Þjóðviljinn - 25.05.1974, Side 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 25. mai 1974.
CAI Pl Rl Cl H IOS KENJAR
Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson
49. Skottur
„Prestarnir og munkarnir eru einu
sönnu púkar þessa heims. Kirkjan,
með sina löngu hönd og vigtönn, bitur i
allt, sem hún kemst yfir”, stendur i A-
handritinu.
Afskræmin eru stödd i boghvelfingu
kjallara einhvers klausturs, og er eitt
þeirra að slafra i sig úr krukku.
Fingralangur púki stendur á miðri
mynd, syngjandi sæll og glaður með
glas i hendi. Þriðja afskræmið spennir
greipar og dregur að sér vinandann
gegnum nefið. Það er liklega ekki eins
syndsamlegt og að drekka með munn-
inum.
„Kirkjan, eða prestastéttin, hefur
nagdýrstennur, og hægri hönd hennar
er risastór og fingralöng, þannig að
hún geti hremmt allt til sin,” stendur
| meöal annars i A-handritinu.
Ofar allri ádeilu, sem felst i mynd-
inni, og táknrænni merkingu hennar,
aö skotturnar búi i djúpi kirkjunnar,
eða i kjöllurum klaustranna, rikir skop
og kæti skripanna: matargræðgin,
ungfrúarlegi hettumunkurinn, sem
bregður fram fæti, eins og hann ætli að
stiga dans, og dvergvaxna og drukkna
ófreskjan á miðri myndinni.
Verurnar koma okkur einkar kunn-
uglega fyrir sjónir, likt og þær séu per-
sónur i velþekktu ævintýri, eða þjóð-
sögu. Svartnættið vikur fyrir spaugi
Goya. Myrkravöldin missa máttinn,
ógnin hverfur af þeim. Þau verða
mennsk: svöng, dansglöð og drukkin.
Mannlegu eiginleikarnir verða þess
valdandi, að áhorfandinn finnur eitt-
hvað sameiginlegt með þeim og sjálf-
um sér: púkann, sem býr i öllum
mönnum.
Kjósið
snemma
G-listinn hvetur kjósendur til
þess að kjósa snemma dags. Þeir
sem fara úr bænum i dag eru vin-
samlegast beðnir um að hafa það
sérstaklega i huga, — og minna
kunningjana á.
Kjósið snemma, kjósið G-
listann.
Sendi-
herra í
Mexíkó
Hinn 20. mai s.l. afhenti Har-
aldur Kröyer, sendiherra, Licen-
ciado Luis Echeverria Alvarez,
forseta Mexikó, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra tslands i Mexlkó
með aðsetri i Washington.
Það er vor
aldarinnar
á Héraði
„Þetta er vor aldarinnar”,
sagði Sigurður Blöndal skógar-
vörður á Hallormsstað, er við
ræddum við hann i gær. Menn
muna ekki aðra eins vorbliðu þar
eystra, og á Héraði hefur veðrið
verið enn betra en suðvestan-
lands. Sigurður sagði, að gróður
allur væri kominn mánuði lengra
en i venjulegu ári. Stöðug hlýindi
hefðu verið i allt vor, gróðrar-
skúrir og sólskin skiptust á. Skóg-
ræktin sjálf nyti þó veður-
bliðunnar ekki sem skyldi vegna
þess að plöntunin er meira bundin
almanakinu en veðrinu.
Breytt námstilhögun
í Stýrimannaskóhmum
Stýrimannaskólanum i Reykja-
vik var sagt upp hinn 18. mai I 83.
sinn. Viðstaddir skólauppsögn
voru margir af eldri nemendum
skólans.
t upphafi ræddi skólastjóri um
breytingar á námstilhögun við
skólann. Til inngöngu i 1. bekk er
nú krafist gagnfræðaprófs eða
hliðstæðs prófs. Starfrækt er
sérstök undirbúningsdeild fyrir
þá sem ekki hafa tilskilinn undir-
búning. I þeirri deild eru aðeins
kenndar 5 námsgreinar: stærð-
fræði, eðlisfræði, islenska,
danska og enska.
Próf úr 1. bekk veitir
skipstjórnarréttindi á fiski-
skipum allt að 120 tonnum. Náms-
efni 2. bekkjar hefur nú verið’
samræmt fyrir farmenn og fiski-
menn þannig að nú fá allir sömu
réttindi að loknu prófi 2. stigs,
þ.e. full skipstjórnarréttindi á
fiskiskipum af hvaða stærð sem
er og kaupskipum allt að 400
tonnum, ennfremur undir-
stýrimannsréttindi á kaupskipum
af hvaða stærð sem er. Sk'i’p-
stjórnarréttindi á fiskiskipum eru
þó háð þvi, að menn hafi tilskilinn
siglingatima á fiskiskipum. Skip-
stjórnar- og undirstýrimanns-
réttindi á kaupskipum eru og háð
ákvæðum um siglingatima á
slikum skipum. Með þessari
F ramboðslisti
breytingu á að verða auðveldara
fyrir alla að ljúka prófi 3. stigs,
sem veitir full skipstjórnar-
réttindi.
