif-
að lifinu, hvernig maður var
hann?
Meðan ég ráfaði aleinn um fá-
förnustu stigana i spitalagarðin-
um, varð mér ljóst, að það var
nauðsynlegt fyrir mig að fá svar
við þessum spurningum — til að
skilja pabba! Rétt eins og ég varð
að fá að vita sem mest um pabba
— til að skilja sjálfan mig! Hver
var ég sjálfur eiginlega?
Fjölskylda, ætt, uppruni —
aldrei hafði ég haft áhuga á slíku.
Það var fyrir gamlar piparkerl-
ingar og karla sem höfðu ekkert
annað að gera en grúska i ætt-
fræði og finna ,,fina” forfeður.
En nú leit ég þetta öðrum aug-
um. Það var orðið mikilvægt, já
beinlinis nauðsynlegt, að fá meiri
vitneskju um uppruna minn, um
pabba og afa og aðra ættingja. Ég
átti ekki nokkurn einasta ætt-
ingja, engan sem ég gat kallað
frænda, og mér fannst það mikil
vöntun. Sjálfur var ég ekki neitt,
en þeir sem höfðu lifað á undan
mér og ég var framhaldið af, lifðu
áfram I mér, það fannst mér nú.
Ég hafði skyldum að gegna við
þá, þeir gátu gert kröfur til min.
Pabbi hlaut að hafa orðið fyrir á-
hrifum frá foreldrum sinum og ef
til vill öfum og ömmum og fleiri
ættingjum, þau hlutu að hafa átt
þátt I að móta hann. Og hann
hlaut að hafa erft ýmis ættarein-
kenni, rétt eins og ég.
Læknirinn hafði sagt mér að
eftir heilahristing geti minnið bil-
að aðnokkru leyti, ýmislegt getur
gleymst um stundarsakir, en það
skýrist smám saman aftur. Pabbi
hafði sagt mér sitt hvað um móð-
ur sina sem ég mundi eftir, en
hann hlaut líka að hafa minnst á
fööur sinn, hann hlaut að hafa
sagt eitthvaðum hann, það var ó-
hugsandi að hann hefði tekið mig
með sér til bernskuheimilisins án
þess að minnast á föðurinn. Ég
varð að reyna að hressa upp á
minnið.
Og nokkrum dögum seinna,
þegar ég var aftur kominn til
Oslóar með vinstri handlegg i
gipsi, en annars i góðu standi,
þegar ég hafði litið sem snöggv-
ast inn i prentsmiðjuna og beðið
hægri hönd föður mins að annast
reksturinn fyrst um sinn, flýtti ég
mér niður i gamla úthverfið. Eg
ætlaði að reyna að finna litla hús-
ið i Waterland, ef til vill gæti það
gefið mér meiri upplýsingar um
ættina eða minnt mig á eitthvað
sem ég hafði gleymt.
Ég mundi ekki götunafnið hafði
vlst aldrei heyrt það, rölti bara
um hverfið upp á von og óvon. En
ég komst á staðinn. Og allt var
eins og áður var, ekkert hafði
breyst þessi átta ár siðan pabbi
fór þangað með mig. Ég tók mér
stööu I bakgarðinum miðjum og
virti fyrir mér hrörlega húsið, en
úr glugganum mætti mér fjand-
samlegt augnaráð. Ég sneri mér
við og horfði kringum mig i garð-
inum, en umhverfið var lika óvin-
veitt. Og um leið kom náungi á
aldur við mig i slitnum vinnugalla
gegnum portið, undrandi og allt
að þvi áhyggjufullur virti hann
fyrir sér þennan spjátrung i ljós-
gráum jakka og stifpressuðum
dökkgráum buxum, hvitri skyrtu
og nýjum skóm. Og með hatt! Af
hverju var ég endilega með þenn-
FIMMTUDAGUR 23. mai. Uppstigningardagur
8.00 Morgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir) a. „Lofið
Drottinn himinsala”, kant-
ata nr. 11 eftir Bach til
fiutnings á uppstigningar-
dag Ena Mitchell, Kathleen
Ferrier, William Herbert og
William Parsins syngja með
Kantötu-kórnum og
Jacques-hljómsveitinni i
Lundúnum: Reginald
Jacquesstj. b. Sinfónia nr. 5
i B-dúr eftir Schubert.
Fiiharmóniusveitin i Vinar-
borg leikur: Karl
Munchinger stj. c. Þættir úr
„iberiu” eftir Albeniz. José
Iturbi leikur á pianó. d.
Oktett i Es-dúr op. 103 eftir
Beethoven. Melos-strengja-
sveitin I Lundúnum leikur:
Gervase de Peyer stj.
11.00 Guðsþjónusta I Aðvent-
kirkjunni.Sigurður Bjarna-
son prédikar. Organleikari:
Lea ólafsson. Arni Hólm
stjórnar kór og syngur ein-
söng.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Slðdegissagan: „Hús
máiarans” eftir Jóhannes
Helga. Óskar Halldórsson
prófessor endar lestur
bókarinnar um Jón Engil-
berts listmálara (11).
