Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 1
UÚÐVIUINN Laugardagur 25. mai 1974 — 39. árg. — £CTtbl. Stœrsti fundur stjórnmálaflokks, sem haldinn hefur verið NÆR 6000 MANNS í HÖLLINNI Mannfjöldinn sannaði að kröftugasta stjórn- málaafl vinstri manna er Alþýðubandalagið Að kvöldi uppstigningardags gerðist sá sögulegi atburður i Reykjavik, að haldinn var stærsti kosningafundur stjórnmálaflokks sem haldinn hefur verið i höfuðstað landsins. Stærsta samkomuhús borgarinnar var troð- fullt, hvert sæti skipað og staðið í göngum og meðfram sætaröðum. Talið er að hátt á sjötta þúsund manns hafi sótt fundinn. Fundurinn i Laugardalshöllinni var glæsilegur vitnisburður um þann sóknarhug sem nú einkennir allt starf Alþýðubandalagsmanna. Stuðnings- menn G-listans eru staðráðnir i að nota hverja klukkustund uns kjör- stöðum verður lokað annað kvöld til þess að vinna að sigri. Jón Múli Árnason var kynnir á fundinum og hann sagðist verða að fyrirgefa ihaldinu húsnæðisskort- inn: það væri ekki nema von að borgarstjórnarmeiri- hlutinn miðaði húsplássið við eigin þarfir! A fundinum voru flutt margskonar pólitisk skemmtiatriði og ræður sem sagt er frá i máli ogmyndum á 14. og 15. siðu blaðsins i dag, en i opn- unni er birt mynd af hinum stórglæsilega fundi G-listans. Þessum frábæra kosningafundi G-listans verður ekki lýst betur en I myndum og þær er að finna inni i blaðinu, auk þeirra mynda sem hér birtast á siðunni. Kosningaveðrið: Sólskin syðra Ský j að nyrðra Frekar má búast við þvi að veðurguðirnir hafi velþóknun á þeim bæjar og sveitarstjórnar- kosningum sem fram fara á morgun. Að þvi er Páll Bergþórsson veðurfræðingur sagði i gær má fastlega gera ráð fyrir norðlægri átt i landinu, sem þýðir sólskin sunnan fjalla og fyrir austan en þungbúið loft fyrir norðan. Páll sagði að hvergi á landinu væri búist við slæmu veðri. —S.dór Sjá myndir frá fundinum á síðum 12, 13, 14 og 15 ívið færra hjá íhaldi Sjálfstæðisflokkurinn efndi til fundar i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Stundarfjórðungi eftir að fundur átti að hefjast, vantaði mjög á að fullskipað væri i sæti. Töldu kunnugir, að á fundinum hefðu verið um tveim þúsundum færra en á fundi G-listans i fyrrakvöld. Sjálfstæðismenn óðu um bæinn i gær meðgjallarhornog fóru m.a. inn á vinnustaði til að smala fólki, en fengu dræmar undirtektir, eins og fundarsóknin bendir einnig til. Orðrómur um fjármálamisferli hjá borginni — Sjá baksíðu Framsókn offrar Tómasi Úr herbúðum Fram- sóknarf lokksins berast þær fréttir að kaveðið hafi verið, að Tómas Karlsson, ritstjóri Tímans, verði ekki á framboðslista flokksins fyrir Reykjavík í þing- kosningunum i vor, en í síðustu kosningum var Tómas i þriðja sæti á list- anum og náði því eftir hörkukeppni í prófkjöri við Baldur Öskarsson einn af framámönnum Möðruvell- inga, og Kristján Thorla- cius, sem er einn forustu- manna vinstri armsins, sem nýskeð lét tii skarar skríða og klauf sig frá f lokknum. dþ. G-listinn: SJÁLBOÐALIÐAR G-listann i Reykjavik vantar sjálfboðaliða til starfa i dag og á morgun, kjördag. Skráning sjálfboðaliða er að Grettisgötu 3 i sima 28655. Þessi mynd gefur nokkra hugmynd um þann geysilega mannfjöida, sem sótti kosningafund G-listans i Laugardalshöllinni i fyrradag. Þessa mynd tók AK, hann tók einnig stóru myndina i opnunni sem sýnir yfir mannfjöldann og á 14. og 15siðu eru fleiri myndir frá fundinum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.