Þá gat skólastjóri þess að
aðstaða til fækjakennslu hefði
batnað verulega, eftir að skólinn
fékk tækjasal i nýbyggingunni
fyrir austan skólann.
1 vetur var haldin deild fyrir
skipstjóraefni á varðskipum
rikisins, eða 4.stigs deild. Sóttu
hana 10 menn og luku þeir prófi i
janúarlok. Hæstu einkunn hlaut
Einar Róbert Arnason, 7,26 sem
er ágætiseinkunn. Að loknu prófi
færðu þeir skólanum að gjöf fagra
myndastyttu. Hefur henni verið
komið fyrir á hentugum stað i
kennarastofu.
Að þessu sinni luku 23 far-
mannaprófi 3. stigs og 46 annars
st.'prófi. Efstur við 3. stigs prófið
var Uagþór Sigmar Haraldsson,
7,70, og hlaut hann verðlauna-
bikar Eimskipafélags Islands,
farmannabikarinn. Efstur við
annars stigs prófið var Þórarinn
Ölafsson, 7,84, og hlaut hann
verðlaunabikar öldunnar, öldu-
bikarinn. Hámarkseinkunn er 8.
Bókaverðlaun úr verðlauna- og
styrktarsjóði Páls Halldórssonar,
fyrrverandi skólastjóra, hlutu
eftirtaldir nemendur, sem allir
löiöu hldtið ágætiseinkunn:
Dagþór Haraldsson, Jens G.
Jensson, Jóhann Kiesel, Jón
Börkur Ákason, Lúðvik
Einarsson og Sigurður Berg-
sveinsson úr 3. stigi, en Arni
Sigmundsson, Guðmundur
Kristjánsson, Guðni Einarsson,
Helgi Arason, Hreggviður Hregg-
viðsson, Jóhannes Sigurðsson,
Jón Steingrimsson, Sigurður
Jónsson, Þórarinn Ólafsson og
Þorsteinn Baldvinsson úr 2. stigi.
Skipstjórafélag Islands veitti
Lúðvik Einarssyni bókarverðlaun
fyrir hámarkseinkunn i siglinga-
reglum.
Skólastjóri ávarpaði siðan
nemendur og óskaði þeim til
hamingju með prófið. Benti hann
þeim á ábyrgð og skyldur yfir-
manna á skipum.
Taldi hann góðar horfur á þvi,
að þeir gætu fljótlega notfært sér
þau réttindi, sem þeir hefðu aflað
sér með skólaverunni, skipa-
stóilinn væri i örum vexti og
skortur væri á yfirmönnum á
skipum. Hann brýndi fyrir þeim
að virða rétt annarra á hafinu og
varaði við þeim afleiðingum, sem
hlotist gætu af þvi, ef settar
reglur væru ekki i heiðri hafðar.
Þá þakkaði hann nemendum
samveruna og óskaði þeim far-
sældar i framtiðinni. Að lokinni
ræðu skólastjóra tóku þessir til
máls: Jóhann Eiriksson fyrir
sextiu ára prófsveina. Gaf hann
ásamt Jóni Högnasyni og Valdi-
mar Guðmundssyni skólanum
ljósrit af handriti af siglinga-
Framhald á 21. siðu.
Alþýðubandalagsins í
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins I Reykjaneskjördæmi
kom saman til fundar fimmtu-
daginn 23. mai I Hlégarði Mos-
fellssveit. Þar var einróma
samþykktur framboðslisti
flokksins vegna alþingis-
kosninganna 30. júni. Listinn er
þannig skipaður:
1. Gils Guðmundsson alþm.
Rvk.
2. Geir Gunnarsson alþm. Hf.
3. Karl G. Sigurbergss. skipstj.
Keflav.
| 4. Ólafur R. Einarsson,
menntask.kenn. Kóp.
5. Erna Guðmundsd. húsm. Hf.
6. Hallgrimur Sæmundss. kenn.
Gh.
7. Helgi ólafsson, skipstjóri
Grindavik.
8. Svandis Skúlad. fóstra Kóp.
9. Hafsteinn Einarsson,
kompásasm. Seltj.
10. Magnús Láruss. húsg.sm.
Mosf.
Kjördæmisráðsfundurinn var
fjölsóttur og mikill baráttuhugur i
Alþýðubandalagsmönnum á
Reykjanesi. Nánar verður sagt
frá fundinum eftir helgi.
Fimm efstu menn á G-lista i Reykjaneskjördæmi. Taliö frá vinstri: Karl G. Sigurbergsson (3), Ólafur
R. Einarsson (4), Erna Guömundsdóttir 5, Gils Guömundsson (1) og Geir Gunnarsson (2).