Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mai 1974. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ LEGGÚR FRAM TILLÖGUR UM NÝJA STJÓRNARHÆTTI í REYKJAVÍK tbúarnir I hverfunum þekkja best sérmál sín. Alþýðubandalagiö vill færa valdiö til fólksins I hverfunum — kjósa hverfastjórnir. Kjörnar hverfastjórnir fái vald í mikilvœgum málefnum Aö tilhlutan vinstri flokkanna í borgarstjórh Reykjavíkur var í vetur hafin endurskoðun á stjórnkerfi borgarinnar, en íhaldsmenn hafa lengi þráast við að gera þar á nokkrar breytingar til batnaðar. Nú hefur viðleitni vinstri manna borið þann árangur að íhaldsmenn hafa fallist á breytingar á skipan ýmissa nef nda og stjórna á vegum borgarinnar, þannig að til þeirra sé kjörið hlutfallskosningu, en embættismenn sitji ekki með atkvæðisrétti í þeim. Vinstri menn höfðu i stjórnkerfisnefnd lagt mikla áherslu á það að draga úr hinum óeðlilegu áhrifum embættis- manna hjá Reykjavikurborg, og sáu ihaldsmenn sér þann kost vænstan að flytja sjálfir tillögur um nýskipan að þessu leyti i 12 nefndir og ráð. Hins vegar ýmist felldu þeir eða visuðu frá öllum tillögum vinstri flokkanna um megin- reglur i þessu sambandi. Hins vegar treystu þeir sér ekki til að samþykkja meginreglu um útilokun embættismanna. Og að öðru leyti ýmist felldu þeir meirihlutamenn eða visuðu frá öllum tillögum vinstri flokk- anna um bætt stjórnkerfi og lýðræðislega stjórnarhætti. Þar var m.a. kveðið á um nýskipan mála og verksviða milli forseta borgarstjórnar og borgarstjóra, að borgarstjóri eigi ekki að vera úr hópi borgarfulltrúa, um fjölgun borgarfulltrúa o.fl. Logi Kristjánsson bæjarstjóri skipar baráttusætið á Neskaupstað Slegist Á Neskaupstað hefur Alþýðubandalagið verið í meirihluta um þrjá ára- tugi. Þjóðviljinn hafði samband við Loga Kristjánsson bæjarstjóra, sem skipar baráttusætið hjá G-lista þar, en það er fimmta sætið. Við spurð- um Loga um horfur í kosn- ingunum. — Hvaða mál hafa verið efst á baugi i kosningabaráttunni? — Segja má, að andstæðinga okkar hér i Neskaupsstað hafi al- gerlega skort málefni til árása á meirhlutann og gripið i þess stað til lúalegra persónulegra árása, einkum á fyrirrennara minn i bæjarstjórastarfinu. Við Alþýðu- bandalagsmenn höfum hins veg- ar minnt menn á atvinnuleysið sem landlægt var hér á Austf jörð- um á viðreisnartimanum og bent á hve vel hefur tekist að bægja atvinnuleysinu frá svo rækilega um hvert atkvœði að hér er nú vinnuaflsskortur. Það hefur verið gert undir forystu Alþýðubandalagsins. Hér er öll atvinnuuppbygging félagslegs eðlis, og með slika félagslega undirstöðu verður ekki hlaupið á brott úr bænum, eins og aðflutt atvinnutæki einkagróðamann- anna. — Hafa verið miklar fram- kvæmdir i bænum? — Já, hér er unnið að fram- kvæmdum við fjórðungssjúkra- húsið, við byggingu barnaskóla, og verið að undirbúa byggingu gagnfræðaskóla. Mikið hefur ver- ið um húsbyggingar eða eins og iðnaðarmennirnir hafa getað annað, auk þess risu hér átta við- lagasjóðshús. Þá fékkst gott lán til gatnagerðar á Austurlandi, og hafa bæir hér eystra fengið á sig annan svip. — Hvað hafið þið gert i dag- heimilismálum? — Ég vil gjarnan geta þess að i vetur starfræktum við i fyrsta sinn dagheimilið allt árið, en áður hafði það verið lokað yfir vetrar- timann. Dagheimilið rúmar 80 börn og er ég þess fullviss að ekk- ert bæjarfélag á landinu hefur jafn mörg dagvistunarrými fyrir börn miðað við ibúatölu. — Ertu bjartsýnn á úrslitin á sunnudaginn? — Ég hef nú ekki verið neinn sérstakur bjartsýnismaður, og ég vil minna á, hve úrslitin voru tvi- sýn siðast. Þá fengu kratarnir 77 atkvæði og engan fulltrúa, fram- sókn tvo á 155 atkvæði þ.e. unnu fulltrúann af krötum með hálfu atkvæði, ihaldið fékk 199 og tvo, en Alþýðubandalagið 390 atkvæði og fimm fulltrúa en það gerir 78 atkvæði á fimmta mann. Það verður þvi slegist um hvert at- kvæði, og eitthvað eru andstæð- ingar okkar ragir við að fara gegn okkur á framboðsfundi, þvi hing- að til hefur samkomulag strandað á formsatriðum og þvi enn óvist hvort af framboðsfundi verður. Logi Kristjánsson bæjarstjóri HERINN BURT X-G

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.