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátlð I Helsinki I
haust.a. Sónata i F-dúr fyr-
ir flautu og pianó eftir Moz-
art. Ilpo Mansberus og Liisa
Pohjola leika. b. Píanó-
sónata frá Búlgariu eftir
Béla Bartók. Zoltán Kocsis
leikur. c. Strengjakvartett
op. 77 nr. 2 i F-dúr eftir
Haydn. Fresk-kvartettinn
leikur
16.15 Veðurfregnir.
Popphornið.
17.00 Barnatimi. a. Sinfóniu-
hljómsveit tslands leikur
tónverk eftir Kodály,
Humperdinck, Schubert
o.fl. Hljóðritun frá fjöl-
skyldutónleikum i Háskóla-
biói 16. febr. i vetur. Stjórn-
andi: Páll P. Pálsson.
FÖSTUDAGUR 24. maí
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsm.bl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45:
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Slðdegissagan:
„Elskendur”, smásaga eftir
Liam O’Flaherty Bogi
Ólafsson islenskaði.
Margrét Jónsdóttir les.
15.00 Miðdegistónleikar:
Tónlist eftir Prokojeff.
György Sándor leika
Pianósónötu nr. 6 i A-dúr op.
82. Galina Vishnevskja
syngur Fimm lög við ljóð
eftir Onnu Akhmatovu:
Mstislav Rostropovitsj leik-
ur með á pianó.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið.
17.10 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Spurt og svarað.
Ragnhildur Richter leitar
svara við spurningum hlust-
enda.
20.05 óperutónleikar: Loka-
tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands á þessu
Kynnir Atli Heimir Sveins-
son. Framsögn hefur Ró-
bert Arnfinnsson. b. Sögur
af Munda: — fjórði þáttur
Bryndis Viglundsdóttir lýk-
ur að segja frá nautunum i
Nesdal og lýsir þvi einnig,
er „kýrnar leika við kvurn
sinn fing-
ur”.18.00 Stundarkorn með
Strauss-hl jóms veitinni I
Vinarborg. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.40 Gestir og heimamenn.
Baldur Pálmason spjallar
um dagskrá komandi lista-
hátiðar i Reykjavik og tekur
dæmi: —fyrri þáttur.
20.15 Samleikur I útvarpssal:
Leon Goossens og Halldór
Haraldsson leika á óbó og
pianó verk eftir Bach,
Rameau o.fl.
20.40 Leikrit: „Ferðin” eftir
John Kjærgaard. Þýðandi:
Nfna Björk Arnadóttir.
Leikstjóri: Sigmundur Orn
Arngrimsson. Persónur og
ieikendur: Poul/Sigurður
Skúlason. Lone/Valgerður
Dan. Lene, systir Pouls/Sól-
veig Halldórsdóttir. Vin-
kona Lene/Helga Stephen-
sen. Faðirinn/Steindór
Hjörleifsson. Móðirin/-
Herdis Þorvaldsdóttir. Geð-
læknir/Asdis Skúladóttir.
Faðir Lone/Jón Aðils. Göm-
ul kona/Emilia Jónasdóttir.
21.25 Tónlist eftir Darius Mil-
haud. Cor de Groot pianó-
leikari og Kammerhljóm-
sveit hollenzka útvarpsins
flytja „Karnival I Aix”,
Hubert Soudant stj.
21.45 A flótta til raunveruleik-
ans. Pétur Hafstein Lárus-
son og Geirlaugur Árnason
fara með frumort ljóð.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Eiginkona á
álögum” eftir Albcrto
Moravia.Margrét Helga Jó-
hannsdóttir les (5).
22.35 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur I umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
dagskrárlok.
starfsári, haldnir i Háskóla-
biói kvöldið áður. Stjórn-
andi: Karsten Andersen frá
Björgvin. Einsöngvari:
Mandy Mesplé óperusöng-
kona frá Paris.a. Forleikur
að „Töfraflautunni” eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
b. Aria Súsönnu „Deh
vieni” úr „Brúðkaupi
Figarós” eftir Mozart. c.
Aria Rósinu „Una voce poco
fa” úr „Rakaranum frá
Sevilla” eftir Gioacchino
Rossini. d. Bacchanale úr
„Samson og Dalilu” eftir
Camille Saint-Saens. e. For-
Ieikurað „Valdi orlaganna”
eftir Giuseppe Verdi. f. Aria
Gildu úr „Rigóletto” eftir
Verdi. g. Klukknaarian úr
„Lakmé” eftir Leo Delibes.
h. Forleikur að
„Tannhauser” eftir
Richard Wagner. — Jón
Múli Arnason kynnir tón-
leikana. —
21.30 Gtvarpssagan: „Ditta
mannsbarn” eftir Martin
Andersen Nexö Þýðandinn,
Einar Bragi les (28).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Pólitikin og herstöðin.
Vilhelm G. Kristinsson
fréttamaöur flytur þriðja og
siðasta ferðaþátt sinn frá
Möltu.
22.35 Létt músik á slðkvöldi.
Metropole-hljómsveitin
leikur iétt lög: Dolf van der
Linden stj.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskráriok.